Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Pálmaolia y í ^ jólakökubaksturinn Sími/fax 8122S5. m B1ACK& DECKER ÖFLUGAR OG ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BLACK&DECKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. SKEIFAN-8 - SÍMI812660 Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Aldarminning: Anna J. Carlsdóttir Jóhann K. Pálsson Það er við hæfí og mér er ljúft á þessum tímamótum að minnast þeirra hjóna sem gengu mér ásamt þremur öðrum börnum í móður- og föðurstað. Aldrei fundum við fóstur- börnin annað frá þeirra hendi en að þau væru okkar eigin foreldrar og börnunum okkar reyndust þau eiskuleg amma og afí. Anna fæddist á Fáskrúðsfírði 28. mars 1891, foreldrar hennar voru Carl Guðmundsson verslunarmaður ættaður frá Vopnafírði og Petra Jónsdóttir ættuð frá Djúpavogi, þau fluttu til Stöðvarfjarðar árið 1894 þar sem Carl var áfram við verslun og þar ólst Anna upp frá þriggja ára aldri. Jóhann fæddist 29. maí 1891 í Hestgerði í Suðursveit. Foreldrar hans voru Páll Skarphéðinsson og Álfheiður Jónsdóttir bæði Skaftfell- ingar að ætt. Þau fluttu að Hval- nesi í Stöðvarfírði þegar Jóhann var ungur að aldri. Þannig ólust þessi börn upp sitt hvoru megin Stöðyarfjarðar, um- girtum tignarlegum Qallahring. Þessi fallegi ijörður átti eftir að verða þeirra samastaður til enda lífs. Afí sagði mér eitt sinn að þegar þau á fermingardaginn stóðu saman við altari Stöðvarkirkju þá hefði hvarflað að sér sú hugsun hvort þessi ungmenni gætu ef til vill átt eftir að standa þarna saman aftur síðar — en, var það ekki með öllu óhugsandi, hún dóttir kaupmanns- ins en hann sonur bláfátæka bónd- ans á Hvalnesi. En sú varð þó raun- in og sannaðist hér sem fyrr að ástin þekkir engin landamæri og 11. september 1921 unnu þau Anna óg Jóhann sitt hjúskaparheit við áður nefnt altari og lifðu í farsælu hjónabandi í 51 ár. Veturinn fyrir ferminguna dvaldi mamma vestur í Ólafsvík hjá móður- systur sinni Guðrúnu og manni hennar Halldóri Steinsen lækni og minntist hún þeirra hjóna ávallt með mikilli virðingu og hlýju. Þegar hún var 15 ára veiktist hún af útvortis berklum og var send til Kaupmannahafnar, þar sem hún dvaldi á sjúkrahúsi í tvö ár. Hún komst yfír þennan erfíða sjúkdóm en ævilangt bar hún ör og fleiri ummerki læknismeðferðarinnar og gekk í raun aldrei heil til skógar. Eftir heimkomuna fór hún til Akureyrar í menntaskóla og síðar í Kvennaskólann í Reykjavík. Allt þetta þroskaði þá hæfíleika sem hún átti í svo ríkum mæli, en hún var einstaklega vel gefín og myndarleg. Heim til Stöðvarfjarðar lá svo leiðin á ný, þar sem hún ásamt yngri syst- ur sinni, Stefaníu, varð aðalstoð heimilisins, sem jafnan var-jnjög fjölmennt en auk verslunarinnar rak faðir þeirra útgerð og voru aðko- musjómenn jafnan margir, kaupa- fólk og vinnuhjú, auk þess sem fjöl- skyldan var stór. Börnin voru átta og var mamma elst þeirra og mun fjöldinn hafa verið nær 4t) manns þegar flest var. Á þessum árum kom síminn ti! Stöðvarfjarðar og kom það í hlut mömmu að annast þá þjónustu og var hún fyrsti stöðvarstjóri þar. Einn af sjómönnum Carls var bóndasonurinn handan fjarðarins, dugmikill og myndarlegur á velli. Hann gegndi þar formannsstarfi og þrátt fyrir að sjóveikin þjakaði 'hann alla tíð stundaði hann sjóinn af mikl- um dugnaði. Dvöl hans í kaup- mannshúsinu leiddi svo til hjóna- bands þeirra mömmu sem fyrr get- ur. Árið 1922 flytja þau suður yfir fjörðinn og hófu búskap á Heyklifí, sem var önnur tveggja jarða á Kambanesi. Þar byggðu þau ásamt Kveðja: Iðunn Kristinsdóttir Elskuleg amma okkar, Iðunn Kristinsdóttir, er látin. Sárt er að sakna og margs er að minnast. Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðast samt. