Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Ursög’n úr Alþjóða hvalveiðiráðinu? orsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi ríkisstjómarinnar í síðustu viku, um úrsögn úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu. Má gera ráð fyrir, að ríkisstjórnin taki afstöðu til tillögu ráðherrans í þessum mánuði, þar sem úrsögn- in þarf að koma til um áramót eigi af henni að verða að þessu sinni. Sjávarútvegsráðherra byggir tillögu sína á niðurstöðu nefndar, sem skipuð var snemma sumars til þess að fjalla um málið. í álits- gerð nefndarinnar kemur fram, að hún hefur haft samráð við ýmsa aðila, sem eiga hagsmuna að gæta á erlendum mörkuðum og sýnist sitt hveijum. Þannig varar Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna við úrsögn á þessu stigi, en útflutningsfyrirtæki Sam- bandsins mælir með úrsögn. Framkvæmdastjóri dótturfyrir- tækis íslenzkra sjávarafurða hf. í Bandaríkjunum hefur hins veg- ar lýst áhyggjum yfir afleiðingum slíkrar úrsagnar fyrir markaðs- stöðu okkar. í álitsgerð nefndar þeirrar, sem sjávarútvegsráðherra byggir tillögu sína á segir m.a.: „Ar eft- ir ár hefur Alþjóða hvalveiðiráðið hafnað tillögum hvalveiðiríkja um endurupptöku veiða. Rannsóknir hvalveiðiríkjanna, þ. á m. íslands til að meta ástarid hvalastofn- anna með beinni sýnatöku hafa einnig verið ómaklega gagnrýnd- ar. Ályktanir ráðsins gegn lögleg- um veiðum íslendinga í vísinda- skyni á árunum 1986-1989 voru þess efnis, að fulltrúar íslands töldu þær ganga í berhögg við stofnsáttmála ráðsins. Dræmur áhugi flestra aðildarríkja á því að varpa ljósi á raunverulegt ástand hvalastofnanna sést einn- ig vel á takmörkuðu framlagi þeirra til alvarlegra hvalarann- sókna, enda þau viðhorf oft ríkj- andi, að hvali beri að friða án tilits til ástands stofnanna. Allt bendir því til, að ráðið muni ekki í framtíðinni frekar en hingað til skirrast við að virða að vettugi vísindalegar rannsóknaniðurstöð- ur um ástand og veiðiþol hvala- stofnanna, ef því sýnist svo.” í framhaldi af tillögu sjávarút- vegsráðherra Ieitaði Morgunblað- ið álits nokkurra nágranna- og vinaþjóða okkar Islendinga um málið. í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag sagði talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytis- ins, að Norðmenn ætluðu að reyna að hafa áhrif á starfsemi Alþjóða hvalveiðiráðsins innan frá og að úrsögn væri ekki á dagskrá. Hann sagði m.a.: .... við ætlum einnig að vera áfram í Alþjóða hvalvéiðiráðinu, þar til annað verður ákveðið og reyna að fá aðrar aðildarþjóðir ráðsins á þá skoðun, að skynsam- legt væri að koma hvalveiðiráðinu aftur í upprunalegan farveg, að það verði hvalveiðiráð en ekki hvalfriðunarráð.” Sjávarútvegsráðherra græn- lenzku landsstjórnarinnar sagði, að Danir færu með málefni Grænlendinga í hvalveiðiráðinu en Grænlendingar ætluðu ekki að segja sig úr því, enda hefðu þeir heimild til að veiða hvali. Sjávarútvegsráðherra Færeyja sagði í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag, að Færeyingar gætu ekki fylgt íslendingum úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, enda væri það málefni Dana. Svör talsmanns bandaríska viðskiptaráðuneytisins voru afar athyglisverð: „ ... stefna okkar er að stuðla að því, að Alþjóða hvalveiðiráðið geti á virkan hátt stjómað viðhaldi og nýtingu hvalastofna á grundvelli vísinda- legra upplýsinga.” Talsmaðurinn sagði, að rannsóknir bentu til, að einhverjir hvalastofnar hefðu náð sér ög sagði, að næsti árs- fundur hvalveiðiráðsins yrði mjög áhugaverður. Við Islendingar megum ekki við meiri áföllum í atvinnumálum, en við höfum orðið fyrir nú þeg- ar. Við megum ekki við því að