Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Er kvótakerfið hagkvæmt? eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Sú stefna, sem Islendingar hafa markað í fiskveiðimálum við hæga þróun og aðferð happa og glappa, er miklu skynsamlegri en fiskveiði- stefna fiestra annarra þjóða. Kvóta- kerfið núverandi leysir betur þann vanda, sem við er að glíma í sjávar- útvegi, en nokkurt annað kerfi, sem menn hafa lagt tii, auk þess sem það hefur þann mikla kost, að það er raunverulegt, en ekki aðeins hugsmíð hagfræðinga. Nokkur hætta er nú hins vegar á því, að hróflað verð: við því. Tveir hópar deila hart á kvótakerfið, en af ólík- um hvötum: Annar vegna þess að það sé of hagkvæmt, hinn vegna þess að það sé ekki nógu hag- kvæmt. Hér hyggst ég gera sjón- armið þessara tveggja hópa að umtalsefni og freista þess að skýra, hvers vegna við ættum að standa vörð um þetta kerfí. I. Kvótakerfið, sem verið hefur í þróun frá ársbyrjun 1984, er í meg- inatriðum kerfí ótímabundinna, framseljanlegra og skiptanlegra aflakvóta, sem úthlutað hefur verið endurgjaldslaust í samræmi við hefðbundna veiðihlutdeild útgerðar- fyrirtækja. Með því hefur hinn hag- fræðilegi vandi íslensks sjávarút- vegs horfíð. Vandanum má lýsa svo, að ekkert verð hafí verið á físki- stofnum við landið með þeim afleið- ingum, að þeim var sóað. Útgerðar- fyrirtæki höfðu áður fyrr ólíkt iðn- aðar- og verslunarfyrirtækjum ókeypis aðgang að gjöfulli auðlind. Of mörg fiskiskip þyrptust því á miðin; flotinn varð of stór. Nú hef- ur aðgangur að miðunum hins veg- ar verið takmarkaður við handhafa kvóta. Þar eð slíkir kvótar ganga kaupum og sölum, myndast verð á fískistofnum í fijálsum viðskiptum. Þeir, sem skipuleggja veiðar sínar með lægstum tilkostnaði og hafa þess vegna mestan rekstrarafgang, geta keypt kvóta af öðrum. Þannig nást sjálfkrafa í ftjálsum viðskipt- um þau tvö markmið, sem að er stefnt í skynsamlegu skipulagi físk- veiða: Fiskiskipum fækkar, en veiðum halda áfram þeir, sem færastir eru um að skipuleggja þær á hagkvæm- an hátt. Sá hópur, sem deilir á kvótakerf- ið fyrir það, að það sé of hag- kvæmt, bendir á það, að sum út- gerðarfyrirtæki verða að selja kvóta sína og hætta starfsemi. En þetta er kostur, en ekki galli, á kvótakerf- inu. Þetta er einmitt það, sem verð- ur að gerast. Flotinn er blátt áfram of stór; um það er enginn ágreining- ur, að fiskiskipum verður að fækka; við getum ekki látið okkur nægja að játa hinni almennu reglu, séum við ekki tilbúin til að taka hinum einstöku afleiðingum hennar. Gleymum því ekki heldur að í hverri viku verður eitthvert fyrirtæki á höfuðDorgarsvæðinu gjaldþrota: Starfsmenn þess og eigendur verða þá að flytjast í arðbærari störf. Er öðrum vandara um en þeim? Raun- ar eru svo að segja allir íbúar höfuð- borgarsvæðisins afkomendur fólks, sem tók sig upp úr heimabyggðum sínum og fluttist þangað, sem von var betri afkomu. Er öðrum vand- ara um en þeim? Hitt er annað mál, eins og forsætisráðherra hefur nýlega bent á, að eðlilegt kann að vera að auðvelda fólki, sem vill færa sig um set í von um betri og öruggari afkomu, að gera það. Hin- ar kuldalegu viðtökur, sem hug- mynd hans fékk hjá sumum stjóm- málamönnum dreifbýlisins, eru ill- skiljanlegar. Sumir í þeim hópi, sem deilir á kvótakerfíð fyrir of mikla hag- kvæmni, vilja binda kvóta við ein- stakar byggðir. Það væri afar óheppilegt: Kvótar verða að flytjast á hendur færri aðila, og þeir þurfa að flytjast til þeirra, sem best kunna með þá að fara, — þeirra, sem skip- uleggja veiðar sínar á hagkvæmast- an hátt. Aðrir í þessum and- stæðingahópi kvótakerfisins vilja sóknarkvóta í stað aflakvóta. Það