Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 66
- 66 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Viðbrögð við efnahagsaðg’erðum ríkisstjórnarinnar Sparnaðaraðgerðir vegna tannlæknakostnaðar: Mjög stórt skref afturábak - segir Svend Richter, formaður Tannlæknafélags íslands „ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar að hætta að greiða fyrir tannrétt- ingar er mjög stórt skref afturábak. Ég trúi því varla að þeir ætli svo langt aftur í tímann, að sjúklingar verði skikkaðir til að fara á ákveðnar tannlækningastofur, einsog felst í þessu frumvarpi. Þetta er í algerri andstöðu við öll grundvallarprinsipp í lækningum. Það liggur fyrir svokölluð Lissabon-samþykkt Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sem við erum aðilar að, þar sem tekið er mjög skýrt fram að sjúklingar skuli eiga val um hvar þeir leita eftir heilbrigðisþjónustu,” segir Svend Richter, formaður Tannlæknafé- lags Islands um breytta greiðsluþátttöku almannatrygginga í tann- lækningum skv. frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisfjármál. Pólitísk ákvörðun Svend sagði að búið væri að þvæla fram og aftur með hvaða ráðstafana ríkisstjórnin ætlaði að grípa til og sagði að frumvarpið hefði ekki verið borið undir Tann- læknafélag íslands til umsagnar. „Við erum að sjá þetta fyrst nú í dagblöðum um helgina. Sumar þessar ráðstafanir eru hrein pólitísk ákvörðun um hvernig þeir deila út flármunum sjúkratrygginga, eins og til dæmis um greiðslur fyrir hvern aldursflokk vegna tannvið- gerða. Það er búið að hringla svo með þessar ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar að það er orðið erfitt að henda reiður á hvað verið er að ræða í alvöru og hvað að ekki,” sagði hann. Hann sagði að samningar tann- réttingasérfræðinga og heilbrigðis- . ráðuneytisins vegna gjaldskrárdeil- unni væru fallnir um sjálfa sig vegna þessara aðgerða. „Það hafa átt sér stað viðræður milli tannrétt- ingasérfræðinga, heilbrigðisráðu- neytisins og formanns Tryggingar- áðs til að fínna lausn á tannrétt- ingadeilunni en svo kemur í ljós að það liggur fyrir frumvarp í ráðu- neytinu um að fella þetta út. Mað- ur veit ekki frá degi til dags hvað er að gerast í þessu máli,” sagði Svend. Ábyrgðargjald vegna gjaldþrota: Skv. frumvarpinu munu almann- atryggingar ekki lengur greiða fyr- ir tannréttingar nema í undan- tekningartilvikum, þegar um er að ræða alvarlegar afleiðingar með- fæddra galla, slysa eða sjúkdóma, og þá í formi styrkja í stað greiðslna skv. samningum við Tannlæknafél. íslands, eins og ver- ið hefur. Einnig er ákveðið að greiðslu-' þátttaka almannatrygginga í tann- ■ lækningum barna 15 ára og yngri verði 90% í stað 75% hjá bömum 5 ára og yngri og 100% hjá börnum 6-15 ára. Þá er ákveðið að breyta greiðsluþátttöku þannig, að á þeim svæðum þar sem skólatannlækn- ingar eru skipulagðar og starfrækt- ar taki sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði tannlækninga barna á aldrinum 6-15 ára utan skólatann- lækninganna. Foreldrar sem kjósa að notfæra sér ekki skipulagðar skóiatannlækningar verða því að ► greiða tannlæknakostnað barna sinna á aldrinum 6-15 ára að fullu sjálfír. Ennfremur er fyrirhugað að bjóða tannlæknaþjónustu út en sjúkratryggingar munu þó ekki greiða tannlæknakostnað bama og unglinga hjá öðrum tannlæknum en þeim sem verða aðilar að samn- ingum sem leiða af útboði. Ekki em ráðgerðar breytingar á kostn- aðarþátttöku ellilífeyrisþega í al- mennum tannlækningum í