Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991 15 Um svefnmerki kirkju o g þjóðar eftir Þorbjörn Hlyn Arnason Þessi orð eru skrifuð í tilefni af pistli Gunnars Hersveins í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, 13. þessa mánaðar. Gunnar Hersveinn fjallar um vöku og svefn í pistli sínum og seg- ir: „Ég er sofandi. Kann einhver ráð til að vekja mig. Kirkjan er orðin gömul og svifasein í snúningum.” Mér þótti þetta vekjandi grein, þrátt fyrir allt svefntalið. Dálítil áminn- ing, sett fram til umhugsunar í góðum spámannsstíl, þar sem upp er teiknuð ýkt mynd af einhveiju ástandi til þess að hrinda af stað umhugsun. Gunnar Hersveinn ber fram fjöl- margar spurningar í grein sinni og fer vítt yfir. Spurningunum verður nú ekki svarað til fullnustu í orðum mínum, enda þyrfti langt mál til, og gætu tíu guðfræðingar sjálfsagt skrifað svargreinar án þess að högg sæi á vatni. Nokkur atriði sem koma fyrir í ágætri grein Gunnars langar mig þó til að ijalla um. Þjóðkirkja og siður Gunnar talar um ríkistrú, sem hann telur sljóvgandi, til þess fallna að svæfa kennimenn og leikmenn. Hann talar um doða og óbærilega hnignun. Hann kýs að birta þá mynd af íslensku kirkjunni, og um leið af íslensku þjóðinni, að hún hugsi ekki, sé hirðulaus um andleg málefni, þekki tæplega mun á réttu og röngu. Hvað sem þessu líður þá er rétt að taka fram, að á Islandi er ekki ríkistrú, vegna þess að sjálft hug- takið, rfkistrú, felur í sér, að þar sem ríkistrú er við lýði er öllum þegnum skylt að gegna boðun og sið tiltekinnar trúar eða lífsskoðun- ar. Dæmi um ríkistrú í sögunni er Israel hið forna; þá einnig Sovétrík- in sem liðu nú undir lok fyrir skömmu; ennfremur má nefna nokkur ríki múhameðstrúarmanna. Gunnar er vitaskuld að gagnrýna samband ríkis og kirkju sem er sýnilegt í því þjóðkirkjufyrirkomu- lagi sem er við lýði hér á landi. Gætum að því í umræðunni að við búum ekki við ríkiskirkju (enda væri þá ékki trúfrelsi á íslandi), heldur þjóðkirkju sem er mynduð af mörg hundruð söfnuðum. Fyrir- komulag þjóðkirkjunnar, rekstur og skipulag ér bundið tilteknum sátt- málum ríkis og kirkju, og ekki er pláss til að útlista þau efni hér. Hvað varðar svefn og vöku þá er óhætt að segja, að það er hlut- skipti þjóðkirkju að margir þegnar hennar eru ekki sýnilegir í daglegu starfi, og víst er, að þótt breytt yrði því fyrirkomulagi sem nú ríkir, þá yrðu hinir ósýnilegu ekkert virk- ari í þátttöku. Mér sýnist að skipta megi þjóð- kirkjuþjóðinni uppí þijá hópa hvað varðar afstöðu til kirkjunnar og virkni. Fyrstan sjáum við lítinn kjarna fólks í söfnuðunum, sem tekur þátt í helgihaldinu, þiggur fræðslu og starfar að tilteknum viðfangsefnum í lífi safnaðarins. Þá kemur all stærri hópur sem er áhugasamur í mörgu hvað varð- ar kirkju, trú og lífsskoðanir, en er gjarnan tvístígandi þrátt fyrir góðan vilja; fólk sem ekki vill telja sig kirkjufólk en hefur samt vænt- ingar til kirkjunnar, gerir kröfur til hennar og leggur henni ýmislegt gott til; vill ekki án hennar vera, en vill samt ekki vera í kirkjunni. Loks er það stærsti hópurinn og sá sem vekur mestan ugg. Það er fólk- ið sem einhverra hluta vegna leiðir kirkjuna hjá sér sem lætur eins og hún sé ekki til, nema þá sem stofn- un er annast nauðsynlega starfsemi á borð við skírnir, hjónavígslur, fermingar ogútfarir. í augum þessa fólks hefur kirkjan engu kirkjulegu hlutverki að gegna. Predikun henn- ar, útdeiling sakramenta, upp- fræðsla og áminning fer fyrir ofan garð og neðan. Kirkjan er þessum hópi augljóslega alls ekkert samfé- lag, þar sem fólk getur komið sam- an og látið sér líða vel. En þessi dilkadráttur er vafasam- ur og sjálfsagt verð ég skammaður fyrir hann. Við skulum því ekki taka hann of bókstaflega og ég trúi að flestir eigi einhvern hlut í þeirri afstöðu sem þessar þijár tegundir hópa birta — og þá erum við prest- amir ekki undanskildir. En hvað um þjóðkirkjuna og þá sem í henni