Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 AKUREYRI Námskeiðsálag fyrir ófaglært starfsfólk í mjólkuriðnaði: íslenskur skinnaiðnaður: * Utlit er fyrir góða sölu á ItaJíumarkað ÚTLIT er fyrir að sala á fram- leiðsluvörum íslensks skinna- iðnaðar til Ítalíu verði góð á næsta ári. Forráðamenn fyrir- tækisins eru nýkomnir þaðan, en þeir kynntu þar m.a. liti á flíkum sínum fyrir næsta ár og féllu þeir ítölum vel í geð. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri íslensks skinnaiðnaðar sagði að fyrirtækið hefði kynnt kaup- endum sínum á Ítalíu nýja liti fyr- ir næsta söluár, en aukin áhersla er nú lögð á liti er þykja hæfa kvenflíkum. „Við höfum áður lagt áhersluna á flíkur fyrir karlmenn eða bæði kynin, en erum nú að auka fjölbreytni í litavali,” sagði Bjarni. Hann sagði að undirtektir ítala við nýjum litum væru afar góðir. „Við höfum stöðugt lagt áherslu á gæði og vöruvöndun og í ljósi þess hafa menn fyllst frekara trausti á okkur sem skinnafram- leiðendum og vilja þess vegna ólm- ir halda áfram að_ versla við okk- ur. Söluhorfur á Ítalíumarkaði er því mjög góðar.” Næg verkefni eru nú framund- an hjá íslenskum skinnaiðnaði. Verður rætt næst þegar sér- kröfur eru uppi á borðinu - segir Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri ÞÓRARINN E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga, sagði að • fyrir lægi bókun þess efnis að rætt yrði um greiðslur til þess starfsfólks sem sótt hefði nám- skeið, næst þegar sérkröfur væru til umræðu við gerð kjara- Fyrirlestur um slys á börnum HERDÍS Storgaard hjúkrunar- fræðingur flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri kl. 16 á mánudag, 21. október. Efni fyrirlestursins er slys á börnum á íslandi, staðan í dag, leið- ir til úrbóta og fyrirbyggjandi að- gerðir. Það er Eir, félag hjúkrunarnema við Háskólann á Akureyri, sem efn- S-ir til þessa fyrirlesturs. samninga. Alrangt væri að gefin hefðu verið loforð um þessar greiðslur sem ekki hefði verið staðið við. A almennum félags- fundi í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, í dag, laugardag, verður verkfallsheimildar aflað, en ólga er nú á meðal ófaglærðs starfs- fólks í mjólkursamlaginu, sem telur sig hafa loforð um að fá umrætt námskeiðsálag greitt. Þórarinn sagði að mál þetta ætti sér langa forsögu, en í upphafi hefði Iðja á Akureyri viljað fá í gegn að mjólkursamlag KEA greiddi sínu starfsfólki námskeið- sálagið. Það hefði að sjálfsögðu ekki getað gengið, þar sem vinnu- málasambandið semdi fyrir hönd samlagsins og ef taka ætti upp þessar greiðslur yrðu þær að ganga yfir allan mjólkuriðnaðinn í landinu í einu. Einhug hefði hins vegar skort á meðal verkalýðsforystunnar um landið um þetta mál. Fyrir þjóðarsáttarsamninga hefði mönnum verið orðið ljóst að semja þyrfti við iðnaðinn í heild um þessar greiðslur, ekki þýddi að beina spjótunum eingöngu að einu samlagi. Sérkröfum hefði hins veg- ar verið ýtt út af borðinu við gerð þjóðarsáttarsamninganna og þar með þessari. Menn hefðu hins veg- ar verið um það sammála að næst er rætt yrði um sérkröfur við gerð Tónlistarskólinn á Akureyri: Guðný Guðmundsdóttir leikur á íslenska birkifiðlu GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 17. i Á efnisskránni er fiðlukonsert Elgars, sem Guðný mun flytja með Sinfóníuhljómsveit íslands síðar á árinu, en Ákureyringum gefst kost- ur á að hlýða á verkið leikið í útsetn- ingu fyrir fiðlu og píanó, en fiðlu- leikarinn Yehudi Menuhin varð heimsfrægur á einni nóttu er hann aðeins 14 ára gamall lék verkið undir stjóm tónskáldsins. Þá verður flutt verkið „án titils” eftir Hafliða Hallgrímsson, en fttsal;'(» r*eO •iclr.i nóuO i Guðný flutti það verk á afmælistón- leikum tónskáldsins fyrir skömmu og hlaut góðar viðtökur áheyrenda. Forvitnilegasta atriði tónleik- anna verður ef til vill leikur Guðnýj- ar á fiðlu sem Kristinn Sigurgeirs- son á Sauðárkróki smíðaði úr ís-. lensku birki, en tónleikunum