frum- varpinu. Gelt er ráð-fyrir að þessar að- gerðir dragi úr tannlæknakostnaði um 280 milljónir - 150 millj. spa- rist við að hætta að greiða tannrétt- ingar, 50-60 millj. sparist við að beina öllum skólabörnum til skól- atannlækna og um 70 millj. með því að lækka hlutfall þátttöku sjúkratrygginga í almennum tannviðgerðum barna 6 til 15 ára um 10%. Okkur mjög á móti skapi - segir framkvæmdastjóri Virinuveitendasambands íslands Tannréttingadeilan Deila heilbrigðisyfirvalda og tannréttingasérfræðinga um gjald- skrá hfur leitt til þess að endur- greiðslur almannatrygginga vegna tannréttinga hafa legið niðri á þessu ári. I frumvarpi ríkisstjórnar- innar er að finna bráðabrigðaá- kvæði um að þeir sem eiga rétt til endurgreiðslu á yfirstandandi ári skuli njóta þess réttar áfram. Er gert ráð fyrir að endurgreiðslur geti hafist á næsta ári og að þær standi út árið 1993. Fjárlagaskrif- stofa fjármálaráðuneytisins bendir á í fylgiskjali með frumvarpinu að nú þegar liggi fyrir rúmlega 600 umsóknir um endurgreiðslu hjá Tryggingastofnun ríkisins og gera megi ráð fyrir að annar eins fjöldi umsókna kunni að berast um greiðsiur til viðbótar. Meðalendur- greiðsla á hverja umsókn nemur um 200 þús. kr. og er talið að heild- arkostnaður ríkisins vegna ákvæð- isins geti orðið um 240 millj. kr. Að áliti fjárlagask rifstofunnar mun ekki takast að spara 150 millj. kr. með því að hætta að greiða fyrir tannréttingar nema fallið verði frá bráðabirgðaákvæðinu. ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, segir vinnuveitendur lítið hrifna af þeirri ákvörðun ríkissljórnarinn- ar að stofna sérstakan ábyrgða- sjóð launa vegna gjaldþrota, sem vinnuveitendur greiði í sérstakt ábyrgðargjald ásamt ríki og sveitarfélögum. „Við erum lítið hrifnir af því að þarna sé komið á enn einum launa- skattinum til að láta þau fyrirtæki sem skrimta bera kostnaðinn af skuldbindingum þeirra sem eru far- in á hausinn. Við höfum ekki mark- að ákveðna afstöðu til málsins og viljum meta þetta í heild þegar all- ar ráðstafanirnar liggja fyrir þó þetta einstaka atriði sé okkur mjög á móti skapi,” sagði Þórarinn. Skv. frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður heildarframlag til sjóðsins að hámarki 0,2% af tryggingagjald- stofni, sem er áætlaður 187 millj- arðar kr. á næsta ári. Fjármála- ráðuneytið áætlar að framlag til sjóðsins geti numið allt að 374 millj- ónum kr. á næsta ári. Þar af yrði hlutur ríkissjóðs 73 millj., hlutur sveitarfélaga 23 millj. og hlutur annarra atvinnurekenda 278 millj.. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að réttindi launþega um greiðslur BÓNUSVERÐ A HREINLÆTISTÆKJUM!! Hagstæðir samningar þýða iægra verð á 1. flokks hreinlætistækjum. WC með harðri setu kr. 12.500,- paleo Sturtuklefar 15 gerðir. Verðdæmi: Sturtuhorn 80x80 V15.375,- áTþ Huber Hitastillitæki kr. 2 gerðir. Verðdæmi: Hitast. v/sturtu 8.950. Öll verð eru staðgreiðsluverð. Opið laugardaga kl. 10-14. ►ADSTOFA Ármúla 36-Sími 31810 við gjaldþrot verði þrengd sem leiði til að greiddar launaábyrgðir muni lækka í um 195 millj. kr. á næsta ári samanborið við 450 millj. sem áætlað er að ríkisábyrgð launa við gjaldþrot kosti ríkissjóð á þessu ári. Frestun nokkurra útgjaldaþátta grunnskólalaganna: Aætlaður sparnað- ur 40 millj. króna I FRUMVARPI ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992 er m.a. ákveðið að fresta nokkrum útgjaldaþáttum við rekstur grunnskóla vegna nýju grunnskólalaganna. Fjárlagaskrif- stofa