Morgunblaðið - 17.10.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.10.1991, Qupperneq 48
( FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Eskifjörður: Eldur í sölt- unarstöð Eskifirði. SLÖKKVILIÐINU á Eskifirði var tilkynnt um eld í söltunar- stöðinni Öskju um hádegisbilið í gærdag. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en töluverðar skemmdir urðu á húsinu sem er í eigu Kristmanns Jónssonar. Söltunarstöðin stendur í miðjum bænum. Kristmann segir að húsið sé 25 ára gamalt. Þar hafi verið saltað í mörg ár en ekki í fyrra. Þá lét Kristmann salta annars staðar en notaði söltunarstöðina sem geymslu. Hann segir að engin stór tæki hafi verið í húsinu, einungis bönd og bjóð frá gömlu söltunarað- ferðinni. Eldsupptök eru ókunn. BJ ------------ Olíugasleitín í Öxarfirði: Borunum hætt fyrr en ætlað var Snjófjölskylda í smíðum Morgunblaðið/Rúnar Þór Það snjóaði hressilega á Akureyri í gær og voru börnin á Lundarseli alsæl þegar þau hlupu út á fannhvíta jörðina. Þau hófust strax handa við að hnoða fjölskyldu úr hinu forgengilega efni, snjónum. Er ljós- myndara bar að garði höfðu þau lokið við að gera mömmuna og litla barnið, en voru í óða önn að sanka að sér efnivið til að fullkomna verkið, að búa til föðurinn. BORUNUM við Skógarlón í Öxarfirði var hætt seinnipart þriðjudagsins þegar komið var niður á heitavatnsæð sem gerði það að verkum að ekki var hægt að halda borunum áfram nema koma fyrir sérstökum öryggis- búnaði á bornum. Að sögn Guð- mundar Ómars Friðleifssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, var þá búið að bora niður á 450 metra dýpi, en upphaflega var ætlunin að bora niður á um 700 metra dýpi, eða niður úr setlög- um á þessu svæði. Guðmundur Ómar sagði að fjár- veiting sem veitt var til þess að leita uppruna oiíugassins sem kom- ið hefur upp úr borholum á þessu svæði væri nú þrotin, en Alþingi veitti 8,5 milljónir króna til þessa verkefnis. Hann sagði það vera mikil vonbrigði að ekki hefði tekist að komast niður úr setlagabunkan- um og þurfa nú að hætta við hálf- klárað verk, en talsverða gaslykt leggði upp úr holunni. Tillaga um breytingar á loftferðasamningi: Heimild fyrir beinu flugi til sextán borga í Þýskalandi SAMKOMULAG hefur náðst milli íslands og Þýskalands um tillögur að breytingum á loft- ferðasamningi landanna, sem gera ráð fyrir beinu flug frá Is- landi til sextán borga í Þýska- landi en þó aldrei fleiri en þriggja samtímis. Eina undan- tekningin er Tegel-flugvöllur við Berlín en heimilt er að fljúga til annarra flugvalla í nágrenni borgarinnar. Þá er veitt heimiid til að fljúga um Glasgow, Noreg, Svíþjóð og Danmörku til Þýska- Iands, þó með því skilyrði að við- komandi stjórnvöld veiti til þess heimild. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings í utanríkisráðu- neytinu, er jafnframt sá skilningur lagður í samkomulagið að fleirum en einu flugfélagi í hvoru landi verði heimilt að nýta sér þetta samkomulag. í loftferðasamningi landanna frá árinu 1959 er ákvæði um að honum megi breyta að undangengnum við- Stefnt að 5 millj, lítra niðurfærslu fullvirðisréttar í mjólkurframleiðslu: Bændur fái 35 kr. fyrir hvem lítra sem þeir framleiða ekki KÚABÆNDUR munu væntanlega fá greiddar 35 krónur úr ríkissjóði fyrir hvern mjólkurlítra sem þeir framleiða ekki innan fullvirðisréttar síns undirriti þeir samning um að draga úr framleiðslunni á yfirstand- andi verðlagsári. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur Iagt til að með þessum hætti verði reynt að draga úr mjólkurframleiðslunni um fimm milljónir lítra á verðlagsárinu, en það myndi kosta ríkissjóð 175 milljónir króna. Mjólkurbirgðir í landinu við upp- haf verðlagsársins 1. september síð- astiiðinn voru 24 milljónir lítra, og höfðu þær þá aukist um fimm millj- ónir lítra milli verðlagsára. Sam- kvæmt gildandi búvörusamningi eiga mjólkurbirgðir í lok yfirstandandi verðlagsárs hins vegar að vera '16 milljónir lítra. Heildarfullvirðisréttur kúabænda er 104 milljónir lítra á verðlagsárinu, en á síðasta verðlags- ári nam mjólkurframleiðslan 106,2 milljónum lítra. Innanlandssala mjólkurafurða nam þá hins vegar rúmlega 99 milljónum lítra og hafði hún dregist saman um rúma milljón lítra milli verðlagsára. Innan verð- ábyrgðar ríkisins voru fluttar út mjólkurafurðir sem samsvara um 2,2 milljónum lítra, en þar var aðallega um osta að ræða. Kostnaður vegna útflutningsins er um 65 kr. á lítra, og nam því samtals rúmlega 140 milljónum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Framkvæmdanéfnd búvörusamninga lagt fram tillögur til að draga úr mjólkurframleiðslunni á yfirstandandi verðlagsári um fimm milljónir lítra. Tillögurnar miða að því að einstakir bændur undirriti samninga um að mínnka framleiðslu sína um eitthvað ákveðið magn og fái fyrir það greiðslur sem nema 35 kr. á hvern lítra, en það samsvarar um það bil launalið verðlagsgrund- vallarins í mjólkurframleiðslu. Þann- ig fengi sá bóndi sem hefur 100 þúsund lítra fullvirðisrétt og gerir samning um að minnka framleiðsl- una um 10 þúsund lítra greiddar 350 þúsund krónur fyrir þennan ónotaða rétt. Gert er ráð fyrir því í tillögunum að bændur þurfí að undirrita samn- inga þessa annaðhvort fyrir 15. desember eða 15. mars og komi greiðslur til þeirra 10. janúar eða 10. apríl. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru einnig uppi hug- myndir um greiða þeim bændum sem framleiða umfram fullvirðisrétt sinn á verðlagsárinu 15-20 kr. í lok verð- lagsársins fyrir hvem umframlítra, en samkvæmt gildandi reglugerð er gert ráð fyrir að hjá þeim bændum sem ekki ná að framleiða upp í full- virðisrétt sinn flytjist ónotaður réttur til þeirra sem framleiða umfram full- virðisrétt sinn. Landbúnaðarráðherra hefur tillögur Framkvæmdanefndar búvörusamninga nú til umfjöllunar. ræðum milli landanna. Niðurstaða þeirra er að lagt er til að flugi verði breytt þannig að þýsk flugfélög, fleirum en einu verði veitt heimild til að fljúga til íslands og jafnframt að þeim verði heimilt að koma við á fleiri stöðum en einum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einungis á einum stað á Englandi eða í Glas- gow á leið sinni til Reykjavíkur og/eða annarra staða á íslandi. Að sama skapi, er gert ráð fyrir að heimilt verði að fljúga frá ís- landi til einhverra af 16 alþjóðaflug- völlum í Þýskalandi, þó aldrei til fleiri en þriggja í einu, með viðkomu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ef flogið er frá íslandi um Glasgow má ekki taka farþega um borð þar nema þegar flogið er til Berlínar. Pétur J. Eiríksson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða sagð- ist fagna þessum samningi. „Hann liðkar mikið til fyrir okkur. Hann opnar leið til að færa út kvíarnar í Þýskalandi og við fáum verðmæt réttindi með því að geta flogið milli Skandinavíu og þessara borga í Þýskalandi og þau réttindi eiga eft- ir að nýtast okkur í framtíðinni. .Við höfum því miður ekki rétt til að flytja farþega milli Bretlands og Þýskalands, nema Berlínar, en við höfum óskað eftir að loftferðasamn- ingur við Bretland verði endurskoð- aður og gefínn fijáls,” sagði Pétur. Hann sagðist ekki óttast þó Luft- hansa fengi sömu réttindi og Flug- leiðir á leiðinni milli íslands og Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.