Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Jónas H. Ingimundarson stýrimaður - Minning Fæddur 2. janúar 1931 Dáinn 2. desember 1991 Það er erfitt að trúa því að Högni frændi sé dáinn aðeins sextugur að aldri. Hann hét fullu nafni Jónas Högni Ingimundarson, sá fímmti í röðinni af tíu börnum afa og ömmu, þeirra Ingimundar Jóns Guðmunds- sonar f. 13. október 1895 d. 23. janúar 1983 og Svanfríðar Guð- mundsdóttur f. 16. maí 1902, sem nú sér á eftir öðru barni sínu. En Heiða frænka lést 13. apríl 1988 — tæplega sextíu og tveggja. Ónnur okkar talaði við Högna í síma er hún var stödd hjá ömmu tveimur dögum áður en hann veikt- ist, en þá hringdi hann í mömmu sína til að láta hana vita að hann væri staddur í Reykjavík. Amma bað hann að koma til sín því hún þyrfti að tala við hann, Högni sagð- ist vissulega ætla að koma en hann kæmist ekki fyrr en daginn eftir, sem hann og gerði. Þetta var í síð- asta skipti sem amma sá Högna því daginn eftir, þann 18. nóvem- ber, fékk hann heilablóðfall sem hann lést af 2. desember á afmælis- degi yngstu systur sinnar. í sinni miklu sorg gladdist amma þó yfír að hafa fengið að kveðja hann dag- inn áður en hann veiktist. Högni frændi var mjög rólegur og góður maður og kannski þess vegna átti hann sérstakan sess í hjörtum okkar. Þegar ég (Anna Berglind) var lítið barn var Högni eins og minn annar pabbi, þar sem við mamma vorum á heimili afa og ömmu. Honum var mjög umhugað um velferð mína og var sífellt að gefa mér eitthvað, og ég á ennþá fallegar jólabjöllur sem lýsa upp -^jólatréð á heimili mínu á hverjum jólum, þessar bjöllur gaf hann mér þegar ég var lítið bam. Ein saga sem mamma hefur sagt mér um okkur Högna var þannig, að þegar Högni hafði verið í einum af sínum sjóferðum höfðu mamma og amma vanið mig af því að drekka úr pela. Hann vissi hversu vænt mér hafði þótt um pelann og skildi ekkert í þeim að vera að gera þetta. Vildi hann vera viss um að ég væri alveg sátt við þetta og fór og sótti pelann til að sjá viðbrögð mín. Þegar ég sá pelann hrópaði ég upp yfir mig af gleði, og varð þetta til þess að hann lét mig hafa pelann, og sagði að ekki væri hægt að gera barninu þetta. Afleiðingar þessa voru þær að ég drakk úr pela þar til ég var rúmlega tveggja ára. Högni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ebbu Ingibjörgu Magnúsdótt- ur, 19. nóvember 1960, og eiga þau tvö börn, Lilju Björk og Magnús, og eru barnabörnin þrjú. Þau eru: Högni, Heiður og Albert Brynjar, og maður Lilju er Haraldur Frið- riksson. Þegar Magnús var í skóla í Reykjavík einn vetur bjó hann hjá mér (Brynju). Föðurleg umhyggja Högna fyrir mér var ekki minni en yfír Magga en ég var þá nýlega skilin og var með 5 ára telpu. Þau voru ófá símtölin til að spyrja hvort allt gengi ekki vel. Gamla gælu- nafnið Binsý, hljómaði þá oft eins og þegar ég var krakki og Högni hampaði mér. Elsku amma sem vegna veikinda getur ekki fylgt syni sínum til graf- ar, og Ebba, Lilja, Maggi og fjöl- skyldur, við vitum að söknuður ykkar. er sár en megi guð styrkja ykkur og vemda um ókomin ár. Hvíli Högni frændi í friði. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald- ið. (Kahlil Gibran). Anna Berglind og Brynja. Þriðjudaginn 3. desember barst okkur starfsmönnum Sementsverk- smiðjunnar sú frétt að Högni Ingi- mundarson hefði látist kvöldið áður. Fréttin kom ekki á óvart því mánu- daginn 18. nóvember hafði hann fallið niður á heimili sínu og misst meðvitund og mánudaginn 2. des- ember lést hann án þess að komast til meðvitundar. Þar féll í valinn góður drengur langt um aldur fram. Jónas Högni Ingimundarson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist í Hveravík í Strandasýslu 2. janúar 1931. Þar ólst hann upp hjá foreldr- um sínum ásamt 9 öðrum systkinum. Það má segja að í byrjun stríðsins hæfustu allmjklir flutningar fólks norðan af Ströndum hingað suður á mölina eins og það var kallað. Hjá sumum tók þetta mislangan tíma eins og gefur að skilja. Það er meira en að segja, að taka sig upp með allstóran bamahóp og flytja, en þannig var það með foreldrar Högna. Hingað til Akraness kemur fjölskyld- an 1954, þó áður með viðkomu í Hólmavík og síðan á Patreksfirði. Þá var Högni að vísu fluttur að heim- an að einhveiju leyti og farinn að stunda sjóinn eins og títt var um unga menn þá til dags. Stundaði hann sjóróðra á bátum hér suðvest- anlands, þó aðallega hér frá Akra- nesi. 1953 og 54 er hann í Stýri- mannaskólanum og lýkur prófí það- an. Hjá Sementsverksmiðju ríkisins byijar Högni síðan að vinna 1968 og er þar síðan alla tíð. Á þessum árum sem Högni byijar hér hjá SR þótti mikill fengur í að fá menn eins og Högna, þ.e.a.s. menn sem vanir voru að fást við víra og þess háttar, því eins og þeir vita sem til þekkja var þetta allstór þáttur í starfinu hér áður fyrr. Kynni okkar Högna hófust fljót- lega eftir að hann byijaði hjá SR. Því báðir unnum við í framleiðslu- deild hjá SR. Síðan áttum við báðir eftir að vera saman á ms. Freyfaxa sem SR átti og gerði út. Þar var hann að vísu töluvert lengur um borð en ég. Margar eru ánægju- stundimar í minningunni frá veru okkar þar um borð. í huga mér kem- ur upp smá atvik sem við höfum oft rætt síðan en það var er skipið var í lítilli höfn á Englandi á gamlárs- kvöld. Við stóðum þá tveir saman úti á brú skipsins kl. 24 á miðnætti í næturkyrrðinni. Hugur okkar beggja hvarflaði heim einmitt á þess- ari stundu þar sem við vissum að loftið logaði af allslags flugeldum heima á Fróni. Báðir áttum fjöl- skyldu og börn sem einmitt á þess- ari stundu voru að skjóta flugeldum og gleðjast í faðmi fjölskyldunnar. En þannig er líf sjómannsins og hefur lengst af verið. Högni var einstaklega þægilegur maður að vera með, aldrei minnist ég þess að hann iegði öðrum manni illt orð í eyra og það sem honum var falið að gera stóð sem stafur á bók. Fyrir 9 árum fór Högni í hjarta- aðgerð í Englandi. Sú aðgerð tókst því miður ekki sem skyldi og var því lífíð enginn dans á rósum fyrir mann sem taka þurfti til hendi við vinnu sína og annað sem áður var honum eðlilegt. En Högni var þann- ig maður að hann kvartaði aldrei. Oft staldraði ég við hjá honum og er við höfðum rætt um lífið og tilver- una almennt barst talið að líðan hans sjálfs, en þá eyddi hann því jafnan og sagði eitthvað á þá leið að það væri allt í Iagi með sig, hann stæði meðan stætt væri og svo sann- arlega gerði hann það. 19. nóvember 1960 var mikill heilladagur í lífí Högna því þá gekk hann að eiga unnustu sína Ebbu Ingibjörgu Magnúsdóttur sem ættuð er héðan af Akranesi. Þau eignuðust tvö börn, Lilju sem gift er Haraldi Friðrikssyni húsasmið hér í bæ og eiga þau tvö börn og Magnús sem einnig býr hér á Akranesi og á eitt barn. Á heimili þeirra hjóna dvöldust einnig hin síðari ár foreldrar Ebbu, en móðir hennar lést 1988. Þótt Högni væri að eðlisfari dulur maður og ekki mikið fyrir að flíka tilfíning- um sínum þá leyndi sér ekki þegar talið barst að barnabörnunum að þá opnaðist hugur hans alliiokkuð og minnist ég þess nokkrum sinnum er ég mætti honum með nafna sinn að afastoltið leyndi sér ekki. Að lokum vil ég fyrir hönd starfsmanna SR þakka þessum góða dreng samfylgd- ina um leið og við vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Guðmundur