Morgunblaðið - 19.10.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 19.10.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991 29 Röskva: Æskilegt að fólk hafi mögu- leika á að ljúka námi hér heima - segir Guðmundur Birgisson formaður Röskvu HAUSTIÐ er komið og ýmis konar félagsstarfsemi sem legið hefur í láginni yfir sumarmánuðina að hefjast að nýju. Má þar nefna félagsstarf nemenda í skólum sem er að sjálfsögðu með afar mismunandi hætti eftir skólum og skólastigum. Einn félags- skapur af þessu tagi er Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Islands, sem vinna mun að hagsmunamálum stúdenta í samvinnu við Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, í vetur. í tilefni af vetrarbyijun og þeirri starfsemi sem hún hefur í för með sér ræddi Morgunblaðið við Guðmund Birgisson formann Röskvu og heimspekinema. Guðmundur er að síðasta ári í heim- speki en viðurkennir að vegna anna við félagsstörf geti teygst úr náminu. Guðmundur segir að megin áherslan verði lögð á hagsmuna- baráttu stúdenta í vetur. „Komið hafa upp hugmyndir um skólagjöld, vexti af námslán- um og fleira í svipuðum dúr sem virðist sprottið af þeirri skoðun manna að nám sé Ijárfesting fyr- ir einstaklinginn, svipað því að hann kaupi sér bíl eða flugvél. Þeir sem verið hafa í námi hljóta að neita þessu. Nám er ekki fjár- hagslega hagkvæmt fyrir hvern og einn heldur fyrst og fremst fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hef til dæmis ekki fjárhagslegan ávinning af því að læra heim- speki. Aftur á móti er fjárhags- lega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að eiga mikið af vel menntuðum heimspekingum. Starfið í vetur mun án efa markast af því að við munum snúa gegn þessari hug- mynd um fjárfestingu.” „Okkar önnur meginhugsjón er að gæða Háskólann lífi. Við viljum ekki að nemendur fari í skólann eins og þeir séu að fara út í banka að skipta ávísun heldur finni þeir fyrir því að vera hluti af lifandi samfélagi. Undir þessa hugsjón fellur býsna margt. Meðal annars menningarátak sem Stúdentaráð er að hrynda af stað þessa dag- ana. Innan þess kennir ýmissa grasa. Má þar nefna samninga um lægri aðgangseyri við Þjóð- leikhúsið, Borgarleikhúsið, ís- lensku óperuna, aðila sem sjá um myndlistasýningar og fleiri. Með þessu móti verður sáralítið dýrara fyrir stúdenta að fara í leikhús en að fara í bíó. Annar liður í menningarátakinu er tónlist- arkúbbur en meðlimir í honum munu fá geisladiska á svipuðu verði og gerist í Bretlandi. Einnig er hugmyndin að gangast fýrir nemendatónleikum í miðbænum og kynna betur þá starfsemi sem fram fer á Háskólalóðinni. Má þar nefna tónleika í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum.” „Ekki má heldur gleyma Há- skólanum sem menntastofnun. Ymsar breytingar eru á döfinni. Meðal þeirra er að koma á fót framhaldsnámi við fleiri deildir en nú, jafnvel allar deildir. Eitt af brýnustu verkefnunum er að móta þetta framhaldsnám og koma í veg fyrir að námið þróist í sitt hverja áttina. Ég vona að háskól- aráð taki þetta verkefni upp á sína arma og myndi ramma sem deild- irnar geta þróað sitt framhalds- nám innan,” sagði Guðmundur. Finnst þér æskilegt að allir ljúki doktorsnámi hér heima. „Mér finnst æskulegt að Há- skólinn bjóði fólki upp á þann möguleika að ljúka framhalds- námi hér á landi. Hins vegar er afar nauðsynlegt að fólk hafí áfram möguleika á að fara til út- landa. Við megum ekki múra upp í þann glugga enda er hollt fyrir Háskólann að fólk fari út í nám vegna þess að oft á tíðum koma þessir nemendur aftur inn í skól- ann með nýjar hugmyndir.” Guðmundur Birgisson „Annað sem nú er töluvert rætt um er nemendaráðgjöf. Skól- inn er stór og í mörgum deildum sem getur verið erfitt að hafa yfirsýn yfir. Þess vegna höfum við komið með þá hugmynd að biðja eldri nemendur að ráðleggja þeim yngri. Þessi hugmynd hefur þegar fengið góðan hljómgrunn, m. a. hjá deildarstjórum, rektor og námsráðgjöfum, og hefur verið komið á innan guðfræðideildar. Ég tel því aðeins tímaspursmál hvenær nemendaráðgjöf verði komið á innan annarra deilda