Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 49 Gréta Sigfúsdóttír rithöfundur - Minning Fædd 20. febrúar 1910 Dáin 26. nóvember 1991 Þriðjudaginn 26. nóvember sl. hringdi ég og ætlaði að ræða við Grétu um fyrirhugaðan jólafund Tourette-samtakanna 1. des., en fékk þá þær fregnir að hún hefði látist þá um morguninn. Við töluðum saman nokkrum dögum áður og hafði hún þá verið lasin en var að hressast og ætlaði að koma á fund- inn og lesa fyrir okkur ljóð. Það hvarflaði ekki að mér að þetta yrði síðasta samtal okkar. Þó Gréta væri komin á níræðis aldur þá fundum við aldrei fyrir aldursmuninum, hún var ein af þeim sem alltaf eru ung- ir, hvað sem árunum líður. Gréta þýddi grein úr norsku og fékk birta í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári um Tourette Syndrome sem er lítt þekktur sjúkdómur og mjög misskil- inn. Hún á sonarson í Noregi sem er haldinn þessum sjúkdómi og vissi hvað nauðsynlegt var að vekja at- hygli á honum og fræða fólk um hann hér á landi. Þessi grein varð kveikjan að stofnun Tourette-sam- takanna á Islandi og var Gréta heiðursfélagi samtakanna. Nokkrir af félögunum gerðu sér fyrst grein fyrir hvað var að eftir að hafa lesið þessa grein og breytti það miklu. Þó við höfum ekki þekkt Grétu lengi þá var hún okkur mjög kær og góður vinur sem gott var að leita til. Um leið og við þökkum Grétu fyrir allan þann stuðning og vináttu sem hún veitti okkur vottum við eiginmanni hennar, Jóni Björnssyni og fjölskyldu, innilega samúð. Fyrir hönd Touretyte-samtakanna, Ragnheiður Friðriksdóttir Kveðja frá Félagi íslenskra rithöfunda Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur lest þriðjudaginn 26. nóvember 81 árs að aldri. Hún var Reykvíkingur, fæddist þar 20. febrúar árið 1910. Foreldrar Grétu voru hjónin Sigfús G. Sveinbjarnarson fasteignasali og Kristín Jónsdóttir. Eins og títt var um unglinga tók hún snemma þátt í atvinnulífinu, var m.a. í kaupavinnu á sumrum. Gréta Sigfúsdóttir aflaði sér margs konar menntunar, nam mynd- list hjá Ríkharði Jónssyni, stundaði tungumálanám og árið 1934 sigldi hún til Kaupmannahafnar og hóf nám við Kunstindustri Skolen for Kvinder. Síðar nam hún við skóla í Noregi, sem var heimaland hennar um 30 ára skeið. Enn síðar stundaði hún skólanám hér á landi. Rithöfundarferill Grétu Sigfús- dóttir hófst árið 1966 með útkomu skáldsögunnar Bak við byrgða glugga, sem hún byggði á reynslu sinni frá stríðsárunum og hernánmi þýska hersins í Noregi. Alls ritaði hún og gaf út fimm skáldsögur og safn smásagna. Auk þess birtust eftir hana smásögur og ljóð í tímarit- um og safnritum. Gréta var einnig mikilvirkur þýðandi. Gréta Sigfúsdóttir gerðist fljót- lega eftir að rithöfundarferill hennar hófst félagi í Félagi íslenskra rithöf- unda og gegndi þar trúnaðarstörf- um. Hún var m.a. fulltrúi félagsins í Rithöfundasambandi íslands. Stjórn Félags íslenskra rithöfunda þakkar Grétu Sigfúsdóttur fyrir störf hennar í þágu félagsins og þegnskap fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Jóni Björnssyni, rithöfundi, svo og börnum hennar sendum við samúðarkveðjur. Stjórn Félags íslenskra rithöfunda. Ég