Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 47 í dag verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík tengdafaðir minn, Jón Kr. ísfeld, en hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 1. desember sl. Jón fæddist 5. september 1908 í Haga í Mjóafirði. Foreldrar hans voru hjónin Júlía Sigríður Steins- dóttir og Jens Kristján ísfeld. Jón var elstur fimm systkina. Tvær syst- ur hans, Ólöf og Lilja, búa í Reykja- vík en Fjóla á Akureyri. Einar bróð- ir þeirra lést aðeins 14 ára að aldri árið 1944. Jón ólst upp á Austfjörð- um. Sjórinn var þar nálægur og stundaði hann sjó með föður sínum í nokkur ár allt frá barnsaldri. Sjór- inn, sjómenn og allt sem lýtur að sjómennsku heillaði hann alla tíð síðan. Hugur hans stefndi þó til frek- ara náms og stundaði hann nám í Eiðaskóla og tók svo stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1932. Þaðan lá leið hans til Reykja- víkur og lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskóla {slands árið 1934. Enn hélt hann áfram á menntabraut- inni og nú varð guðfræðin fyrir val- inu. Hann útskrifaðist guðfræðingur frá Háskóla íslands árið 1942. Sama haust var hann vígður til Hrafnseyr- arprestakalls í Isafjarðarprófasts- dæmi. í febrúar 1943 urðu óvænt þátta- skil í starfi hins unga prests. Þá fórst vélskipið Þormóður á leið frá Bíldudal til Reykjavíkur og með því ijöldi Bíldælinga. Á meðal þeirra sem fórust var presturinn á Bíldudal, svo að það kom í hlut unga nágranna- prestsins að ganga í um það bil fjórða hvert hús á staðnum til að tilkynna vandamönnum lát ástvina. Þetta voru honum þung reynsluspor. Stuttu eftir þennan atburð óskuðu Bíldælingar eftir því að hann gerðist prestur þeirra og var hann þar allt til ársins 1960. Jafnframt þjónaði hann Selárssókn og lengst af einnig Hrafneyrarprestakalli. Úr Árnarfirði flutti hann norður í Æsustaðaprestakall í Húnvatns- prófastsdæmi með eins árs dvöl í Reykjavík þar sem hann stundaði kennslu. Því prestakalli þjónaði hann til ársins 1970 er hann fiutti til Búðardals og þjónaði Hjarðarholts- prestakalli til ársins 1975. Hann var einnig prófastur í Barðastrandar- prófastsdæmi og Snæfells- og Dala- prófastsdæmi. Árið 1975 ætlaði tengdafaðir minn að láta af preststörfum. En hann var alltaf tilbúinn að hjálpa til ef til hans var leitað. Því fór það svo að væri eitthvert prestakal! prests- laust um stundarsakir var hann gjarnan beðinn að gegna því. Þess vegna urðu prestaköllin fleiri þar sem hann lét gott af sér leiða. Má þar nefna Norðfjörð, Reykhóla, Vík í Mýrdal, Grindavík og Mosfells- prestakall. Á öllum þessum stöðum eignaðist hann fjölda góðra vina sem honum þótti alla tíð vænt um. Kennslustörf voru tengdaföður mínum mjög hugleikin enda fékkst hann við kennslu samhliða prestskap í fjölda ára. Hann stofnaði m.a. ungl- ingaskóla á Bíldudal og í Æsustaða- prestakalli. Störf með börnum og unglingum skipuðu háan sess hjá honum. Hann hafði öflugt barnastarf með höndum, sérstaklega á Bíldudal, þar sem hann auk sunnudagaskóla og annars barnastarfs á vegum kirkjunnar sá um barnastúku og ýmiss konar tóm- stundastarf, leikstarfsemi o.fl. Þá tók hann ætíð virkan þátt í margs konar félagsstarfí svo sem slysavarnastörfum, skógræktar- störfum, leiklist, söng í kórum og þannig mætti lengi telja. Ritstörfln áttu mjög stóran hlut í lífi hans. Eftir hann hefur komið út fjöldi bóka og ber þar hæst^barna- og unglingabækur, en hann skrifaði einnig bækur fyrir fullorðna, bæði skáldsögur, hugvekjur og bækur um þjóðlegan fróðleik. í mörgum þess- ara bóka er að flnna boðskap þann er honum var svo hugleikið að koma á framfæri. Einnig má nefna mikinn ljölda greina í blöð og tímarit og mörg útvarpserindi. Hann ritstýrði einnig ýmsum tímaritum og gaf m.a. út safnaðarblaðið Geisla í fjölda ára. Jón Kr. ísfeld kvæntist 25. júlí 1942 eftirlifandi