búa og eru ekki virkir? Er kirkjan þeim einskis virði? Víst má færa fyrir því sterk rök að kirkjan geti haft áhrif á þá sem sækja þjónustu hennar við ofan- nefnd tímamót í lífínu, þó það sé gert með svipuðu hugarfari og maður sækir ökuskírteini til bæjar- fógetans, þar sem maður er bara að ná í eitthvað sem ómögulegt er að vera án. Því að kirkjan er aldrei innantóm. Það er aldrei „bara” ver- ið að ferma, skíra og jarða. í athöfn- um sínum og sakramentum er kirkj- an að segja eitthvað sem skiptir máli fyrir grundvallarafstöðu mannsins. Þannig getur þjóðkirkja haft áhrif umfram það sem trúfélag sem er bundið við lítinn, kyrfilega afmarkaðan hóp, gæti haft, ef kirkj- an gætir þess að þjónusta hennar verði ekki að innantómri afgreiðslu. I grein sinni hvetur Gunnar Her- sveinn þjóðina alla til að halda vöku sinni, hann kallar eftir skýrari rétt- lætiskennd og vill fá fram lifandi kjama og kraft kristninnar. Þetta ákall er einungis mögulegt, og það veit Gunnar sjálfsagt sjálfur, vegna þess, að þjóðin býr að því sem mætti nefna gamalkristin gildi sem fundið hafa sína leið í þjóðkirkju- samfélagi. Með því er átt við, að íslensku þjóðinni eru runnin í merg og blóð ákveðin viðhorf, eins konar siðagrunnur, sem telja má afurð kristins siðar í þúsund ár, jafnvel þótt merkimiðarnir séu löngu horfn- ir. Á þeim grunni getum við vakað, ef hann rennur burt þá sofnum við. Að eiga heima í kirkju Gunnar Hersveinn spyr í grein sinni. „Hvemig á að bregðast við orðum Jesú: Fylg þú mér?” Þetta em orð sögð við verðandi; lærisvein. Orð sem hveijum kristn- um manni er nauðsynlegt að hug- leiða, láta ganga fast inní sálina, rannsaka hjartað, mynda hina kristnu samvisku. Hvernig á að bregðast við? Hvað gerði læri- sveinninn. Hann hlýddi af því hann treysti þessum orðum. Og að fylgja er það sama og að trúa og að treysta og í eftirfylgd sinni eignaðist læri- sveinninn kjark til að tala, kenna og líkna þrátt fýrir aðsteðjandi lífs-. hættu. Það er rétt sem Gunnar bendir á, að kirkjan hefur oft þrifist vel andspænis ógn og ofsóknum. Þá hefur henni tekist að vera raunveru- legt salt jarðar. En allt virðist út- þynnt í samtímanum. Enginn aug- íjós lífsháski blasir við. Hvernig geta kristnir menn lagt sig í sölurn- ar á íslandi svo bragð sé að og ein- hver taki eftir? Ef að er gáð, þá kennir kirkjan, að hver sá sem ekki þekkir uppris- inn Drottin Jesú Krist sé í hættu, í alvarlegri klípu, í sálarháska. Þetta kennir kirkjan á hverjum sunnudegi. Þetta er fermingarböm- unum kennt í fullri alvöm. Og ef einhver setur þau á gadd neysluæð- isins og umbreytir fermingarhátíð í innantóman hlutaglaum, þá er það ekki gert með blessun kirkjunnar; ef dmngi og deyfð sinnuleysis situr þungt á þjóðarsálinni og gerir okk- ur sljó og afskiptalaus, þá varir það ástand ekki með velþóknun kirkj- unnar. Og nú er komið að því að greina hugtök. Hvað er kirkja? í vitund margra er kirkja einvörð- ungu prestar og það sem þeim teng- ist beinlínis. Kannski er kirkjan því „gömul og svifasein”, eins og Gunn- ar kemst að orði, að kirkjuvitundin er svo veik og skökk meðal þeirra sem sjálfir mynda kirkjuna, að þeir halda sig utan þess sem þeir þó tilheyra. Af hveiju gerir kirkjan ekki eitthvað í þessu, af hverju seg- ir kirkjan ekki eitthvað um þetta? Þannig heyri ég oft talað, og get þá spurt á móti: hvað gerir þú sem ert hluti af kirkjunni; hvað segir þú, hvemig svarar kristin samviska þín þeim aðstæðum sem þú ert að velta fyrir þér? Margir þeir sem mæta svona svari fara undan í flæmingi vegna þess að þeir eiga ekki heima í kirkj- Þorbjörn Hlynur Arnason „Starf kirkjunnar hefur reyndar eflst á síðustu árum og misserum og tekið í ríkari mæli mið af daglegu hlutskipti fólks. Þeir sem vilja nálgast kirkjur sínar sjá að þar eru ekki tóm og starfslaus hús.” unni. Hér er á ferðinni áhyggju- efni, alvarleg mótsögn í þjóðkirkju- lífínu. Partur af vakningu okkar hlýtur að verða endurnýjuð