Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Stjóraun fiskveiða eftirHarald Jóhannsson Þótt ekki sé liðið ár síðan lögin um stjórnun fiskveiða komu til framkvæmda sjá allir sem vilja sjá að þeim verður að breyta. Lögin voru samþykkt á Alþingi með naumum meirihluta, miklum hrossakaupum og alltof lítilli um- fjöllun. Innihald laganna er að mestu komið frá LÍÚ og menn skyldu nú ætla að það væri gott og blessað, en því miður vantar þar mikið á. Þingmenn verða að gefa sér, tíma til að kynna sér rækilega sjáv- arútvegsmálin áður en þeir greiða atkvæði við setningu laga varðandi þennan aðalatvinnuveg þjóðarinn- ar og undirstöðuatvinnuveg nær allra sjávarplássa landsbyggðar- innar. Nú á tímum gereyðingartækni í fískveiðum ber þingmönnum skylda til að kynna sér alla þætti sjávarútvegsmála og ekki síst skaðsemi þeirra veiðarfæra sem í dag eru notuð á íslandsmiðum, bæði með ofveiði í huga og skað- semi á lífríki sjávarins, botnlíf og „Á tímum ofveiði og rányrkju verða stjórn- völd að flokka veiðar- færi eftir skaðsemi þeirra í hafinu.” gróður. Þingmenn ættu áður en þeir taka afstöðu varðandi stjórnun fiskveiða að skoða vandlega neðan- sjávarmyndir sem til eru af veiðar- færum við veiðar. Þær myndir kynnu að hafa áhrif á afstöðu þeirra til þessara mála. Það hefði einnig verið fróðlegt fyrir þetta sama fólk, til að kynna sér umgengnina á miðunum og nýtingu auðlindarinnar að fljúga yfir þar sem flotinn er að veiðum, ef sá fiskur sem aftur er hent í sjóinn sykki ekki, heldur flyti á yfirborðinu og sama gerðist með allan fiskúrganginn. Eg veit að einhveijum brygði í brún við að sjá þau ósköp. Ekki má leyna því fyrir neinum að þáttur LÍU í stjórnun fiskveiða hefur fram að þessu verið skaðlega mikill og greinilegt að á þeim bæ er ekki hugað til framtíðar. Yfirlýsing formanns LÍÚ fyrir nokkru að þeir myndu beijast til síðasta manns var mér ekki alveg skiljanleg, en þá var bent á að trú- lega ætti hann við það að beijast fyrir ofveiði og rányrkju eins og gert hefur verið, til síðasta manns sem gæti lifað af fiskveiðum. Sú grimma umræða sem í gangi er um stjómun fiskveiða og þau skelfilegu dæmi sem allir sjá fyrir sér sanna það að lögunum verður að breyta. Sala á óveiddum fiski, sem telja verður íslandsmet í mis- tökum, átti að skila hagræðingu og aftur hagræðingu í sjávarútvegi og sunginn var mikill lofsöngur. Nú er þetta hagræðingartai nánast þagnað, því allt hefur farið í öfuga átt og í staðinn fyrir orðið hagræð- ing er komið orðið fjárræðing, enda er það líka fjármagnið og aftur fjármagnið sem ræður öllu í sjávar- útvegi í dag. Við sjáum útgerðarstaði sem liggja best við fiskimiðunum komna á vonarvöl, þar veit jafnvel enginn hvort þeir fá að tóra morg- undaginn, allt er að komið undir náð og miskunn peningamanna og þessum stöðum fer fjölgandi og Haraldur Jóhannsson það er talað um í alvöru að^selja nánast alla atvinnu heilla byggðar- laga milli landshluta. Vitað er að vegna kvótakerfis sjávarútvegsins er hent fyrir borð jafnvel 100 þúsund tonnum af fiski árlega, sumir nefna miklu hærri tölur. Fiskistofnamir, sem átti að byggja upp með kvótakerfínu, eru sagðir fara ört minnkandi og veiði- heimildir eru skertar ár eftir ár og aldrei meira en á þessu ári. Þeir þrír aðilar sem ber skylda til að fylgjast með öllu sem að fisk veiðum lýtur, LÍÚ, sjávarútvegs- ráðuneytið og Hafrannsóknar- stofnun, hafa allir grafið hausana á bólakaf í sandinn, því ekki hefur mátt viðurkenna nokkurn einasta blett á þessari veiðistýringu kvóta- kerfisins. Menn eru að vona að núverandi sjávarútvegsráðherra moki ofan í holuna eftir hausinn á fyrrverandi ráðherra en noti hana ekki. Togaraflotinn stækkar látlaust, þótt flestir viti að fækka þyrfti þar um helming strax í dag. Frystitogaratískan heldur inn- reið sína án fyrirstöðu, þótt allir viti að ekki vantar frystihús innan 209 mílna. Veiðiheimildir eru færð- ar af smábátum upp á togara, frá hagkvæmasta útgerðarhópnum til þess óhagkvæmasta, frá króka- veiðum, því veiðarfærinu sem minnstum skaða veldur, til þess skaðlegasta og svona mætti lengi tína til, því af nógu er að taka. Með allar þessar staðreyndir í huga hefði mátt telja að nefndir þær sem skipaðar hafa verið til endurskoðunar á fiskveiðistefn- unni hefðu í mörg hom að líta. Hagsmunanefndin er skipuð líkt og áður, en þar eru flestir með LlÚ-merkið annað hvort á bijósti eða baki og þar af leiðandi óhæfir til að taka á þeim vanda sem við blasir. Flestir nefndarmenn kom- ust líka strax að því að ekkert væri að í sjávarútvegi nema þetta venjulega, það eru veiðar smábáta. Það er með ólíkindum að nokkur skuli voga sér að halda því fram að veiðar smábáta undir 6 tonnum geti verið vandamál í íslenskum sjávarútvegi og enn furðulegra að nokkur skuli fást til að trúa þessu. Sannleikurinn er sá að kvóta- dýrkendur þola ekki það veiðikerfi sem minnstu bátarnir búa við og verða alltaf að fá að búa við, það er banndagakerfið, en það kerfi getur skilað öllum seljanlegum fiski að landi og þar er ekki seldur óveiddur fiskur. Ráðamenn verða að hætta að gleypa hráar skoðanir LÍÚ og sjáv- anítvegsráðuneytið á ekki að vera LÍÚ-ráðuneyti. A tímum ofveiði og rányrkju verða stjórnvöld að flokka veiðar- færi eftir skaðsemi þeirra í hafinu og stuðla að sem mestum veiðum í þau veiðarfæri sem minnstum eða jafnvel engum skaða valda. Smábátar á krókaveiðum sem aldrei með neinum rökum er hægt að saka um ofveiði eiga ekki að taka á sig aflaskerðingar vegna ofveiði og rányrkju annarra skipa. Ofveiðin bitnar nógu harkalega á þeim bátum með fiskleysi á grunnmiðum. Flestir vita að smábátaútgerðin er hagkvæmasta útgerðin og trillu- karlar orða það gjarnan: „Hag- kvæmni útgerðar fer eftir því hve mikinn afla þarf til að skapa heils- ársstarf,” og þar stenst enginn trillunum snúning. Það má ekkert kvótakerfi koma í veg fyrir hagkvæma og náttúru- væna útgerð smábáta og mitt mat er það að banndagakerfi eigi að bjóða öllum sem vilja, upp að 10 tonnum og jafnvel enn lengra. En allt verður þetta að vera innan þeirra marka sem öryggi þessara báta segir til um. Höfundur erístjórn Landssambands smábátaeigenda. Verð kr. 2.200,00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.