eiginkonu sinni, Auði Halldórsdóttur frá Nesi í Loð- mundarfirði. Mikið gæfuspor var það þegar tengdafaðir minn eignaðist Auði að lífsförunaut. Hún hefur alla tíð staðið við hlið hans og stutt hann hvort sem var í starfi eða einkalífi. Það er erfítt að tala um annað þeirra án þess að nefna hitt. Á prestsheim- ili úti á landi er mikiil erill. Þar heima er oftast skrifstofa prestsins og sóknarbörnin leita þangað oft vegna hinna ólíkustu mála. Þetta gladdi tengdaforeldra mfna sem alltaf vildu vera til hjálpar og ekkert aumt máttu sjá. Á þeirra heimili fengu allir bæði andlega og líkamlega næringu. Þar átti Auður mjög stóran þátt. Auður, tengdamóðir mín, dvelur nú á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði. Áldrei fannst tengdaföður mín- um hann eiga nógu sterk orð til að þakka alla þá alúð sem Auður nýtui hjá því elskulega fólki sem starfar þar. Einn son eignuðust þau hjón en hann er Haukur ísfeld, kennari í Reykjavík, fæddur 1943, kvæntur undirritaðri. Einnig ólu þau upp bróðurdóttur Auðar og nöfnu henn- ar, Auði Björnsdóttur, skrifstofu- stjóra í Reykjavík, fædd 1949. Hún hefur alla tíð reynst þeim eins og besta dóttir. Síðustu ár þegar sjúk- leiki tengdamóður minnar fór að ágerast sýndi Auja vel hve hlýjan hug hún ber til fósturforeldra sinna. Jón var lengst af heilsuhraustur og alla daga sístarfandi. Hann byrj- aði daginn snemma og vann fram á kvöld. Hann var glaðsinna og sér- staklega einlægur, fljótur að hugsa og framkvæma. Veraldlegum auði safnaði tengdafaðii- minn ekki en átti þó mikið bókasafn. Sá auður sem hann safnaði var kærleikur. Það var elska til manna og náttúm. Aldrei vildi hann gera á hlut neins og vildi eiga alla að vinum. Hann gladdist ef hann gat gert öðrum gott. Hann var sannkallaður gleðigjafi. Síðustu vikurnar vom tengdaföð- ur mínum erfíðar. Það voru mikil viðbrigði fyrir hann að liggja lamað- ur og hjálparvana eftir svo erilsama starfsævi. Hann kvartaði ekki, trúði því að allt færi vel á hvorn veginn sem færi. Hann dásamaði hjúkr- unarfólkið sem reyndist honum svo vel bæði á Landakotsspítala og sjúkradeild Hrafnistu. Við fjölskylda hans viljum hér koma á framfæri bestu þökkum til alíra þeirra sem léttu honum þessar erfiðu stundir og hjúkruðu honum svo vel. Alla tíð hefur tengdafaðir minn reynst mér og fjölskyldu minni ein- staklega vel. Kærleikur, ást og um- hyggja eru þau orð sem mér em efst í huga þegar ég hugsa til hans. Hann lét sér mjög annt um sonársyn- ina þijá og fylgdist vel með þroska þeirra og daglegu lífi. Hann gladdist innilega yfir hveijum áfanga sem þeir náðu á þroskabrautinni. Þegar tveir eldri bræðurnir, Lárus og.Jón Haukur, dvöldust árlangt sem skipti- nemar erlendis, þá vissi ég að engin bréf voru eins vel þegin og frá afa, enda voru þau bæði mörg og löng. Þeir fundu svo vel hvað afa þeirra og ömmu þótti vænt um þá, enda var það gagnkvæmt. Margar ómet- anlegar' stundir hefur yngsti afa- strákurinn, Guðmundur Fjalar, átt með afa sínum, ekki síst við ritvélina en þar undu þeir sér svo vel saman. Hann vildi alltaf vera að semja sög- ur eins og afl. Eva, dóttir Auju, hafði sömu reynslu af kærleika afa síns og ömmu. Öllum þótti þeim svo undur vænt um afa sinn. Þó að ég kveðji nú tengdaföður minn í hinsta sinn hér jörð, trúi ég þeim boðskap sem hann breiddi út að við munum hittast og heilsast í öðrum heimi. Ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Kristín G. ísfeld ' OVENJULEG FALLEG STÓRBROTIN exnar . TOL Klettur í hafi er líklega óvenjulegasta bókin sem kemur út á íslandi á þessu ári. Einar Már Guðmundsson er einn þekktasti og vinsœlasti núlifandi rithöfundur okkar íslendinga. Tolli er meðal vinsœlustu myndlistarmanna landsins. JOfþta er bók sem er sœlgœti fyrir augu og huga. Sérstœð bók og fögur með 80 litmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.