Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 51 MITSUBISHI MYNDBANDSTÆKI Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér þú logar enn í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögm dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Newman - Matthías Jochumsson) Hrafn Jónsson og fjölskylda. Mig langar í fáum orðum að minnast Árna B. Kristinssonar skip- stjóra sem fórst í því átakanlega slysi er m/b Eldhamar fórst 22. nóvember síðastliðinn og fimm ung- ir sjómenn létust. Árni var sonur hjónanna Hrannar Árnadóttur og Kristins B. Kristins- sonar. Hann var elstur þriggja bræðra, eftir eru Vignir og Krist- inn. Fjölskyldan flutti til Grindavík- ur árið 1975 og hefur búið hér síð- an. Árni kvæntist Erlu Sigurpáls- dóttur árið 1984 og áttu þau tvö börn, Sigurpá! 7 ára og Hrönn á öðru ári. Árni var maður rólegur og íhugull og gætinn til orða og verka. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og var málsvari þeirra sem minna mega sín. Árni var sérlega barngóð- ur og ég minnist þess að aldrei gleymdist að færa þeim glaðning þegar koniið var heim úr erlendri höfn. Hann hafði ákveðnar skoðan- ir um fagurt heimilishald og höfðu þau hjónin nær lokið smíði hússins á Glæsivöllum 5 með dugnaði og hagsýni. Árni útskrifaðist frá Sjó- mannaskólanum árið 1979 og hafði hann brennandi áhuga á því er þau réttindi gáfu. Aflaði sér upplýsinga um veiðisvæði og veiðarfæri, teikn- aði og skráði þær upplýsingar mjög nákvæmlega. Hann fylgdist með veiðarfæratilraunum og öllum nýj- ungum á sviði þróunar til þess að búa sig sem best undir að takast á við_ framtíðina. Árni var stýrimaður hjá mér í 3 ár og áttum við bæði góðar og strangar stundir saman. Ég minnist þess er við tókum þátt í björgun áhafnar flutningaskipsins Kampen, hve vel hann var að sér og fór mjúk- Arni B. Kristíns- son - Kveðjuorð um höndum um þá menn er við náðum. Einnig er mér minnisstætt hve snyrtilega_ hann lét ganga um skipið okkar. Ég held að við höfum ekki komið oft að landi án þess að hann hafi látið i-yksuga og þvo það sem mest mæddi á. Árni tók síðan við skipstjórn á Ólafi GK 33 árið 1988 og var þar uns hann tók við stjórninni á Eld- hamri í maí á þessu ári. Hann batt miklar vonir við að þar gætu draum- ar hans ræst, sérstaklega eftir þær breytingar sem gerðar voru á skip- inu í Póllandi nú í haust og þeirri reynslu sem varð af heimasiglingu í vonskuveðri. Að lokum bið ég guð að styrkja eiginkonu, börn, foreldra, bræður, mágkonur og aðra ættingja í þeirra miklu sorg. Vertu sæll vinur. Guð láti engla sína leiða þig heim til horfinna vina. Jens Óskarsson Skíði og skíðafatnaður 100% vind- og vatnsþéttur. Glæsilegt úrval. Fæddur 13. maí 1959 Dáinn 22. nóvember 1991 Mig langar í örfáum orðum að kveðja og minnast góðs vinar og fyrrum vinnufélaga, Árna Bern- harðs Kristinssonar, sem lést á svo sviplegan hátt ásamt 4 félögum sín- um er Eldhamar GK 13 strandaði við Grindavík 22. nóvember síðastl- iðinn. Þegar Erla hringdi í mig og sagði mér þessar hörmulegu fréttir, voni fyrstu viðbrögðin að vilja ekki trúa þessu, en þegar veruleikinn vinnur á og honum verður ekki haggað, koma upp í hugann minningar um góðan dreng sem gott var að hafa kynnst. _ Við Árni kynntumst árið 1986 er við vorum saman til sjós. Við eyddum ófáum stundum saman í brúnni og ræddum ýmis mál í full- um trúnaði um lífið og tilveruna. Myndaðist strax með okkur og fjöl- skyldum okkar góður vinskapur. Árni var góður sjómaður, kunni vel til verka og var snar að leysa þær þrautir, sem komu upp á hveij- um tíma, en var samt þolinmóður við okkur hina, sem minna kunnum og gaf sér alltaf tíma til þess að leiðbeina. Þess vegna