Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 11 NÝ NÆTURDROTTNING ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Sigrún Hjálmtýsdóttir er fimmti söngvarinn sem syngur hlutverk næturdrottningarinnar í uppfærslu íslensku óperunnar á Töfraflautunni eftir Mozart. Við hlutverki Sigrúnar sem Papagene tók Katrín Sigurðar- dóttir. Undirritaður var á sunnu- dagssýningunni, annarri sýningu Sigrúnar og Katrínar. Miðað við fyrri sýningar var hraðinn nokk- uð meiri en oft áður og sýningin í heild þétt og markviss. Stjórn- andi var Robin Stableton og er það mikil gæfa fyrir íslensku óperuna að hafa slíkan ágætis tónlistarmann í þjónustu sinni. Katrín Sigurðurdóttir söng Papagenu og var trú þeirri mynd er leikstjórinn skóp þessari sýn- ingu og söng og lék hlutverkið af öryggi. Stjarna kvöldsins var Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki nætur- drottningarinnar. Það sem miður fór voru smámunir hjá þeirri sterku mynd, sem hún skóp þessu „virtúósa” sönghlutverki og á heildina litið er Sigrún besta næturdrottning sem komið hefur fram í þessari sýningu. Hlutverkið er einstætt í sögu óperunnar og hápunktur Töfra- flautunnar, sem þó er samfellt listaverk. Þar vefur Mozart sam- / an í eitt leikræn átök og einstæð- an leik með tóna, er útheimtir bæði mikla tækni og raddgæði. Öðrum tónskáldum tókst sjaldan að sameina þessi atriði, svo úr var annaðhvort leiktæknisýning eða að leikræn átök yfirskyggðu tónlistina. Alla þessa þætti dró Sigrún Hjálmtýsdóttir saman í eina heilsteypta mynd, með frá- bærum leik og snilldarlega út- færðum söng. Sigrún Hjálmtýsdóttir Ljóðabók eftir Jón Val Jensson GOÐORÐ hefur gefið ljóðabókina Sumarljóð 1991 eftir Jón Val Jens- son. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Ljóðin einkennast af lotningu skáldsins fyrir náttúrunni, nýróm- antísk ljóð frá því í aldarbyrjun. Ljóð- in eru ýmist rímuð eða órímuð, íhuganir höfundar á ferðalögum um Suður- og Vesturland síðastliðið sumar og á gönguferðum við sjáv- arsíðuna í Reykjavík.” Sumarljóð 1991 er fyrsta ljóðabók Jóns Vals. Bókin er 64 síður og er prentuð hjá Offsetflölritun hf. ------♦ ♦ ♦----- Dagskrá Amnesti I Norræna húsinu ALÞJÓÐLEGUR mannréttinda- dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, lO.desember og af því tilefni gengst Islandsdeild Amnesti Int- ernational fyrir sérstakri dagskrá í Norræna húsinu i kvöld klukkan 20,30. Dagskrá samkomunnar verður þannig, að fulltrúi utanrikisráðuneyt- isns mun flytja yfirlýsingu íslenzku ríkisstjórnarinnar í tilefni veitingu friðarverðlauna Nobels í dag í Osló. Verðlaunin hlýtur samvizkufangi Amnesti International, Aung San Suu Kyi frá Mjanmar (Búrma), en hún situr í stofufangelsi í heimalandi sínu. Undirskriftarlistar til stuðnings henni liggja frammi á samkomunni. Þá mun Atli Harðarson heimspeking- ur flytja erindi um mannréttindahug- takið og Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari flytja nokkur lög. Loks verður sýnt stutt myndband, sem gert hefur verið í tilefni 30 ára af- mælis samtakanna í ár. Kafffistofa verður opin, öllum er heimill aðgang- ur og jólakort samtakanna verða til sölu. DAGBOK DIONU Prinsessan af Wales í nærmynd Díana Bretaprinsessa er hyllt um heim allan, en hvemig skyldi hún vera? Hvað gerir hún í frístundum sínum? Hverjir em vinir hennar? Hverja umgengst hún í einkalífinu? Hvert fer hún að versla, borða og skemmta sér? Brugðið er upp lifandi nærmynd af prinsessunni og svipt hulunni af einkalífi hennar. Frábærar litmyndir, sumar afar óvenjulegar, sýna okkur konuna á bak við hina konunglegu ásýnd. Verðkr. 2.890.- GEGN OFURVALDI Baráttusaga BORÍS JELTSÍNS sjálfsævisaga fram til síðustu atburða. Borís Jeltsín er maðurinn sem valdaklíkan í Kreml var búin að fella pólitískan dauðadóm yfir. En Jeltsín sneri vöm í sókn, komst til æðstu metorða sem forseti Rússlands og varð skyndilega bjargvættur Gorbatsjovs og lýðræðisþróunarinnar í Sovétríkjunum í valdaránstilrauninni í sumar. Jeltsín segir frá lífshlaupi sínu, byltingunni sem át bömin sín, forréttindaheimi flokksgæðinga kommúnista og uppreisn sinni gegn kerfinu. Ótrúleg og æsispennandi saga. Verð kr. 2.890.- ORN OG m ORLYGUR Bækur sem skyggnast á bak vib tjöldin Erlendar œvisögur í sérflokki ^JELTSÍNS -^Státís^evisaga fram ti! síbust'inrtbBF&a .,, Síbumúli 11, 108 Reykjavík 684866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.