Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 31 * „Oþolandi að horfa á eftir 1.600 tonna kvóta frá Eyjum” - segirArni Johnsen „ÞAÐ undirstrikar hrikalega stöðu fiskvinnslunnar i landinu að eitt af öflugustu fiskvinnslufyrir- tækjum landsins, Bergur-Huginn og Isfélag Vestmannnaeyja, skuli hafa þurft að selja liðlega 1.600 tonna kvóta frá Vestmannaeyjum, en hitt er annað að Eyjamenn hafa oft og tíðum verið skjótari öðrum að grípa til aðgerða þegar á hefur hallað og til lengdar hefur það styrkt stöðu Vestmannaeyja,” sagði Arni Johnsen alþingismaður í samtali við Morgunblaðið um sölu kvóta frá Eyjum til Akur- eyrar og þróun mála. „Áhyggjuefnið er fyrst og fremst slæm staða fiskvinnslunnar, en með þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið bendir allt til þess að vextir muni lækka fljótlega og slíkt yrði hin mesta blóðgjöf fyrir fisk- vinnsluna og annan rekstur í land- inu, lykilatriði í stöðunni,” sagði Árni. Þá er einnig ljóst að stöðvun innborgana í Verðjöfnunarsjóð og fyrirhugaðar skuldbreytingar í sjáv- arútvegi í Atvinnutryggingasjóði og vonandi einnig hjá bönkum, Byggða- stofnun og Fiskveiðisjóði, munu breyta miklu um rekstrargrundvöll fiskvinnslunnar. Styrkari staða fisk- vinnslunnar og mun hærri laun fisk- verkafólks er mál málanna í íslensk- um sjávarútvegi í dag. Þá tel ég ljóst að ástæða sé til þess að undirbúa lög frá Alþingi um endurgreiðslu a.m.k. hluta Verðjöfnunarsjóðs til fyrirtækj- anna sem hafa greitt í hann en þar liggja nú um 3 milljarðar króna. Sölusamningur Bergs-Hugins og Isfélags V'estmannaeyja á græn- lenska togaranum Natsek með 1.620 tonnum til Útgerðarfélags Akureyrar hlýtur að hafa verið mjög_hagstæður úr því að íslandsbanki samþykkti,þá sölu, en það skiptir miklu máli í þessu sambandi að fyrirtækið heldur eftir Bergey með veiðileyfi, skip sem átti að skipta út fyrir Natsek og mér þykir ljóst að á næstu vikum og mánuðum muni Bergur-Huginn og ísfélagið kaupa kvóta í staðinn fyrir þann sem nú reyndist hagkvæmt að selja, því þótt það sé sárt og hreint óþolandi að horfa á eftir þessum kvóta þá er það staðreynd að fyrir- tækið er betur í stakk búið nú en áður að takast á við vanda_ líðandi stundar og næstu framtíðar. íslands- banki hefur lengi staðið vörð um hagsmuni atvinnuuppbyggingar í Eyjum og hanr. hlýtur að stuðia að því með fullum styrk að rétta aftur hlut Eyjanna og jafnframt að huga vel að því hvað hyggilegt sé að gera varðandi aðra aðila í þessari stærstu verstöð landsins sem hugsanlega munu selja kvóta á næstuhni. í Eyj- um eins og víðast annarsstaðar þarf hagræðingar og endurskipulagning- ar við í fiskvinnslunni og í fyrsta skipti um langt árabil eru menn opn- ir fyrir því, en það tekur ákveðinn tíma að finna slíku nýjan og árang- ursríkan farveg. Það er hins vegar brotalöm á laga- setningu úr tíð síðustu ríkisstjórnar að bæjarstjórnir skuli ekki hafa um- sagnar- eða forkaupsrétt á öllum kvóta sem seldur er til eignar frá hveijum stað og því þarf að breyta. í þessu tilviki mátti bæjarstjórn sín einskis, en auðvitað er það ekki boð- legt fyrir stjómvöld íslands að kvóti upp.á þúsundir tonna fari þannig í neyðarstöðu úr stærstu verstöð landsins, sem ávallt hefur staðið undir nafninu Gullkista íslands. Það er þó engin ástæða til þess að ör- vænta fyrir Eyjamenn, því athafna- menn þar hafa sýnt á allri þessari öld hversu þeir eru megnugir þó skipst hafi á skin og skúrir. Það verður þó að gera þá kröfu í núverandi stöðu að aðalbandki Eyja- manna, íslandsbanki, standi vörð gegn frekari kvótaflutningum í stór- um stíl og aðgerðir stjórnvalda verða að ganga hratt fyrir sig til aðstoðar fiskvinnslunni sem hefur um skeið verið blóðmjólkuð og situr heldur ekki við sama borð til dæmis eftir því hvort keppt er við há verð á Humbersvæði í Bretlandi, eins og Eyjamenn þurfa að gera, eða vinnslu- stöðvar sumstaðar á landinu sem kaupa hráefnið á mun lægra verði,” sagði Árni Johnsen. Bæjarstjórn Vestmannaeyj a° Ahyggjur af sölu kvóta úr bænum Vestmannaeyjum BÆJARSTJORN Vestmannaeyja hefur áhyggjur af sölu kvóta Bergeyj- ar úr bænum og telur að salan hafi veruleg áhrif á atvinnulíf bæjar- ins. Þá lýsir bæjarstjórn jafnframt furðu sinni á að þessi sala sé hcimil án þess að þörf sé umsagnar bæjarstjórnar. I ályktun sem bæjarstjórn hefur sent frá sér vegna þessa máls segir: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna sölu á veiði- heimildum Bergeyjar úr bænum. Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á því að ekki skuli þurfa að leita umsagn- ar bæjarstjórna þegar varanlegur kvóti er seldur úr bænum þar sem leita þurfí umsagnar bæjaryfirvalda um kvótayfirfærslur innan kvótaárs- ins. Með sölu á þessu mikia magni af kvóta er ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulífið í Vest- mannaeyjum komi ekki aðrar afla- heimildir í staðinn. Bæjarstjórn óskar eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það skeri úr um hver réttur Vest- mannaeyjabæjar er í þessu máli, bæði hvað varðar kvótasölu og for- kaupsrétt á skipum.” -Grímur. Komið niður á sjóðandi vatn á 300 metra dýpi Hvannatúni í Andakíl. ^ FYRIR skömmu var boruð 300 metra djúp hola í landi Snai-ta- staða í Lundarreykjadal í Borgarfirði og renna þar nú 10 sekúndulítrar af nærri sjóðandi vatni, eða 97°C. Hreppsnefnd Lundarreykja- dals ákvað í haust að taka hag- stæðu boði Jarðboranna hf. og bora á svæði þar sem fyrir 2 árum var í tilraunaborun komið niður á 60 stiga heitt vatn. á 57 metra dýpi var komið niður á fyrstu vatnsæðina og þá þriðju á 300 metra dýpi sem gefur sjálf- rennandi um 10 lítra á sekúndu. Giskað er á að það megi allt að þrefalda þetta rennsli með dæl- ingu. Það yrði margfalt rennsli sem þörf er á í dalnum í dag. Oddviti í Lundarreykjadal er Jón Böðvarsson í Brennu og tjáði hann fréttaritara að stefnt sé að því að bjóða öllum býlum í hreppnum, um 20 talsins, að tepgjast væntanlegri sameigin- legri hitaveitu. Tvö býli hafa nú aðgang að heitu vatni, auk sam- komuhússins í Bráutartungu og sundlaugar þar. Þessi borhola er rétt neðan þjóðvegar að sunnanverðu í daln- um, um hálfan annan kílómetra austan við bæinn Snartastaði. Önnur hola var boruð í landi Gilstreymis en sú tilraun bar ekki árangur. Diðrik Fj árf estingalánasj óðir: Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Sjóðandi vatn á 300 métra dýpi í landi Snartastaða í Lundarreykjadal. Skuldir heimila juk- ust um 30 milljarða frásept. 1990 - 91 Ráðherrar hittu seðlabankastjóra í gær SAMKVÆMT skýrslu Seðla- banka Islands jukust skuldir heimila í landinu um 45 miHjarða á einu ári frá september 1990 til september 1991. Skuldirnai- skiptast þannig að skuldir í bank- akerfinu jukust um sjö milljarða eða um 19,2% úr 36,5 miiyörðum í 43,5 milljarða. Skuldir við fjár- festingarlánasjóði, en þar er einkum um að ræða íbúðarlána- kerið, jukust úr 72 milljörðum í 102,7 milþ'arða eða um 30,7 millj- arða og 42,6% og skuldir við líf- eyrissjóði jukust úr 26,3 milljörð- um í 33,2 eða um 6,9 milþ’arði og 26,2% frá september 1990 til september 1991. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hittu forsvars- menn Seðlabankans að máli í gær, en Jóhanna sagði við umræður um skýrslu Seðlabankans á Alþingi aðfararnótt laugardagsins að hún teldi nauðsynlegt að hún og við- skiptaráðherra ættu fund með Seðlabankanum og varpaði fram þeirri spurningu hvort Seðlabank- inn væri að leita að sökudólg fyrir háum vöxtum í húsbréakerfinu. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, sagði að á fundinum hefðu aðilar skýrt sjónarmið sín í þessum efnum. Bar.kinn hefði hald- ið fast við það sem fram kæmi í skýrslu hans, en félagsmálaráð- herra hefði skýrt frá því að skýrsla um húsbréfakerfið væri á leiðinni og niðurstaðan hefði orðið sú að aðilar myndu hittast aftur og fara yir málið þegar sú skýrsla væri til- búin. Menn hefðu verið sammála um að reyna að komast að sameig- inlegri niðurstöðu um framtíðina frekar en vera að deila um fortíðina. Miðnætur- sólbað í désember MAÐUR nokkur hringdi í lögreglu seint á laugardags- kvöldi og kvaðst læstur inni á sólbaðsstofu. Hann kvaðst hafa uppgötvað þegar liann var búinn að klæða sig að loknu um 30 mínútna löngu sólbaði í samlokubekk að starfsfólk fyrirtækisins var á bak og burt og hafði læst svo tryggilega á eftir sér að eng- in útgönguleið var fær. Skömmu eftir að þessu sam- tali lauk hringdi starfsmaður sólbaðsstofunnar í lögreglu og sagði að skömmu eftir að hann hefði lokað ög læst fyrii-tækinu hefði hann séð í gegnum glugga að maður væri á ferli innan- dyra. Taldi starfsmaðurinn ljóst að um innbrotsþjóf væri að ræða og að sögn lögreglu kom það honum í opna skjöldu að frétta að viðskiptavinur hefði gleymst inni í fyrirtækinu. Brást hann skjótt við, kom á staðinn og opnaði dyrnar. Fax ★ Fax FAXPAPPÍR frá USA Góður og ódýr!! (245.- án/vsk. 30 m/rl.) OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Glæsilegur útifatnaður fyrir íslenska veðráttu Opiö til kl. 19 á föstudögum, á laugardöguni kl. 10 -18 og á sunnudögum frá kl. 11 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.