Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 52
52
i MPRQUiNBLApiÐ,ÞR)iÐJ|UDA|G,IJR| 10. iDE5£aiBER,i991
Hrafnhildur A. Jóns
dóttir - Minning
Fædd 20. febrúar 1922
Dáin 29. nóvember 1991
Mig langar til að minnast mág-
konu minnar, frú Hrafnhildar Ástu
Jónsdóttur, með nokkrum kveðju-
orðum.
Það mun hafa verið í kringum
1937 sem ég fyrst kynntist fjöl-
skyldu Jóns Þorvarðssonar og Vig-
dísar Helgadóttur, sem bjuggu í
Mið-Meðalholtum í Flóa. Bjuggu
þau þar með 6 börnum sínum. Þá
var og um tíma á heimilinu faðir
húsbóndans Þorvarður Jónsson og
andaðist hann þar 1946. Mjólkurbú
Flóamanna hafði þá hafið göngu
sína fyrir fáum árum og áuðveldaði
það sölu bænda á mjólk frá því sem
áður var. Ekki man ég nú fyrir víst
hve margar kýr Jón bóndi hafði í
fjósi en þær hafa trúlega verið 6-8,
errþað vissi ég að hún Vigdís lét
bömin sín nærast á ómengaðri kúa-
mjólk og mat það meira heldur en
að hver dropi yrði sendur til bús-
ins. Bömin í Mið-Meðalholtum voru
líka ekki kvillasöm heldur hraust
og heilbrigð börn.
Hrefna, eins og Hrafnhildur Ásta
var jafnan kölluð af skyldmennum
og nánum vinum, var þriðja barn
þeirra Jóns og Vigdísar, fædd 20.
febrúar 1922 í Reyðarmúla í Laug-
ardalshreppi. Foreldramir hófu bú-
skap í hellinum á Laugarvatnsvöll-
um 1918 og fæddust þeim þar tvær
dætur og var Hrefna hin yngri
þeirra. Árið, sem hún fæddist, flutti
Jón með fjölskyldu sína fram í Gaul-
verjabæjarhrepp, fyrst að bænum
Vallarhjáleigu en síðar að Mið-Með-
alholtum.
Hrefna mun hafa verið seytján
eða átján ára þegar hún fór til
Reykjavíkur og stóð hugur hennar
til að læra saumaskap. Hún hóf nám
sitt hjá frú Guðrúnu Bielddal, sem
þá rak saumastofu á Vesturgöt-
unni. Mun hún hafa starfað þar ein
tvö ár en þá fluttist hún til og hóf
störf hjá Klæðaverslun Andrésar á
Laugavegi 3 og þar hitti hún
mannsefni sitt, Áma Guðmund Ein-
arsson, ættaðan frá Útstekk við
Eskifjörð. Hann var þá í námi hjá
Andrési. Þau gengu í hjónaband í
desember 1944. Að námi loknu setti
Árni á fót saumastofu á Hverfís-
götu 50 _en fluttist brátt í hús
Ámunda Ámasonar á Hverfisgötu
39 þar sem hann var til húsa með-
an heilsan leyfði. Hann var dömu-
klæðskeri og þótti mjög fær og eft-
irsóttur.
Þau hófu búskap í Ingólfsstræti
16 og þar dvöldu þau meðan Árni
kom sér upp húsi í Efstasundi 91
sem þau fluttu inn í 1952. Þar sköp-
uðu þau sér sérlega fallegt og vin-
samlegt heimili. Þau Hrefna og
Árni eignuðust 4 syni. Þeir eru:
Einar Már kennari við Iðnskólann
í Reykjavík, f. 1943, Vilhelm Þór
verkstjóri í Ólafsvík, f. 1947, Jón
Vignir rafeindavirkjameistari hjá
Fálkanum, f. 1950 og Ásgeir sölu-
maður hjá Verslunartækni, f. 1952.
Og barnaböm Hrefnu eru orðin 9.
