Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 33
'MfefRðtWáteftfe ‘tótibJútiAteMMb. m Bush fús til að vinna með því yfirvaldi sem við tekur Washington, Moskvu, París. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti er reiðubúinn að aðstoða það stjórnkerfi sem rís úr rústum Sovétríkjanna og vinna með því yfirvaldi sem við tekur. Forsetinn hefur verið fullvissaður um að stofnun hins nýja samveldis sjálf- stæðra ríkja hafi engar hættur í för með sér varðandi kjarnorku- vopnaforða Sovétríkjanna, að sögn Marlins Fitzwaters, tals- manns Bandaríkjaforseta. Fitzwater sagði að símasamtal Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Bush forseta á sunnudag hefði að miklu leyti snúist um kjarnorku- vopnaforða Sovétríkjanna. Hefði Jeltsín tekið undir áhyggjur Banda- ríkjaforseta um framtíð þessara vopna og heitið því að af hálfu sam- veldisins yrði tekið á þeim málum af fyllstu ábyrgð. Vegna upplausn- arinnar í Sovétríkjunum hafa Banda- ríkjamenn og leiðtogar annarra vest- rænna ríkja látið í ljós áhyggjur um framtíð 30.000 kjamavopna Sovét- manna. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á sunnu- dag að upplausn Sovétríkjanna gæti leitt til átaka og kynnu kjarnorku- vopn að dragast þar inn í. Gífurlegt hættuástand kynni að skapast í Evr- ópu og á heimsbyggðinni allri. Ba- ker lét þessi ummæli falla í viðtali við CRS-sjónvarpsstöðina skömmu áður en leiðtogar slavnesku sovétlýð- veldanna lýstu yfir stofnun samveld- isins á sunnudag. Baker sagði að Sovétríkin, eins og menn hefðu þekkt þau, heyrðu sögunni til og með öllu væri óljóst hvað við tæki þar í landi. Er ráðið af ummælum hans að Bush forseti hafí gefið uppi alla von um að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti geti haldið Sovétríkjun- um saman. Andrej Kozyrev, utánríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að engin hætta væri á því að sovésk kjarnorkuvopn féllu í hendur rangra Míkhaíl Gorbatsjov aðila við stofnun samveldisins. Í yfir- lýsingu um stofnun þess á sunnudag hefðu leiðtogar Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands lagt á það áherslu að vopnin yrðu undir einni yfirstjórn og stefnt væri að uppræt- ingu þeirra allra. Jafnframt að stað- ið yrði við alla alþjóðasamninga er vörðuðu kjamorkuvopnaforðann og skuldbindingar sem „Sovétríkin fyrr- verandi” hefðu gengist undir. Vopn- in eru að mestu leyti á rússnesku yfirráðasvæði en einnig í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Kazakhstan. Gorbatsjov sagði í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TFl sem tekið var upp sl. föstudag og sent út á sunnudag, að borgarastríðið í Júgóslavíu yrði eins og fimm aura brandari í samanburði við þau átök sem hlotist gætu við upplausn Sov- étríkjanna. Upplausnin væri að nálg- ast hættumörk og brytist út borg- arastríð óttaðist hann að engum böndum yrði komið á það, átökin Maastricht, Londou. The Daily Telegraph. RÆÐA sem Jacques Delors, for- seti framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins (EB), hélt í Maastricht í Hollandi á sunnu- dag hleypti illu blóði í bresk stjórnvöld degi áður en tveggja daga fundur leiðtoga ríkja Evr- ópubandalagsins hófst í borg- inni. I ræðunni sagði Delors Breta vera eina þröskuldinn á leiðinni til sambandsríkisins Evrópu og setti þar með mikinn þrýsting á þá fyrir fundinn. Rúmlega þúsund stuðnings- menn EB sem sambandsríkis, víðs- vegar að úr Evrópu, fögnuðu ák- aft er Delors sakaði Breta um þver- girðing í viðræðunum um framtíð . Evrópubandalagsins og sagði að þeir segðu ekkert annað en „nei, nei, nei”. Vitnaði hann þar til frægrar ræðu er Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, flutti í breska þinginu í fyrra, er hún kom heim af leiðtogafundi EB í Róm, en þar voru fyrstu skrefm í átt að pólitískri sameiningu band- alagsins tekin. Delors virtist vera reiðubúinn að taka orðið „sambandsríki” út úr sáttmálanum um pólitíska sam- einingu, ef það mætti verða til að friða Breta, en lagði áherslu á að menn ættu samt sem áður að stefna að því marki. Orðið „sam- Reuter. Imelda segist saklaus Imelda Marcos, ekkja fyrrum leiðtoga Filippseyja, kom í gær fyrir rétt í fyrsta skipti í Manila en hún er sökuð um stórfeíld skattsvik. Imelda, sem sneri heim úr útlegð í Bandaríkjunum fyrir mánuði síðan, lýsti því yfir við upphaf réttarhaldanna að hún væri saklaus af ákærunni. Á myndinni má sjá hana gefa þessa yfirlýsingu umkringda blaðamönn- um. Reuter yrðu með öllu stjórnlaus. Gorbatsjov sagði í samtali við úkraínska sjónvarpið á sunnudag að ekki hefði verið reynt til þrautar að ná samkomulagi um nýjan sam- bandssáttmála Sovétríkjanna. Enn- fremur hefðu