Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991
Jafnaðarmannaflokkur
íslands, hvar ert þú?
eftir Sigurð Pétursson
Jafnaðarstefnan er fögnr hug-
sjón. Þá Lilju hafa margir viljað
kveðið hafa. Alþýðuflokkurinn hef-
ur löngum verið vettvangur ís-
lenskra jafnaðarmanna, en fyrir
krókaleiðir sögunnar hefur hluti
þeirra einnig átt sína leið innan
Sósíalistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins. Eitt sinn var sagt að
Framsóknarkratar væru sterkir, og
því hefur verið haldið fram að stór
hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins
sé ekkert annað en jafnaðarmenn
að grundvallarlífsskoðun.
Nýlokið er landsfundi Alþýðu-
bandalagsins. Formaður þess hélt
því fram að þar færi sá flokkur sem
í raun réttri bæri merki jafnaðar-
stefnunnar. Og gott ef hann bauð
ekki öllum öðrum jafnaðarmönnum
að ganga til liðs við sig. Ég ætla
nú strax að afþakka það boð, og
skýra í nokkrum orðum hvers vegna
Alþýðubandalagið er ekki sá vett-
vangur sem fylgjendur jafnréttis
og velferðar geta átt samleið með:
1. Alþýðuflokkurinn hefur komið
á mikilvægustu lögum um réttindi
launafólks í landinu, svo sem al-
mannatryggingum, verkamannabú-
stöðum, orlofi, lífeyrissjóðum,
námslánum, jafnrétti kynja og rétt-
indum fatlaðra. — Ekki Alþýðu-
bandalagið.
2. Alþýðuflokkurinn hefur árum
saman barist fyrir hagsmunum
neytenda með afdráttarlausri
stefnu í landbúnaðarmálum. — Ekki
Alþýðubandalagið. •
3. Alþýðuflokkurinn hefur verið
fylgjandi og haft forystu um þátt-
töku íslands í Evrópsku efnahags-
svæði. — Ekki Alþýðubandalagið.
4. Alþýðuflokkurinn hefur beitt
sér fyrir eflingu stóriðju til að tre-
ysta undirstöður atvinnulífs í land-
inu. - Ekki Alþýðubandalagið.
5. Alþýðuflokkurinn hefur síð-
ustu áratugi ávallt verið í stjórn
þegar verðbólga hefur komist niður
„Ég ætla nú strax að
afþakka það boð, og
skýra í nokkrum orðum
hvers vegna Alþýðu-
bandalagið er ekki sá
vettvangur sem fylgj-
endur jafnréttis og vel-
ferðar geta átt samleið
með.”
fyrir tíu prósent. — Ekki Alþýðu-
bandalagið.
6. Alþýðuflokkurinn hefur á síð-
ustu fjórum árum staðið fyrir bygg-
ingu helmings alls félagslegs hús-
næðis í landinu. — Ekki Alþýðu-
bandalagið.
7. Alþýðuflokkurinn hefur barist
gegn núverandi kvótakerfi í sjávar-
útvegi, fyrir raunverulegri sameign
þjóðarinnar á auðlindum hafsins
kringum landið. — Ekki Alþýðu-
Valda lántökur heímilanna
halla á þjóðarskútunni?
eftirHörð
Friðbertsson
Séu lántökur sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu áranna 1980 og
1990 bomar saman, kemur í ljós að
lán til heimilanna hafa hækkað úr
kr. 48.000.000.000 — fjörutíu og
átta milljörðum — í kr.
173.000.000.000 — eitthundraðsjö-
tíu og þijá miljarða — og eru að
nálgast 700.000 — sjöhundruðþús-
und — á hvert mannsbam í landinu.
Hækkun um 260%.
En sem hlutfall af lánakökunni
er þetta hækkun um 83,15%, þegar
ríki, sveitarfélög og atvinnuvegimir
hafa lækkað. Öll útlán lánakerfisins
árið 1990 kr. 530.000.000.000 -
fimmhundruð og þijátíu milljarðar.
Árið 1980 voru samkvæmt lána-
flokkun lánakerfísins skuldir alls
hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu
78,2%. Árið 1990 var sama tala
153,7% og skiptist þannig, sem hlut-
fall af lánakökunni.