truflanir verði á útflutningsmörk- uðum okkar vegna þessa máls. Það er ljóst, að vinnubrögð innan hvalveiðiráðsins hafa verið gagn- rýnisverð og því ekki óeðlilegt, að menn velti fyrir sér úrsögn. Þegar við metum hins vegar kosti og galla úrsagnar er ljóst, að úrsögn fylgja fleiri gallar en kost- ir. í fyrsta lagi er hætta á truflun á útflutningsmörkuðum okkar, sem við getum ekki kallað yfir okkur við núverandi aðstæður. í öðru lagi er ljóst, að við yrðum einir um úrsögn alla vega meðal þjóða í okkar heimshluta. Við hefðum ekki styrk af samstöðu með Norðmönnum, Færeyingum og Grænlendingum. í þriðja lagi fer ekki á milli mála, þegar um- mæli talsmanns bandaríska við- skiptaráðuneytisins eru skoðuð, að möguleikar eru á að vinna bandarísk stjórnvöld til fylgis við okkur í þessu máli og þess vegna rangt að útiloka slíkan stuðning fyrirfram með úrsögn. Þegar litið er á stöðu málsins væri óskynsamlegt af ríkisstjóm- inni að taka ákvörðun um úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu nú. Hyggilegra er að bíða átekta enn um sinn, sjá hveiju fram vindur og vinna að því að afla sjónarmið- um íslendinga stuðnings. RIKISSTJORNIN KYNNTIEFNAHAGS AÐGERÐIRIGÆR Tillögur ríkisstjórnar við aðra umræðu fjárlaga: Gjöld skorín niður um 3 millj. og tekjur auknar um 1,6 millj. Halli á ríkissjóði yrði 3,5 milljarðar á næsta ári samkvæmt tillögunum í tillögum ríkisstjórnarinnar við aðra umræðu fjárlaga er gert ráð fyrir að sparað verði í ríkisrekstrinum sem nemur 2,7 miiijörðum króna, en tekjur auknar um 1,6 milljarð króna. Þá hefur fjárlaga- nefnd lagt fram tillögur um 300 milljóna króna sparnað á móti nýjum 300 milljóna króna ríkisútgjöldum sem nefndin hefur iagt til að komi í fjárlög. Nái þessar tillögur fram að ganga verður fjárlagafrumvarp- ið afgreitt með halia upp á 3,5 milljarða króna. Á fréttamannafundi í gærkvöldi kynnti fjármálaráðherra og starfs- menn fjármálaráðuneytis þessar til- lögur sem felast aðallega í eftirfar- andi atriðum: ► Laun og önnur rekstrargjöld rík- isins eiga að lækka um 5% að meðal- tali, þar af laun um 6,7%. Ríkið greið- ir nú um 34 milljarða króna í laun á ári og rekstrargjöld nema um 16 milljörðum króna. 5% af þessu nemur 2,5 milljörðum króna, en 1 milljarði verður veitt til baka til ráðuneyta og ríkisstofnana, til að liðka fyrir starf- semi þar sem erfitt er að koma við flötum niðurskurði. Nettósparnaður ríkisins verður því 1,5 milljarðar króna. ► Verkefni verða færð frá ríkinu til sveitarfélaga og er þar aðallega rætt um verkefni í tengslum við fatl- aða. Með þessu er áætlað að ríkið spari 400 milljónir króna. Þá mun landsútsvar Áfengis og tóbaksverslunar ríksins, upp á 300 milljónir, renna í ríkissjóð, en tæpur þriðjungur hefði annars runnið til Reykjavíkurborgar og afgangurinn, 225 milljónir króna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til að bæta Jöfnunar- sjóði upp þennan tekjumissi verður 0,1% af útsvarsstofni sveitarfélag- anna látið renna í sjóðinn. ► Beinar greiðslur til bænda verða Barnabætur og sjómannaafsláttur lækka: Barnabætur með 6 ára bamí lækka um 19 þús. Beitingamenn missa 20 þúsund króna skattafrádrátt á mánuði INÝJUM fjárlagatillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að barna- bætur verði lækkaðar um tæplega 30% en barnabótaauki hækkaður um sama hlutfall. Það þýðir að barnabætur hækka hjá tekjulægri foreldrum en lækka hjá tekjuhærri og er tekjumarkið 2,1 milljón króna árslaun hjá hjónum með tvö börn. Þá á að miða sjómannaafslátt við starfsdaga á sjó, sem þýðir að beitingamenn missa hann alfarið, og verða því fyrir allt að 20 þúsund króna tekjutapi á mánuði. Nú eru alls greiddar út 5 