Morgunblaðið - 17.10.1991, Síða 44
- 44
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDÁGUR 17. OKTÓBER 1991
KORFUKNATTLEIKUR
Fyrstu
stig
Tinda-
stóls
TINDASTÓLL krækti sér í
a^íyrstu stigin á ísiandsmótinu í
körfuknattleik, Japisdeildinni,
er liðið sigraði Snæfell nokkuð
örugglega í fyrsta leik vetrarins
hér í Hólminum. Það var aðal-
lega frábær hittni Einars Ein-
arssonar sem skóp sigur
Tindastóls en hann gerði m.a.
níu 3ja stiga körfur og skotnýt-
ing hans í heild var mjög góð.
Hittni leikmanna var óvenju
slök. Það voru aðeins þrír leik-
menn sem virtust finna rétta Ieið í
körfuna í fyrri hálf-
leik, þeir Ivan Jonas
og Einar Einarsson
hjá Tindastóli og
Rúnar Guðjónsson
njá Snæfelli, en hann átti mjög
góðan leik. Bakverðir Snæfells, sem
léku mjög vel í Borgamesi 'í 2.
umferð, fundu sig engan vegin í
fyrri háfleik og áttu varla skot á
körfuna.
Seinni hálfleikur var mjög jafn
en forskot Tindastóls var of mikið
og leikmönnum Snæfells tókst ekki
að minnka muninn.
Ivan Jonas átti mjög góðan leik;
spilar samheija sína mjög vel uppi
vg er öruggur undir körfunni. Bárð-
"u'r Eyþórsson tók góðan kipp í síð-
ari hálfleik og sýndi þá hvers hann
er megnugur, gífurlega snöggur en
hefði mátt beita sér mun meir. Tim
Harvey var mjög sterkur í seinni
hálfleik og skoraði þá 18 stig. Mis-
heppnaðar sendingar og afar slæm
skotnýting Snæfellinga varð þeim
að falli í þessum leik, ásamt þætti
Einars Einarssonar, sem áður er
getið.
Ólafur
Sigurðsson
skrifarfrá
Stykkishólmi
Einar Einarsson fór á kostum í
Hólminum í gærkvöldi, og skoraði
m.a. níu 3ja stiga körfur.
URSLIT
Snæfell-Tindastóll 69:83
íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi, Japisdeild-
in í körfuknattleik, miðvikudaginn 16. okt-
óber 1991
Gangur leiksins: 2:0, 10:13, 14:20, 22:30,
27:40, 46:54, 48:61, 55:67, 61:74, 69:83.
Stig Snæfells: Tim Harvey 23, Bárður
Eyþórsson 20, Rúnar GuðjónssonT6, Hjör-
leifur Sigurþórsson 8, Hreinn Þorkelsson 2.
Stig Tindastóls: Einar Einarson 33, Ivan
Jonas 25, Valur Ingimundarson 15, Kristinn
Baldvinsson 7, Hinrik Gunnarsson 2, Karl
Jónsson 1.
Dómarar: Arni Freyr Sigurlaugsson og
Brynjar Þór Þorsteinsson. Áttu rólegan
dag, en athygli þeirra dofnaði undir lokin.
Áhorfendur: 380.
KKÍfær 5-7 milljónirfyrir samning við Japis:
Lrfsspurssmál
- segir Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambandsins
KORFUKNATTLEIKSSAM-
BAND íslands og Japis hf.
gerðu í fyrradag stærsta aug-
lýsingasamning sem báðiraðil-
ar hafa átt aðild að; samning
til eins árs spm færir KKÍ 5-7
milljónir króna, og segir Kol-
beinn Pálsson, formaður sam-
bandsins þetta lífsspursmál
fyrir KKÍ, þar sem sérsambönd
fái engan styrk úr ríkissjóði og
lottótekjur, einu föstu tekjurn-
arsem sérsambönd njóti, hafi
aðeins numið um 12% af
brúttó rekstri KKÍ í fyrra og
reiknað sé með að svipað verði
upp á teningnum í ár.
