Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 54 Gísli Vilmundarson símvirki - Minning Fæddur 25. janúar 1928 Dáinn 2. desember 1991 Það var fyrir rúmum 20 árum að undirritaður var kynntur fyrir væntanlegum tengdaföður, Gísla Vilmundarsyni símvirkja. Á heimili tengdaforeldra minna Gísla Vil- mundarsonar og Sigríðar Stefáns- dóttur, kynntist ég og naut þeirrar fjölskyldusamheidni, ástar og tryggðar sem því miður er ekki sjálfsögð í streituþrungnu samfé- lagi nútímans. Gísli Vilmundarson viðraði ekki skoðanir sínar á torgum úti eða stundaði titlatog. Allan sinn starfs- feril vann hann hjá Pósti og síma. Vann þar störf sín af trúmennsku og kostgæfni, við vinsældir sam- starfsmanna. Það mun nokkrum sinnum hafa ollið vandræðum hjá fyrirtækinu að hann hafnaði fráma í starfi er hann átti rétt á sam- kvæmt starfsaldri. Metnaður þeirra hjóna var að búa bömum sínum fjórum, Guðrúnu, Vilmundi, Hafliða Stefáni og Guðnýju ástríkt og traust heimili, tryggja menntun þeirra og framtíð. Fyrst byggðu þau ásamt fleiri síma- mönnum íbúð í blokk á Dunhagan- um og svo tuttugu árum síðar var hamarinn og sögin dregin fram á ný og glæsilegt hús reis í Brekku- seli 32. Það vom sannkallaðir sælu- dagar er húsið reis af gmnni því margir voru þeir er óbeðnir lögðu hönd að verki, áttu bara leið um. Eins og sönnum íslendingi sæmir, þá lét hann sig ekki muna um að byggja eins og eitt hús í aukavinnu og fór létt með. Það lék við þau lífið, hjónin í Brekkuselinu og bamabörnin komu í heiminn hvert af öðmm sem sakna nú sárt afans blíða. Fyrir aðeins þremur mánuðum uppgötvaðist sjúkdómurinn hræði- legi, krabbameinið, er dró hann til dauða. Rimma sú varð hörð og snörp, hetjulega var barist, aldrei æðrast. Helsjúkur kom hann á Álftanesið í afmæli ynsta bama- bamsins og bar sig vel. Nokkmm dögum síðar var hann allur. Astkær eiginkona Gísla, Sigríður Stefánsdóttir, stóð við hlið manns síns sem klettur þar til yfir lauk. Gísli Sigurðsson eignaðist á lífsleið- inni þann fágæta auð að vera elsk- aður og virtur af öllum þeim er til hans þekktu. Hann fór ferðina miklu sáttur við Guð og menn þó förin sú hefði að ósekju mátt drag- ast um sinn. Guð blessi minningu Gísla Vil- mundarsonar. Bragi Guðmundsson Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir, að hafa við þig hinzta fund og horfa á genpar slóðir. Og óp oss vekja örlðg hörð, er ennþá koma í hópinn skörð, og bam sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á Iausnir til, þær Ijóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Með þessu Ijóði vil ég kveðja elsku pabba minn og þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Ég þakka honum þann stutta en yndislega tíma sem ég átti með honum. Guðný Við sem dveljum í ljarlægð send- um okkar hjartanlegustu kveðjur heim til fjölskyldu Gísla. Minningar hrannast upp, sér- staklega frá bemsku- og æskudög- um okkar. Bernska okkar hefði verið snauð- ari, hefðum við ekki átt Gísla frænda að. Koma þá fyrst í hugann ferðalög um landið okkar með hon- um og Siggu, sem við kölluðum gjarnan Siggu frænku. Við trúðum því statt og stöðugt að það yrði alltaf gott veður ef þau væru með í för. Gísli frændi var náttúruunnandi fram í fingurgóma og vökul augu hans sáu fegurðina í smáu jafnt sem stóru í náttúrunni, hvort það voru fjöll, fagrir steinar, blóm, fuglar eða eitthvað annað. Þótt við séu fullir sorgar yfir frá- falli hans, erum við einnig hjartan- lega þakklátir fyrir að hafa átt hann að móðurbróður. Dondi og Tjörvi. í dag verður jarðsunginn frá