var hann val- inn til forystu, því hæfileikarnir voru svo sannarlega fyrir hendi. Árni var traustur og einlægur vinur, sem sjaldan skipti skapi, enda Birting af- mælis- og minning- argreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. geislaði af honum lífsgleðin og grunnt var á „húmorinn” og glettn- ina, en þó duldist engum ef honum mislíkaði. Við komum oft á heimili Árna og Erlu og þau til okkar, þótt heim- sóknirnar yrðu stijálli eftir að við fluttumst til Reykjavíkur. Voru það alltaf gleðistundir, mikið hlegið og rætt opinskátt um hlutina, oftast um sjóinn auðvitað og framkvæmd- ir við húsið þeirra, því það var Árna kappsmál að hlúa sem best að fjöl- skyldu sinni og að hafa fallegt í kringum sig, því hann var mikill smekkmaður. Og með tilkomu farsímans hringdi hann oft í okkur utan af sjó, bara til þess að „spjalla” eða bjóða fisk í soðið. Árni hafði mjög gaman af tónlist, og sátum við oft dijúga stund við hljómtækin og rökræddum hinar ýmsu tónlistar- stefnur. En nú er hláturinn hljóðnaður og skammdegið enn svartara en áður, eftir lifir minningin um góðan dreng, sem mikill fengur var í að hafa kynnst og unnið með. Ég þakka honum vinskapinn og sam- veruna og veit að við eigum eftir að hittast aftur. Elsku Erla mín, það er skammt stórra högga á milli og sorgin virð- ist óyfirstíganleg, en mundu að það er ljós hinum megin ganganna. Við biðjum æðri máttarvöld að styrkja þig og börnin þín Sigurpál og Hrönn litlu á þesari erfiðu stund. Foreldrum Árna, bræðrum og öðr- um aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og svo öllum öðrum, sem eiga um sárt að binda eftir þetta hörmulega slys. F MITSUBISHI E12 Þriggja hausa tæki með fullkominni kyrrmynd, skipanir á skjá, árs upptökuminni, digital tracking, intellegent picture nær því besta úr gömlum myndböndum, index, tímaleitun, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri, fullkomin fjarstýring o.fl. Sértilboó kr. 36.950,- stgr. MITSUBISHI E41 Þriggja hausa tæki með fullkominni kyrrmynd, 8 tíma afspil- un/upptöku, skipunum á skjá, mynd í mynd með strópi, árs upptökuminni, barnalæsing, tímaleitun, index, intelligent pic- ture sem nær því besta úr gömlum myndböndum, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri, digital tracking, forritanleg fjarstýring o.fl. SértHboó kr. 44.950,- stgr. MITSUBISHI M34 Fjögurra hausa tæki með iong play, 8 tíma afspilun/upptöku, skipanir á skjá, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri, digital tracking, index, tímaleitun, barnalæsing, intelligent picture nær því besta úr gömlum myndböndum, árs upptökuminni, digital tracking, fullkomin fjarstýring o.fl. Sértilboó kr. 44.950,- stgr. MITSUBISHI M55 Afspilun á evrópskum og amerískum spólum við venjulegt sjónvarp. Fjögurra hausa tæki með long play, 8 tíma afspilun/upptöku, NICAM HIFI STEREO, NTSC afspilun á PAL tæki, afspilun á S-VHS spólum, index, tímaleitun, skipanir á skjá, árs upptöku- minni, sjálfvirk hausahreinsun, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og öruggari, edit möguleikar, intelligent picture nær því besta úr gömlum myndböndum, digital tracking, fullkomin fjarstýring o.fl. Sértilboó 63.950,- stgr. MITSUBISHI M82 Super VHS tæki með NTSC, 8 tíma afspilun/upptöku, NICAM HIFI STEREO, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri, intelligent picture nær því besta úr gömlum myndböndum, sjálfvirk hausahreinsun, skipanir á skjá, index, tímaleitun, edit möguleikar, qrs upptökuminni, digital tracking, forritanleg fjarstýring o.fl. Sértilboó kr. I 19.950,- stgr. Munalán Afborgunarskilmálar Vönduð verslun UJiilAMOO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.