í Háskólanum. Hins vegar verðum við að hafa í huga á skólinn er stór og við munum fara varlega í sakirnar enda verði kerfíð sett á til frambúðar.” „Enn er ótalinn langur listi af málum sem þarf að skoða í Há- skólanum. Eitt þeirra er gæðamat á prófum. Fara þarf yfir hvernig próf eru samin, lögð fyrir og, ekki síst, farið er yfir þau. Hér er víða pottur brotinn og mikill skortur á samræmingu. Valfrelsi milli deilda er annað mál sem stúdentum liggur á hjarta. Nú er verið að fara yfir skýrslu valfrelsisnefndar, sem skipuð var fyrir nokkrum árum, en í framtíðinni verður vonandi hægt að bjóða upp á meira val milli deilda. Núna er þetta ekki auðvelt. Ég var til dæmis fyrir 3 vikum að leggja inn umsókn um á ljúka námi með heimspeki sem aðalgrein og raungreinar sem aukagrein en fæ sennilega ekki svar fyrr en kringum jólin.” Fulltrúar Vöku og Röskvu eru jafn margir í Stúdentaráði. Hvern- ig gengur samvinnan? „Mér hefur fundist mjög gott að vinna með fulltrúum Vöku. Auðvitað er fólk ekki alltaf sam- mála en í þeim tilfellum skiptir mestu máli að reyna að vinna úr málunum. Við leggjum fyrir þá hugmyndir okkar og ef þeir koma með góðar hugmyndir í vetur munum við taka þær upp á okkar arma eins og þær væru okkar eig- in. Góðar hugmyndir eru auðvitað góðar hugmyndir hvaðan sem þær koma,” sagði Guðmundur. Átakalít- ið andóf Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Drengirnir frá Sankt Petri — „Drengene fra Sankt Petri” Leikstjóri Sören Kragh-Jacobs- en. Handrit Kragh-Jacobsen og Bjarne Reuter. Danmörk 1991. Nýjasta mynd Sörens Kragh- Jacobsens, danska leikstjórans snjalla, gerist í bæ úti á landi árið 1942. Danmörk er undir járn- hæl nasista, ríkisstjórnin hvetur til samvinnu við hemámsliðið og lítið um andspyrnu. Nokkrir menntskælingar una þjóðveijun- um illa og veita þeim tiltölulega meinlausar kárínur sem nægja þó til þess að þýskir kvarta undan þeim í bæjarblöðunum. Við þetta herðast strákarnir um allan helm- ing, fá í lið með sér grimman pilt úr verkalýðsstétt sem á enn frek- ari harma að hefna á hemámslið- inu þar sem móðir hans er í „ástandinu”. Hann útvegar byss- ur og skipuleggur sannkallaðan skæruhernað gegn nasistunum. Það sem í upphafi var nánast prakkaraskapur breytist í dauð- ans alvöru. Það kemur fram í lok myndar- innar að aðgerðir nokkurra ungra drengja í Álaborg hafi vakið Hernám Þjóðverja hvílir eins og mara á Drengjunum Frá Sunkt Petri. dönsku þjóðina til meðvitundar um andóf gegn hernámsliðinu, sú andspyrna var aldrei nándar nærri jafnöflug og ákveðin eins og t.d. í Noregi og Frakklandi. Hins veg- ar var því meiri móður á þeim eftir uppgjöf Þjóðverja og sást þá ekki alltaf fyrir. En hvort sem myndin er byggð á sönnum at- burðum eður ei skiptir ekki höfuð- máli, sagan er jafngott myndefni hvað sem öðru líður. En því miður hefur ekki tekist að kvikmynda hana sem skyldi því útkoman er heldur léttvæg. Glókollahópurinn sem fer með aðalhlutverkin er ósköp linkulegur að sjá og ekki líklegur til afreka. Og það sem verra er þá er handritið átakalít- ið, það vantar grimmara and- rúmsloft í anda við aðstæðurnar. Mikill tími fer í geldingslega ró- mantík og eina persónan sem kviknar virkilega til lífsins á tjald- inu er Ottó úr armæðunni. Danir hafa gert urmul gæða- mynda á síðasta áratug og eru langtum fremri öðrum Norður- .Jandaþjóðum (jafnvel Svíum!) í dag. Þar hefur Kragh-Jaeobsen komið vel við sögu en hann, ein- sog aðrir dauðlegir menn, á sína góðu daga og slæmu. Og hér vant- ar greinilega herslumuninn, kulda kringumstæðnanna, úfnara hár. Og endirinn er með ólíkindum klisjukenndur. Við höfum séð hann alltof oft tii að hann sé við hæfi Kragh-Jacobsens og hins annars ágæta handritshöfundar, Bjarne Reuters, samstarfsmanns Bille Augusts til margra ára. Meðalmynd sem hæglega hefði getað orðið langtum betri. BHMR: Alyktun gegn árásum á velferðarkerfið Launamálaráð Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hef- ur sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á samtök launafólks að snúast til varnar gegn árásum stjórnvalda á velferðarkerfið. í