Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 68
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Tvö íslensk málverk á ^ uppboði hjá Sotheby’s TVO íslensk málverk verða boðin upp á voruppboði Sotheby’s í Lon- don í mars á næsta ári. Hér er um að ræða málverk eftir Jóhann- es S. Kjarval og Jón Stefánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk listaverk eru boðin upp hjá þessu þekkta fyrirtæki. Fyrir uppboðið verður gerð sérstök söluskrá um öll þau verk sem þar verða til sölu. í henni verður mynd af þessum tveimur verkum ásamt upplýsingum um þau en söluskránni er dreift í stóru upplagi um allan heim. John Dowling, einn af fram- kvæmdastjórum Sotheby’s, var staddur hérlendis um helgina og kynnti sér þá möguleikana á að koma íslenskum listaverkum að á aiþjóða- markaði. Hann segir að hann telji Island, og íslenska list einstæða í Evrópu og að uppboðið í mars sé ágætt tækifæri til að koma þessu á framfæri. í framhaldi af heimsókn John Dowling hingað til lands er von á fleiri sérfræðingum frá Sotheby’s. Meðal annars mun frímerkjasérfræð- ^vingur heimsækja ísland í janúar nk. "^Sem kunnugt er af fréttum hefur Sotheby’s sérstakan fulltrúa á ís- landi, Sigríði Ingvarsdóttur, en John Dowling segir að Sotheby’s vinni nú að öflugu markaðsstarfi á öllum Norðurlöndunum. Þannig hafi fyrsta uppboð Sotheby’s á Norðurlöndum verið haldið í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sjá nánar á bls.28. Ríkisstjórnin kynnti nýjar efnahagsaðgerðir í gær: Eldur laus í barnaheimili Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að barnaheimili, sem er í smíðum á mótum Gagnvegar og Garðhúsa í Grafarvogi, kl. 21.50 í gærkvöldi. Fyrsti slökkviliðsbílinn var kominn að bamaheimilinu fímm mínútum síð- ar en allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent. á staðinn. Slökkvistarfinu lauk rétt fyrir kl. 23. Fjöldi fólks fylgdist með. Miklar skemmdir urðu á húsinu enda var eldurinn mikill. Vakt var við húsið frameftir nóttu. Fólk í nærliggjandi húsum tilkynnti um eldinn. Lokafrágangur stóð yfir á barnaheimilinu sem taka átti í notkun í janúar. Þar var mikið af efnum sem ollu sprengingum þegar eldurinn kviknaði. Barnaheimilið er um það bil 200 fm að flatarmáli. Eldsupptök eru ókunn og engin slys urðu á fólki. Tekjur auknar og skor- ið niður um 3 milljarða RIKISSTJORNIN hefur kynnt til- lögur fyrir aðra umræðu um fjár- lagafrumvarpið, sem gera ráð fyr- ir 3 milljarða króna niðurskurði á ríkisútgjöldum og 1,6 milljarða króna tekjuauka ríkisins miðað við fjárlagafrumvarpið eins og það var lagt fram í október. Sam- kvæmt þessum tillögum yrði fjár- lagafrumvarpið afgreitt með 3,5 milljarða króna halla sem er minni halli en áður var ráð fyrir gert. Nokkrar tillögurnar hafa mætt andst.öðu einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin leggur meðal annars til að launa- og rekstrargjöld ríkisins lækki um 5% að meðaltali, sveitarfé- * UA kaupir 1.600 tonna kvóta frá Yestmannaeyjum: Kvótasalan nauðvörn til að halda eignum félagsins - segja forráðamenn Bergs-Hugins hf. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur-Huginn hf. í Vestmannaeyjum hefur selt kaupsamning sinn um grænlenska togarann Natsek ásamt 1.600 tonna kvóta togarans Bergeyjar til Ugerðarfélags Akureyringa hf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þetta ákveðið þar sem Is- landsbanki treysti sér ekki til að standa við gefin fyrirheit um fjármögn- ^un kaupanna á Natsek í kjölfar þess að fyrirhuguð sala á Bergey til Ilúsavíkur gekk til baka. Forráðamenn Bergs-Hugins hf. segja að salan á kvótanum sé nauð- vörn til að halda áfram eignum fé- lagsins. ísfélag Vestmannaeyja hf. missir við þessa sölu, um fjórðung af kvóta þeirra skipa sem lagt hafa upp hjá félaginu. Það hyggst leita á (fiskmarkað sem fyrirhugað er að stofna í Eyjum til að afla hráefnis á móti kvótanum. Salan á kvótanum frá Eyjum hef- ur vakið ugg hjá sjómönnum um að til atvinnuleysis kunni að koma. Elías Björnsson formaður - .Sjómannafé- lagsins Jötuns segir kvótasöluna hið versta mál og og bætti því við að sjómenn væru orðnir eitt núll í kvóta- málunum. Það væru aðeins peninga- menn sem gætu keypt skip og kvóta. Svo kann að fara að meiri kvóti fari frá Eyjum því til greina kemur að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum selji hlut af sínum kvóta til að grynnka á skuldum og er rætt um allt að 1.500 tonn í þessu sambandi. Að sögn forráðamanna vinnslustöðv- arinnar eru þessar hugmyndir á lofti vegna þrýstings frá Islandsbanka um sameiningu fyrirtækisins og Fiskiðj- unnar hf. Arni Johnsen alþingismaður segir það óþolandi að horfa á eftir l.GOO tonna kvóta frá Eyjum. Þessi sala sé til marks um hrikalega stöðu fisk- vinnslunnar í landinu. Hann segir að gera verði þá kröfu til aðalbanka Vestmannaeyja, Islandsbanka, að hann standi vörð gegn frekari kvóta- flutningum. I ályktun sem bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur gert er lýst yfir áhyggjum vegna sölu kvótans. Þá lýsir bæjarstjórnin yfir furðu sinni á því að þessi sala sé heimil án um- sagnar bæjarstjórnar. Jafnframt er óskað eftir því að sjávarútvegsráðu- neytið skeri úr um hver sé réttur bæjarstjórnar í þessu máli, bæði hvað varðar kvótasölu og forkaupsrétt á skipum. Samkvæmt kvótalögunum hefur bæjarstjórnin ekki umsagnarrétt í málinu því ekki var um beina sölu á skipi að ræða heldur sölu á kaup- samningi og einnig var um framtíð- arkvóta að ræða og í slíkum tilvikum er bæjarstjórn ekki umsagnaraðili. Hún er það einungis þegar árskvóti er seldur. Sjá nánar á bls. 30-31 lögin taki við verkefnum af ríkinu og missi að auki tekjur til ríksins. Framkvæmdum við hluta af Vest- fjarðagöngum verði frestað, barna- bætur verði skertar en barnabóta- auki hækkaður, sjómannaafsláttur verði þrengdur, innflutningsgjöld á stærri gerðir fólksbíla hækkuð og skattur lagður á fjárfestingarsjóði. Ríkisstjómin sat með hléum á fundi frá sunnudegi til klukkan sex á mánudagsnótt þegar samkomulag náðist um tillögur. Þær voru kynntar þingflokkum ríkisstjórnarinnar snemma á mánudagsmorgun. Al- þýðuflokkurinn samþykkti tillögurn- ar fyrir sitt leyti, en tillagan um að fresta hluta af Vestfjarðagöngunum mætti andstöðu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, Matt- híasar Bjarnasonar og Einars Guð- finnssonar. Þá lýsti Einar Guðfinnsson sig einnig andvígan ti'llögunni um að skerða skattaafslátt sjómanna og fulltrúar sjómanna hafa einnig brugðist hart við þessum hugmynd- um. En Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagðist telja að nægur þing- meirihluti væri fyrir tillögunum. Önnur umræða um fjárlög verður á Alþingi á miðvikudag, en henni var frestað um einn dag svo stjórnarand- staðan gæti kynnt sér tillögur ríkis- stjórnarinnar betur. Nokkrir út- gjaldaliðir fjárlaga bíða þriðju um- ræðu fjárlaga. Þar er aðallega um að ræða sjúkrahús og heilbrigðis- stofnanir, vegamál og almanna- tryggingar. Sjá nánar á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.