Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 39
UKW íJWAJffi MORGUNBLAÐIÐ VDDSKDPTI/IOVINNULÍF þriðjudagur 10. desember 1991 39 r-TTBT'l'J!Ll.lllJ Astralskir álframleiðendur auka framleiðslugetu ÁSTRALSKA álbræðslufyrirtækið Portland Aluminium hefur uppi áform um að auka framleiðslugetu sína um 150.000 tonn á ári með því að fjölga bræðslukerjum í verksmiðju sinni. í dag framleiðir verksmiðjan um 300.000 tonn á ári, en unnt er að tvöfalda þá framleiðslugetu með því að bæta við bræðslukeijum. Áform Portland ' Aluminium koma mjög á óvart því eins og íslendingar vita manna best er ástand álmarkaðarins ekki sem best. Verð á áli er lágt og engin merki um að það sé að hækka. Allir framleiðendur, aðrir en Port- land, hafa brugðist við með því að draga úr framboði og fresta framkvæmdum. Forsvarsmenn Portland segja hinsvegar að þeir séu að búa sig undir hækkandi verð. Sérfræðingar á verðbréfamörk- uðum telja þó áform Portland óhyggileg við núverandi aðstæður. Þeir búast þó ekki við að neinar breytingar verði á álverði, í öllu falli ekki meðan aðeins er um að fyrirhugaða framleiðsluaukningu að ræða. KWNMSUPAR ®Tann OROSENGRENS Enskir og sænskir peningaskápar ELDTRAUSTIR ■ ÞJ0FHELDIR • HEIMSÞEKKT FRAMLEIÐSLA E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 j Verslun Danskar fatahúðir opn- aðar í Bandaríkjunum Danska tískuhúsið In We- ar/Matinique opnaði nýlega eig- in verzlun við Madison breiðgöt- una í New York milli 59. og 60. strætis. Þetta er tíunda búð fyr- irtækisins í Bandaríkjunum, og ráðgert er að opna 3 til 4 nýjar búðir árlega næstu árin. Niels Martinsen, eigandi og for- stjóri In Wear, ákvað í fyrra að færa út kvíarnar á smásölu- markaðinum í Bandaríkjunum, en leggja minni áherzlu á heildsöluna, þrátt fyrir samdrátt þar í landi og nokkuð tap á rekstri búðanna til þessa. Til að bæta reksturinn í Banda- ríkjunum hafa heildsölu og smá- söludeildir In Wear verið sam- einaðar, og starfsfólki utan búð- anna verið fækkað úr 45 í 25. Einnig hefur sýningarsölum fyrir- tækisins fyrir heildsala í Ðallas, Los Angeles og Chicago verið lok- að. „Heildsalar 0 g stórverzlanir ætlast til þess að við greiðum þeim fyrir að auglýsa vönirnar frá okk- ur, og að við tökum þátt í verð- Bjartsýni hjá Marks &Spencer í FYRSTA skipti í tólf ár hefur hagnaður Marks & Spencer minnkað. Hagnaðurinn fyrstu 6 mánuði ársins reyndist vera 215,2 milljónir punda, saman- borið við 230,3 milljónir í fyrra. Þrátt fyrir það eru stjórnendur fyrirtækisins bjartsýnir. Fækkun starfsfólks í þúsunda- tali hefur kostað félagið 16,9 millj- ónir punda á þessu ári. Stjórnar- formaður félagsins, Rick Green- bury, bendir því á að sé tekið til- lit til þessa sé rekstrarniðurstaðan lítið eitt betri en á sama tíma í fyrra. Hann telur einnig að fækk- un starfsfólks muni spara 20 millj- ónir þegar litið er til ársins í heild. Ennfremur segir hann að sala hafi aukist í október. Marks & Spencer yfirtóku ný- lega bandarísku verslunarkeðjuna Brooks Brothers, þeir hafa sett kanadískt dótturfyrirtæki sitt sem rekið var með tapi, í sölu og halda áfram útþenslu sinni í Evrópu eins og áætlun þeirra gerði ráð fyrir. Forsvarsmenn fyrirtækisins líta því framtíðina björtum augum, þrátt fyrir þetta milliuppgjör. lækkunum ef vörurnar fara á út- sölu. Auk þess hafa margar verzlanir orðið illa fyrir barðinu á þeim samdrætti í viðskiptum, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þá er reynt að draga úr kostnaði með því að takmarga vörubirgðir, og við höfum orðið fyrir því að pantanir hafa verið afturkallaðar eftir að vörurnar höfðu verið sendar áleiðis til Bandaríkjanna,” segir Mogens Klestrup fram- kvæmdastjóri hjá In Wear A.S., sem rekur smásöluverzlanir In Wear/Matinique. Auk lokunar sýningarsala sinna í Bandaríkjunum, nema í New York, hefur In Wear takmarkað fjölda heildsöluviðskiptavina sinna, og eru þeir nú aðeins 4, en voru 20. Mogens Klestrup reiknar þó áfram með verulegum tekjum frá heildsölunni, en á rekningsár- inu 1990/91 komu um 50% af 100 milljóna d. kr. tekjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum frá heildsölu- deildinni. Hinsvegar á aukning veltunnar á komandi árum að koma frá smásölunni. „Við gerum ráð fyrir að hagnað- ur Verði á rekstrinum reikningsár- ið 1992/93. Og ég vona að veltan verði komin upp í 200 milljónir d. kr. innan fjögurra ára,” segir Klestrup. Opnun nýrra verzlana í Banda- ríkjunum krefst verulegra fjárfest- inga. Þannig varði In Wear 3 millj- ónum d. kr. í búðina við Madison breiðgötu, og er þá ekki talinn með kostnaður af vörubirgðum búðarinnar. Svipaða upphæð kost- aði að opna -nýja búð í San Frans- isco fyrir þreumur mánuðum. En .næstu verzlanir In Wear í Banda- ríkjunum verða allar á austur- ströndinni og í Kalifomíu. Heimild: Börsen. Alþingihid forna Ný bók eftir Einar Pálsson kemur út á morgun. Ritið er vandað að allri gerð, 160 blaðsíður, í fallegu bandi, með tii- vísunum og nafnaskrá. í þessu riti er Alþingi hið forna skýrt, gerð þess og uppruni. Ritinu er skipt í 66 kafla, þannig að nota má það sem handbók eða uppflettirit. Er það ætlað öllum þeim sem vilja kynnast Þingvöllum og fornri stjórnskipan Islendinga. Ákveðin kenn- ing er sett fram um eðli hins forna Alþingis; samkvæmt henni ýar Alþingi íslendinga ekki ólíkt öllu sem áður þekktist í heiminum - eins og nú er oft haldið fram - það var byggt á merkustu hugmyndum og vönduðustu stjórn- skipan fornra samfélaga. Bókaútgáfan Mímir Meim en þúgeturímyndadþér! JOLATILBOÐ 15% afsláttur af sturtuklefum, hreinlætistækjum, stálvöskum og blöndunartækjum Við rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af baðskápum. Tilvaldir í þvottahús o.fl. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 68 64 55 - 68 59 66 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.