milljarð- ar króna á ári í barnabætur og barnabótaauka, en með tillögum rík- isstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þessi upphæð lækki um 10%. Sam- kvæmt upplýsingum úr fjármála- ráðuneytinu verða bamabætur skertar um tæplega 30%, þannig að barnabætur með einu bami undir 7 ára, sem nú eru um 60 þúsund krón- ur á ári, lækka um tæpar 19 þúsund króriur. Á móti verður barnabótaauki hækkaður um 30% en hann er tengd- ur tekjum. Gert er ráð fyrir að með foreldrar með eitt barn missi barna- bótaaukann þegar þau ná samtals 1,8 milljóna króna árslaunum, for- eldrar með tvö börn missa barna- bótaaukann við 2,2 milljóna króna árslaun og foreldrar með þrjú börn missa barnabótaaukann við 2,4 millj- óna króna árslaun. Að sögn starfsmanna fjármála- ráðuneytisins þýðir þetta, að hjón með tvö börn og 2,1 milljóna króna árstekjur fá nánast sömu uppæð í barnabætur eftir sem áður. Barna- bætur tekjulægri hópa hækka, vegna hækkunar bamabótaaukans, en barnabætur tekjuhærri hópa lækka. Sjómannaafsláttur er nú alls 1,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að hann verði skertur sem nemur 180-230 milljónum króna. Skerðing- in felst fyrst og fremst í því að sjó- mannaafsláttur verður einungis greiddur fyrir starfsdaga á sjó en ekki lögskráningardaga eða ráðn- ingadaga. Þeir sem hafa notið sjó- mannaafsláttar en starfað í landi, nær eingöngu beitingamenn, missa hann alfarið. Fullur sjómannaafslátt- ur er um 20 þúsund krónur á mánuði sem kemur til viðbótar persónuaf- slætti í staðgreiðslu, þannig að hjá beitingamönnum getur verið um að ræða 20 þúsund króna tekjuskerð- ingu á mánuði. lengdar þannig að þær standa yfir í 12 mánuði í stað 10 og sparast við það 295 milljónir. ► Önnur útgjöld til landbúnaðar eru lækkuð um 70 milljónir króna. Þar af verða niðurgreiðslur á mjólk- urdufti skertar um 30 milljónir króna. Þetta kemur aðallega niður á inn- lendum sælgætisframleiðendum og verður lagt innflutningsgjald á inn- flutt sælgæti á móti. ► Framkvæmdum við hluta af Vestfjarðagöngum verður frestað um eitt ár, svonefndum legg í Súganda- íjarðarbotn. Gert er ráð fyrir að rík- ið spari 250 milljónir króna með þess- um hætti. ► Framlög til ýmissa ríkisstofnana verða skert, svo sem til Landhelgis- gæslu, Byggðastofnunar, lögregl- unnar í Reykjavík og Hollustuvernd- ar ríkisins og framlag til framhalds- skóla verður lækkað um 20 milljónir. ► Barnabætur verða lækkaðar um 500 milljónir og sjómannaafsláttur um 200 milljónir. Nánar er gerð grein fyrir því í annarri frétt hér í blaðinu. ► Lagður verður skattur á fjár- festingarlánasjóði, með sama hætti og banka. Þetta á að skila 150 millj- ónum króna í ríkissjóð. ► Gert er ráð fyrir að hækka að- flutningsgjöld á stærri bílum en þar verður miðað við sprengirými og þyngd bílanna. Þetta er talið geta skilað ríkissjóði 100 milljóna króna hærri tekjum á næsta ári. ► Heimild til að nota rekstrartap sem skattafrádrátt við samruna fyr- irtækja, verður þrengd um næstu áramót. Þetta á að skila ríkissjóði 20 milljónum á næsta ári. ► Eignamark vaxtabóta verður lækkað en sú breyting tekur ekki gildi fyrr en árið 1993. Nú byija til dæmis vaxtabætur hjóna að skerðast ef skuldlaus eign þeirra nemur 9 milljónum króna, ráðgert er að lækka það mark. Þetta á að skila ríkissjóði 100 milljónum 1993. ► Meirihluti ijárlaganefndar Al- þingis hefur bent á leiðir til að spara 300 milljónir króna á móti þeim 300 milljónum sem nefndin leggur til að að útgjöld hækki um. Þar á meðal eru hugmyndir um að hækka þjón- ustugjöld hafna, aflagjald og vöru- gjald, þannjg að þau skili allt að 125 milljónum króna meiri tekjum til Hafnamálastofunar, en nefndin