fjármálaráðuneytisins telur í umsögn um frumvarpið að frest- un þessara ákvæða spari ríkissjóði rúmlega 40 milljónir kr. á næsta ári en sparnaðurinn miðast við fimm mánuði. Hins vegar áætlar fjár- lagaskrifstofan að sparnaðurinn gæti orðið tæpar 100 miHj. á heilu ári. Frestað er framkvæmd ákvæðis nýju grunnskólalaganna um að nemendur skuli eiga kost á máls- verði á skólatíma. Ekki er talið unnt að meta hversu mikill sparnað- ur felst í þessu þar sem ekki sé til staðar mótuð stefna um hvað skól- arnir eigi að bjóða uppá í þessum efnum. Frestað er framkvæmd ákvæðis um stofnun grunnskólaráðs og einnig heimild nýju grunnskólalag- anna um að ráða aðstoðarskóla- stjóra í skólum sem eiga rétt til tíu kennara eða fleiri í fullu starfi. Að mati fjálagaskrifstofu er ekki unnt að áætla hversu mikiil sparnaður verður af þessum ráðstöfunum en bent er á að kostnaður vegna ráðn- ingar hvérs aðstoðarskólastjóra hefði orðið um 700 þúsund kr. Frestað er að lengja kennslutíma nemenda í grunnskólum og að kom- ið verði á skólaathvörfum við hvern skóla. Gert hefur verið ráð fyrir að vikustundum í skólunum fjölgi um 15 á þremur árum eða um fimm stundir á ári og telur fjárlagaskrif- stofan að frestun á lengingu kennsl- utímans spari tæpar 19 milljónir kr. á næsta ári. Þá er því frestað að fækka nem- endum í bekkjum og verður nem- endaljöldinn mestur 22 í fyrsta og öðrum bekk (í stað 18 nemenda) og 29 í þriðja til tíunda bekk (í stað 22 nemenda). Þessi fretstun er tal- in spara um 22 millj. kr. á næsta ári. Loks er ákveðið að fella niður heimild til að ráða námsráðgjafa við einstaka grunnskóla og fræðslu- skrifstofur, sem átti að komat til framkvæmda á næstu fimm árum skv. grunnskólalögunum. Einnig er fellt niður ákvæði um að einsetinn skóli komi að fullu til framkvæmda á næstu tíu árum og um málsverði á skólatíma en ekki hefur verið metinn sá sparnaður sem fæst með þessum ráðstöfunum. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Um helgina má segja að mannlíf- ið í borginni hafi að mestu leyti gengið vel fyrir sig og því nokkuð rólegt hjá lögreglunni. Aðfaranætur laugardags og sunnudags voru ró- legar í miðborginni og fólk kom sér úr miðborginni fljótlega eftir að veitingastaðir lokuðu. Eins og venju- lega bar nokkuð á skemmdarverkum og rúðubrotum, en þeir verknaðir voru þó ekki bundnir við miðborgina. Utköll lögreglunnar vegna ölvun- ar um helgina voru 68 og fengu 27 að gista fangageymslur lögreglunn- ar og þá aðallega vegna ölvunar. Þeir sem gistu hjá lögreglunni fengu flestir að fara án frekari afskipta lögreglunnar er þeir höfðu sofið úr sér ölvímuna, en 8 voru teknir í skýrslutöku þar sem þeir urðu að gara grein fyrir sínu máli og 3 voru Ieiddir fyrir dómara vegna ölvunar og óláta á almannafæri. Árekstrar urðu allmargir um helg- ina eða 37 og 8 umferðarslys urðu en í öllum tilvikum var um minni- háttar slys á fólki að ræða. Ölvaðir ökumenn áttu einnig hlut að umferð- aróhöppum og í einu tilvikinu ók ölvaður ökumaður aftan á aðra bif- reið með þeim afleiðingum að einn farþegi í þeirri bifreið kastaðist út úr henni og 5 voru fluttir á slysa- deild, en meiðsl voru minniháttar. Hinn ölvaði ók á brott en leigubif- reiðar veittu honum eftirför þar til lögreglan kom og handtók hann. Um helgina voru 13 ökumenn teknir fyrir grun um ölvun við akst- ur, 39 fyrir of hraðan akstur, 21 fyrir að aka gegn rauðu umferðar- ljósi og 37 fyrir að virða ekki stöðv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.