Garðakirkju Gísli Vilmundarson rafeindavirkjameistari hjá Pósti og síma, sem lést á Landspítalanum 2. desember síðastliðinn 63 ára að aldri. Ungur að árum hóf Gísli nám í rafeindavirkjun hjá Pósti og síma og lauk þar prófi árið 1949. Starf- aði hann við uppsetningar, rekstur og viðgerðir á sjálfvirkum símstöðv- um hjá Bæjarsímanum og síðar Símstöðinni í Reykjavík í tæp 45 ár. Gísli var heilsteyptur fagmaður og útsjónarsamur við flókin verk- efni símkerfisins. Einstök seigla einkenndi störf hans og naut hann sín best við erfið viðgerðarverkefni, gafst aldrei upp enda mjög samvisk- usamur og vinnusamur starfsmað- ur. Árið 1967 var Gísli skipaður raf- eindavirkjaverkstjóri við sjálfvirku símstöðina í Grensás, sem nú heitir Múlastöð, og 1977 yfirverkstjóri við sjálfvirku símstöðina í Landsíma- húsinu við Austurvöll. Árið 1954 kynntist ég Gísla, en þá urðum við samstarfsmenn á sjálfvirku símstöðinni í Reykjavík. Milli okkar hófst strax gott sam- starf sem þróaðist upp í trygga vin- áttu milli okkar og fjölskyldna okk- ar. Hljóðlát prúðmennska og ljúft viðmót ásamt léttri kímni einkenndi alla framkomu Gísla. Þeir eru ríkir sem hafa átt því láni að fagna að kynnast Gísla og eiginkonu hans, Sigríði Stefáns- dóttur, og eiga þau að vinum. Það voru breitt bros og útbreiddir armar sem tóku á móti gestum sem komu á heimili þeirra Siggu og Gísla en þau voru einstaklega samhent hjón, alltaf reiðubúin að gefa af sjálfum sér og hjálpa öðrum. Við minnumst með gleði ferð- anna okkar saman bæði hér heima og erlendis og rifjum upp vísur sem Gísli gerði í þessum ferðum, sem og við svo mörg önnur tækifæri, en Gísli var mjög vel hagmæltur þó hann vildi aldrei gera neitt úr því sjálfur. Ljúfar minningar koma líka fram í hugann um kvöldin sem við sátum saman og rifjuðum upp einhveija ferðina eða skipulögðum nýja, en betri o g tryggari vini og ferðafélaga getur enginn hugsað sér. Elsku Sigga og fjölskylda, á þess- ari sorgarstund sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Okkur er efst í huga þakklæti og virðing fyrir að hafa fengið að kynnast Gísla og eiga hann að samferða- manni. Eftir standa hugljúfar minn- ingar um góðan og tryggan vin. Blessuð sé minning Gísla Vil- mundarsonar. Hólmfríður og Sverrir Skarphéðinsson. Tengdafaðir minn og vinur er Iátinn eftir þriggja mánaða stríð við sjúkdóm sem lagði hann að velli. Gísli var mikill vinur vina sinna og ástkær öllum sem honum kynntust. Hann skipti sjaldan eða aldrei skapi, hreytti aldrei styggðaryrði í nokkurn mann og þó hann væri dökkur yfirlitum hef ég sjaldan kynnst bjartari manni. Gísli byggði húsið í Brekkuseli sjálfur og ræktaði þar fallegan garð. Hann eyddi ekki tíma sínum í dægurþras né leit að veraldlegum auði, en hafði samt mjög ákveðnar skoðanir bæði í landsmálum og á lífinu sjálfu. Honum fannst allir menn jafn mikilvægir hvaða titil sem þeir báru, enda var manngildi ofar verðgildi í huga hans. Gísli sóttist ekki eftir stöðuhækkunum í starfi þótt hann ætti þess kost, en lifði í sátt við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hjónaband hans. og Siggu tengdamömmu, svo og Ijöl- skyldulíf hans allt, var fagurt og eitt það léttasta og kátasta sem ég hef kynnst. Fjölskyldan var hans aðal áhugamál, Alla virka daga og oft um helg- ar, hringdi síminn okkar á Vopna- fírði í hádeginu. Það var Gísli tengdapabbi að heyra í okkur hljóð- ið, — hvort allt gengi vel. Já! Þann- ig sýndi hann okkur væntumþykju sína í fjariægð. Aldrei með hnýsni eða afskiptasemi, bara gleðí og