Hún missti mann sinn 1965 en bjó
allmörg ár áfram í Efstasundi 91
en keypti sér svo þægilega íbúð í
Ljósheimum 18 og bjó þar meðan
heilsan leyfði. >
Hrefna var fríð og snyrtileg kona,
skemmtileg í viðmóti og skýr í hugs-
un. Hún helgaði sig uppeldi sona
sinna meðan þeir þurftu á aðstoð
hennar að halda en fór svo út á
vinnumarkaðinn og vann helst í
verslunum, sem seldu vörur til
saumaskapar, s.s. hjá Toft, Dömu
og herrabúðinni og síðast hjá
Saumalist, þá vann hún og nokkur
ár í versluninni Ljósi og hita við
afgreiðslu á rafmagnsvörum.
Við hjónin þökkum Hrefnu allar
ánægjulegu samverustundirnar,
alltaf var þægilegt að ræða málin
og fá ráðleggingar og leita álits
hennar.
Börnum hennar, tengdadætrum
og bamabömum svo og öðrum ætt-
ingjum og vinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Erlingur Dagsson
Nú hefur verið höggvið skarð í
vinahópinn. Hrafnhildur, vinkona
mín, sem oftast var kölluð Hrefna,
er horfin yfir móðuna miklu.
Þegar sonur hennar hringdi til
mín og tjáði mér að móðir hans
væri látin, fannst mér tírninn stöðv-
ast nokkur andartök. Ég vissi að
vísu að hún hafði tekið þennan sjúk-
dóm, sem fáum hlífir en að hann
gæti lagt hana svo fljótt að velli
hafði ég ekki búist við. Dauðinn er
það sem við reynum að hugsa sem
minnst um, þar til hann snertir
okkur sjálf og nú hefur hann hrifið
frá mér góða og trausta vinkonu.
Leiðir okkar Hrefnu lágu saman
fyrir um það bil 8 árum og varð
það upphaf að þeirri vináttu sem
aldrei rofnaði. Þar sem ég kynntist
henni svo seint á ævinni, ætla ég
ekki að fjalla um lífshlaup hennar.
Það tel ég víst að þeir geri sem
betur vita en ég vil í þessum fáu
orðum láta í ljósi þakklæti mitt fyr-
ir að hafa kynnst þessari elskulegu
konu.
Hrefna var lagleg og fíngerð
kona og ætíð smekkleg abúin enda
var hún afbragðs saumakona.
Starfsvettvangur hennar var lengst
af tengdur þeirri mætu iðju og síð-
ustu árin starfaði hún ív erslun sem
seldi vefnaðarvöru. Ég veit með
vissu að þar leiðbeindi hún mörgum
hikandi byijanda við val á efnum
og öðru því sem að gagni mátti
koma til að úr yrði falleg flík.
Aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkurri manneskju eða halda á
lofti misgjörðum annarra og væri
vegið að henni sjálfri, vildi hún sem
minnst um tala. Hygg ég að það
sé fágætur eiginleiki.
Við Hrefna vorum í félagsskap
sem hefur það á stefnuskrá sinni
að dansa án drykkju. Þessi félags-
skapur var Hrefnu að skapi og hún
naut sín vel á skemmtunum félags-
ins. Tvisvar kom það í hennar hlut
ásamt þremur öðium að sjá um
skemmtiatriði kvöldsins. Vann hún
að því að af lífi og sál að þetta
mætti takast sem best og verð ég
að segja að það heppnaðist vel.
í hvert sinn sem boð bárust um
félagsskemmtun var mitt fyreta
verk að athuga hvort Hrefna ætlaði
að koma, því ég vissi að væri hún
með yrði kvöldið vel heppnað.
Hrefna var skemmtileg kona og
átti ég með henni ótaldar ánægju-
stundir og því sakna ég hennar
sárt. Ég veit að það skarð sem nú
er komið í vinahópinn, verður aldrei
fyllt en hún skilur eftir góðar og
glaðar minningar og gerir það sökn-
uðinn léttbærari.
Við hjónin sendum sonum hennar
og fjölskyldum hennar þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Kristín Jóhannsdóttir
Síðla dags 29. nóvember 1991
lést á Landspítalanum Hrafnhildur
Ásta Jónsdóttir. Á síðastliðnu sumri
varð vart þess erfíða sjúkdóms sem
ekki varð við ráðið og komu lok
þeirrar baráttu ekki á óvart.