JT
Isamningnum felst að efsta deild
íslandsmóts karla í körfuknatt-
leik, sem kölluð hefur verið Úrvals-
deild undanfarin ár, nefnist Japis-
deild frá og með undirritun. Samn-
ingurinn gildir til eins árs, sem fyrr
segir, en fyrirtækið Japis hefur for-
kaupsrétt á deildinni næstu tvö árin.
Það sem fyrirtækið fær fyrir sinn
snúð eru auglýsingaskilti á öllum
leikjum sem fram fara á vegum
KKI; leikjum í deiid, bikarkeppni
landsleikjum og stjörnuleikjum. Þá
Morgunblaðið/Júlíus
Samningur KKÍ og Japis undirritaður. Pétur Steingrímsson, fulltrúi Japis,
t.v. og Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambandsins.
hefur fyrirtækið rétt til að nota
landsliðsmenn í íþróttinni í auglýs-
ingar, auk þess sem auglýsing frá
Japis verður á buxum allra leik-
manna deildarinnar svo og á bún-
ingum dómara.
„Þetta er stærsti samningur sem
KKÍ hefur gert og gífurlega mikil-
vægur fyrir okkur,” sagði Kolbeinn
Pálsson, við undirritun samnings-
ins. Hann sagði sambandið reka
KNATTSPYRNA
Helgi Björgvinsson skor-
aði með þrumufleyg
Helgi Björgvinsson, miðvörðurinn sterki úr Víkingi, opnaði marka-
reikning sinn fyrir háskólann í Norður-Karolínu, þegar hann
skoraði sannkallað draumamark á 85. mín. í leik gegn Gamecocks,
2:1. Helgi fékk knöttinn 35 m fá marki og lét skotið ríða af - þrumu-
fleygur hans hafnaði efst uppí hægra horninu, án þess að markvörður
Gamecock ætti möguleika á að veija. Með Helga leikur annar íslensk-
ur ieikmaður, Jónas Guðjónsson, sem hefur átt við meiðsii að stríða,
en hann hefur verið einn mesti markaskorari liðsins undanfarin ár.
HANDKNATTLEIKUR
jOpið bréf til framkvæmdastjómar HSÍ
Af gefnu tilefni óskum við eftir
að koma á framfæri og árétta
skoðanir okkar í máli því sem upp
kom á dögunum, þegar mótanefnd
HSÍ samþykkti að fresta tveimur
leikjum í fyrstu umferð Islandsmóts-
ins í handknattleik, leik ÍBV og HK
sem fram átti að fara í Vestmanna-
eyjum og KA og Vals sem leika átti
á Akureyri.
Þar sem um fyrsta leik mótsins
var að ræða, höfðu forráðamenn KA
og ÍBV staðið í ströngu við undirbún-
ing, eins og forráðamenn annarra
liða hafa væntanlega gert líka. Á
Akureyri hafði verið lagður mikill
kostnaður í augiýsingar og auk þess
Kdfði verið undirbúin hundrað
manna veisla fyrir leikmenn beggja
liða og aðra aðstandendur.
Umræddan dag gaf Veðurstofa
ísiands út veðurspá næsta sólar-
hrings þar sem gert var ráð fyrir
slæmu veðri sem átti að bresta á
þegar iíða tæki á nóttina. Hún gaf
okkur ekki tilefni til þess að ætla
að leikjunum yrði frestað því eins
og skýrt kom fram í spánni, var
ekki gert ráð fyrir versnandi veðri
fyrr en um nóttina.
Síðdegis sama dag, nánar tiltekið
á fimmta tímanum; bárust okkur
sögusagnir þess efnis að til stæði
að f^esta leikjunum vegna veðurs.
Þá var ijómablíða á Akureyri (sem
hélst fram yfir miðnætti) og sömu:
leiðis ágætis veður í Reykjavík. í
Vestmannaeyjum var hins vegar til-
kynnt að líklega yrði ekki hægt að
fljúga til baka. Skömmu seinna kom
tilkynning frá Þorsteini Jóhannes-
syni formanni mótanefndar, þess
efnis að búið væri að fresta leiknum
vegna veðurs en Valsmenn munu
hafa haft áhyggjur af því að komast
ekki utan til Evrópuleiks tveimur
dögum seinna, af þeir yrðu veður-
tepptir á Akureyri.