íbúar Úkraínu ekki lýst stuðningi við það að lýðveldið segði skilið við Sovétríkin. Leiðtogar lýðveldisins hefðu rangtúlkað niður- stöður þjóðaratkvæðis um það efni um fyrri helgi. Leiddi hugsanlegur viðskilnaður til þess að aðfluttum íbúum Úkraínu yrði mismunað, eink- um rússneska minnihlutanum, hót- aði hann því að sniðganga stjórnmál- amennina og snúa sér beint til fólks- ins. „Ég er rétt að hefja baráttt- una,” sagði Gorbatsjov. Úkráínskir leiðtogar hafa lagt sig í framkróka um að fulivissa rússneskumælandi þegna lýðveldisins um að þeir muni ekki sæta afarkostum í sjálfstæðu úkraínsku ríki enda styðja lang flest- ir þeirra sjálfstæði. Ræða Jacques Delors í Maastricht: Segir Breta eina standa í vegi fyrir sambandsríki bandsríki” væri ekki klám og yrði áfram leiðarljós EB-samvinnunn- ar. „Eg vona að leiðtogarnir, sem reyna að öllum líkindum á morgun [mánudag] að sópa orðinu sam- bandsríki undir teppið, haldi að minnsta kosti lifandi hugsjónum annarra um þetta efni,” sagði Del- ors en breskir fjölmiðlar líkja bar- áttu hans fyrir sambandsríki við persónulega krossför. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í grein sem hann ritaði í breska blaðið The Sunday Telegraph um helgina að hann væri reiðubúinn að koma tómhent- ur heim frá Maastricht ef það reyndist nauðsynlegt. „Það er langt í frá öruggt að við náum samkomulagi. Það væri mikill árangur ef svo yrði en ekkert stór- slys ef það gerðist ekki,” sagði Major. Annað hvort sagðist hann koma heim með samkomulag sem hann gæti mælt með við breska þingið að það samþykkti eða þá ekkert samkomulag. Major sagði einnig að þegar fundinum lyki yrði EB áfram til sama hver niðurstaðan yrði. Bretar yrðu þar áfram aðilar og myndu ræða við önnur aðildarriki um framtíðina. Þeir myndu vinna áfram að enn frekari sameiningu Evrópu en ekki „risavöxnu sam- bandsríki”. Réttarhöldin yfir Kennedy Smith: Þrjú vitni segjast ekki hafa heyrt kon- una hrópa á hjálp Florída. Frá ívari Guðmundssyni, frcttaritara Morgunblaðsins. ÞRJÚ vitni í réttarhöldunum yfir William Kcnnedy Smith, sem ákærð- ur er fyrir að hafa nauðgað konu, hafa skýrt réttinum frá því að þau hafi ekki heyrt hana hrópa á hjálp eins og hún segist hafa gert. Konan hefur sagt að hún hafi hrópað hástöfum á hjálp þegar hinn ákærði hafi nauðgað henni á gras- flöt við bústað Kennedy-fjölskyld- unnar á ströndinni við West Palm Beach. Eitt vitnanna, Stephen Barry, sem er vinur Kennedy-fjöl- skyldunnar og aðstoðarmaður um- dæmissaksóknarans í New York, kvaðst á sunnudag hafa sofið í her- bergi, sem sneri að grasflötinni, en ekki heyrt nein hróp.”Hann kvaðst yfirleitt sofa mjög laust og vera fullviss um að hann hefði vaknað ef konan hefði hrópað á hjálp.' Áður hafði móðurbróðir hins ákærða, Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður, borið vitni. Hann kvaðst hafa verið vakandi í her- bergi við flötina og engin hróp heyrt þrátt fyrir að glugginn hefði verið opinn. Hið sama sagði sonur Kennedys, Patrick. Búist er við að hinn ákærði beri vitni á næstu dögum. Hann hefur játað að hafa átt kynmök við kon- William Kennedy Smith Reuter- una en sagt að það hafi verið með fullu samþykki hennar. Robert Maxwell: Vegabréf tekin af sonunum Lundúnum. Reuter. BRESKUR dómstóll fyrirskipaði í gær að frysta bæri bankareikn- inga og aðrar eignir sonar Ro- berts Maxwells, Kevins, að beiðni endurskoðenda sem eru að rann- saka hvað varð um fjármuni sem færðir voru frá lífeyrirssjóðum fyrirtækjá hans. Kevin og öðrum syni Maxwells, Ian, var einnig gert að láta vegabréf sín af hendi meðan á rannsókninni stæði. Bræðurnir stjórnuðu fjárfestingar- fyrirtækinu Bishopsgate Investment Management, einkafyrirtæki Maxw- ells sem sá um fjárfestingar lífeyris- sjóðanna. Spænska dagblaðið El País skýrði frá því í gær að spænskur réttar- læknir, sem sá um lokakrufninguna á líki Maxwells, hefði komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlajöfurinn hefði fengið hjartaáfall en verið lifandi þegar hann féll í sjóinn við Kanaríeyj- ar fyrir um mánuði. Breska dagblað- ið Daily Mirror sagði að Maxwell hefði vitað skömmu fyrir andlátið lan og Kevin Maxwell að upp kæmist um fjármálamisferli hans. Fyrrverandi njósnari sovésku leyniþjónustunnar KGB, Zaloman Levítskíj, hefur haldið því fram að Maxwell, hafi gert samning við KGB um að veita leyniþjónustunni upplýs- Reuter ingar ef þörf krefði. Þá hafi hann verið höfuðsmaður í breska hernum. Ennfremur hafi Maxwell átt leynileg- an fund með Júrí Andropov, þáver- andi yfirmanni KGB, árið 1968. Þá var Maxwell þingmaður Verkamann- aflokksins og þegar vellauðugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.