Arið 1980
Heimili 17,8%
Ríki 17,1%
Sveitarf. 6,0%
Atvinnuv. 59,1%
mikið talað um að ríki og
sveitarfélög hafi og séu að leggja
óbærilegar byrðar á alla landsmenn
með lántökum. Ég get ekki betur
séð en að almennt séu landsmenn
ekki hræddir við skuldaaukningu þar
sem aukningin milli áranna 1980 og
1990 er um 260% til heimilanna og
á þessu ári hefur þessi aukning orð-
ið gífurleg, samanber aukningu út-
Árið 1990
32,6% Hækkun um 83,15%
14,1% Lækkunum 17,54%
3,5% Lækkun um 41,67%
49,8% Lækkunum 15,74%
gáfu húsbréfa.
En eins og áður segir hækkaði
hlutfall heimilanna milli áranna
1980 og 1990 um 83,15% sem hlut-
fall af lánakökunni.
30. nóvember.
Höfundur er fyrrverandi
skipstjóri.
RCR KRISTML
FAKAFENI 9, SIMI 679688
HEILDSOLUDREIFING
3lfan<£innarstutíur
OPIÐ LAUGARDAGA. OPIÐ SUNNUDAGA 13-18
Sigurður Pétursson
bandalagið.
8. Alþýðuflokkurinn hefur barist
fyrir sameign landsmanna á afrétt-
um og orkunýtingu fallvatna og
jarðvarma. — Ekki Alþýðubanda-
lagið.
9. Alþýðuflokkurinn hefur fylgt
ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum til
að tryggja framtíð og sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar. — Ékki AI-
þýðubandalagið.
10. Alþýðuflokkurinn hefur
ávallt staðið fyrir lýðræði, frelsi og
jafnrétti. — Ekki Alþýðubandalagið.
Hvar er þá að finna þann flokk
sem með stefnu sinni og verkum
stendur vörð um afkomu og fram-
tíð launafólks í landinu? Ekki er það
flokkurinn sem gekk frá landsfundi
um síðustu helgi án þess að geta
gert upp skoðun sína á Evrópska
efnahagssvæðinu, einu mesta hags-
munamáli íslenskrar alþýðu um
þessar mundir. (Var það ekki Ás-
mundur Stefánsson sem benti á
það? (- En hann var náttúrlega
ekki valinn til setu á landsfundin-
um.) Og ekki er það flokkurinn sem
veit ekki hvort hann vill byggja upp
stóriðju, en tilkoma álvers mun stór-
efla atvinnu í landinu. (Var það
ekki Guðmundur J. sem benti á
það? — En hann er náttúrlega hætt-
urí flokknum). Og ekki erþað flokk-
urinn sem er óviss um hvort hann
vill veija núverandi fískveiðistefnu
eða taka upp gjald fyrir veiðileyfi.
í öllum þessum málum (svo ekki
sé minnst á landbúnaðarmálin,)
hefur annar flokkur sett fram raun-
hæfar lausnir. Það er sá flokkur
sem jafnaðarmenn, hvar sem þá er
að finna nú um stundir, eiga sam-
leið með.
Alþýðuflokkurinn hefur ávallt
staðið vörð um velferð og réttlæti
í íslensku þjóðfélagi.
Alþýðuflokkurinn er og verður
hinn eini sanni Jafnaðannanna-
flokkur Islands.
Höfundur er sagnfræðingur og
formaður Sambands ungra
jafnaðarmanna.
Frá námskeiði í víðavangsleit hunda að Nesjavöllum.
Hundur getur leitað
á við tíu leitarmenn
NAMSKEIÐ í víðavangsleit hunda var haldið að Nesjavöllum fyrir
skömmu og var það í fyrsta sinn, sem slíkt námskeið er haldið á
íslandi.
Björgunarhundasveit íslands
gekkst fyrir námskeiðinu og stóð
það í íjóra daga. Um tuttugu manns
tóku þátt í því með fjórtán hunda.
Tveir norskir hundaþjálfarar frá
Norska leitarhundasambandinu
stjómuðu námskeiðinu ásamt Sól-
veigu Smith, formanni Björgunar-
hundasveitarinnar.
I fréttatilkynningu frá Lands-
björg, landssambandi björgunar-
sveita, segir að víðavangsleit hunda
felist í því að hundur sé látinn leita
fram og til baka eftir svæði, sem
sé allt að 100 metrar að breidd, en
þjálfrinn gangi eftir svæðinu miðju
og stjómi hundinum. Hundurinn
eigi að finna allt óviðkomandi á
svæðinu, svo sem föt, dýr og fólk
og gefi þjálfaranum merki um það.
Talið sé að vel þjálfaður hundur
geti með þessu móti leitað svæði á
við tíu vana leitarmenn.
Lykilinn
að Stöð 2
færðu hjá okkur
og umboðsmönnum
um land allt