Hrafnhildur fæddist 20. febrúar
1922, í Reyðarmúla, nýbýli á Laug-
arvatnsvöllum, dóttir hjónanna Vig-
dísar Helgadóttur frá Miðdal í
Laugardal og Jóns Þorvarðssonar
frá Laugarvatni.
Vigdís var fædd 20. febrúar 1898
á Ósbakka á Skeiðum. Tæpra Qög-
urra ára gömul missti Vigdís föður
sinn. Tók þá Ástríður Einarsdóttir,
móðursystir hennar, hana að sér
og annaðist uppeldi hennar eftir
það. Hjá fósturdóttur sinni átti hún
síðan heima og andaðist á heimili
hennar árið 1951.
Jón fæddist 3. ágúst 1891 í Mið-
Meðalholtum í Gaulverjarbæjar-
hreppi, en ólst upp frá því á fyreta
ári hjá móðurbróður sínum Magn-
úsi Magnússyni, bónda á Laugar-
vatni. Þegar þau hjón hugðu á bú-
skap voru íslenskar sveitir þétt
setnar og bújarðir ekki á Iausu. Brá
Jón þá á það ráð að fá jarðnæði á
Laugarvatnsvöllum, hjá frænda sín-
um, Böðvari Magnússyni, sem þá
hafði tekið við búi á Laugarvatni.
Árið 1918 hófu þau svo búskap
á völlunum, innréttuðu baðstofu
inni í helli sem þar er og stóð fram-
hliðin jafnt hellismunnanum.
Nefndu þau býlið Reyðarmúla. Þar
bjuggu þau í fjögur ár og á þeim
tíma fæddust þijú af sjö börnum
þeirra og var Hrafnhildur þriðja í
röðinni. Elst er Ragnheiður, þá
Magnús, Hrafnhildur Ásta, látin,
Guðrún, Hannes Rafn látinn, Krist-
ín Erla og yngstur er Vignir. Árið
1922 flytja þau búferlum suður í
Gaulveijabæjarhrepp, fyret að Vall-
arhjáleigu, síðar að Ragnheiðar-
stöðum og árið 1935 að Mið-Meðal-
holtum, fáeðingarstað Jóns og er
fjölskyldan jafnan kennd við þann
bæ.
Frá Ragnheiðarstöðum sótti
Hrafnhildur barnaskóla að Fljóts-
hólum. Þá fóru nemendur fótgang-
andi dag hvern milli heimilis og
skóla oft um langan veg í misjöfnu
veðri, en skólabílar ekki komnir til
sögunnar. Henni sóttist námið vel
hjá góðum kennara, sem Jþá var
Vilborg Kolbeinsdóttir frá Ulfljóts-
vatni. Hún kunni þá list að laða
barn að námi. Þegar útvarpið hóf
útsendingar 1930 var sem opnaðist
nýr heimur fyrir marga og sérstak-
lega var það tónlistin, sem heillaði
jafnt yngri sem eldri. Hrafnhildur
átti auðvelt með að læra dægurlög
eftir útvarpinu og kom það sér oft
vel fyrir bróður hennar, þegar hann
fór að leika á harmoniku á skemmt-
unum að geta leitað til systur sinn-
ALLT HRflNT
FYRIR JOLIN
Nú er rétti tíminn að koma með allan
jólaþvott til okkar. Jóladúkar, skyrtur,
gardínur og allt annað sem þarf að vera
hreint um jólin.
Láttu okkur létta undir með þér og sjá
um þvottinn.
FÖNN VILL HAFA ALLT Á
HREINU!
Skeifunni 11
Sími: 812220
ar og lært af henni nýtt danslag,
því töluvert mál var að nálgast
nótur eða hljómplötu á þ'eim árum.
Þegar Hrafnhildur yfírgaf sitt
æskuheimili fór hún til Reykjavíkur
og nóf nám í kjólasaumi og síðan
á klæðskeraverkstæði Andrésar
Andréssonar. Þar kynntist hún til-
vonandi eiginmanni sínum Árna G.
Einarssyni, dömuklæðskera, og
gengu þau í hjónaband 30. desemb-
er 1944. Árni lést 1. apríl 1965.