hefur gert tiilögu um að framlag ríkissjóðs til hafnamála hækki um 123 milljón- ir frá fjáarlagafrumvarpi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum: Ekkí til viðræðu um frestun jarðgangna MATTHÍAS Bjarnason þingmaður Vestfjarðakjördæmis segist ekki einu sinni vera til viðræðu um að dregið verði úr fjárframlögum til jarðgangagerðar á Vestfjörðum, eins og tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir, og þannig eiga að sparast um 250 milljónir króna á næsta ári. „Ég er ekki til viðræðu um þetta og tel að mönnum beri að standa við gerða samninga,” sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Vest- fjarðakjördæmis tekur i sama streng og segir ekki koma til greina að hann styðji þennan niðurskurð ríkis- stjórnarinnar. „Hvað mig varðar mun ég beita mér gegn þessu í þing- flokknum,” sagði Einar. Einar segist jafnframt vera því algjörlega andvígur að beitingamenn verði sviptir sjómannaafslætti. „Þeir eru hluti af áhöfn og eiga að búa við sömu kjör og aðrir áhafnarlim- ir,” sagði Einar. Aðspurður hvorí ekki mætti segja það sama um fisk- verkunarkonuna í frystihúsinu, og hún gæti því einnig átt rétt á sjó- mannaafslætti, eins og beitinga- menn, sem aldrei fara á sjó, sagði Einar: „Nei, það er allt annað mál og þessu með öllu óskylt.” ror r ■ , ^Q/^UfýBLA^/l^rjPf^y^^fcEjýEMþER ,199.1);■ fl 35 Morgunblaðið/KGA Friðrik Sophusson fjármálaráðherra kynnir fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar ásamt Magnúsi Péturssyni ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis og Bolla Þór Bollasyni skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. wfi Bs'/ l: p|j ÉMiiiMiii •JíV Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Ríkisstjórninni treystandi til að halda stöðugleika FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra segir að með þeim fjár- Iagatillögum, sem ríkisstjórnin sammæltist um á fundi aðfara- nótt mánudags, hafi stjórnin sýnt að hún ætli að standa við markm- ið fjárlagafrumvarpsins um innan við 4 milljarða króna halla á ríkis- sjóði á næsta ári, og draga um leið verulega úr lánsfjárþörf rík- isins sem þýði væntanlega að lækka megi vexti. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var upphaflega gert ráð fyrir um 110 milljarða gjöldum og 106 millj- arða tekjum. Friðrik Sophusson sagði á fréttamannafundi í gær, að síðan hefðu forsendurnar breyst. Ný þjóðhagsspá sýndi að tekjur rík- isins myndu lækka um 1,5 milljarða króna og óunnið var nýtt frumvarp sem átti að auka tekjur ríkisins um milljarð. Þá hefði komið í ljós, að ráðuneytin hefðu ekki náð að standa við sparnaðartillögur sínar frá því í haust, svo munaði 1,3 milljörðum króna, og þessu til viðbótar hefði meirihluti fjárlaganefndar Alþingis bætt 300 milljóna króna útgjöldum við fjárlagafrumvarpið. Því leit út fyrir að gjöld fjárlaganna yrðu 111,6 milljarðar en tekjur 103,5 milljarðar eða sem svaraði til 8,1 milljarðs króna fjárlagahalla. Friðrik sagði, að á ríkisstjórnar- fundi, sem stóð með hléum frá sunnudegi fram til klukkan 6 á mánudagsmorgun, hefði náðst sam- komulag innan ríkisstjórnarinnar um tilögur til þingflokka um sparn- að í ríkisútgjöldum og tekjuauka. Samkvæmt því verða tekjur ríkisins hækkaðar um 1,6 milljarða en gjöld lækkuð um 3 milljarða króna með niðurskurði, sparnaði og fleiru. Þar munar mest um fyrirhugaðan niðurskurð á .launum og rekstr- argjöldum ríkissjóðs, upp á 1,5 millj- arð króna. Friðrik sagði að rík- isstjórnin vonaðist til að geta átt mjög gott og náið samstarf við ráðu- neyti og forstöðumenn ríkisstofn- ana, með það að markmiði að dreifa þessum niðurskurði á allt árið. „En það sem ég tel mikilvægast