Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 10
- [flfll 10 .0} }iijOA<jLíixfiji*i ‘fiíj/jff/1 JíjHf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Skagfirskt fræðastarf Bókmenntir Sigurjón Björnsson Arviss víðburður á haustdögum er útkoma Skagfirðingabókar sem er með réttu flaggskip Sögufélags Skagfirðinga. Þetta ársrit hefur fengið á sig orð fyrir að vera eitt allra vandaðasta héraðsritið. Það greinist frá flestum öðrum hlið- stæðum ritum í því að það flytur eingöngu sögulegan fróðleik, fræðiritgerðir, æviþætti, minn- ingaþætti o.þ.h., en þar er aldrei að finna „annál ársins”, ræður fluttar á mannfundum, sögur og undantekning er að ljóð hafi birst (nema þá gamlar stökur). í þeim tuttugu heftum sem út eru komin er geysimiklu efni safnað saman og margt af því er hið merkasta. Þetta ársrit er enginn eftirbátur hinna hvað efnisgæði snertir. Einn ritstjóranna, Sölvi Sveinsson, skrifar æviþátt um hin merku hjón Stefaníu Ferdínandsdóttur og Sölva Jónsson smið. Þau voru um langan aldur búsett á Sauðárkróki og nutu vinsælda og virðingar. Þáttur Sölva er prýðilega vel gerð- ur á allan hátt. Fróðleg er grein Guðrúnar Kvaran um • málfræði- og orðabókarstörf Skagfirðingsins DAVIÐ OG KRÓKÓDÍLARNIR Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Elías Snæland Jóns- son. Ljósmynd á kápu: Sigurður Jónsson. Hönnun kápu: Næst. Umbrot: Mál og menning. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Utgefandi: Mál og menning. Þetta er ein hinna frábæru bóka sem réttar eru á söluborð þessu sinni. í raun réttri er hún hróp- andi spurning: Á hvaða leið ertu, þjóð mín? Lífsmynstur nýríkrar þjóðar mengar ekki aðeins jörðina, sem við göngum á, heldur eru kalk- skellurnar kannski stærstar í niðurrifi heimila. Það er algjör sögufölsun, að fráfærur séu af- lagðar á íslandi, þær birtast aðeins í nýrri mynd. Nú eru það ekki vanþroska lömb sem jarma í hlíð- um, heldur böm í húsasundum, börn með blæðandi hjörtu. Þetta veldur hugsandi fólki æ meiri áhyggjum, það óttast þær klær, sem halda börnum okkar föstum, meðan afætur græðginnar breyta þeim í skuggamyndir af mönnum. Davíð er fósturbarn. Hafði misst móður sína ungur. Föður átti hann í felum. Móðursystir Davíðs, skiln- ingsrík, elskuleg kona, elur hann upp. Hann er kominn á táningsald- ur, 14 ára, þá vandamálin taka að segja til sín. Hann verður fyrir áreitni í skóla af hrokagikkum bekkjarins, undan því svíður jú, en sjálfsagt mest, er kennarableð- iil tekur að sarga í sárin líka, og óheppinn skólastjóri að strá salti. Davíð gefst upp fyrir hinum skiln- ingslausa og harða „heimi”, sækir sér huggun í hangsi við spiladósir þeirra er afla sér viðurværis af því að pretta börn. Davíð tekur að lemja frá sér, hrifsar það sem hann ekki á, og draumur hans er að verða stór og stæltur, harðsv- íri, eins og mótorhjólahetjan Ragn- ar. Þessu tekur sláninn eftir, not- færir sér vanþroska drengsins til þess að vinna verk, er bindur ann- an vanþroska gemlinginn til, Rósu, við rúmið lífið allt. Við gröf móður drengsins hittast faðir og sonur. Þar lýkur sögu, er Lada-jeppinn klifrar upp brekkuna með þá feðga móti nýjum morgni. Átakanleg saga! Vissulega, en því miður alltof, alltof sönn. Ég þekki fjöldann allan af hliðstæðum úr starfí mínu sem prestur, höf- undur, sem blaðamaður, auðsjáan- lega líka. Söguna segir hann af stakri snilli, kann mál og stílbrögð öll, til þess að rífa upp augu lesand- ans, neyða hann til að horfast í augu við spurninguna: Kemur þér þetta ekki yið? Lík getur svarað: Nei! Lifandi vera aMrei. Þetta er saga sem sannarlega við öll, ung og gömul, höfum hollt af að lesa. Hafi höfundur þökk, innilega þökk fyrir frábært verk. Kápa er höfundum til sóma; prentvérk mjög vel unnið. Af þessu verki hiýtur útgáfan að vera stolt. 