Börn þeirra eru: Éinar Már,
kennari, kvæntur Margréti Eiríks-
dóttur kennara og eiga þau tvær
dætur; Vilhelm Þór, verkstjóri,
kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur. Þau
eiga þijá syni; Jón Vignir, rafeinda-
virkjameistari, kvæntur Brynhildi
Bjarnadóttur. Þau eiga tvö böm;
Ásgeir, sölumaður, kvæntur Sig-
rúnu Olgeirsdóttur, og eiga þau
tvær dætur.
Frá því að Hrafnhildur missti
mann sinn var hún útivinnandi og
starfaði lengst af við afgreiðslu í
vefnaðarvöruverelun. Verelunar-
störf féllu henni vel. Hún átti gott
með að umgangast aðra og hennar
glaðværa lund og fijálslega fram-
koma hafði góð áhrif á fólk. Hin
síðari ár var sambýlismaður hennar
Sigurgeir Guðmundsson, sem
reyndist henni góður vinur í raun.
Nú skiljast leiðir um sinn. í dag
kveðja systkinin frá Mið-Meðalholt-
um kæra systur hinstu kveðju og
geyma með sér ljúfar minningar frá
liðnum árum.
Magnús Jónsson
Föstudaginn 29. nóvember síð-
astliðinn, Iést tengdamóðir mín í
Landspítalanum eftir stutta legu.
Illvígur og erfíður sjúkdómur dró
hana til dauða á mun skemmri tíma
en nokkurt okkar hafði órað fyrir.
Mig langar að minnast þessarar
góðu konu nokkrum orðum.
Þrátt fyrir að fjöldi minninga
sveimi um hugann er mér einhvern
veginn orðs vant. Hvar á ég að
byija og hvernig get ég þakkað
henni eins og hún á skilið?
Ég man, þegar ég tvítug stúlkan
og dálítið kvíðin, flutti inn á heim-
ili hennar og sona hennar. Þar
mætti ég hlýju og einlægni og allur
kvíði hvarf sem dögg fýrir sólu.
Hrefna vakti fljótlega aðdáun mína
er ég kynntist henni betur. Þessi
rólega og glaðlynda kona bar með
sér vinsemd hvar sem hún fór.
Vinnudagur hennar var langur, en
ijölskyldu sinni hélt hún vel saman
svo eftirtektarvert var og aldrei
heyrði ég hana kvarta. A heimili
hennar dvaldi ég í hálft annað ár
og á þeim tíma kom fyrsta ömmu-
barnið hennar í heiminn. Ekki rekur
mig minni til þess að þann tíma sem
ég bjó með henni hafí okkur orðið
sundurorða eða að mér hafí mislík-
að við hana. Henni var það lagið
að lynda við alla og jafnan gat hún
gert gott úr hveiju máli þó illt virt-
ist í fyrstu.
Það var líka margt hægt áð læra
af henni Hrefnu og nefni ég þar
fyrst og síðast kunnáttu við sauma-
skap, þar naut ég sannarlega góðs.
Kunnátta hennar við saumavélina
var frábær og það var gott að leita
til hennar ef eitthvað í saumaskapn-
um gekk ekki upp. Ávallt gat hún
liðsinnt og alltaf hafði hún tíma
fyrir aðra.
Fjölskyldan stækkaði smám sam-
an, ég varð ekki eina tengdadóttirin
sem bjó um lengri eða skemmri tíma
á heimili hennar, því allir synir
hennar bjuggu þar fyrst í stað með
konum sínum og eins reyndist hún
okkur öllum og tók okkur opnum
öi-mum.
Þó ég og fjölskylda mín flyttum
af heimili hennar var samband okk-
ar ávallt gott. Hrefna var ekki allra,
hún var dul um sína eigin hagi, en
stundum þegar við vorum einar
gátum við rætt okkar innstu hjart-
ans mál.
Það er sannarlega þakkarvert að
hafa fengið að ganga með svona
konu á lífsleiðinni, og svo margt
sem af því hefði mátt læra. Nú er
því miður of seint að þakka og
eflaust líður fleirum Iíkt og mér,
en sorgin fylgir vonandi skammdeg-
inu og víkur fyrir hækkandi sól og
bjartari degi.
Tengdadóttir