Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Að í'lytja út afföll eftir Leó Löve Fyrir nokkrum dögum birtu fjölm- iðlar fréttir af sölu húsbréfa til er- lendra aðila. Fréttirnar voru settar þannig fram að mitt í svartnætti efnahagsþreng- inga mætti þarna finna ljós. Meira hefur ekki verið fjallað um sölu húsbréfa til útlanda. Það má hins vegar reikna með að meiri sala sé í undirbúningi. Ég tel því rétt að birta hér í stuttum pistli nokkur varn- aðarorð, því ef grannt er skoðað má glöggt sjá að í þessu efni er ekki allt gull sem glóir. Húsbréf uppfylla skilyrði til sölu á erlendum markaði án sérstaks leyf- is. Erlendir fjárfestar geta því komið hvenær sem þeir telja hagstæðast „Staðreyndin er nefni- lega sú, að eftir hefð- bundnum leiðum getur íslenska ríkið tekið lán með svipuðum kjörum og án allra affalla.” og keypt eins mikið af slíkum bréfum og þeir komast yfir. í dag gera þeir góð kaup. Þeir fá 25 ára skuldabréf með föstum 6% vöxtum og ríkisábyrgð með 20% afslætti. Afslátturinn erþau margumræddu afföll af húsbréfunum sem íslenskur verðbréfamarkaður hefur mótað. Og hvað er svo sem bogið við það? kynni einhver að spyija. Er þetta ekki bara eins og hvert annað lögmál markaðarins? Jú, vissulega er þetta lögmál markaðarins. En þetta er ekki lög- mál heimsmarkaðarins, þetta er sér- íslenskt lögmál. Staðreyndin er nefnilega sú, að eftir hefðbundnum leiðum getur ís- lenska ríkið tekið lán með svipuðum kjörum og án allra affalla. Það er með öðrum orðum verið að gera afar slæm viðskipti með því að selja húsbréf með afföllum til útlanda. Við það tapast beinharðir peningar, þjóðin þarf að sjá af um- talsverðu fé til útlanda án þess að nokkuð komi í staðinn. Það má segja að hér hafi verið fundnar upp nýjar útflutningsbætur, en að þessu sinni Í i ' l g " j m fms / / JOLATIL JÓLATILBOÐIÐ STENDUR TIL 20. DESEMBER OPK) VIRKA DAGA TIL KL. 18.00 OG LAUGARDAGA TIL KL. 14.00 ZANUSSY uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báöar f. borðb. f. 12. Hljóölátar — einfaldar í notkun. Jólatilboð kr. 52790, á ID-5020W Gufugleypar frá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUPPERBUSCH eru bæði fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. Jólatilboð kr. 8.888,- á C-306 RAFHA, BEHA og KUPPERSBUSCH eldavélar eru bæði með eða án blæstri. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA vélinni — frí uppsetning. Jólatilboð kr. 41.669,- á EH-640WN Um er að ræða mjðg margar gerðir af helluborðum: Glerhelluborð m/halogen, helluborð 2, gas/2rafm. eða 4 rafm., hellur með eða án rofa. Jólatilboð kr. 15.633,- á EM-600.04W ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri — með grillmótor m/kjöthitamæli — m/katalískum hreinsibúnaði og fl. Jóiatilboð kr. 37.116,- á EEH-601WN ZANUSSI örbylgjuofnar f stærðum 14, 20 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgjudeyfir, gefur frá sér hljóðmerki. Verð frá kr. 22.083,- á MG-656.0W 14 Itr. Verð er miðað við staðgreiðslu Okkar frábæru greiðslukjör! Utborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Bjóðum upp á 5 gerðir þvottavéla. 700r800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa é hitasparnaðarrofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tima. Þvottavél með þurrkara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð — uppsetning. Jólatilbcð kr. 49.758,- á 2F-700XG Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir meö rakaskynjara eða með rakaþéttingu (barki óþarfurj.Hentar ofan á þvottavélina. Jólatilboð kr. 28.518,- á ZD-100C 7 gerðir kæliskápa: 85, 106, 124, 185 cm hæð. Með eða án frystihólfi. Sjálfv. afhríming. Hægt að snúa hurðum. Euðslugrannir — hljóðlátir. Jólatilboð kr. 28.130,- á Z-6141 140 I. Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frystiskápa. Mjög margir möguleikarí stærðum: Hæð 122, 142,175 og 185 cm. Frystir alltaf 4 stjörnu. Sjón er sögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Jólatilboð kr. 39.406,- á Z-614/4 140/40 I. Jólatilboð kr. 44.570,- á Z-619/4 190/40 I. Jólatilboð kr. 49.989,- á Z-618/8 180/80 I. Frystiskápar: 50,125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plastlokum — eyðslugrannir — 4 stjörnur. Jólatilboð kr. 50.980,- á Z-620VF ZANUSSY frystikistur 270 og 396 Itr. Dönsk gæðavara. Mikil frystigeta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verð kr. 41.060,- 270 I Verð kr. 49.276,- 396 I MIKIÐ ÚRVAL SMÁ-RAFMAGNSTÆKJA, HAGTÆTT VERÐ. LÆKJARGÖTU 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI50022 OG BORGARTÚNI 26, REYKJAVÍK, SÍMI620100 Fyrir skömmu var tekið erlent lán til smíði nýrrar Vestmannaeyjafeiju. Þar var ríkissjóður hinn beini lántak- andi og vaxtakjörin breytileg. Lánið var til 15 ára og af því reiknuðust engin afföll frekar en öðrum lánum sem ríkissjóður tekur. Það vill svo til að hinir breytilegu vextir eru um þessar mundir einmitt um 6%, alveg eins og á húsbréfunum en lánið er gengistryggt, sem er jafnan hag- stæðara fyrir lántakandann en lán- skjaravísitala. Hér er komið að kjama málsins: Ef ríkissjóður tæki erlent lán — án affalla — og léti andvirði þess renna til að kaupa húsbréf — með afföllum — í stað þess að láta afföll- in renna til erlendra aðila, ynnist tvennt: Anars vegar sparar þjóðin gjaldeyri því að peningarnir haldast allir í landinu, og hins vegar getur ríkissjóður rétt örlítið við hinn eilífa fjárlagahalla. Vel kann að vera að einhvetjir komi til með að kalla það höft ef bannað verður að selja húsbréf með afföllum til útlanda, en ég held að þeir séu fleiri sem myndu kalla það skynsemi. Ilöfundur er varamaður í bankaráði Seðlabankans. Viðtalsbók eftir Harald Jóhannsson BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út Þá rauður loginn brann, viðtalsbók eftir Harald Jóhanns- son. í kynningu útgefanda segir: „í þessari viðtalsbók Haraldar Jó- hannssonar, hagfræðings, eru við- töl við eftirtalda: Ólaf Friðriksson, Ingólf Jónsson, Brynjólf Bjarna- son, Björn Bjarnason, Tryggva Helgason, Steingrím Aðalsteins- son, Þorstein Pétursson, Guðmund Guðmundsson frá Akranesi, Ásgeir Blöndal Magnússon, Finnboga Rút Valdemarsson og Jón úr Vör. Allir tóku þeir virkan þátt í harðri bar- áttu verkalýðsins á árum kreppu og kúgunar millistríðsáranna, þeg- ar margir sáu lausnina í roðanum í austri. Bókin er 312 bls. Ljóð eftir Feder- ico García Lorca ÚT ER komin á íslensku ljóðabók- in Skáld í New York eftir Fed- ercio García Lorca. Ljóðin í bók- inni eru ort í Bandaríkjunum en verkið kom fyrst út að Lorca látn- um árið 1940. í kynningu segir: „Hér sýnir skáldið á sér óvænta hlið. Sveitir Andalúsíu hafa vikið fyrir stórborg- inni New York sem Lorca ýkir og umbreytir í hrikalega táknmynd nútímans. Myndmálið er undir áhrif- um frá súrrealisma en andstæðumar í heimi Lorca eru þær sömu og fyrr: ástin og dauðinn. Skáld í New York er metnaðarfyllsta Ijóðabók Lorca, krefjandi nútímaverk sem vex og magnast við hvern lestur. Bókin er 160 blaðsíður að stærð og inniheldur í viðauka fyrirlestur sem Lorca hélt um verkið og dvöl sína í Ameríku.” Þýðandi er Jón Hallur Stefánsson og útgefandi er Ský. Federico Gareía Lorca Leó Löve eru það íslenskar krónur sem fluttar eru út. Það skýtur skökku við á tímum sem þjóðin gerir allt hvað hún getur til að fá sem hagstæðast verð fyrir afurðir sínar, að um leið skuli tekin óhagstæð lán þegar hjá því ér hægt að komast. Séra Kristján Valur skóla- stjóri Skálholtsskóla SÉRA Kristján Valur Ingólfsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur verið ráðinn skólastjóri Skálholtsskóla í stað dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Nýráðinn skól- astjóri hefur störf næsta vor. Umsóknarfrestur um stöðu for- slöðumanns Fjölskyldustofnunar kirkjunnar rennur út 18. desember. Stofnunin var sett á laggirnar af Reykjavíkur-, Kjalarnes- og Árnes- prófastsdæmum og Kirkjuráði síð- astliðið sumar. Fjölskyldustofnun kirkjunnar er ráðgjafa- og meðferð- arstofnun er sinnir málefnum fjöi- skyldunnar. Má þat- nefna sambúðar- erfiðleika, erfiðleika í barnauppeldi og hjónaskilnaði. Séra Þorvaldur Karl Helgason hefur veitt stofnuninni forstöðu hing- að til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.