Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 28
"'28 MORGUNBLÁÐIÐ ÞKlÐJUDÁGUR IO/DÉÖEMÉER'1991 Islensk myndlistarverk eiga mögnleika á alþjóðamarkaði - segir John Dowling framkvæmdasljóri hjá Sotheby’s í London JOHN Dowling framkvæmda- stjóri hjá Sotheby’s í London segir að íslensk myndlistarverk eigi töluverða möguleika á al- þjóðamarkaði en hann var staddur hérlendis um helgina að kynna sér íslensk listaverk. Akveðið hefur verið að á vor- uppboði Sotheby’s í mars í Lon- don verði tvær myndir eftir ís- ienska málara boðin upp, ann- arsvegar mynd eftir Jóhannes S. Kjarval og hinsvegar mynd eftir Jón Stefánsson. „Fyrir um ári síðan ákváðum við hjá Sotheby’s að skoða mögu- leikana á Islandi svipað og gert hefur verið á hinum Norðurlönd- unum,” segir John Dowling. „Við erum alltaf reiðubúnir til að meta nýja markaði og ég tel ísland vera einstakt land í hugum Evr- ópubúa bæði vegna legu sinnar og þeirra sem búa hér. í fram- haldi af þessu var ráðinn sérstak- ur fulltrúi Sotheby’s á íslandi og á næstunni munu fleiri fulltrúar frá Sotheby’s en ég heimsækja landið. Til dæmis kemur frí- merkjasérfræðingur frá okkur hingað í næsta mánuði.” Þetta er í fyrsta sinn sem John Dowling kemur til Islands og hann hefur notað tímann til að skoða íslensk listaverk. Hann hefur búið á Hótel Holti og tekur sérstaklega fram hve hrifínn hann varð af málverkum þeim sem þar hanga á veggjum. „Eg hef búið á fjölda hótela víða um heim í tengslum við starf mitt og þar hafa oftast hangið málverk á veggjum. En Hótel Holt er fyrsta hótelið sem ég kem á þar sem heilt málverka- safn prýðir veggina. Og sá sem sett hefur þetta safn upp hefur að mínu mati gott auga fyrir myndlist,” segir hann. í Downing stræti 10 John Dowling hóf störf hjá Sotheby’s árið 1987 en hafði þar á undan unnið víða í breska stjóm- kerfinu. Á árunum 1985-1987 var hann starfandi á skrifstofu breska forsætisráðuneytisins í Downing stræti 10. Þar var hann tengiliður og ráðgjafi Margrétar Thatcher í menningarmálum. Nú er hann framkvæmdastjóri í þeirri deild Sotheby’s sem annast markaðs- mál í Austur-Evrópu en til íslands var hann sendur, bæði vegna pers- ónulegs áhuga svo og þess að hann hefur getið sér gott orð í þróun á jaðarmörkuðum fyrir upp- boðsfyrirtækið. „Sotheby’s er fyrirtæki sem hefur orð á sér fyrir að vera alltaf í sókn og við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að auka um- svifin,” segir John Dowling. „Þessi umsvif felast að miklu leyti í því að leita nýrra markaða fyrir viðskiptavini okkar í listaheimin- um. Sem stendur er mikill áhugi fyrir listaverkum á Norðuriöndun- um og er ísland þar ekki undan- skilið. Þessi listaverk hafa ekki áður verið að neinu ráði á alþjóð- legum markaði en það er að breyt- ast. Fyrsta uppboðið sem viÁhöld- um á Norðurlöndunum verður í kvöld (mánudagskvöld, innskot blm.) í Stokkhólmi en þar höfum við haft fulltrúa á okkar vegum undanfarin 10 ár.” I máli Johns Dowlings kemur fram að hann hafi hrifist mjög af mörgu því sem fyi’ir augu hans hefur borið meðan á dvölinni hér- lendis hefur staðið. Nefnir hann þar sem dæmi verk eftir Finn Jónsson. „Það er engin spuming í mínum huga að mörg íslensk listaverk eru á heimsmælikvarða hvað gæði snertir og þau eiga fyllilega erindi á alþjóðlegan lista- verkamarkað,” segir^John Dowl- ing. Iðunn gefur út sögu Jónasar frá Hriflu IÐUNN hefur gefið út bókina Með sverðið í annarri hendi og plóg- inn í hinni - Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur er höfundur bókarinnar. í kynningu útgefanda segir: „í þessu mikla verki rekur höfundur- inn mótunarsögu Jónasar á lifandi og gagnrýninn hátt og svarar mörgum spurningum um hann og samtíð hans. Hann styðst við fjölda áður óbirtra