ályktun ráðsins segir, að í frumvarpi til fjárlaga 1992 sé gert ráð fyrir að sérstök þjónustugjöld auki skattheimtu ríkisins um 2,5 milljarða. „Þessar auknu álögur munu bitna fyrst og fremst á sjúk- um (1 milljarður) og nemendum.” Launamálaráð telur því ástæðu til að benda á að hér er verið að gera grundvallarbreytingu á ís- lenska velferðarkerfinu sem feli í sér aukna mismunun þegnanna. Skorar ráðið á samtök launafólks að snúast semeiginlega til varnar gegn þessari árás á velferðarkerf- ið. ___________Brids_______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Fjögurra kvölda sveitakeppni hófst sl. miðvikudag og taka 20 sveitir þátt í keppninni. Agnar Jörgensson keppn- isstjóri sendi okkur eftirfarandi frétt af keppninni og öðrum viðburðum síð- asta spilakvölds. Keppnisfyrirkomulagið er „Board a match” eða BETRI SKOR í SPILI. Það þýðir að hærri talan í hveiju tek- ur allan vinninginn, hvort sem hún er 10 eða 1000. Vinningur í hveiju spili er 2 stig og 1 stig fyrir jafntefli. Þetta þýðir með öðrum orðum að einn yfir- slagur er jafnverðmætur og slemmu- bónus. Spiluð eru 9 spil milli sveita og 3 leikir á kvöldi. Staðan eftir fyrsta kvöld: Tryggingamiðstöðin 38 Roche 35 Erla Siguijónsdóttir 34 L.A. Café 34 Gunnlaugur Kristjánsson 33 Sævar Þorbjörnsson 32 Meðalskor 27 stig. Á næsta spilakvöldi spila fjórar efstu sveitirnar innbyrðis. „Strákarnir okkar” taka ekki þátt í þessari keppni af skiljanlegum ástæð- um. Þeir þurfa hvíld eftir allt álagið, en þeir komu í heimsókn í sterkasta bridsfélag í heimi, sem er auðvitað þeirra félag. Formaður BR, Sævar Þorbjömsson, þakkaði þeim frammi- stöðuna og gat þess að stjórn félags- ins hefði ákveðið að heiðra þá með sérstæðum minjagripum. Þeir verða hannaðir af listakonunni Kolfinnu Ketilsdóttur. Þetta verða postulínsvas- ar sem eru hugsaðir i útliti eins og spilastaðurinn í Yokohama. Á hvern þeirra verður innbrennt það spil frá HM sem hver spilari velur á sinn grip. Það verður bæði gaman og foivitnilegt að sjá hvaða spil hver heimsmeistari velur. Keppnin BETRI SKOR í SPILI heldur áfram nk. miðvikudag og eru spilarar hvattir til að mæta tímanlega. Arsþing Bridssambandsins á sunnudag Ársþing Bridssambandsins verður haldið nk. sunnudag og hefst kl. 10 um morguninn. Þingið verður með hefðbundnu sniði nema hvað heims- meistaramir koma í heimsókn og sitja fyrir svörum. Ekki er vitað annað en núverandi stjórn gefl .kost á sér til endurkjörs. Þinginu lýkur síðdegis. Bridsfélag Akureyrar Lokið er þremur umferðum af ellefu í Akureyrarmótinu í sveitakeppni og stefnir í æsispennandi mót. Spilaðir eru 20 spila leikir og er spilaður 1 lh leikur á kvöldi. Staðan: Hermann Tómasson 56 Jakob Kristinsson 56 Stefán Stefánsson 55 Páll Pálsson 55 Kristján Guðjónsson 52 Stefán Vilhj álmsson 47 Allar sveitir spila sömu spilin og er keppnin einnig reiknuð út sem tví- menningur. Spilin eru gefin í spila- gjafavél sem félagið festi kaup á fyrir nokkra. Næsta spilakvöld er á þriðjudaginn kemur. Spilað er í Hamri, félagsheim- ili Þórs, kl. 19.30. Keppnisstjóri er Páll H. Jónsson. Norðurlandsmótið í tvímenningi fer fram í Siglufirði í dag, laugardag. Spilaður yerður tveggja umferða Mic- hell. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Nú er lokið þremur umferðum í aðaltvímenningi Barðstrendingafé- lagsins. Staða efstu para: Friðgeir Guðnason - Guðmundur Sigurvinsson 925 BjörnÁmason-EggertEinareson 909 Gísli Víglundsson - Þórarinn Ámason 901 Friðbjörn Guðmundsson - Þorsteinn Guðnason 879 Jón Ingi Jónsson - Gunnlaugur Gunnlaugsson 861 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 860 EddaThorlacius—Sigurður ísaksson 846 Efstu skor í 3. umferð hlutu eftir- taldir: N-S-riðill: SigrúnJónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 297 BjömÁmason-EggertEinarsson 295 Friðgerður Benediktsd. - Friðgerður Friðgeirsd. 289 A-V-riðill: Friðjón Margeirss. - Ingimundur Guðmundss. 308 Friðgeir Guðnason - Guðmundur Sigurvinsson 304 Þorleifur Þórarinsson - Ólafur Ingvai sson 300 Meðalskor 270 stig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.