Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 mmmn ©1867 UnlvrMl Prw Syndicato „ ág Sagác þérað eg i/ticti -fcC rafniagnshljótvborö i afrr^tUsgjöf. " * Ast er... ... að óska nærveru hans. TMReg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved ® 1991 Los AngelesTimesSyndicate Fussumfei, byrjar hann að gorta sig af að hafa gengið á lista- háskóla. Hundar, bílar og menn Vegna svars eiganda hundsins við Ægisíðuna fann ég mig knúna til að stinga niður penna. Forsaga málsins er sú, að 28. nóvember var í Velvakanda kurteisleg kvörtun frá íbúa við Ægisíðu vegna manns sem æki eftir götunni með geltandi hund hlaupandi á eftir sér. Kvörtuninni fylgdi skynsamleg ábending til hundeigandans. í blaðinu 4. des- ember birtist svar hundeigandans og það var þá sem mér ofbauð. Eigandi hundsins, sem er að hans sögn íslensk fjárhundstík, kvað geltið vera stærsta galla tegundar- innar, en hún væri vel upp alin og hlypi alltaf á grasinu en ekki á götunni. Hann sagði einnig, að henni væri nauðsynlegt að hlaupa svona og gönguferðir væru ekki nægjanlegar (væntanlega sem lík- amleg þjálfun hundsins) og flestir hefðu gaman af tíkinni. Sem kennari við hvolpaskóla HRFÍ verð ég afar leið og hrygg þegar ég verð vitni að viðlíka fá- fræði og þeirri fyrirlitningu sem hundunum og mönnum er sýnd með svona framferði. Og sem formaður deildar íslenska fjárhundsins hef ég áhyggjur í hvert skipti sem ég verð vitni að því að íslenskum fjárhund- um er leyft að elta bíla, bæði í bæjum og sveitum. Það er eðli fjár- hunds að smala og strax sem lítill hvolpur fer hann að elta allt sem hreyfist og smala saman eða reka á undan sér það sem hleypur. í þúsund ár hefur íslenski fjárhund- urinn verði framræktaður til að gelta við smölun til að fá féð upp úr lægðum og gjótum og enn þann dag í dag gerir hann það. í augum Sara er týnd! Sara er týnd. Hennar er afar sárt saknað. Hún fór frá Lindar- götu þriðjudaginn 3.des. Hún er með bleika ól og gula tunnu um hálsinn. I tunnunni er heimilsfang hennar og símanúmer. Hún á heima í Njörvasundi, sími 34317. Vinsam- lega hafið samband ef þið sjáið hundsins er bíll lítið annað en hvert annað kvikindi sem þarf að reka og mörgum hundum er ekki um sel þegar eigandinn er numinn brott af þessari skepnu. Ef íslenskum fjárhundum hefði verið kennt að elta ekki bíla væri stofninn ekki í þeirri útrýmingarhættu sem hann er nú. Það er þess vegna óskiljan- legt að nokkur maður skuli viljandi láta hundinn sinn elta bíl. Öllum ábyrgum hundeigendum í þéttbýli á að vera það ljóst að lögum um hundahald verður að fram- fylgja. Það kemur greinilega fram í lögum um hundahald í Reykjavík að hundar eigi að vera í taumi inn- an borgarmarkanna nema á þeim stöðum sem annað er tilgreint og Ægisíða er ekki einn af þeim. Þeir sem ekki hlíta þessum lögum eru að ergja samborgara sína að óþörfu og eyðileggja fyrir þeim fjölmörgu hundeigendum sem alltaf standa sig vel og enginn hefur ástæðu til að kvarta yfir. Eiganda hunds er eng- in leið að hafa stjóm á hundinum sínum meðan hann situr sjálfur undir stýri og hundurinn er laus. Hundurinn getur hvenær sem er stokkið í burtu og það hefur hingað til ekki hjálpað þegar hundurinn fínnst dauður undir bíl að segja „hann hefur aldrei gert þetta fyrr”. Margt fólk er hrætt við hunda og fyllist skelfíngu þegar það sér lausan hund. Það er óþarfí að skap- rauna fólki jafnvel þótt maður viti sjálfur að hundurinn manns er meinlaus, sérstakleg þar sem hund- inum líður jafn vel í taumi með eig- anda sem hann treystir og ef hann væri laus. Hátterni þessa hundeig- anda er til þess fallið að þyngja enn róðurinn fyrir hundavini, en hann er nógu erfiður fyrir. Það er mikill misskilningur að hundurinn hafí nokkra