Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0029 8481 Öll kort útgefin af JUGOBANKA og byrja á: 4506 21** Öll kort útgefin af B.C.C.I. kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klðfesta kort og visa á vágest. VISA AWémm’i Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 VAKORTALISTI Dags. I0.l2.l99l.NR.62 5414 8300 0362 1116 5414 8300 1950 6111 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5414 8301 0407 4207 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5412 8309 0321 7355 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF. Ármúla28, ^ 108 Reykjavík, sími 685499 y BlLDSHOFDA 16SIMI67Z444 TELEFAX672580 __________________________________________ Tilboð eBV hand- tjokkum UMBOÐS■ oa HEILDVERSLUNIN Vegna hagstæöra samninga við framleiðendur og magninnkaupa getum við boðið góðan afslátt á meðan birgðir endast. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! HAPPADRÆTTI 10 dagar með Heiðari snyrti í vinninga hjá SÁÁ Mannvirkið skoðað. Morgunblaðið/Steinnunn O. Kolbeinsdóttir Nýlega sendi SÁÁ happadrætti- smiða út um allt land og voru þar bæði í boði hefðbundnir vinningar og svo aftur aðrir óhefð- bundnari. Má í því sambandi nefna, að 10 vinningar eru kallaðir á seðl- inum, „Dagur með Heiðari Jóns- syni snyrti ásamt 150.000 króna fataúttekt.” Þetta verður að teljast fremur óvenjulegur happadrætti- svinningur og Morgunblaðið hringdi heim í vinninginn. Spurði hann um hvernig þetta væri tilkom- ið allt saman. Þetta er nú allt saman tilkomið með ósköp venjulegum hætti. Ég er einfaldlega að gefa góðu mál- efni vinnu mína umrædda daga. Málið er, að ég hef unnið mikið með SÁÁ með þeim hætti að sam- tökin hafa vísað á mig sem lið í sjálfsuppbyggingu. Meðferðaraðil- ar hafa fylgst með starfsemi minni og ég hef haft mikla vinnu og tekj- ur af samstarfinu. Ég hef því vel efni á því að gefa þetta lítilræði á móti,” sagði Heiðar. Hann sagði enn fremur að þessi þróun mála sýndi auk þess umtalsverða hug- arfarsbreytingu hjá sér. „Ég drekk nú lítið vín sjálfur, eitthvað svona einstaka sinnum, þannig áð ég hafði tilhneigingu til að afgreiða alkóhólisma sem aumingjaskap og sjálfskaparvíti. En eftir að ég fór að vinna með þessu fólki og kynn- ast málinu betur sá ég svo auðvitað hvers konar sjúkdómur þetta raun- verulega er,” sagði Heiðar. Ef eitthvað gengur út af um- ræddum vinningum og þeir falla í hlut karla, má reikna með því að þeir gefí mökum sínum eða frænk- Morgunblaðið/KGA Heiðar Jónsson snyrtir. um vinninginn? „Það hefði verið sjálfgefið fyrir ekki meira en 2 til 4 árum. En þetta er að breytast. Hlutfall karla í hópi viðskiptavina minna er ört vaxandi og er senni- lega nú um 10 prósent. Og það er svo skrítið að þeir hópar karla sem koma mest. til mín eru sjómenn og bændur. Þó að það sé skrítið þá er það samt „lógískt” þegar grannt er skoðað. Ég hef aðeins spurt þá út í hvers vegna þeir leiti til mín. Svarið er, að þeir vinni í skítagöll- um og punta sig sjaldan. Þegar þeir geri það á annað borð vilja þeir gera það almennilega. Bændur okkar og sjómenn bera auk þess ekki eins mikið úr býtum nú orðið og í eina tíð og því enn skiljan- legra að þeir vilji einu sinni fyrir allt hugsa vel til síns hálstaus og skyrtna sinna,” segir