Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991
13
Sjaldan hagkvæmara að hefja
vega- og jarðvinnuframkvæmdir
eftir Kristínu
Sigurðardóttur
Við íslendingar erum meira og
minna stöðugt að vinna að einhveij-
um framkvæmdum og uppbygg-
ingu. Tæknileg geta og kunnátta
til verka hefur farið hraðvaxandi.
Það er aðeins einn galli á þessu
ástandi og hann er sá, að á sviði
framkvæmda eins og á ýmsum öðr-
um sviðum hættir okkur til að verða
dálítið öfgakennd. Við reynum held-
ur ekki að láta markaðsástandið
vinna með okkur heldur streitumst
á móti. Það sem við uppskerum
verður þá mikill tilkostnaður og
erfiði. Ofgarnar í framkvæmdum
lýsa sér í því að gjarnan er farið í
margar stórframkvæmdir í senn,
virkjanir, bygging stórmannvirkja
og vegaframkvæmdir, þess á milli
er lítið að gera. Það síðastnefnda
lýsir best ástandinu upp á síðkastið.
Miklar og fjölbreyttar fram-
kvæmdir leiða oft af sér góða tíma
fyrir vinnuvélaeigendur og aðra
verktaka, en það leiðir einnig af
því ákveðna óhagkvæmni. Vinnu-
álagið eykst sem kallar oft á miklar
fjárfestingar í tækjum og verðið
hækkar. Þegar dregur úr verkefn-
um og bylgjan fer í botn, þá sitja
menn eftir með fjárfestingar, en of
fá verkefni fyrir þessi ágætu tæki.
Það er því æskilegast, að framboð
verkefna sé nokkuð jafnt. Vinnu-
vélaeigendur, sem verktakar, hafa
reynt að stuðla að því að svo verði.
Til þess hafa þeir notað venjulegar
aðferðir markaðarins, þ.e. að lækka
Villandi túlkanir
eftir Björn Bjarnason
í umræðum á Alþingi um evrópskt
efnahagssvæði hinn 16. októbersíð-
astliðinn kom fram í máli nokkurra
ræðumanna, að málflutningur
þeirfa, sem eru í samtökunum með
furðulega nafninu, Samstaða um
óháð ísland, væri ákaflega villandi,
hvort heldur vísvitandi eða vegna
mistaka. Þetta mat þarf ekki að
koma neinum á óvart, sem hefur
fylgst með því, hvernig talsmenn
samtakanna rugla alltaf saman
Évrópubandalaginu annars vegar
og evrópska efnahagssvæðinu hins
vegar, svo að dæmi sé tekið. Er það
ekki til marks um trú á eigin mál-
stað að þurfa að haga málflutningi
sínum með þessum hætti?
Hannes Jónsson, félagsfræðing-
ur og fyrrum sendiherra, er í hópi
þeirra sem halda á loft málstað
Samstöðu um óháð ísland. Beitir
hann villandi túlkunum í málflutn-
ingi sínum. Á undanförnum árum
hefur komið í minn hlut að rita um
þijár bækur Hannesar hér í blaðið.
Þannig hef ég átt þess kost að
kynnast allvel þeirri aðferð, sem
Hannes notar til að rökstyðja mál
sitt; hann gefur sér gjarnan niður-
stöðuna fyrirfram og lagar síðan
röksemdirnar að henni. Þannið fjall-
aði hann til dæmis í löngu máli um
öryggismál á N-Atlantshafi án þess
að gera marktæka úttekt á sovéska
víghreiðrinu á Kóla-skaga eða út-
þenslu sovéska flotans.
Svipaðri aðferð beitir Hannes
Jónsson í grein sinni sem birtist hér
í blaðinu 15. október og hefur þann
yfírlýsta tilgang að leiðrétta grein
eftir mig frá 28. september. Það
er alrangt að ég hafi verið að leggja
íslenska þjóðveldið að jöfnu við
skipulagið á Evrópubandalaginu.
Fyrir mér vakti að benda á, að með
stofnun Alþingis 930 ákváðu full-
valda goðar á íslandi að sameinast
um eina löggjöf og úrræði til að
framfylgja henni. Svipuð hugmynd
býr að baki samvinnu Evrópuþjóða,
þótt framkvæmd hennar sé með
allt öðrum hætti en hjá goðunum á
þjóðveldisöld. Með evrópsku efna-
hagssvæði er til dæmis verið að
taka upp fijáls viðskipti með vörur,
þjónustu, fjármagn og vinnuafl.
Markaðskerfíð. kemst ekki á nema
stofnað sé eftirlits- og réttarkerfi
tii að tryggja hin fijálsu viðskipti.
(Hannes Jónsson telur mig fara
með rangt mál með því að kalla
goðana fullvalda. Honum til glöggv-
unar vil ég benda á handhæga bók,,
íslandssögu a-k eftir Einar Lax-
ness, en þar stendur m.a.
ábls.ll3:„Goðar voru fullvalda,
enginn yfír þá settur og allir jafnir
að lögum.” Einmitt þannig lýsum
við sjálfstæðum og fullvalda ríkjum
nú á tímum.)