heimilda þar sem Jón- as kemur við sögu, m.a. sendibréf hans og annarra. Þar kemur margt fram sem ekki var áður vitað um þroskaár Jónasar, áhrifavalda í lífi hans og afskipti hans af íslenskum stjórnmálum og þjóðmálum á um- brotatímum sjálfstæðisbaráttunn- ar, og þar sést hvemig Jónas þjálf- ast í þeirri list að stýra samheijum og andstæðingum á taflborði mannlífsins. Fyrst og fremst varpar bókin þó leiftrandi ljósi á Iíf Jónasar frá Hriflu, hæfileika hans og bresti. Hér er dregin upp áþreifanleg og sönn mynd af umdeildum braut- ryðjanda og athafnamanni, sem ætíð barðist af eldmóði fyrir því sem honum þótti horfa til framfara en sást alltaf fyrir. Fjöldi ljós- mynda er í bókinni.” Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. INNLENT Aung San Suu Kyi Friðarverðlaunahafi Nóbels 1991 eftír Jakob F. * Asgeirsson í dag verða friðarverðlaun Nó- bels fyrir árið 1991 afhent við hátíð- lega athöfn í Osló. Alexander Aris, 18 ára sonur Aung San Suu Kyi, mun veita verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar, en hún dvelur sem kunnugt er í algerri ein- angrun í stofufangelsi í Rangoon. Við athöfnina verður m.a. flutt verkið „Canon og Gigue” eftir þýska tónskáldið Pachelbel, fagurt verk og fullt af andagift, en það var það síðasta sem eiginmaður Aung San Suu Kyi heyrði konu sína spila á píanóið. Margir fyrr verð- launahafar verða viðstaddir því Norðménn minnast nú níutíu ára afrnælis friðarverðlaunanna. Meðal þeirra er Irinn Maired Corrigan, sem ásamt Betty Williams vann tií vérðlaunanna 1976, en hún hefur haft'frumkvæði að þvf að fá alla núlifandi verðlaunahafa til að skrifa undir bænárskjal til valdhafanna í Búrina þár sem farið er fram á hófstillt stjómarfar, ftjáls skoðana- skipti Og samningaviðræður í anda híns búddíska arfs Búrma sem hvað sem öðru líður boðar umburðar- lyndi, sátt og samlyndi í veraidleg- um efnum. Um áttatíu manns voru tilnefnd- ir til verðlaunanna að þessu sinni, þ. á m. Vaclav Havel, Perez de Cueilar, Boris Yeltsin, George Bush (fyrir stórtækan niðurskurð í kjarn- orkuvopnabúri Bandaríkjanna), Nelson Mandela' Jimmy Carter, Janies Baker (fyrir að skipuleggja friðarviðræður ísraela og araba) og kínverski andófsmaðurinn Chai Ling. Það var raunar sjálfur Vaclav Havel sem tilnefndi Suu til verð- launanna réttri klukkustund áður en tilnefningarfresturinn rann út, og mun Alexander Dubcheck hafa afhent Nóbelsnefndinni bréf Havels þegar hann var í Osló við útför Ólafs konungs í janúar sl. Veiting friðarverðlauna Nóbels til Aung San Suu Kyi vakti al- menna hrifningu á Vesturlöndum. Þessi 46 ára kona er sjöunda konan sem hlýtur friðarverðlaunin, en alls hefur 24 konum verið veitti Nóbels- verðlaun í níutíu ára sögu þeirra. Ég hef áður lýst allítarlega í Morg- unblaðinu baráttu Aung San Suu Kyi fyrir mannréttindum og lýðræð- isumbótum í heimalandi hennar, Búrma. Hún er tákn um vilja búrm- önsku þjóðarinnar um frelsi úr morðingja höndum alræmdrar her- foringjaklíku og því efnahagslega hruni sem Ne Win hershöfðingi hefur kallað yfir landið í nafni sós- íalisma. Sá vilji kom hvað skýrast í Ijós í frjálsum kosningum í maí 1990 þegar Lýðræðishreyfing Aung San Suu Kyi vann meira en 80% þingsæta, þrátt fyrir að Suu hafi þá setið í stofufangelsi í heilt ár og aðrir stjórnarandstæðingar verið linnulaust ofsóttir. Herforingjastjórnin kallar sig SLORC (The State and Order Re- storation Council) og má segja að hún standi sannarlega undir hinni Orwellsku ógn sem að nafniu staf- ar. SLORC þvertók fyrir að hlýta úrslitum kosninganna og tók sér fyrir hendur að uppræta alla and- spymu í landinu, tvístraði Lýðræð- ishreyfingunni, handtók Búdda- munka sem mölduðu í móinn, en Búddamunkar eru álitnir helgir menn í landinu, og