Heiðar að lokum. UMHVERFI Ráðherra skoðar náttúrukæran bæ Eiður Guðnason umhverfisráð- herra kom nýverið í opinbera heimsókn til Hvolsvallar. Erindið var að skoða skolphreinsistöð sem nú er verið að byggja á staðnum. Heimsóknin hófst með stuttri mót- töku á hreppsskrifstofunni en þár tóku forráðamenn hreppsins á móti ráðherra. Þar voru honurn sýndar teikningar af mannvirkinu og út- skýrði Reynir Elíeserson, sem er hönnuður mannvirkisins, hvernig hreinsistöðin kemur til með að virka. Aðferð sú sem notuð verður við hreinsun skolpsins er kölluð lífræn hreinsiaðferð og hefur ekki verið reynd áður á Islandi. Þegar hreinsi- stöðin verður fullbyggð verður hreinsunin 80-90%. Ekki mun þurfa nein aukaefni við hreinsun skolpsins nema e.t.v. geril sem vinnur gegn skán sem myndast vegna sápuefna sem eru í skolpinu. Að kynningu lokinni var farið í útsýnisferð um þorpið og hreinsistöð- in sína skoðuð. Fyrirhugað er að fyrsta áfanga hennar verði lokið um miðjan desember og verður þá hægt að taka þann hluta strax í notkun. Að þessu loknu var boðið uppá kaffi- veitingar í Hvolnum. í heimsókninni kom fram að mik- ill áhugi er nú meðal forráðamanna Hvolhrepps að Hvolsvöllur verði náttúrukær eða vistkær bær. Á Hvolsvelli er matvælaframleiðsla nú orðin ein aðalatvinnugi'einin og er því nauðsynlegt að frárennslismál og önnur mál er iúta að umhverfinu séu í góðu lagi. - SÓK Páll Hilmarsson frá Hans Petersen hf., Sveinbjörn Ólafsson, Gestur Ólafsson, ritstjóri tímaritsins Arkitektúr og skipulag, Stígur Stein- þórsson og Þráinn Hauksson. UOSMYNDUN Sigraði í ljósmyndasamkeppni Ttilefni af 10 ára afmæli tímarits- X ins Arkitektúr og skipulag ákvað ritstjórn þess að efna til ljós- myndasamkeppni um íslenska byggingarlist. Dómnefnd skipuðu Auður Sveinsdóttir landslagsarki- tekt, Ivar Török hönnuður, Jakob Líndal arkitekt og Leifur Þorsteins- son ljósmyndari. Verðlaun í samkeppni voru veitt föstudaginn 29. nóv. sl. Verðlaun, ljósmyndavél sem Hans Petersen hf. gaf, hlaut Stígur Steinþórsson en auk þess hlaut hann ársáskrift að tímaritinu. Sérstaka viðurkenn- ingu og ársáskrift að tímaritinu hlutu einnig: Hanna Brekkan, Sveinbjörn Ólafsson og Þráinn Hauksson. (Fréttatilkynning) Guðný og Bryndís í Gallerí Umbru. Morgunbiaðið/Þorkeli Sr Hafa opnað leirlista- gallerí í miðbænum Tvæif leirlistakonur, þær Guðný Magnúsdóttir og Bryndís Jóns- dóttir hafa opnað leiriistagallerí í Bernhöftstorfunni, á endanum við innganginn í veitingahúsið Torfuna. Guðný sagði í samtali við Morgun- blaðið að uppsetning metnaðarfulls leirlistagallerís væri nýnæmi í bæn- um, en með þessum hætti vildu þær vekja athygli fólks á því að ieir má allt eins nota til myndlistar eins og annarra hluta. „Svona viljum við komá leimum á framfæri og leggja um leið okkar af mörkunum til þess að efla menningarlíf bæjarins,” sagði Guðný. Gallerí Umbra skiptist í þijá sali auk forsals og fyrst um sinn ætla þær Guðný og Bryndís að sína eigin verk. Síðar ætla þær að bjóða öðrum leirlistamönnum að sýna. Guðný hefur víða sýnt list sína, bæði hér heima og erlendis og verið iengi í þessu. Skemmra er síðan að Bryndís gekk í raðir leirlistamanna. Hvort ég sé giftur? Hvernig dettur þér það í hug?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.