væri líka mjög óheppilegt. Sóknark- vótar eru miklu óhagkvæmari en aflakvótar, því að þeir örva menn til þess að veiða sem flesta fiska á sem skemmstum tíma, en ekki til þess að auka tekjuafgang sinn með því að veiða físka með sem lægstum tilkostnaði á hvem fisk, en það hlýt- ur að vera markmiðið. Aðalatriðið er ekki kappsemi við veiðar, heldur hagsýni, hagræðing, skynsamleg skipulagning mannlegrar fyrirhafn- ar. II. Ekki er verulegur ágreiningur um framansagt í hópi þeirra, sem helst hafa hugsað um fiskveiðimál. Fijálst framsal aflakvóta tryggir sjálfkrafa fækkun fískiskipa og hagræðingu í sjávarútvegi, en byggðakvótar og sóknarkvótar eru hvorir tveggja óhagkvæmir. Þá er komið að síðari hópnum. Sá er ekki andvígur kvótakerfinu vegna þess, að það sé of hagkvæmt, heldur vegna hins, að það sé ekki nægilega hagkvæmt. I þessum hópi eru nokkrir hagfræðingar, sem hafa mjög látið að sér kveða opinberlega síðustu misseri. Ein algengasta rök- semd þeirra er, að opinber uppboð á kvótum ættu að koma í stað hinn- ar endurgjaldslausu úthlutunar kvóta til núverandi útgerðarfyrir- tækja. Þá myndu óhagkvæmari fyr- irtæki þegar hætta starfsemi sinni, þar eð þau gætu ekki boðið eins hátt verð fyrir kvóta og hin hag- kvæmari. Hagræðing í sjávarútvegi yrði þannig miklu skjótari en ella. Þessi rök eru mjög veik. í fyrsta lagi má ekki gleyma því, að slík aðferð tekur ekkert tillit til sjónarm- iða eða hagsmuna þeirra, sem hætta þyrftu veiðum. í stað þess að þeir væru smám saman keyptir út af miðunum, eins og gerist við núverandi kvótakerfi, hrektust þeir út af miðunum í einu vetfangi. Skip og aðrar eignir, sem þeir hefðu Ijárfest í, yrðu skyndilega verðlaus. Bankaveð yrðu líka verðlaus. At- vinnulíf á landsbyggðinni hlyti að riða til falls. Ekki er líklegt, að sátt myndist um slíka aðferð, og skýtur raunar skökku við, þegar sömu menn og leggja þetta til, segja, að samkomulag geti ekki orðið um núverandi kerfi! Hæg að- lögun í fijálsum viðskiptum virðist óneitanlega skynsamlegri, hag- kvæmari og friðvænlegri en skyndi- breyting. í öðru lagi eru reglubund- in opinber uppboð kvóta óheppileg vegna þeirrar óvissu, sem þau mynda um framtíðina, og er þó ekki á hana bætandi í sjávarút- vegi. Maður, sem getur aðeins keypt eða leigt kvóta til tveggja ára, skipuleggur aðeins veiðar sínar til tveggja ára. Allt umfram það er fyrir honum undirorpið óvissu. Myndun eignaréttinda er um leið myndun langtímahagsmuna, og sú er meginástæðan til þess, að eigna- réttindi eru hagkvæm. Aflakvótar verða að vera varanlegir, til þess að full hagkvæmni náist. í þriðja lagi skiptir máli frá hagkvæmnis- sjónarmiði séð, hvernig útgerðar- arðinum er ráðstafað. Ef ríkið inn- heimtir hann á uppboði, þá ráðstafa stjórnmálamenn honum beint eða óbeint. Ef útgerðarfyrirtæki kaupa hins vegar kvóta hvert af öðru á fijálsum markaði, þá ráðstafa mörg þúsund útgerðaraðilar, hluthafar í útgerðarfyrirtækjum, arðinum. í fjórða lagi kostar þjónusta ríkisins ætíð sitt. í stað þess að útgerðar- menn leysi vandann sín á milli með fijálsum viðskiptum, er hugmyndin, að ríkið gegni aðalhlutverki í fisk- veiðum, verði eins konar allsheijar- uppboðshaldari. Hefur reynslan ekki sýnt, að því hættir við að vaxa yfir sett takmörk og kosta meira en gert var ráð fyrir? Mörgum hagfræðingum, sem eru andvígir endurgjaldslausri úthlutun kvóta, eru sum þessi atriði mæta vel ljós. Þeir taka þá gjarnan fram, að þeir vilji fara gætilega, koma auðlindaskatti á í áföngum, til dæmis með því að úthluta sífellt lægra hlutfalli kvótanna endur- gjaldslaust, en bjóða sífellt hærra hlutfall þeirra upp. Tveir gailar eru á þeirri lausn frá