Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSXIPTl/JflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Þjónusta Nýþjónusta VISA íslands við hótel og gististaði VISA ísland, í samvinnu við VISA International, kynnir um þessar mundir nýja sérþjónustu við hótel- og gististaði, sem kallast VISA-Gisti- þjónusta. Hún felur í sér að hótel- og gististaðir geta gert samning við VISA sem felur i sér aukna þjónustu við hótelgesti, minni tilkostn- að og tryggari greiðslur. Með hinnj nýju gistiþjónustu geta allir korthafar VISA notað kortin til að tryggja sér bókun á gistirými og notið forgangsþjónustu meðan á dvöl stendur. I því felst m.a. að gistirými skuli haldið fram að brottfarartíma daginn eftir áætlaða komu nema því aðeins að það hafí verið afpantað fyrir kl. 18.00, að staðartíma gisti- staðar, á áætluðum komudegi. Þá geta korthafar VISA fengið for- gangsþjónustu við uppgjör. Réttur korthafans felst enn fremur í því að* sé gistirými ekki fáanlegt þegar hann kemur, skal gististaðurinn útvega korthafa sambærilegt gistirými á jafngóðum gististað í eina nótt, hon- um að kostnaðarlausu. Samkvæmt afpöntunarreglum VISA-Gistiþjón- ustu skal gististaður samþykkja allar afpöntunarbeiðnir frá korthöfum séu þær bornar fram fyrir kl. 18.00 á áætluðum komudegi, nema annað hafi verið tekið fram við pöntun. Einnig tryggir gististaðurinn sér aukinn -rétt með samningnum. Ef korthafinn nýtir ekki gistirýmið fyrir brottfarartíma daginn eftir áætlaða komu og afpantar ekki fyrir kl. 18.00, má gististaðurinn framvísa sölunótu fyrir gistikostnaði í eina nótt á VISA-reikning korthafa. Þá getur gististaður skuldfært staðfest- ingargjald á kortreikning gestsins með samþykki hans og einnig má gististaður sækja um forheimild til áætlaðs gistikostnaðar. Samkvæmt upplýsingum VISA hafa verið útbúnar handhægar leið- beiningar fyrir hótel- og gististaði, sem fylgja samningnum og skýra á einfaldan og skipulegan hátt fram- kvæmd þeirrar þjónustu, sem VISA- Gistiþjónusta tekur til. NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA NYJAR BÆKUR SKUGGSJA PÉTUU ZDPHCXiASSON VÍKÍNGS IÆKJARÆITV I | ■■ . mmmamSSBBSBÍ Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smósögur eftir hann, sem skrifaðar eru ó góðu og kjarnyrtu móli. Þetta eru bróðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn . gamansamar og meö alvar- legum undirtóni. Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra ó Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-líðar œttarinnar, niðjar Stefóns Bjarnasonar. Efninu fram . að Guðmundi Brynjólfssyni ó Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma ó nœsta óri (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis.' BHBOHHHBur Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skóldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt fró ummœlum fluggófaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sólförum aö nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frósögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Hmthogi Guftmmdssmt Gamanscmi ^norrc ^turlusonar Nokkur valin dæmi Sknjjiji M.Scott Peck Leiöin til andlegs tproska Öll þurfum viö að takast ó við vandamól og erfiðleika. Það er oft sórsaukafullt að vinna bug ó þessum vandamólum, og flest okkar reyna ó einhvern hótt að foröast að horfast í augu við þau. í þessari þók sýnir þanda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamólum og öðlast betri skilning ó sjólfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. Finnbogi Guðmundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ór síðan Árni beiskur veítti Snorra_ Sturlusyni banasór í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir I bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi fró kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt ó lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir fró, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ VIÐSKIPTASAMNINGUR — Árni Ingason, markaðs- stjóri Stefáns Thorarensen hf. ogforstjóri fyrirtækisins, Bjarni Bjarna- son ásamt Susanne Jorgensen, markaðsstjóra Elizabeth Arden á Norð- urlöndum og forstjóra þess Finn De Salobert. Verslun Stefán Thorarensen fær umboð fyrir Cerruti STEFÁN Thorarensen hf. undirritaði nýlega viðskiptasamning við Elizabeth Arden um dreifingu á snyrtivörum frá italska fyrirtækinu Cerruti. Cerruti er um þessar mundir að kynna nýjan ilm fyrir karl- menn, Cerruti 1881. í fréttatilkynningu frá Stefáni Thorarensen segir að Cerruti 1881 sé ferskur ilmur unninn úr valinni bjöndu jurta sem tilheyri flóru Mið- jarðarhafslandanna. Glasið sem ilm- urinn er í minni á marmara, ís eða hijúft yfirborð náttúrunnar og askj- an minni á gijót, marmara eða gran- ít. Helsti hönnuður Cerruti fyrirtæk- isins, Nino Cerruti, átti hugmyndina að nýja ilminum. Cerruti fyrirtækið var stofnað árið 1881 og er enn í eigu Cerruti fjölskyldunnar. Upphaflega var framleiðsla þess bundin við vefnað- arvöru, en fyrirtækið er nú þekkt fyrir tískufatnað og fleiri vörur. í fréttatilkynningunni segir að Cen-uti hafi orð á sér fyrir að skapa nýjan stíl, sem byggi á gömlum og sígild- um grunni. Ráðgjöf Nýtt fyrirtæki í verkefnastjómun STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki, HÞ, til að annast stjórnunarráðg- jöf, sölu á hugbúnaði og þróun á notendaforritum til verkefna- og framleiðslustjórnunar. Eigandi fyrirtækisins, Hreinn Þormar, hefur verið búsettur í Danmörku um árabil og inun liann opna skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu snemma á næsta ári. Hyggst hann einkum eiga viðskipti við verkfræðistofur og fyrirtæki í byggingar- og orkuiðnaði. Starfsemi . fyrirtækisins verður þríþætt. í fyrsta lagi mun það bjóða ráðgjöf í skipulagningu og stjórnun verkefna á ýmsum sviðum, þ.á.m. fjárhags- og tímaáætlanir. 1 öðru lagi’ verður á boðstólum hugbúnaður og notendaforrit til verkefna- og framleiðslustjómunar, en fyrirtækið er með einkaumboð á íslandi fyrir hugbúnað frá breska fyrirtækinu „Lucas management systems”. Þá mun fyrirtækið einnig sinna kerfisþróun á notendaforritum til verkefastjórnunar. í frétt frá HÞ segir að fyrirtækið byggi á margra ára reynslu við verk- efnastjómun og kerfisþróun í Art- emis og sé sá hugbúnaður notaður víða um heim. Fjölmiðlun Gagnabanki fyrir aimenning STOFNAÐ hefur verið nýtt fjölmiðlafyrirtæki, Sérsvið hf., sem hefur upplýsingamiðlun til almennings að leiðarljósi, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hyggst starfrækja gagnabanka um hin ýmsu svið íslensks þjóðfélags og geta lögaðilar gerst áskrifendur, en áskriftargjöldin munu fjármagna þessa upplýsingamiðlun. Almenningur getur tengst þessum gagnabanka gegnum einmenningst- ölvur og fengið þaðan upplýsingar. Árlega mun gagnabankinn ■ verða gefinn út í formi árbókar. Samkvæmt upplýsingum frá Sér- sviði hf. er tilgangur félagsins tví- þættur. Annars vegar hyggst fyr- irtækið brúa bilið milli nútíðar og þeirrar framtíðar, að almenningur sé í gegn um einmenningstölvur tengdur inn á tölvunet með aðgang að gagnabönkum. Hins vegar er ætlunin leggja grunn að þeirri fram- tíð með þróun, uppsetningu og kynn- ingu slíks tölvunets. Monnvirkjanefnd Knattspyrnumannvirki Mannvirkjanefnd Knattspyrnusambands íslands hefur í hyggju að setja ó stofn gagnabanka fyrir aðildarfélög sambandsins. Þangað eiga félög og aðrir, sem hyggja ó framkvaemdir ó þessu sviði, að geta leitað og oflað sér upplýsinga um róðgjafa, verktaka og efnissala. Mannvirkjanefndin óskar eftir upplýsingum um fyrirtæki og einstakl- inga, sem starfa ó þessu sviði. Þar skal m.a. komo fram reynsla og verksvið auk almennra upplýsinga. Upplýsingar skal senda til: KSÍ - Mannvirkjanefnd, íþróttamiöstöðinni Laugardal 128 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.