þörf fyrir að hlaupa laus meðfram Ægisíð- unni í kjölfar bfls eiganda síns. Að sjálfsögðu er það allra góðra gjalda vert að veita hundinum mikla og góða hreyfíngu, en tíkinni er minni nauðsyn á að hlaupa á eftir bíl en að fara út að ganga í taumi í félags- skap húsbónda síns. Það er hægt að halda hundi í stífri þjálfun án þess að hann hlaupi nokkum tíma laus. Ein sterkasta hvöt hundsins er að vera einn af hópnum og sam- vistir og tilfinningatengsl hunds og manns eru hundinum mun nauðsyn- legri en lausahlaup við umferðar- götur og veita báðum aðilum meiri ánægju. Ég efa ekki að tík mannsins er vel upp alin og skemmtileg, en hún gæti eflaust verið enn skemmtilegri og þögulli ef eigandinn hegðaði sér ögn skynsamlegar gagnvart henni og léti hana ekki hlaupa á eftir bíln- um. Það er öruggasta leiðin til að venja íslenskan fjárhund á að gelta. Með þökk fyrir birtingu, Jóhanna Harðardóttir, formaður deildar íslenska fjárhundsins innan HRFÍ. Innheimta fasteigna- gjalda borgarsjóðs Svar vegna fyrirspurnar Leifs Sveinssonar, í Velvakanda þann 10. október, um fasteignagjöld á boðgreiðslum. Að athuguðu máli hefur verið ákveðið að hverfa ekki frá því fyrir- komulagi sem verið hefur undanfar- ið á innheimtu fasteignagjalda borgarsjóðs, enda ekki talið eðlilegt að auka innheimtukostnað sem af því myndi hljótast. Virðingarfyllst Ólafur JÖnsson, upplýsingafull- trúi ^asteignagjölc Ji boðgreiðslun Ágæti Velvakandi. Vinsamlegast spyrðu borga tjóm Reykjavíkur hvenær eigi efa borgarbúum kost á að grei teignagjöid með boðgreiðslf 3A eins og í Kópavogi og á Aki ^yri. Akureyringar greiða með aðgreiðslum. Tíminn er naumur ndirbi^gs^^^^^^teignagjö Víkverji skrifar að var ánægjulegt að hlýða á sálumessu Mozarts í Lang- holtskirkju sl. Iaugardag. Þeim, sem hlýddu á flutning hennar í Háskóla- bíói sl. fimmtudag ber saman um, að þar hafi ekki síður tekizt vel til. Fullt hús var á báðum tónleikunum, sem sýnir hve mikill áhugi er á sí- gildri tónlist hér og mættu stjóm- endur útvarpsstöðvanna hafa það í huga. Raunar hlustaði Víkveiji af tilviljun á þátt á vegum Óperusmiðj- unnar á Aðalstöðinni sl. sunnudags- morgun, sem var afburða góður og mætti flytja meira af slíkri tónlist í hinum fijálsu útvarpsstöðvum. Jón Ásgeirsson, tónlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins var ekki tilbúinn til að eigna Mozart einum þessa sálumessu í umsögn hér í blaðinu sl. laugardag. Um þessa tónsmíð var einnig fjallað með sér- stökum hætti í kvikmyndinni Amadeus eins og menn kannski muna. Mörg tónskáld hafa samið falleg- ar sálumessur. I þeirra hópi er Verdi en sálumessa hans er stór- kostlegt verk. Víkverji hefur einnig haft ánægju af að hlusta á nýja sálumessu eftir eitt af tónskáldum samtímans, Andrew Lloyd Webber. xxx Meðal einsöngvara í Sáiumessu Mozarts við flutning hennár hér í síðustu viku var Sólrún Braga- dóttir. Þessi söngkona virðist í stöð- ugri framför og var alveg sérstak- lega ánægjulegt að hlusta á söng hennar í þessu verki. Auglýsingaskrumið í kringum bækur er yfírgengilegt. Ef marka má texta í auglýsingum út- gefenda verður ekki þverfótað fyrir stórskáldum hér á íslandi. Því mið- ur virðist þróunin vera sú, að bæk- ur eru seldar út á nöfn en ekki eig- in verðleika. Fyrst er höfundur kynntur með margvíslegum hætti þ.e. hann er markaðssettur á nú- tímavísu. Síðan gefur hann út bók j og þá er reynt að selja bókina út á nafn höfundar og höfðað til forvitni lesandans um höfundinn sjálfan. Oft er mest auglýsingaskrum í kringum þá höfunda, sem fá léleg- asta dóma um bækur sínar. Þótt lesendur verði fyrir vonbrigðum hvað eftir annað láta þeir plata sig með sama hætti um næstu jól!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.