hagkvæmnissjón- Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Deilurnar hljóta nú miklu frekar að vera um tekjuskiptingu og valdajafnvægi í land- inu. Viljum við hafa sama hátt á og Texas, sem leyfði einkaaðilum að nýta olíulindir sínar og hirða áf þeim af- rakstur, eða Mexíkó, sem fól ríkinu eign og umsjón olíulinda sinna?” armiði séð. Eftir sem áður verða veiðar undirorpnar óþarfri óvissu; menn skipuleggja þær ekki lengra fram í tímann en nemur leigutíma kvótanna. Og ríkið (það er stjórn- málamennirnir) ráðstafar þá sífellt stærri hluta útgerðararðsins. Hugs- anlega má koma til móts við fyrra sjónarmið: Uppboð á varanlegum kvótum myndi ekki vera eins óhag- kvæmt og reglubundin uppboð. Þá stendur eftir röksemdin um það, að ríkið muni ráðstafa útgerðararð- inum óskynsamlegar en þúsundir útgerðaraðila. Hugsanlega má koma til móts við það atriði með því að hugsa sér sjóð, sem greiðslur frá útgerðinni renni í, en almenn- ingur fái frá ávísanir í pósti. Þótt sú hugmynd sé að sumu leyti aðlað- andi, eru tveir hagnýtir gallar á henni. Annar er, að þetta er skrif- borðslausn. Enginn vel skipulagður hagsmunahópur myndi sjá sér hag í að beijast fyrir slíkum beinum arðgreiðslum. Ólíklegt er því að sátt myndist um hana. Hinn gallinn er að vísu aðeins galli frá hag- kvæmnissjónarmiði. Hann er, að nokkur þúsund útgerðaraðilar með vit og reynslu af fjárfestingum muni spara og fjárfesta hlutfalls- lega meira en allur almenningur (sem væri líklegur til að auka neyslu sína). En það, sem við þurfum, er einmitt skynsamlegar fjárfestingar, ekki aukna neyslu. III. Skylt er að geta hér tveggja við- bótarröksemda, sem nýlega hafa komið fram um hagfræðilega nauð- syn auðlindaskatts. Önnur er, að núverandi kvótakerfi muni hafa í för með sér lækkun raungengis og það leiða til almennrar kjaraskerð- ingar, sem bæta verði fólki upp með því að leggja auðlindaskatt á útgerðina. og dreifa síðan til al- mennings. Hin röksemdin hvílir á sömu hugsun. Hún er, að auðlinda- skattur sé forsenda fastgengis- stefnu, sem flestir eru sammála um, að sé æskileg. Þessar röksemdir standast ekki. Hin mikla hagræð- ing, sem kvótakerfíð getur haft í för með sér í sjávarútvegi, mun að öllum líkindum auka kaupmátt í landinu: Það mun hækka raun- gengi, en ekki lækka. Setjum þó svo rökræðunnar vegna, að raun- gengi lækki um tíma, svo að inn- fluttar vörur hækki í verði. Munu skattgreiðslur frá útgerðinni, kaup hennar á aðföngum og neysla og Nýi tónlistarskólinn: Bach og pólsk jóla- lög á tónleikum ALINA Dubik, mezzosópran og söngkennari í Nýja tónlistar- skólanum og Ragnar Björnsson organleikari og skólasljóri skólans halda tónleika I tónleik- asal skólans, Grensásvegi 3, miðvikudaginn 11. desember kl. 20.30. Ragnar leikur á orgel skólans, prelúdíu og fúgu í Es dúr sem er síðasta stóra orgelverk Bachs. Verk þetta er samið sem umgjörð um Orgelmessu en í þessu tilfelli Ieikur Ragnar alla aðventu- og jólaforleiki Bachs, 16 talsins, á milli prelúdíunnar og fúganna þriggja sem táknað geta hina heilögu þrenningu, föður, son og heilagan anda. Lesnar verða skýr- ingar milli sálmforleikjanna, til glöggvunar á tónmáli Bachs. Til gamans má geta þess að Ragnar flutti alla sálmforleikina úr Litlu orgelbókinni í Dómkirkjunni fyrir 20 árum. Kagnar Björnsson Alina Uubik Alína Dubik, sem er pólsk óper- usöngkona, lýkur tónleikunum með pólskum jólalögum, sem húr. syngur við orgelundirleik Ragn- ars. Áætlað er að koma á nokkuð reglulegu tónleikahaldi í hljóm- góðum og skemmtilegum tónleik- asal skólans, og næstu tónleikar eru áætlaðir í janúar. Að- göngumiðar verða afhentir við innganginn. (Fréttatilkynning) fjárfesting