hugulsemi. Tengdapabbi var mikill tækni- maður og því ekkert skrítið að hann gerði símvirkjun að Iífsviðurværi sínu. Það léku allir hlutir í höndum hans og ófá úr, klukkur og heimilis- tæki hafa verið borin til hans biluð, jafnvel talin ónýt sem hann hefur gert við að nýju. Þannig fór maður einnig af fundum hans léttari í sinni og ánægður með lífið og tilveruna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ég þakka yndisleg kynni og lær- dómsríkar stundir með kærum tengdaföður, einum mínum besta vina. Þá lífsspeki og æðruleysi sem dætur mínar fengu að kynnast og eiginmaður minn að alast upp við. Sigrún Oddsdóttir Skjótt skipast veður í lofti. Hið sama gildir í mannlífínu, þar bregð- ur oft skjótt skýi fyrir sólu. Það reyndum við mágar Gísla Vilmund- arsonar símvirkja á fögrum ágúst- degi síðastliðið sumar, þegar skyndilega og öllum gjörsamlega á óvart vitnaðist að ólæknandi sjúk- dómur heijaði á hann, sem lagði Fædd 4. apríl 1899 Dáin 29. nóvémber 1991 Guðrún Karólína, amma, var fædd á Helgafelli í Helgafellssveit og er af einni stærstu ættinni á Snæfellsnesi, þ.e. Pálsættinni. Það var árviss viðburður hjá henni að fara í Hólminn og heilsa upp á vini. og vandamenn alveg þangað til heilsan og hár aldur leyfði ekki slík ferðalög, en taugarnar voru alltaf sterkar til átthaganna. Margir af eldri kynslóðinni munu minnast hennar ömmu minnar sem Gunnu Páls og hjá henni Gunnu Páls var alltaf heitt á könnunni og alltaf hægt að fá gistingu fyrir ut- anbæjarfólkið sem þurfti að bregða sér í kaupstaðinn. Hún var ung kona þegar hún flutti til Reykjavíkur og þar bjó hún alla tíð. I Reykjavík kynntist hún Guðmundi afa (Guðmundi Norðdahl), sem var reyndar horfinn til feðranna fyrir mína tíð og eign- uðust þau tvö börn, Onnu Elísa- hann svo að velli á tæpum Ijórum mánuðum. Gísli hafði gengið glaður og léttstígur til vinnu sinnar hjá Landsímanum í sumar sem endra- nær og engan grunaði að hann gengi ekki heill til skógar. ' Þegar veikindin gerðu vart við sig var hann nýkominn úr sumar- leyfisferð um Vestfirði, en þangað fóru þau hjónin með vinafólki sínu, en á Vestljörðum eru einmitt æsku- slóðir konu hans, Sigríðar Stefáns- dóttur. í þessari ferð hafði hann kvartað um gigt í mjöðm en taldi að það myndi lagast fljótt. Éigi verður lífssaga Gísla rakin hér í þessum fáu kveðjuorðum en geta má þess að hann fæddist í Kjarnholtum í Biskupstungum 25. janúar 1928, næstelstur Ijögurra barna Vilmundar Gíslasonar bónda þar og konu hans, Þorbjargar Stef- aníu Guðjónsdóttur, sem fæddist í Straumi í Hraunum, en ólst upp á Ottarsstöðum. Foreldrar Gísla fluttust að Króki í Garðahverfi árið 1934 og þar ólst hann upp með systrum sínum þrem- ur. Gísli kenndi sig ávallt við Krók, eins og þau systkini öll, því að þar voru þeirra bernskuspor og þar mótuðust þau í því sérstæða mann- lífi sem einkenndi byggðina en er nú nær horfið, en það er önnur saga. Tíminn breytir svo mörgu og ekkert endurtekur sig í sömu mynd og svo er um líf í Garðahverfinu. Gísli fór ungur í Flensborgar- skóla, nam síðan símvirkjun og vann nær allan sinn starfsaldur hjá Landsímanum. Á starfsárum Gísla varð gjörbreyting á allri tækni í símþjónustu í landinu og fylgdist hann vel með í þeirri þróun. Gísli var meðalmaður á vöxt, augun dökk, andlitið frítt og hárið mikið og hrafnsvart. Skapgerðin var heilsteypt og var Gísli jafnan léttur í lund og afskaplega hjálp- samur og greiðvikinn þegar til hans var leitað af vandamönnum og vin- um. betu, ömmu mína, og Magnús. Nú eru barnabörnin hennar langömmu