Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Minning: Sr. Jón Kr. ísfeld fyrrv. prófastur Fæddur 5. september 1908 Dáinn 1. desember 1991 Það var mér mikið happ að kynn- ast Jóni ísfeld. Þótt við værum báð- ir Austfirðingar og ævistarf okkar væri á Vesturlandi, þá fór nú svo að liðið var á dag þegar fundum okkar bar saman. Við höfðum sést áður en þá aðeins stutta stund, en eftir að vinátta okkar hófst óx hún og dafnaði með hveiju ári sem leið. ' Hugsjónir okkar fóru saman og við gátum miðlað hvor öðrum af reynsl- unni og því sem á vegi okkar varð. Eftir að aðalstarfi okkar var lokið gáfum við okkur meiri tíma til sam- skipta. Séra Jón var þannig að eftir var tekið. Hann var heill í hveiju máli og ráðhollur hveijum sem til hans leitaði. Sem sóknarprestur var hann meira en prédikari. Það fengu sókn- arbörnin hans að reyna. Koma hans til Bíldudals var fólkinu smyrsl á sárin sem þá blæddu eftir hryggilegt slys og hugur þeirra sem hann batt tryggð við leyndi sér ekki. Hann átti svo mikið til að gefa. Hann gat jafnvel gert erfíðar stundir að hátíð. Þannig var hann. Allt sem hann skrifaði var bending til betri lífs- hátta og allar hans ræður bentu í sömu átt og hans daglega líf var samofíð því að fjölga ljósblettum á vegi samferðamannanna og guð gaf honum það að lífshugsjón hans og áhugamál urðu sterkari eftir því sem lengra leið á daginn. Og til hans var gott að koma, þiggja leiðbeiningar, því hann talaði af svo mikilli lífs- reynslu. Nú hefir þessi góða sál ver- ið kölluð heim. Ég veit að þar verða margar fagnandi hendur og vinir í varpa og þar verður gott að halda jól. Gleðileg jól. Hugur minn þakklátur og hlýr fylgir honum og blessar minningu hans. Landið okkar er góðum manni fátækari, leiðarstjörnu sem lýsti vel fram á veg og einhver sú besta ósk sem ég gæti fært landi mínu og þjóð væri að margir séra Jóni líkir mættu koma í hans stað, því oft er þörf en nú er nauðsyn. Séra Jóni gleymir enginn sem honum kynnist. Guð blessi góðan vin. Arni Helgason Nú þegar ég kveð afa minn hugsa ég til þeirra stunda sem við áttum saman. Eiginlega kemst ekkert ann- að að hjá mér núna en hugsunin um hann. Það var alltaf svo gott að gista hjá honum og ömmu. Hjá þeirn fann ég ávallt svo mikla hlýju. Ég veit að það var hjartahlýja þeirra. Ég vildi óska að ég gæti talað við hann aftur og hann gæti rifjað upp gamla tíma eins og við gerðum svo oft með ömmu þegar ég gisti hjá þeim. En nú verð ég bara að ímynda mér að hann sé hjá mér og þegar mér fínnst hann vera hjá mér líður mér vel. Ég mun þá minnast hljóðsins í ritvél- inni hans þegar hann „spilaði” á hana. Ég mun seint fyrirfinna slíkan vin sem hann, svona hjartahlýjan, góðan og umhyggjusaman. Eftir að hafa umgengist hann í þau 14 ár sem ég hef lifað hef ég kynnst mörgum stað- reyndum um lífíð og ein af þeim niðurstöðum sem ég hef komist að er að lifa ekki í táradal sorgarinnar þegar eitthvað bjátar á heldur minn- ast góðu tímanna. Það vona ég að sem flestir geti lært að gera. Ég kveð afa minn og ég veit að Guð sér vel um hann. Guðmundur Fjalar í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför sr. Jóns Kr. ís- felds, en hann lést að morgni 1. des- ember sl. Sr. Jón var Austfírðingur að ætt og uppruna, fæddur 5. september 1908 í Haga í Mjóafirði. Foreldrar hans voru hjónin Jens Kristján Guð- mundsson, bóndi og útgerðarmaður í Neskaupstað, og Júlía Sigríður Steinsdóttir. Að loknu guðfræðiprófi vígðist hann til Hrafnseyrar árið 1942. Á fyrsta prestskaparári sínu fékk hann þáð erfíða verkefni að gegna þjón- ustu á Bíldudal eftir hið mannskæða Þormóðsslys þar sem m.a. sóknar- pesturinn þar, srl Jón Jakobsson, fórst. Vart er hægt að hugsa sér hvílíkt þrekvirki það hefur verið jafn ungum manni og að vera kallaður til starfa við svo þungbærar aðstæður, þar sem yfir þijátíu manns höfðu farist og flestir þeirra úr þessu fámenna þorpi. Enda mátti heita að þorpið væri lamað eftir þetta þunga högg. En presturinn ungi gerði það ekki endasleppt í þjónustunni við Bíldæl- inga og aðra Arnfírðinga. Þarna kaus hann sér