Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 35

Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991 Nemendur Kirkjubæjarskóla í haustferð. Morgunblaðið/Hanna Hjartardottn- ■ NÝLEGA kom út blaðið ” Yfir- lit Sævars Karls” sem sýnir haust- og vetrartískuna 91/92. Þetta er í fimmta sinn sem Sævar Karl gefur út tískublað. Blaðið er gefið út í 14.000 eintökum og er 68 síður. Auk umfjöllunar um tísku og fatnað eru margar greinar _ í blaðinum, m.a. er fjallað um Ólaf Jóhann Ólafsson í bókmenntagrein, Sig- mar B. Hauksson skrifar um Nautnir og viðtal er við Erlu Þórar- insdóttur myndlistarkonu. Blaðið er sent til 12.000 viðskiptavina. Einnig er hægt að fá blaðið í versl- unum Sævars Karls í Kringlunni og í Bankastræti. ■ LÍFSVON, samtök til verndar ófæddum börnurn, heldur almennan kynningarfund nk. sunnudag 20. október að Hávallagötu 16 (við Landakotstún) kl. 4 síðdegis. Sýnd verður myndin „Silent Scream” sem fjallar um fóstureyðingar og fram- kvæmd þeirra, en gerð myndarinnar annaðist bandarískur fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, dr. Bernard Nathanson. Myndin er með íslensk- um texta og er um hálfrar klukku- stundar löng. Einnig verða sýndar tvær enskar myndir um fóstureyð- ingar og baráttu lífsverndarsinna fyrir breyttum viðhorfum og meiri upplýsingu almennings um ófædd börn í móðurkviði, eðli þeirra.v þroskaferil og tilkall þeirra til lífs- ins. Allir eru velkomnir á kynning- arfundinn og kaffiveitingar verða bornar fram ókeypis. (Fréttatilkynning) ■ SAMBAND ungra jafnaðar- manna mun halda ráðstefnu um framtíð vestnorrænu Iandanna í dag, laugardaginn 17. október, kl. 10.00 í Alþýðuhúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði og stendur hún fram á mánudag. Yfirskrift ráð- stefnunnar er Atlantshaf um alda- mót og verður einkum rætt unv. nýtingu fiskstofnanna í höfunum umhverfis vestnorrænu löndin og hvers er að vænta um stöðu þeirra mála um næstu aldamót. Auk ungra íslenskra jafnaðarmanna munu sækja ráðstefnuna ungir jafnaðar- menn frá Færeyjum og Grænlandi. KIRKJUBÆJARSKÓLI Nemend- ur í könn- unarferð Kirkjubæjarklaustri. Sá siður er kominn á í Kirkjubæj- arskóla að allir nemendur og starfsmenn fara í dagsferð á hveiju hausti innan héraðsins. Tilgangur ferðarinnar er að gera nemendur meðvitaðri um sögu síns sveitarfé- lags og byggð. Þau fræðast um byggð allt frá landnámi, kynna sér lítillega jarð- fræði héraðsins, fræðast um örnefni og kennileiti, kanna gróður og ann- að sem má verða til þess að gera þeim ljósara hvað einkennir þeirra hérað og hvernig byggðaþróun hef- ur verið. Að lokinni ferð er síðan unnið úr heimildum í skólanum í formi alls kyns verkefna, mismunandi eft- ir aldri nemendanna. I ár var haldið í Núpsstaðaskóg sem er austan Lómagnúps og mörg- um ferðalöngumSsunnur því fjöldi fólks kemur þar á hveiju sumri, þó ekki sé fært nema á stórum bílum. Farið var á 3 rútum og var fjöldi þátttakenda um 120 nemendur, starfsfólk skólans og nokkir foreldr- ar. Fyrir ári var farið í Hjörleifs- höfða og næsta ár er áætlað að fara í Eldgjá, þá er eftir að fara um Meðalland, allt til sjávar og þannig mætti áfram telja því í margar áttir er að fara frá skólan- um og því ekki um endurtekningar að ræða fyrr en að nokkrum árum liðnum. - HSH. GRINDAVÍK Skólaböm í haust- ferðalagi Krakkarnir úr 1. bekk í Grinda- vík fara árlega í Selskóg sem er í norðurhlið Þorbjarnar við Svartsengi til að sjá og kynnast því hvaða áhrif haustið hefur á litadýrð gi'óðursins. Strákarnir á myndinni sökktu sér í viðfangsefnið og gleymdu stund og stað innan um fallandi haustlaufin og sölnandi gras sem eru merki þess að haustið er gengið í garð og vetur framund- an. Þessa auglýsingu skaltu lesa vandlega Allan solarhringinn, 365 daga arsinsrfeta horn og unglingar hringt í símahíónustu Rauðakrosshússins til að leita aðstoðar eða ráðlegginga... og a l Áttu í erfiöleikum ? Hefurðu áhyggjur vegna einhvers ? Vantar þíg einhvem tíl að tala við ? & þér strítt ? Skilja félagar þínir þig útundan ? Líður þér ia vegna feimni ? Váu ræða viðkvæm mál ? Vantar þig upplýsingar um getnaðar- vamir, kynsjúkdóma, blæðingar, þungun eða fóstureyðingu ? Nærðu engu sambandi við forddra þína ? Hefurðu orðið að þola oíbeldi ? Hefúrðu orðið íýrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi ? Ertu að gefast upp á drykkjuskap eða annarri óreglu heima hjá þér ? Hefurðu ekki lengur stjóm á áfengisneyslu eða notkun annarra vímuefna ? Finnst þér þú ekki eiga neitt heimi lengur ?. Átt þú ekki í önnur hús að venda ? Áttu í erfiðleíkum f skóla ? Svarirðu eínhverri spumingu játandí, gæti það breytt mikiu fyrir þíg að hringja í okkur. Við erum reiðubúin að hiusta, ræða við þig og reyna að leysa úr vanda þínum. SÍMAÞJÓNUSTA RAUÐAKROSSHÚSSINS hefur veríð starfrækt frá 14. desember 1985 og á þeím tíma hafa yfír 8.000 símtöl átt sér stað á millí barna eða unglínga og starfsmanna hússíns. Símhringingarnar koma allsstaðar að á landínu og er SÍMAÞJÓNUSTA / RAUÐAKROSSHÚSSINS fyrst og fremst ætluð ungmennum að 20 ára aldri. J| íú hefur svokallað grænt númer verið tekíð í notkun. Það er fvrír bá sem hringja 1 frá öðru svæðísnúmeri en 91 og kostar nú jafn mikíð að hringja í það og uajJ? innanbæjarsímtal væri að ræða og það skráist ekki á sundurliðaða símreikningflj og athugið að ekki þarf að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar þegar hringt er. " Grænt númer Hverjir hringja í SÍMAÞJÓNUSTU RAUÐAKROSSHÚSSINS ? • II ö I 100 (/> ö 50 1 co o | I I I I i|fl I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I aT ^ ^ Fjöldi símtala til símaþjónustunnar á mánuði árið 1990 :1ÍJ Hvenær sólarhringsins var hringt í símaþjónustuna árið 1990 Kíwanísklúbburínn KATLA styrkír þessa augiýsíngu Alþjóðamarkmíð KíwaníshreYfmgarinnar árin 1990 - 1993: „Börnín fyrst og fremst“ RAUÐAKROSSHUSIÐ TJARNARGÖTU 35,101 REYKJAVÍK Þeir sem búa á höfuðborgarsvæöinu hringi í síma: 62 22 66 Þeir sem hringja utan af landi hringi í síma: 99-66 22 (Ekki svæöisnúmer 91)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.