orðin 6 talsins og langömmubörnin 9 alls. Um margra ára skeið bjuggu langamma og mamma saman, svo árið 1970 bættist ég í hópinn, fyrsta langömmubarnið og naut ég þess titils í nokkur ár og oft kallaði hún mig „hjartabarn ömmu sinnar”. Þegar ég var níú ára gömul flutti amma í verndaða íbúð fyrir aldraða í Furugerði 1, en það breytti því ekki að við vorum mikið saman og var ég hjá henni heilu helgarnar og reyndar oftast þegar færi gafst. Fyrir rúmu ári fékk hún pláss í Hátúni 10, þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar, en þá var hún að mestu leyti orðin rúmliggjandi en saknaði þess mikið að geta ekki boðið fólki upp á kaffisopa og eitt- hvert góðgæti upp í börnin. Gjaf- mildi og gestrisni var það sem ein- kenndi ömmu og henni leið ávallt vel ef hún gat veitt vel og helst vildi hún geta leyst alla út með Guðrún K. Pálsdótt- ir - Minning Hann var einlægur náttúruunn- andi og hafði unun af gróðri og ferðalögum, einkum um sitt eigið land og gripið gat hann til veiði- stangarinnar á vatnsbakka. I einkalífi' sínu var hann ham- ingjusamur. Kona hans, Sigríður Stefánsdóttir frá Tálknafirði, var honum samhent í einu og öllu. Þau eignuðust íjögur börn. Elst er Guð- rún, þá Vilmundur, Hafliði Stefán og yngst er Guðný. Barnabörnin eru orðin fimm. Við fráfall Gísla er harmur þeirra og tengdabarn- anna þyngstur. Huggun er þó harmi gegn að eftir lifir björt minning um góðan dreng, eiginmann, föður og afa. Á saknaðarstund megna orð oft lítils, en samkennd okkar í harmi ykkar er djúp. Lífið er okkur léð af almættinu. Það lýtur eigin lög- málum sem við fáum í engu breytt. Megi jólaljósin sem tendruð eru þessa dagana létta harm ykkar. Stefán Olafur Jónsson og Þorsteinn Gíslason. Mánudaginn 2. desember barst mér sú fregn að elskulegur vinur minn og Ijölskyldu minar, Gísli Vil- mundarson, væri látinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Á slíkri stundu er svo margt sem mann langar að segja og svo margt sem maður hugsar. Upp rifjast allar samverustundirnar sem við höfum öll átt saman, eins og ógleymanlegu ferðalögin innanlands og utan. Ég er þakklát fyrir að foreldrar mínir og ég skyldum hafa fengið að eiga Gísla að vini. Hann var alltaf svo glaðlyndur og jákvæður, sannur vinur vina sinna og hvers manns hugljúfi. Elsku Sigga og fjölskylda, elsku Guðný mín, missir ykkar er mikill en minningin um yndislegan mann lifir og er okkur öllum huggun á þessari stundu. Blessuð sé minning elsku Gísla míns. Svanhildur Sverrisdóttir Gísli Vilmundarson var fæddur í Kjarnholtum í Biskupstungum þann 25. janúar 1928, og voru foreldrar hans hjónin Þorbjörg Guðjónsdóttir og Vilmundur Gíslason. Er Gísli var barn að aldri þá veiktist Vilmundur og fluttist íjölskyldan þá að Króki í Garðahverfi. Voru það í fyrstu Þorbjörg með Gísla og systur hans þijár, Ragnheiði, Elínu og Vilborgu ásamt móður Vilmundar, Guðrúnu Sveinsdóttur. Vilmundur dvaldi enn um ár á Landspítalanum áður en hann fékk bata. Við systkinin í Görðum minnumst þess ennþá með gleði er þessi hópur kom í sveitina til viðbótar við krakkana á næstu bæjum. Þetta var harðgerður kjarni og þrátt fyrir lítil efni og að oft væru soðkökur í matinn þá döfnuðu gjöfum. Henni ömmu minni fannst skipta meira máli að geta gefið öðrum heldur en að kaupa eitthvað handa sjálfri sér. Nú er hún amma mín búin að fá hvíldiua. Fólk undrar sig á hversu mjög maður syrgir gamla konu eins og langömmu. En aldurinn skiptir engu, heldur tilfinningarnar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.