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógur dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (Newman - M. Joch.) Megi amma hvíla í friði. Helga Jónsdóttir og Kristinn Jónsson. bróður pabba stórt tvílyft timbur- hús. Þetta sama ár var byggður viti á Kambanesi og gegndi pabbi starfí vitavarðar þar í 22 ár. Heimilið varð fljótt umfangsmikið og mannmargt, þar sem stundaður var bæði landbúskapur og útgerð vor og sumar. Börn eignuðust þau engin en fóst- urbömin urðu fjögur sem fyrr get- ur. Fyrsta barnið, Stefán Stefáns- son, tóku þau fárra vikna sama árið sem þau gengu í hjónaband, hann var fæddur í Skálavík við Fáskrúðs- fjörð. Hann lést árið 1978. Hin eru Áðalbjörg Magnúsdóttir (sú sem þetta ritar) fædd á Reyðarfirði 1923, Jóhanna Sólmundsdóttir fædd á Stöðvarfírði 1932 og Jónas Jóns- son fæddur í Reykjavík 1935. Einn- ig kom til þeirra á unglingsaldri ljósudóttir mömmu og nafna Anna Vilbergsdóttir frá Hvalnesi í Stöðvarfírði og dvaldi hjá þeim uns hún stofnaði sitt eigið heimili. Frá æsku- og uppvaxtarárunum á afskekktum sveitbæ fyrir meira en hálfri öld er margs að minnast þótt fátt eitt verði skráð hér. Heimil- ið var okkur einnig skóli í þess orðs fyllstu merkingu því mamma var okkar fyrsti kennari og hélt því reyndar við uns skólaskyldu lauk því kennara höfðum við ekki nema fáar vikur á vetri hveijum, en kennslan var henni í blóð borin og þess nutu einnig stúlkurnar hennar á veturna, sem hún ávallt kenndi hannyrðir og einnig bæði íslensku og dönsku, þeim sem þess óskuðu. Alltaf var nóg að starfa og við, sem önnur börn á þessum árum, fórum snemma að hjálpa til við hin dag- legu störf bæði úti sem inni. Fiskur- inn var saltaður, þveginn og þurrk- aður í fjörunum og á klöppunum. Sömuleiðis var ullin þvegin og hreinsuð heima, týnt úr henni allt kusk og greitt úr flókum eftir því sem hægt var. í þá daga þótti ekki annað við hæfi en að rýja hveija kind sem til náðist og koma ullinni í verð. Pabbi var kröfuharður að þetta verk væri vel unnið og fór ullin hans því undantekningalítið í fyrsta gæðaflokk. Vinnufólk var allt árið um kring og á sumrin var ekki óalgengt að heimilisfólkið væri 10-15 manns. Á Heyklifi dvöldu einnig einstæðingar. Um þá var vel hugsað og fyrir kom ef vistaskipti komu til tals að við- brögðin urðu á þann veg að málið var látið niður falla og því fór svo að sumir áttu hjá þeim heimili öll árin sem þau bjuggu þar og aðrir lengur. En þetta fólk vann eftir því sem þroski þess og kraftar leyfðu og af einstakri trúmennsku. Sími kom ekki að Heyklifi fyrr en eftir að pabbi og mamma fluttu þaðan og var því erfítt um vik þeg- ar veikindi, meiðsli og stundum slys báru að höndum og kom sér þá vel meðfæddur hæfileiki mömmu að hlynna að sjúkum og búa um sár, og þess naut ekki bara heimilið þvi ósjaldan var til hennar leitað þegar með þurfti og minnist ég ekki ann- ars en að vel tækist. Árið 1944 fluttu þau aftur austur yfir Ijörðinn og byggðu í kauptúninu húsið Þrastarhól. Pabbi stundaði þar vinnu meðan heilsa hans leyfði. Seinustu árin nutu þau nábýlis við Stefán og konu hans Önnu, sem reyndist nöfnu sinni einstaklega vel og milli þeirra ríkti ávallt mikilL kærleikur. Eldri synir þeirra Stefáns og Önnu, Vilbergur og Jóhann, nutu þess í ríkum mæli að alast upp í nálægð ömmu og afa og var sam- band þeirra mjög náið og hlýtt og reyndust þeir þeim einnig einstak- lega vel þegar aldur og heilsubrest- ur sóttu að. Mamma lést í nóvem- ber 1972 eftir stutta en erfíða legu. Þá kom að okkur fósturbörnunum að veita aðstoð sem gerði það kleift að hún að eigin ósk gat dvalið heima uns yfír lauk. Yfír sjúkra- og dánar- beði hennar hvíldi æðruleysi og frið- ur. Pabbi varð bráðkvaddur í ágúst 1979. Hann hafði liðið af hjartasjúk- dómi í nær 20 ár. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. í hugum okkar lifír minning- in um æsku- og uppvaxtarárin heima á Heyklifi. Ein af mínum hugljúfustu minningum er tengd jólunum, en það er Ijósið sem jafnan var látið loga á jólanótt. Það er ólýs- anlegt hvað þessi siður skóp mikla gleði og gerði helgi jólanna raun- verulega í barnshuganum. Að fá að sofna á aðfangadagskvöld í bjarm- anum frá litla olíulampanum var svo hátíðlegt og þrátt fyrir alla þá ljósa- dýrð sem einkennir jól nútímans verður þetta litla ljós frá bernskujól- unum það fegursta og sem skærast skín í mínum huga hveija jólanótt. Við fóstursystkinin erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ástar og umhyggju okkar góðu fósturfor- eldra. Guð blessi minningu þeirra. Aðalbjörg Magnúsdóttir Desembcrverð d Stornt farsímum Verðið er hreint ótrúlegt. Storno bílasími kr. 79.580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Bíla- og burðarsími kr. 94.760 stgr. með vsk. Burðarsíma íylgir 4 Ah rafhlaða. Takmarkað magn. POSTUR OG SIMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og slmstöðvum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.