kirkju- vitund sem leysir upp þessa mót- sögn. En þrátt fyrir allt sjáum við mörg teikn um að spurningarnar eru að breytast úr því að vera ein- tómar spurningar, án skuldbind- inga, yfir í áhuga á að eiga hlut- deild í viðfangsefnum kirkjunnar — helgihaldi hennar, fræðslustarfi og umönnun. Starf kirkjunnar hefur reyndar eflst á síðustu amm og misserum og tekið í ríkari mæli mið af daglegu hlutskipti fólks. Þeir sem vilja nálgast kirkjur sínar sjá að þar eru ekki tóm og starfs- laus hús. Hafi kirkjan einhvern tíma verðskuldað þá einkunn að hún væri upphafin og fjarlæg hátíðar- kirkja þá væri þannig umsögn ósanngjöm í dag; nær væri að líta einhverja áratugi aftur í tímann. Unnið er markvisst að eflingu safn- aðanna, með það fyrir augum með- al annars, að fínna þeim stað sem ókunnugir eru. Ef þegnum kirkjunnar þykir samt of lítið gert, þá má benda á þá staðreynd, að stjórnkerfí kirkj- unnar er ákaflega opið, og auðvelt að hafa áhrif þar. Þjóðkirkjan er ekki byggð upp eins og stórfyrir- tækí þar sem skipanir ganga ofan frá og niður úr. Söfnuðurinn, sókn- in er grunneining kirkjunnar. Aðal- safnaðarfundur, sem haldinn er einu sinni á ári, hefur æðsta vald í málefnum safnaðarins, og kýs hann sóknarnefnd sem starfar presti til aðstoðar. Sóknarmenn geta hvort sem er borið upp mál á aðalsafnaðarfundi, eða komið þeim á framfæri við sóknamefnd og sóknarprest. Af þessu má sjá, að leið til áhrifa á að vera greið og því óhætt að hvetja þá sem vilja leggja kirkju sinni lið að gera vart við sig og efla þannig vöku kirkj- unnar. En spurt var: „Hvað þýðir „fylgdu mér”? Þessi orð merkja að maðurinn á að trúa og treysta upp- risnum Drottni, Jesú Kristi, og láta ávexti trúarinnar birtast í verkum sínum. í trúnni eignast hann jörð sem hinn innri maður getur staðið á og haldið vöku sinni þegar sótt er að veru hans. Á einfaldara máli þýðir þetta að maðurinn eigi líf í Jesú nafni, sem engin ógn, enginn djöfull, ekkert myrkur getur frá honum tekið. En orðin um eftirfylgdina merkja einnig, að sá sem trúir, einnig sá sem vantreystir trú sinni og telur hana óburðuga og ófullkomnari en annarra, á ekki að búa einn með sannfæringu sinni. Kirkjan er heim- ili trúarinnar. í kirkjunni, með öðr- • um bræðrum og systmm, er staður sameiginlegrar lofgjörðar og bæn- ar, þar sem við deilum fögnuði og áhyggjum og uppbyggjumst til að takast á við viðfangsefni daganna. Fjölskyldan, börnin, vinnan, afkom- an, skólinn, stjórnmálin. Allt em þetta efni sem snerta daglegt líf, gleði okkar og mæðu; af hveiju ræðum við ekki þessi efni í því sam- félagi sem er helgað Drottni yfír lífi og dauða? Með því móti getum við eignast mælikvarða er segir okkur hvort við vökum eða sofum fast. Höfundur er biskupsritari. ^ili M ÞJOÐLEIKHUSIÐ sýnir á næstunni: t Kæra Jelena eftir L. Pazumovskaju Laugardag 19. okt. Uppselt Sunnudag 20. okt. Uppselt Þriðjudag 22. okt. Uppselt Fimmtudag 24. okt. Uppselt Föstudag 25. okt. Uppselt Laugardag 26. okt. Uppselt Sunnudag 27. okt. Uppselt Miðvikudag 30. okt. Uppselt Föstudag 1. nóv. Laugardag 2. nóv. Sunnudag 3. nóv. Miðvikudag 6. nóv. Fimmtudag 7. nóv. Föstudag 8. nóv. Laugardag 9. nóv. Gleöispiliö eftir Kjartan Ragnarsson Laugardag 19. okt. Sunnudag 20. okt. Föstudag 25. okt. Miðvikudag 30. okt. Laugardag 2. nóv. Fimmtudag 7. nóv. Sunnudag 10. nóv. Himneskt er að lifa eftir P. Osborn Laugard. 26. okt. Frumsýning Sunnudag 27. okt. Fimmtudag 31. okt. Föstudag 1. nóv. Sunnudag 3. nóv. Föstudag 8. nóv. Laugardag 9. nóv. eftir Svein Einarsson Alla laugardaga og sunnudaga kl. 14.00. Starfsmannafélög, saumaklúbbar, átthagafélög, félög eldri borgara, skólafélög og aðrir hópar og klúbbar! Undirbúið leikhúsferðina með góðum fyrirvara, njótið góðrar sýningar á svið- inu, matar og drykkjar á undan sýningu, í hléi og á eftir sýningu. Ræðið við afgreiðslufóik í miðasölu okkar, pantið sæti eða leikhúsveislu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.