Oneitanlega kom tilkynning þessi
eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk
þess sem hún kom aðeins þremur
tímum fyrir leik og því ómögulegt
að afstýra öllum undirbúningi sem
fram hafði farið.
í elleftu grein reglugerðar HSÍ
um handknattleiksmót segir orðrétt:
„Óski félag eftir frestun á leik í
mótum á vegum HSÍ skal skrifleg
beiðni þar um berast formanni móta-
nefndar á skrifstofu HSÍ í ábyrgð
eða skeyti með minnst 7 sólarhringa
fyrii-vara, nema veigamiklar ástæður
liggi fyrir frestunarbeiðni. Veiga-
miklar ástæður eru: 1. Samgöngu-
örðugleikar vegna veðurs. 2. Far-
sóttir.” Við teljum að lögin gefi ekki
ástæðu til þess að fresta umræddum
leik og okkur finnst ófyrirgefanlegt
að beita vinnubrögðum sem þessum.
Þá höfðu Valsmenn haft nægan tíma
til þess að biðja um frestun á leikn-
um vegna nálægðar við Evrópuleik-
inn.
Þegar tilkynning um frestun
barst, voru fyrstu viðbrögð á Akur-
eyri að bjóða leikmönnum Vals akst-
ur til baka ef ekki yrði flogið um
og að bjóða leiguflugfélagi að hýsa
flugvélina á Akureyri ef hún kæmist
ekki til baka. Báðum þessum kosta-
boðum var hafnað. Við erum sann-
færðir um að ef við hefðum beðið
um frestun af sama tilefni, hefði
verið hlegið að okkur og okkur sagt
að við hefðum bara gaman af því
að skoða Kringluna einn dag. Reynd-
ar þekkjum við það vel að verða
veðurtepptir í Reykjavík á keppnis-
ferðalögum og er það ekkert óal-
gengt að þegar farið er í leik sé
tannburstinn tekinn með til öryggis.
Leikmenn ÍBV voru t.d. veðurtepptir
sex sinnum á síðasta keppnistíma-
bili, þar af vissu þeir tvisvar af því
fyrirfram. Þá má ekki gleyma því
að það er kostnaðarsamt að verða
veðurtepptur en sá kostnaðúr er
aðeins brot af því sem það kostar
að fresta leik með eins stuttum fyrir-
vara og gert var um daginn.
Sama dag og daginn eftir létum
við hafa eftir okkur í fjölmiðlum að
við værum óánægðir með vinnu-
brögð mótanefndar HSÍ og virtist
okkur að menn væru undrandi á
viðbrögðum okkar.
Föstudaginn 4. október er haft
eftir Bjariía Ákasyni, formanni
handknattleiksdeildar Vals að KA-
menn mættu vera þakklátir og ættu
ekki að vera með læti því Valsarar
hafi „lækkað” rekstrarkostnað deild-
arinnar. Ástæðan væri sú, að nú
þyrftu KA-menn ekki að mæta í leik
ef veðurspá er tvísýn og því ekki
að greiða kostnað við uppihald ef
þeir yrðu veðurtepptir. Við ætlum
ekki að kenna Bjarna lexíu í al-
mennri hagfræði né hvernig reka á
handknattleiksdeild, en hann hlýtur
að vita að dæmið var dýrara fyrir
KA en það hefði verið fyrir Val, ef
þeir hefðu þurft að gista.
Laugardaginn 5. október er rætt
við Þorstein Jóhannesson formann
mótanefndar HSÍ þar sem hann seg-
ir að ef farið verði fram á að móta-
nefnd greiði kostnaðinn vegna frest-
unarinnar, séu KA-menn að greiða
hann sjálfir þar sem félögin reki
deildina sjálf. Ef Þorsteini finnst
þetta sjálfsagt, styðjum við sjónar-
mið hans eindregið því þá hlyti það
sama að gilda um annan kostnað,
svo sem ferðakostnað og yrði það
mikil búbót fyrir félögin á lands-
byggðinni.