Þórðarson Það voru sorgleg tíðindi sem mér bárust 19. nóvember sl. er ég fékk að vita að Högni Ingimundarson hefði fengið heilablóðfall þá um morguninn. Hálfum mánuði síðar var hann allur og hafði aldrei kom- ist til meðvitundar. Þar sem mér hefur alla tíð þótt mjög vænt um Högna, langar mig að rita nokkur orð í minningu hans. Þær eru ófáar æskuminningarn- ar sem tengjast Högna þar sem ég var með annan fótinn á heimili þeirra hjóna, Högna og Ebbu, vegna vinskapar míns og Lilju dóttur þeirra. Fyrst kemur upp í hugann hversu góð þau hjón voru við mig og buðu þau mér alltaf að taka þátt í öllu skemmtilegu sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur hvort sem um sum- arbústaðaferðir, sunnudagsbíltúra upp í Akrafjall eða eitthvað annað var að ræða. Þetta eru mér ógleym- anlegar ferðir. Einnig er mér minnisstætt hversu stríðinn Högni var og plat- aði hann einhvern tímann inn á mig hákarli á þeirri forsendu að þetta væri sérstakur barnahákarl. Enn fremur var hann hinn besti sáttasemjari, því eins og gengur vildi slettast upp á vinskapinn hjá okkur stelpunum en þá var Högni ekki lengi að greiða úr flækjunum á þann veg að við vorum allar sátt- ar. Það var líka alltaf tilhlökkun, á þeim tíma er Högni stundaði sigl- ingar, er hann kæmi heim þar sem hann kom alltaf færandi hendi og með sjaldgæft sælgæti eins og Macintosh og Jolly-cola. Þau lýsa kannski Högna best, viðbrögð hans er ég sendi honum smáglaðning á sextugsafmæli hans. En þá hringdi hann um hæl og skammaði mig fyrir að „eyða pen- ingum í svona gamlan kall”. Hann vildi sem sagt allt fyrir alla gera en fannst það svo hinn mesti óþarfi ef fólk vildi gjalda í sömu mynt. Einnig var afahlutverk Högna honum afar kærkomið og eyddi hann ófáum stundunum með barnabörnunum sínum þremur. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svo yndis- legum manni. Elsku Ebba, Lilja, Maggi, Halli og aðrir aðstandendur, ég veit að þetta er erfíður tími og vil ég biðja algóðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Högna. Katla Hallsdóttir Hann Högni „frændi” er dáinn. Það þýðir lítið að spyija hvers vegna eða af hveiju, því þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Við syst- urnar eigum góðar og skemmtilegar minningar um Högna sem ávallt reyndist okkur vel. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka Högna „frænda” fyrir allar góðu samverustundirnar sem munu aldrei gleymast. Elsku Ebba, Lilja og Maggi fá okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran) Magnea og Alla GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA — GJORIÐ VERÐSAMANBURÐ VASA FJÖLVI GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA — GJÖRIÐ VERÐSAMANBURÐ VASA Bókmenntalegur vibburbur. 4 skáldum þeytt út í horn! A bannlista!! Föstudaginn 6. desember í skammdeginu geröist sá furöulegi atburöur aö bókmenntastjóri Ríkisútvarpsins þeytti fjórum ljóöabókum Fjölvaútgáfunnar út í hom og setti þær þar meö á bannlista. Þetta em einmitt skemmtilegustu ljóöabækur ársins eftir meistara eins og Sverri Stormsker, Jónas Friögeir, Pjetur Hafstein Lámsson og Þóm Jónsdóttur. íslenskir ljóöavinir. Nú er einu sinni gaman aö kaupa ljóöabækur, sérstaklega fallegar, leiftrandi af kýmni, örlagaþungar viö dauöans dyr eöa meö upprifjun imaösstunda æskunnar og óspilltrar náttúm landsins. Ekki spillir þaö heldur fyrir, aö þessar fjórar ljóöabækur veröa frægar í bókmenntasögunni fyrir uppreisn gegn FJOLVI O'-'Æ’S .§•» % -4 OlÐ 3 lO p 3 ■ P- n •VD & P* O' ’”Iiö9eir VeröW.98° Verð kr. 980 r-1280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.