911 Rfl 91 97fl L*RUS Þ' VALDIMARSS&N framkvæmdastjori fal I jU'tlu/U KRISTINNSIGURJÓNSSON.HRL.loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Nýlegt steinhús - gott vinnuhúsnæði Á útsýnisstað v/Jöldugróf steinhús ein hæð 132 fm. 4 svefnherb. Nýtt parket. Mjög gott vinnu- og íbhúsnæði 132 fm í kj. Bílsk. 49 fm. Margs konar eignaskipti. Tilboð óskast. Ný og glæsileg með bílskúr á vinsælum stað v/Sporhamra ný íb. á 1. hæð. Tvöf. stofa, 2 svefn- herb., rúmg. skáli, bað, sérþvhús og geymsla alls 118,3 fm. Nokkuð vantar af innr. Áhv. lán kr. 6,5 millj. þar af kr. 5,0 millj. til 40 ára með 4,9% ársvöxtum. Fullg. sameign. Góður bílsk. fullfrág. Lítið einbýlishús í Austurborginni járnklætt timburhús um 80 fm nettó m/3ja herb. íb. nokkuð endur- bætt. Góð lán kr. 3,7 millj. Verð aðeins kr. 5,5 millj. • Eins herb. íbúð - ný og glæsileg á 4. hæð v/Vindás. Parket. Suðursv. Gott bað. Laus strax. Áhv. húsn- lán um kr. 1,8 millj. Mismuninn má greiða m/mángreiðslum. Reisulegt steinhús í Langholtshverfi m/tveimur íb. 3ja herb. á 1. hæð og 3ja herb. á 2. hæð. Enrrfremur kj. og geymsluris. Góður bílsk. (45 fm, nú verkst.). Hagst. verð. Tilboö óskast. 2ja herb. íbúð við Gautland vel með farin. Ágæt sameign. Sérhitaveita. Laus fljótl. • • • Opiðídagkl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. AtMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Konráðs Gíslasonar. Sjálfur hef ég fátt vitað að gagni um þennan hluta af ævistarfi Konráðs og vantaði þá mikið. Það er því feng- ur að þessari velframreiddu vitn- eskju. Aðalgeir Kristjánsson hefur manna mest rannsakað ævi og störf Konráðs Gíslasonar. Hér birt- ir hann greinargerðir og bréf ásamt með skýringum sínum varð- andi skipun Konráðs í embætti við Hafnarháskóia. Það er býsna fróð- leg lesning. Guðjón Ingimundar- son sundkennari á Sauðárkróki ritar um sundlaugina í Varmahlíð. Rekur hann þar sögu hennar af þekkingu sjónarvotts og starfs-' manns frá upphafi. Gaman var að fá þessa grein frá Guðjóni, þeim merka manni. Hannes Pétursson skáld var einn af fyrstu ritstjórum Skagfírðingabókar og hefur alla tíð léð henni lið og dregur gjarnan upp úr kistuhandraða sínum eitt- hvert góðmeti. Hér minnir hann á að Enni á Höfðaströnd var um skeið kallað Sýslumannsenni til aðgreiningr frá Enni í Viðvíkur- sveit. Þetta nafn er nú víst öllum gleymt. Mikii ritgerð er til eftir Aðalheiði Ormsdóttur á Sauðár- króki. Nefnist hún Konur á Hóla- stað og fjallar aðallega um þær systur Halldórú og Kristínu Guð- brandsdætur biskups Þorláksson- ar. Þetta er mikil og vel samin ritgerð og víða komið við. Enn er dvalist við Hóla. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur á þar greinina Biskupabein og önnur bein á Hól- um. Þar segir frá miklum uppgr- eftri beina, þegar viðgerð fór fram á Hóladómkirkju árið 1988. Er það fræðileg og vönduð úttekt eins og vænta matti. Að lokum er svo enn ein Hólaritgerð eftir einn ritstjór- anna, Sigurjón Pál ísaksson, Minningartafla Ingibjargar Bene- diktsdóttur í dómkirkjunni á Hól- um. Töflu þessari er lýst, mynd birt af henni og um hana fjallað af þeirri nákvæmni sem nafni Frá Holum minn er kunnur að. ingabókar vandað og efnismikið Eins og af framansögðu sést og gimilegur lestur fyrir þá sem er þetta tuttugasta hefti Skagfirð- fróðleik unna. LJÓÐABÓK EFTIR ÞÓRU JÓN SDÓTTUR FJÖLVI hefur gefið út ljóöabók eftir Þóru Jónsdóttur frá Laxa- mýri sem hún kallar Linur í lófa. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í nýju bókinni, Línur í lófa, fer skáldkonan með tímavél minning- anna aftur til æskuáranna á Laxa- mýri, snertir á margvíslegum þátt- um mannlífs og bjargræðis. Þar er m.a. vikið að vorönnum, æðarvarpi, laxveiðum við íbssa, ullarþvottin- um, slættinum, eldastörfum, beija- ferð og kaupstaðarferð, svo nokkuð sé nefnt. Bókin er sett upp sem nokkurs- konar ljóðasvíta. Hún myndar heild- armynd þess heims sem hún upp- lifði, en stöðugt skiptast á stefja- hryn, lengri ljóð lausbundnari, þar sem minningarnar fá að flæða fram í flaumi og hinsvegar styttri og fastbundnari ljóð með kenndablik í næmri snertingu.” Bókin Línur í lófa er 96 bls. Höfundur gerði sjálfur kápumynd. Framleiðandi er Prentstofa G. Ben. Þóra Jónsdóttir Inga Backman og Olafur Vignir í Islensku óperunni Tónlist Ragnar Björnsson Á vegum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar héldu þau Inga og Ólafur tónleika laugardaginn 7. des. Fyrri hluti efnisskrárinn- ar var eingöngu skipuð iögum eftir eitt tónskáld, Karl O. Run- ólfsson, og er óvenjulegt að ís- lensku tónskáldi sé ætlað svo stórt rúm í efnisskrá söngvara, en mætti gjaman gera oftar. Að þessu sinni voru flutt mörg lög Karls sem sjaldan heyrast og fáum eru kunn og get ég engan veginn fyrirgefið sjálfum mér, né sökudólgnum, að ég kom tæpum hálftíma of seint á tón- leikana, og missti þannig af þess- um merka hluta tónleikanna, en Karl hefur smíðað margar perlur sem of sjaldan fá að skína. Bibl- íusöngvarnir op. 99 og Sígauna- ljóðin op. 55 eftir Dvorak eru þau sönglög Dvoraks sem tón- leikagestir þekkja helst, en „Ást- arljóðin” op. 83 eru minna þekkt og undirritaður verður að viður- kenna vanþekkingu á þeim. Ástarljóð þessi eru hljóð, við- kvæm og vandmeðfarin, ytri átök ekki hávaðasöm en því meiri innri, hljóðlát spenna. Tón- leikarnir sl. laugardag verða að teljast frumraun Ingu Back- mann, hennar fyrstu sjálfstæðu tónleikar. Inga er nú þegar góð söngkona, hefur hljómmikla og Inga Backman þroskaða sópranrödd, vel þjálf- aða, en þó ekki alveg brotalausa, sem getur verið augnabliks ein- beitingarleysi um að kenna eða þreytu. Músíkölsk virðist Inga einnig vera og gerði margt fal- lega og skynsamlega í Ástarljóð- unum, en þó fannst mér eitthvað á vanta svo að til hjartans næði. Kannske vantaði innilegri ljóð- rænu, eða þor til þess að gera aðeins úr rammanum, flutning- urinn varð dálítið hornóttur, „eckig”. Sá ágalli fannst mér einnig vera í annars öruggum píanóleik Ólafs Vignis. Mozart- Ólafur Vignir aríurnar tvær, á efnisskránni, stóðu upp úr í flutningi Ingu og er þá ekki lítið sagt. Litur raddarinnar hentar mjög vel Mozarf og tilfinningin fyrir stíl Mozarts var hrein og rétt. Þrátt fyrir öruggan píanóleik Ólafs Vignis var ég honum ekki sam- mála um meðferð hljómsveitar- búningsins í óperuaríunum. Va- rast verður að flytja hann of „píanískt”. Við það getur leikur- inn tapað eðli og lögmálum hljómsveitarinnar, sem er jú allt annað en píanóþáttur og leikur ljóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.