Það er alveg öruggt að við fyrsta
tækifæri munum við leggja það til
að reglum verði breytt á þann hátt
að dómurum verði ekki heimilt að
ferðast með sömu flugvél og leik-
menn sé þess kostur þegar þeir koma
til leiks, eins og tíðkast í knatt-
spyrnu. Þetta er ágætis regla og ef
hún hefði verið í gildi í dag, hefði
leiknum aldrei verið frestað því dóm-
arar hefðu verið komnir með áætlun-
arflugi og aldrei samþykkt að fresta
leiknum vegna veðurs enda blíða á
báðum stöðum, eins og áður sagði.
Nú halda flestir að við séum í
hefndarhug og bíðum spenntir eftir
fyrsta tækifæri til þess að gjalda í
sömu mynt og Valsmenn og leik-
menn HK. Það ætlum við okkur
ekki að gera. Við erum nefnilega
þeirrar skoðunar að þessi vinnu-
brögð séu ófyrirgefanleg og ætlum
ekki að taka þau upp. Við munum
leggja okkur fram um að mæta til
leiks á settum tíma hvort sem farið
er loft- eða landleiðis og munum
áfram hafa tannburstann með til
öryggis. Þá ætlum við okkur ekki
að fara fram á skaðabætur. Það eins
sem við förum fram á er að þetta
endurtaki sig ekki!
F.h. KA,
Sigurður Sigurðsson.
F.h. ÍBV,
Einar Benediktsson.
fimm landslið, standa fyrir þjálfara-
námskeiðum og ýmis annar kostn-
aður væri við rekstur þess, ríkis-
framlag til sérsambanda væri hins
vegar ekkert nú og einu föstu tekj:
ur þeirra væru lottótekjur. KKÍ
hefði fengið 2,4 milljónir af þeim i
fyrra og reiknað væri með sömu
upphæð í ár. Samningurinn við Jap-
is færði KKÍ hins vegar um 23-25%
af rekstrarkostnaði ársins.
íuém
FOLK
■ KEPPNI í NBA-deildinni í
körfuknattleik hefst í fyrstu viku-
inni í nóvember. Pat Riley, fyrrum
þjálfari Lakers, sem nú þjálfar
New York Knicks
hefur styrkt lið sitt
með tveimur leik-
mönnum. Hann hef-
ur fengið Xavier
McDaniel frá Phoenex og Tim
McCormic frá Atlanta, en lét
Maurice Cheeks fara þangað í
staðinn. McCormic á að vera vara-
maður fyrir Patrik Ewing.
■ „MAGIC” Johnson gekk í heil-
agt hjónaband nýlega. Sú lukkulega
heitir Earletha Kelly og er æsku-
ástin hans úr menntaskóla. Þau létu
gefa sig saman í Michigan og
svaramenn voru félagar hans, Isiah
Thomas og Mark Aguirre. Þegar
hjónin gegnu úr kirkju biðu 3.000
aðdáendur Magic fyrir utan til að
beija goðið augum.
■ MICHAEL Jordan var við-
staddur þegar hluti af hraðbraut í
N-Karolínufylki var nefnd eftir
honum, en hann gekk í skóla þar
um slóðir.
Gunnar
Valgeirsson
skrifarfrá
Bandaríkjunum
íkvöld Körfuknattleikur
Japisdeildin: Keflavík ÍBK - Haukar kl. 20
1. deild karla: Kennarask. ÍS - Víkveiji kl. 21.30
1. deild kvenna: Hafnarfj. Haukar-KR kl. 20
Kennarsk. ÍS-UMFG kl. 20
Víkingasveitin á
leiðtil Selfoss
Víkingasveitin, nýstofnaður
stuðningsklúbbur handknattleiks-
deildar Víkings, verður með rútuférð
á leik Selfoss og Víkings á morgun,
föstudag. Farið verður frá félags-
heimilinu í Stjörnugróf kl. 19. Vík-
ingasveitina skipa handhafar árs-
korta á heimaleiki Víkings. Upplýs-
ingar og skráning er hjá Magnúsi
Guðmunssyni í símum 678188 eða
686508.