starfsvettvang næstu 18 árin og þau áttu sannarlega eftir að verða viburða- og árangursrík. Sr. Jóni var einkar lagið að vinna með börnum og unglingum. Hann stofnaði sunnudagaskóla, varð lífið og sálin í barnastúkunni, og auk þess stofnaði hann unglingaskóla á Bíldudal, sem enginn hafði þar verið fyrir. Við sem uxum úr grasi á Bíldudal á þessum árum nutum þess- arar elju hans í mörgu. Öll prestverk vann sr. Jón af stakri prýði, tónaði flestum betur og var einlægur í boðun sinni, enda setti það mark sitt á allt dagfar hans og viðhorf. Flest árin á Bíldudal hélt hann úti fjölrituðu blaði, Geisla, sem hefur að geyma margháttaðan fróðleik sem annars væri nú gleymsku hulinn. Auk þess lagði sr. Jón mikla rækt við ritstörf lengst af ævinnar sem einkum voru helguð æskunni og fræðimennsku. Eftir að sr. Jón fluttist frá Bíldud- al 1961 þjónaði hann á ýmsum stöð- um á landinu. Mér þótti afar ánægjulegt að hitta hann aftur, er hann þjónaði í lok starfsferils síns hér austur á Nes- kaupstað, þaðan sem hann ungur maður hafði lagt upp á sínum tíma. Og ég fann á þeim hjónum að þessi stutti tími var þeim einnig kær. Sérstaklega þökkum við tryggð þeirra við þessi endurnýjuðu kynni. Um leið og við, fjölskylda mín, sendum frú Auði, Hauki syni þeirra og Auði, fósturdóttur þeirra og fjöl- skyldum þeirra, innilegar samúðar- kveðjur, biðjum við Jóni Kr. ísfeld blessunar Guðs og þökkum fyrir að hafa átt hann að fyrr og síðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) Guðríður Guðbjartsdóttir, Neskaupstað. Þegar lífsins leiðir skilja Ijúfi Jes- ús gæti þín. Nafni minn, eins og við kölluðum alltaf hvor annan þegar við töluðumst við hvort sem það var í síma eða augliti til auglitis, er dá- inn. Ég vil með þessum fáu orðum þakka honum fyrir uppeldi mitt sem ég fékk hjá honum í Bíldudalskirkju er ég fór sem barn að aldri í sunnu- dagaskólann og bamastúkuna Vor- boða sem séra Jón stofnaði. Ég man ekki til þess að maður léti sig vanta, hvorki í stúkuna né í sunnudagaskól- ann, enda bar maður svo mikla virð- ingu og svo mikið traust til þessa góða æskulýðsleiðtoga að það hefði aldrei komið til greina. Ég byijaði að syngja hjá nafna mínum í kirkj- unni, fyrst í sunnudagaskólanum, síðan í kirkjukórnum fermingarárið mitt 1954. Hingað til Bíldudals kom séra Jón Kr. Isfeld 1944 frá góðu brauði, Hrafnseyri, en tekur hér við sem slíkur eftir Þormóðsslysið 1943. Það sagði hann mér oft er við rædd- um saman að það hefði verið mikið átak fyrir ungan prest að ganga í hús og tilkynna þetta hörmulega slys. En það sannaðist þegar tíminn leið hvað Jón var miklum hæfíleikum búinn sem embættismaður og boð- beri guðs. Hann vann alla tíð mikið starf bæði hér á Bíldudal og á þeim fjöl- mörgu stöðum sem hann var á eftir að hann fór héða'n 1960. Við skriftir vann hann alltaf mjög mikið, gaf út bækur og hér á Bíldud- al blað sem hét Geisli og er í dag mikill dýrgripur. Ég bið góðan Guð að blessa eftir- lifandi konu hans, Auði H. ísfeld, þá góðu konu, og son þeirra, Hauk, og hans ljölskyldu. Ég lýk þessum fáu orðum og kveð minn góða vin með orðum skáldsins: Lækkar lífdaga sól löng er orðin min ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Bíldudal BRIDSBÓK AB Bók fyrir alla sem vilja kunna brids. Hér eru gefin góð ráð bœði fyrirbyrjendur og lengra komna. Bók sem allir bridsspilarar œttu að hafa við höndina. METSÖLUBÓK Bœkurnar um Valla ferðalang hafafarið sigurför um heiminn Bók fyrir alla J ^ fjölskylduna ; , ' Skemmtileg bók sem þroskar athyglisgáfuna i Hvar er Valli? Hvar er myndavélin hans? Hvar er stafurinn? Hvar er maðurinn ! með hundinn? Hvar er lOORÁÐHANDA BRIDSSPILimUM mm iútímanum þjódsögur VERÐLAUNAB0$ Kkþtnmtileg verðlaunabók œvintýri Uglu. Aðalsteinn Ásberg íSjgtírðsson erfyrir Wtfguþekktur fm0k skáldskap sinn. Myndir Erlu'j^p(^'&. Sigurðadóttur gefa sögunni enn meira líf. FYNDINBÓK ;Jf|l Þjóðsögur úr nútímanum, sem margir kannast við. En eru þœr sannar? SkemmtUeg lesning&tytfi vekur lesandann jafnframt til umhugsunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.