hélt áfram að ofsækja þjóðernislega minnihluta- hópa. Amnesty International, Asia Watch og mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðánna hafa margsinnis fordæmt ofbeldisverk herforingj- anna í Rangoon, en talið er að SLORC hafi myrt á fáum vikum milli 3 og 10 þúsund óbreyttra borg- ara þegar þeir létu til skarar skríða gegn mótmælaöldu almennings. Það er samdóma álit fréttaskýr- enda að með útnefningu Aung San Ruu Kyi til friðarverðlaunartna hafi Nþbelsnefndin í Osló gefið Búrma von — einmitt í þann mund sem margir andspyrnumenn voru að missa alla von. I greinargerð Nó- belsnefndarinnar segir að Suu séu veitt verðlaunin fyrir friðsama bar- áttu hennar í þágu mannréttinda og lýðræðis, sem sé eitthvert óvenjulegasta fordæmi umborgara- legt hugrekki sem þékkst hafi í Asíu síðustu áratugi, og að Súu hafi með framgöngu sinni orðið tákn fyrir alla þá fjölmörgu út um heim sem fórna sjálfum sér í' frið- samlegri baráttu fyrir lýðræði, mannréttindum og sátt meðal þjóð- emishópa. Það gerðist bæði skjótt og óvænt að Aung San Suu Kyi varð mál- svari alls almennings I Búrma. Árið 1988 hélt hún til Rangoon að hjúkra móður sinni sjúkri, en í sama mund reis þjóðin upp gegn aldarfjórðungs ofbeldisstjóm. „Sem dóttir föður míns gat ég ekki látið eins og ekkert væri,” seg- ir Suu á einum stað, en faðir henn- ar, Aung San, er sjálfstæðishetja „Það er samdóma álit fréttaskýrenda að með útnefningu Aung San Suu Kyi til friðarverð- launanna hafi Nóbels- nefndin í Osló gefið Búrma von — einmitt í þann mund sem margir andspyrnumenn voru að missa alla von.” Búrma og nánst helgur maður í munni almennings. Líkt og faðir hennar heldur Suu því fram, að lýðræði byggist á djúpri ábyrgðar- tilfmningu sérhvers borgara, og að hollusta og agi sé undirstaða þjóð- areiningar. Hún hefur auk þess lært mikið af Mahatma Gandhi og hugmyndum hans um borgaralega ólöghlýðni. Enda þótt Suu sé óum- deildur leiðtogi stærsta stjórnar- andstöðuafls í Búrma er hún ekki fremur en Gandhi eiginlegur stjórn- málamaður. Barátta hennar er fyrst og fremst andlegs eðlis! í ritgerð sinni Frelsi frá ótta kemst hún m.a. svo að orði: „Hin fullkomna bylting er bylting hugarfarsins, sprottin af vitsmuna- legri sanfæringu um nauðsyn breyt- inga á þeim gildum og hugsunar- hætti sem ráða ferðinni í þroska þjóðar. Bylting sem einvörðungu beinist að því að breyta stjórnarat- höfnum og hlutverki einstakra stofnana innan þjóðfélagsins, með það fyrir augum að bæta efnislega velferð, á litla möguleika á því að ná raunverulegum árangri. Án bylt- ingar húgarfarsins munu þau öfl sem sköpuðu ranglæti hins gamla skipulags að einhveiju leyti vera áfram við lýði og standa í vegi . sannrar umbóta og nýmyndunar. Það er á hinn bóginn ekki nóg að krefjast frelsis, lýðræðis ög mann- réttinda. Að baki slíkri kröfu þarf að búa sameinuð staðfesta að.halda út baráttuna, að færa fórnir í nafni sannleikans, að forðast þá spillingu sem hlýst af ágirnd, hatri, fáfræði og ótta.” Aung San Suu Kyi hefr nú verið haldið í stofufangelsi hátt á þriðja ár. Eiginmaður hennar og börn hafa ekki fengið að heimsækja hana frá jólum 1989, eða í tvö ár. Frá sumri 1990 hefur fjölskyldan nán- ast engar upplýsingar haft um líðan hennar, en þá tóku stjómvöld í Rangoon það til bragðs að opna bréf og pakka frá eiginmanni henn- ar og sýna innihaldið í dagblöðum landsins. Síðan þá hafa engin bréfa- skipti verið heimiluð. Það verða því blendnar tilfinning- ar sem bærast í bijóstum fjölskyld- unnar við athöfnina í Osló — mikil gleði en jafnframt djúpur söknuður og uggur um framtíðina. Höfundur cr rithöfundur, cn stundar nú doktorsnám í stjórnmálnfræði við háskólann í Oxford.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.