útgerðaraðila innan lands ekki bæta slíka kjaraskerð- ingu upp? Ef sagt er á móti, að hætta sé á því, að útgerðaraðilar kaupi frekar þjónustu utan lands en innan, þá er svarið tvíþætt, að auðvitað myndi almenningur líka kaupa margvíslega þjónustu utan lands auk þess sem Island verður að bjóða jafnarðbæra fjárfestingar- möguleika og önnur lönd og kostur útgerðaraðila á fjárfestingum er- lendis veitir þann aga, sem tryggir það. Við komum greinilega aftur og aftur að sama atriði: Andstæðingar kvótakerfisins í hópi hagfræðinga eru ekki á móti því, vegna þess að það sé óhagkvæmt, heldur vegna þess að þeim fínnst það óréttlátt. Þeim fellur ekki sú tekjuskipting, sem af því hlýst. En þeim hefur sumum láðst að geta þess, að þá tala þeir sem stjórnmálamenn (og vissulega þurfum við öll stundum að vera stjórnmálamenn í lýðræðis- ríki), ekki sem hagfræðingar. Nú er sem kunnugt er miklu erfiðara að ná samkomulagi um réttlæti í tekjuskiptingu en hagkvæmni. Um nokkur hagkvæmnissjónarmið ættu allir hagfræðingar þó að vera sam- mála. Eitt er, að endurdreifingar- kerfi hins fijálsa markaðar (kapítal- istar nærast ekki á peningum sín- um, heldur nota þá til að kaupa eitthvað af öðrum!) er oft ódýrara og skilvirkara en endurdreifingar- kerfi ríkisins. Annað er, að fyrir- hafnarminnst er að öðru jöfnu að úthluta kvótum beint til þeirra, sem myndu að öðrum kosti kaupa þá af öðrum. Hvers vegna að fara krókaleið og úthluta þeim fyrst til ríkisins, sem síðan seldi þá útgerð- armönnum? Hið þriðja er, að mörg þúsund útgerðaraðilar eru líklegri til þess að ijárfesta skynsamlega en nokkrir atvinnustjórnmálamenn eða embættismenn í stjórn Byggða- stofnunar eða Framkvæmdasjóðs. Kakan stækkar í meðförum útgerð- araðilanna, en hætt er við, að hún minnki í meðförum stjórnmála- manna! IV. Svo virðist sem sumir þeir hag- fræðingar, sem tekið hafa til máls um fiskveiðar síðustu misseri, hafi ekki áttað sig á því, að hinn hag- fræðilegi vandi fiskveiða — ókeypis aðgangur að knappri auðlind með þeim afleiðingum, að auðlindinni var sóað — hefur verið leystur með kvótakerfinu. Deilur standa því ekki lengur um nein stórvægileg hag- kvæmnisatriði, þótt nokkra galla megi enn sníða af kvótakerfinu. Deilurnar hljóta nú miklu frekar að vera um tekjuskiptingu og valda- jafnvægi í landinu. Viljum við hafa sama hátt á og Texas, sem leyfði einkaaðilum að nýta olíulindir sínar og hirða af þeim afrakstur, eða Mexíkó, sem fól ríkinu eign og umsjón olíulinda sinna? Viljum við, að þeir 10—20 milljarðar kr. á ári sem hugsanlega myndast við hag- ræðingu í sjávarútvegi, komi til við- bótar við þá 90—100 milljarða kr., sem stjórnmálamenn hafa nú þegar árlega til ráðstöfunar, eða að þeir skiptist á nokkur þúsund útgerða- raðila? Nú má ekki skilja orð mín svo, að allir íslenskir hagfræðingar séu andstæðingar núverandi kvótakerf- is: Margir skilja kjarna málsins glöggt, svo sem dr. Jónas H. Har- alz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri Alþjóðabankans, í ágætu erindi, sem birtist hér fyrir skömmu í blaðinu, dr. Ágúst Ein- arsson prófessor, dr. Ragnar Árna- son, prófessor í fískihagfræði og Árni Vilhjálmsson prófessor. Því miður virðist sem málflutningi þeirra hafí ekki verið sami gaumur gefinn og hinna, sem hafa haft sig meira í frammi og talað í nafni hagfræðinnar, þótt þeir hafi í raun aðeins verið að koma orðum að stjórnmálasjónarmiðum. En það væri vissulega efni í aðra grein að ræða þau réttlætis- og stjórnmála- sjónarmið, sem mikilvægust eru í sambandi við kvótakerfið. ( ( ( ( ( ( i i i 4 4 4 Höfundur er lektor í stjórnnmlufræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.