við þetta er, að ríkisstjórnin hefur sýnt með þessari tillögugerð, að hún ætlar sér að standa við það mark- mið sem hún setti sér í sumar um að ríkissjóðshalli verði undir 4 millj- örðum, þrátt fyrir öll áföll sem yfir hafa gengið. Það hefur reginþýð- ingu, þá að draga úr lánsfjárþörf ríkisins og það er ef til vill stærsta efnahagsaðgerðin sem ríkisstjórnin býður uppá, vegna þess að þá má gera ráð fyrir að hægt sé að lækka vexti. Og það hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið sem þarf á meira olnbogarými að halda. Við erum ennfremur að vona, að með því að ná þessúm árangri hafi ríkisstjórninni tekist að sýna, að það er hægt að treysta henni til að halda stöðugleikanum og það vonum við að verði til þess, að hvetja aðra þá í þjóðfélaginu, sem þurfa á næst- unni að taka mikilvægar efnahags- legar ákvarðanir, til þess að hefjast handa og ljúka því sem að þeim snýr. Þá á eg ekki síst við þá sem þurfa að ganga frá kjarasamningum á næstunni,” sagði Friðrik Sophus- son. Skerðing sjómannaafsláttar: Sjómenn eiga ekk- ert annað svar en að sigla í land - segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins GUÐJÓN A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, segir það hafa legið fyrir frá því í haust að sjó- menn myndu beita sér fyrir hörðum og skjótum aðgerðum, ef stjórnvöld hrófluðu við sjómannaafslættinum. Með liörðum og skjótum aðgerðum segist Guðjón einfaldlega eiga við það að sjó- menn sigli í land. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segist treysta því að sjómenn eins og aðrir skilji þá þröngu stöðu sem stjórnvöld eru nú í og muni sætta sig við hina takmörkuðu þreng- ingu á sjómannaafslættinum sem stjórnvöld hafa nú ákveðið. „Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra lýsti því yfir á fundi í Vestmannaeyjum í haust að ekki yrði hróflað við sjómannaaf- slættinum, því þar með væri ver- ið að höggva aftur í sama knérunn, beint ofan í 17% skerð- ingu á veiðiheimildum. Ég á því eftir að sjá þetta fara í gegn,” sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. Forseti FFSÍ var spurður hvað hann ætti við þegar hann segði að sjómenn myndu grípa til harðra og skjótra aðgerða: „Það eru nú ekki margar aðferðir til meðal starfandi sjómanna. Við eigum ekkert annað svar en að sigla í land.” Guðjón kvaðst ekki eiga von á að stéttasamtök sjó- manna gerðu annað en vekja at- hygli á þessari ráðstöfun stjórn- valda, ef af yrði. Framhaldið yrði síðan í höndum sjómanna, sem myndu sjá um framkvæmdina á aðgerðum. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að uppi hefðu verið hugmyndir um að afnema með öllu sjómannaafsláttinn, sem hann hefði talið og teldi enn mjög óskynsamlegt. „Þessi takmark- aða þrenging á sjómannaafslætti er hinsvegar réttlætanleg í ljósi þess að aðhaldsaðgerðir verða alls staðar að konia niður. Ég tel að afstaða mín í þessu efni hafi tryggt það að hugmyndir um al- gjört afnám sjómannaafsláttarins Guðjón A. Kristjánsson hafi nú verið settar til hliðar og komi ekki lengur til álita,” sagði sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra var spurður hvað hann vildi segja um þau orð forseta FFSÍ að sjómenn ættu ekkert annað svar við þessu en að sigla í land: „Ég treysti því að sjómenn eins og aðrir skilji þá þröngu stöðu sem við erum í. Það er ekki síst vegna hagsm- una sjávarútvegsins að nú er brýnt að afgreiða fjárlög með eins litlum halla og kostur er, Það er leiðin til þess að halda verðbólgu niðri og ná niður vöxt- um. Líf sjávarútvegsins og af- komuöryggi sjómanna er undir því komið að árangur náist í þeim efnum.” (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.