Eftir lestur greinar Hannesar
finnst mér enn fráleitara en áður,
að hann sé í aðstöðu til að tala
fyrir munn látinna forystumanna
Sjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu
ákveða þeir, sem móta stefnu Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundi eða
annars staðar samkvæmt skipu-
lagsreglum flokksins, hvað er and-
Nýtt!
Hurðirúr
birkirót.
Gerett
sprautuð
ílit.
Hupöíp af öllum genöum og verðflokkum.
Innlend framleiðsla - Spónn hverrar pöntunar úr
sama trénu - Smíðum allt, jafnt í gamla massífa
stílnum, sem og nýja.
Opið iaugardag
- 27 ára reynsia -
INNRETTINGAR OG HÚSGÖGN HF.
Skeifan 7,108 Reykajvík, símar 31113 og 814851.
stætt sjálfstæðisstefnunni eða í
samræmi við hana. Hannes Jónsson
hefur aldrei tekið þátt í slíkum fund-
um enda löngum verið virkur í
Framsóknarflokknum. Á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn
var i vor, var til dæmis samþykkt:
„Sjálfstæðismenn telja að Islend-
ingar eigi samleið með öðrum
EFTA-ríkjum um þátttöku í evr-
ópsku efnahagssvæði, að því til-
skyldu að samningar takist um
hindrunarlaus viðskipti með sjávar-
afurðir.” Ef söguskoðun Hannesar
væri í heiðri höfð mætti ætla að
Sjálfstæðisflokkurinn væri enn að
beijast fyrir sjálfstæði íslands und-
an Danmörku!
Höfundur erþingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavík.
verðið í tilboðsverkum, en sú lækk-
un hefur reyndar stundum orðið
verulega meiri, en hægt er að
mæla með. En það hefur nokkuð
staðið á að þau eðlilegu viðbrögð
markaðarins sýndu sig sem svar,
að framboð verkefna aukist. Ástæð-
an kann að vera sú, að fólki sé
.ekki kunnugt um það, hversu hag-
kvæmt verðið er. Stjórn Félags
vinnuvélaeigenda vildi því reyna,
að vekja athygli fólks á þeim mögu-
leika, sem þetta ástand býður til
hagkvæmra framkvæmda. Af því
tilefni var samþykkt eftirfarandi
ályktun: „Stjórn Félags vinnuvéia-
eigenda skorar á ríkisstofnanir,
sveitarfélög og einstaklinga að bíða
ekki lengur með arðsamar jarð-
vinnu- og vegaframkvæmdir. Verð
í jarðvinnu- og vegaframkvæmdum
hefur sjaldan verið lægra en hefur
um þessar mundir. Komi til bygg-
ingar álvers og virkjanafram-
kvæmda, eins og stjórnvöld boða,
munu þessar aðstæður breytast og
verð fara breytist nýju í eðlilegt
horf og hækkar þar með verulega.
Það er því augljóst, að það felst
hreinn hagnaður í því að flýta þeim
arðsömu vega- og jarðvinnuverk-
efnum, sem þegar hafa verið áætl-
uð. Stjórn félagsins vill því benda
fólki á, að nýta sér þessar einstöku
aðstæður, öllum til góðs, og auka
þannig hagkvæmni framkvæmda í
landinu.”
Þannig lýkur ályktun félagsins.
Það eru auðvitað fyrst og fremst
ríkisstofnanir og sveitarfélög, sem
eiga mikla möguleika á að nýta sér
þetta ástand og flýta því, að bjóða
út verk eða verkþætti. Það má einn-
ig segja að þeim beri nokkur skylda
til þess, bæði gagnvart skattgreið-
Kristín Sigurðardóttir
yÞað er óskandi að við
Islendingar lærum að
vinna rétt með mark-
aðnum. Jöfnum álagið,
förum í framkvæmdir
þegar verðið er lágt og
stuðlum þannig að hag-
kvæmari framkvæmd-
um í landinu.”
endum með því að halda þannig
niðri kostnaði af framkvæmdum og
eins til þess að jafna atvinnu-
ástand. Það mælir þó ekkert gegn
því, að einstaklingar nýti sér einnig
möguleikana til hagkvæmari fram-
kvæmda en ella hefði orðið. Það er
óskandi að við íslendingar lærum
að vinna rétt samkvæmt markaðn-
um. Jöfnum álagið, förum í fram-
kvæmdir þegar verð er lágt og
stuðlum þannig að hagkvæmari
framkvæmdum í landinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags vinnuvélaeigenda.
ELGARTILBOÐ
HÚSASMIÐJUNNAR
föstudag 18. október
laugardag 19. október
Tilboðsverð Áður
*Vínrekki 850 1.213
*Pottasett f. örbylgjuofna...2.205 2.756
Hjólatjakkur 3.969 4.669
Hamar 1.609 2.298
Sólstóll 1.046 1.394
Smekkbuxur 5.166 7.380
*Fæst einnig í Heimasmiðjunni, Kringlunni.
Opið á laugardögum:
Verslun Skútuvogi kl. 10:00-14:00
Verslun og timbursala Hafnarfirði ki. 9:00-13:00
HÚSASMHMAN