lýkur með því að hún leikur nokkur verk, m.a. eftir akureysk tónskáld, á þessa fiðlu. íioíiBðxsTiorí niiiianí! kjarasamninga kæmi þetta mál þar til umræðu. Þórarinn sagði að ástæða þess að starfsfólk í öðrum matvælaiðn- aði en mjólkuriðnaði fengi greiddar rúmar 3.000 krónur eftir að hafa sótt námskeið væri sú, að ófaglært starfsfólk í mjólkuriðnaði hefði nokkru betri kjör en annað starfs- fólk í matvælaiðnaði, þar sem m.a. kæmi inn skiptivaktaálag og fleira. Hann sagði líka óljóst á hvern hátt námskeiðsálagið kæmi inn í launin, yrði það sett beint ofan á grunniaunin hækkaði skiptivakta- álagið og fleiri þættir sem reiknað- ir væru ofan á grunninn, en það þýddi að námskeiðsálagið yrði rúm- ar 4.000 krónur, eða um 1.000 krónum hærra en aðrir fengu, sem sjálfsagt myndi skapa óánægju. Samkomuhúsið: Grunnskólanemar fá að sjá Næturgalann SÝNINGAR Þjóðleikhússins á barnaleikritinu Næturgalanum hefjast í Samkomuhúsinu á Akureyri á mánudag, 21. október, og verður leikritið sýnt þar fram á fimmtudag, alls tólf sýningar. Allar sýning- ar verða á skólatíma og er grunnskólanemendum boðið á sýning- una. Að loknum sýningum á Akureyri leggur hópurinn upp I ferð um allt Norðurland og sýnir fyrir alla grunnskólanema á svæðinu. Næturgalinn er hópvinnuverk- verkið verið sýnt 180 sinnum og efni, sem unnið var að frumkvæði nokkurra leikara Þjóðleikhússins og byggir á ævintýrinu Næturgalanum eftir H. C. Andersen. Markmiðið með sýningunni er að kynna nem- endum list leikhússins, tengja starf- semi þess skólakerfinu og örva nemendur til frjórrar sköpunar í tengslum við námsefnið á hveijum tím.a. Ár er Iiðið frá því leikritið var frumsýnt, en frá þeim tíma hefur: eru áhorfendur orðnir rúmlega 35 þúsund. Þátttakendur í sýningunni eru Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Kristbjörg Keld, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og flautuleikarinn Krist- jana Helgadóttir. Tónlistin er eftir Lárus Grímsson og leikmuni gerði Jón Páll Björnsson. Guðmundur Steinsson var skrifari hópsins, en hreyfingar og líkamsþjálfun ann- aðist Sylvia von Iíospoth. .noagmörchusic'. hnJÍ ciða ibv hj > Morgunblaðið/Rúnar Þór * A leið upp Menntaveginn Busar við Menntaskólann á Ak- ureyri voru vígðir inn í samfélag skólans í byijun október, en í nær viku fyrir vígsluna var þeim gert að læðast um ganga skól- ans með snuð, sérkennileg höf- uðföt og enn sérkennilegri áletr- anir á þar til gerðum pappa- spjöldum. Á myndinni má sjá verðandi stúdentsefni leiða hóp- inn áleiðis upp Menntaveginn. Þeir félagamir Jónas Davíðsson og Jón A. Jónsson voru á ferðinni í miðbæ Akureyrar og gáfu sér tíma til að spjalla og spá í nýframkvæmdir sem þar eru í gangi. Tveirá tali Morgunblaðið/Rúnar Þór Margeir teflir fyrir Skákfélag Akureyrar MARGEIR Pétursson, stór- meistari í skák, hefur geng- ið til liðs við Skákfélag Ak- ureyrar og mun tefla fyrir þess hönd í deildakeppninni sem hefst á morgun föstu- dag. Margeir hefur verið í Taflfélagi Reykjavíkur frá því hann hóf keppni árið 1972 en sagði skilið við fé- lagið í vor. „Þeir höfðu samband við mig hjá Skákfélagi Akureyrar og buðu mér að vera með og ég þáði það. Ég hef alltaf haft góð tengsl norður. Ég hef teflt þar á mótum og veit að félag- ið er rekið á heilbrigðum grundvelli, bæði fjárhagsleg- um og félagslegum, og mér er sómi að því að leggja þeim lið,” sagði Margeir í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um ástæður þess að hann sagði skilið við TR sagði Margeir að það ætti sér langan aðdraganda. „Auðvitað er ég óánægður með starfsemi TR, það segir sjálft. Þess vegna er ég farinn.” Deildakeppni Skáksam- bandsins hefst klukkan 20 á föstudag og tefla þá tvær sveitir'Skákfélags Akureyrar innbyrðis og sömuleiðis tvær sveitir TR. Mótinu verður framhaldið um helgina og mætir A-sveit Skákfélags Ak- ureyrar suðaustursveit TR klukkan 17 á laugardag í þriðju umferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.