tók viðtal við Grétu Sigfús- dóttur sem birtist í Morgunblaðinu 1981. Fjallaði það um lífshlaup hennar sem bakgrunninn að skáld- verkum hennar. Kom það mörgum á óvart að fá að vita að ástæðan fyrir hversu hugleikin stríðsárin í Noregi voru henni, var að hún hafði verið búsett þar þá. Hún hafði gifst þangað og alið þar upp fjölskyldu. Síðar þegar hún flutti aftur heim til íslands, skrifaði hún um þjóðfé- lagsástandið hér og í Noregi með dirfsku hins víðreista, svo mörgum þótti nóg um. Hliðstæða sögu var að segja um móður mína, Amalíu Líndal, rithöf- und. Hygg ég að samanburður milli þeirra leiði í ljós að þær skipi ákveð- inn sess í sögu kvennabókmennta á íslandi. Þær nýttu sér víðsýni hins' aðflutta til að gagnrýna þjóðfélags- ástandið hér heima, á tímum þegar slíkt þótti óskammfeilni, sérstaklega af konum að vera. Amalía var fædd og uppalin í Bandaríkjunum og giftist til Islands. Hún hafði því þá reynslu af útland- inu lieiman frá sér sem Gréta hafði frá Noregi. Amalía bjó að blaða- mennskunámi sínu úr háskóla, en Gréta að menntun sinni og reynslu við skrifstofustörf. Meginverk Amalíu, Ripples from Iceland, sem er í senn landkynning og lífsreynslusaga hennar á Islandi, kemur fyrst út 1962 í Bandaríkjun- um. Veldur hún hneykslun hér heima fyrir opinskáan samanburð á íslandi Við útlöndin, og þá sérstaklega við Bandaríkin. Fyrsta skáldsaga Grétu, Bak við byrgða glugga, kemur út um líkt leyti (1966). Seldust þessar fyrstu bækur beggja vel, og þóttu merki- légar að viðfangsefni, efnistökum og stíl, þótt efnið væri viðkvæmt, í Grétu tilfelli frásagnir af „ástand- inu’’ í Noregi á stríðsárunum. Á þessum árum birtu þær báðar smásögur og beinskeyttar greinar í blöðum hérlendis. Amalía gefur út tímaritið 65°, Icelandic Life, tímarit á ensku um íslensk málefni, í þtjú ár, um 1970. Vekur það athygli mikla fyrir skörungsskap, en þykir miður þjóðlegt uppátæki. Á þessum tíma gefur Gréta út næstu bækur sínar, aðra sem fjallar enn um her- námið í Noregi og hina um stóriðju og forsetamorð á íslandi. Þóttu þær opinskáar. Þegar hér er komið mun bæði Amalíu og Grétu hafa þótt að viðtök- urnar hefðu getað orðið betri. Amal- ía flyst út til Kanada 1973 og starf- ar þar við blaðamennsku til 1989, er hún deyr, 63 ára. Gréta sinnir áfram ritstörfum hér og deyr nú um áttrætt. Báðar skilja þær eftir sig óbirtar skáldsögur sem bíða lesenda sinna. Tryggvi V. Líndal BRÁÐUMKOMA Nú þurfa þeir áb fara að ákveða sig sem ætla ab lagfæra ibúáina fyrir jól. VIÐ VEITUM 10-50% AFSLÁTT AF INNI- OG ÚTIMÁLNINGU FRÁ HÖRPU OG SADOLIN. Vib bjóöum einnig úrvals gólfefni á mjög hagstæðu verói. Áfram á gamla veróinu. BYGGINGARVELTA - Við lánum í allt að þrjú ár. Mikió úrval í öllum verðflokkum. Filtteppi á kr. 389 m2 Ný sending. Fallegir litir og munstur. Serlega gott veró. MALNING - PARKET - TEPPI - FLISAR - GOLFDUKAR Villeroy & Boch- viáurkennd gæáavara á mjög góou verái. UiSSBllan hf akranesí málningar arma M METRO m HAFNARFIRÐI I MJODD G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI Grensásvegi 11 • Reykjavlk • Simi 83500 > 5 m z > O >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.