Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 Vanreiknaða EES-dæmið FYRRIGREIN eftir Hannes Jónsson Talsmenn EES-aðildar hafa í málflutningi sínum ekki sparað al- mennar órökstuddar staðhæfingar um ágæti EES-samninganna fyrir ísland. Hver man ekki eftir lof- söngnum um „sigursamninga", og að við höfum „fengið allt fyrir ekk- ert" 21. október sl.? Utanríkisráð- herra heldur áfram í Morgunblaðs- viðtali 31. desember og segir, að íslenskur þjóðarbúskapur muni hafa stórkostlegan ávinning „af EES- samningnum í framtíðinni". En menn vilja gjarnan skoða málið og röksemdirnar fyrir þessum almennu staðhæfíngum. Hvar eru þær? Hingað til hefur lítið farið fyrir þeim en hinar almennu órök- studdu staðhæfingar látnar duga eins og þær væru sjálfsagður hlut- ur. Almennar órökstuddar staðhæf- ingar og einhliða efnistúlkun þar sem mótrökum og ókostum er stungið undir stól í mikilvægum málum er ekki traustur grundvöllur opinberrar umræðu, ef sannsýni er markmiðið. Aftur á móti er þetta vel þekkt áróðursaðferð, sem ýmsir hafa beitt af mikilli rausn í sínum blekkingaráróðri. Til þess að leggja raunhæft mat á gildi EES-samninganna þarf að færa bæði fyrirsjáanlegar tekjur og gjöld til bókar og gera upp í ljósi þess. í málflutningi utanríkisráð- herra fer yfirleitt lítið fyrir gjalda- hliðinni, fórnarkostnaðinum. Við skulum reyna að reikna dæmið allt í ljósi fyrirliggjandi gagna. Fríverslun með fisk afgangsstærð í EES Um liðlega tveggja ára skeið hefur utanríkisráðherra haldið því að þjóðinni, að EES-samningarnir snúist um fríverslun með fisk. Fátt er fjær sanni. Það hefur álla tíð verið ljóst, að landbúnaðar- og sjáv- arafurðaviðskipti yrðu utan fjór- frelsisins. EB gerði þá kröfu þegar í upphafi samningaviðræðnanna, að áður en farið væri að ræða við- skipti með sjávarafurðir skyldi nást fullt samkomulag um, að (1) réttar- grundvöllur EES-samninganna yrði EB-rétturinn, (2) samkeppnisreglur EB skyldu gilda á samningssviði EES svo og EB-reglur um fjórfrels- ið, (3) samkomulag nást um stofnanir EES og dómsvald. Þá fyrst, þegar samkomulag hefði náðst um öll þessi atriði, væri tíma- bært að ræða önnur sérákvæði eins og viðskipti með sjávarafurðir. Þess vegna voru ekki önnur ákvæði um fisk í samningsdrögunum, sem EB gaf út 26. júlí 1991, en ein lína merkt 9. gr.a, þar sem segir: „Sam- komulag um fisk og aðrar sjávaraf- urðir skal skráð í viðauka" (Annex). Þessa annexíu var ekki farið að ræða af alvöru fyrr en í september og október 1991. Það er því aug- ljóst, að samningaviðræðurnar um EES fyrstu tæp tvö árin fjölluðu um allt annað en sjávarafurðir, þ.e. um EB-réttinn eins og hann skyldi gilda í EES og stofnunum þess varðandi fjórfrelsið á hinum sam- eiginlega markaði, um frjáls iðn- vöru-, þjónustu- og fjármagnsvið- skipti, auk sameiginlegs vinnu- markaðar. Utan við þetta kerfi skyldu vera viðskipti með landbún- aðar- og sjávarafurðir nema sér- samningar yrðu gerðir um það í samningaviðauka eða annexíu. — Þetta var í reynd staðfest með Briissel-samkomulaginu 14. febr- úar 1992 þegar gerður var viðauka- og tvíhliðasamningur um sjávarút- vegsmálin eftir að allt annað hafði verið samþykkt. Hinn almenni ábati af fjórfrelsinu En hver á gróðinn af hinu nýja fjórfrelsiskerfi sameiginlega Evr- ópumarkaðarins að verða? Samkvæmt endurskoðun hag- fræðinganefndar EB undir verk- stjórn Martin Bangemanns, vara- formanns framkvæmdastjórnar EB, frá árinu 1990 á fyrri áætlunum, þ. á m. á hinni svo kölluðu Cecchini- skýrslu, mun það taka EB-ríkin tólf minnst 6 ár, frá ársbyrjun 1993 að telja, að ná fullum ábata af fjór- frelsiskerfi sameiginlega markaðar- ins. Þessi ábati gæti mestur orðið um 2-4,5% af landsframleiðslu frá og með árinu 2000. Fram að þeim tíma er allt í óvissu um hver hann verður. Hann gæti orðið sáralítill sem enginn fyrstu 6 árin, yrði mest- ur í vanþróaðri S-Evrópuríkjum EB, minni í Mið- og Norður-Evrópuríkj- unum, þar sem iðnvæðing er mest og fjármála- og þjónustustarfsemi háþróuð. Um helmingur ábatans, 1-2,25% frá og með árinu 2000, á að skap- ast vegna hagræðingar í iðnaði, stærra framleiðslu- og markaðs- svæði án landamæra á innra mark- aði og þar með sparnaði vegna toll- afgreiðslna og viðkomandi pappírs- vinnu í innri viðskiptum, meiri sám- keppni stærri eininga í þjónustuvið- skiptum, frjálsara fjármagnsflæðis, þ. á m. frelsis til fjárfestinga á öllu svæðinu í fasteignum, landi og hvers konar fyrirtækjum, svo og vegna þess, að allt svæðið á að verða einn vinnumarkaður til þess að fyrirtækjunum gefíst kostur á að nýta sér vinnuaflið þar sem það er ódýrast og hagkvæmast fyrir atvinnureksturinn, enda fylgir frjáls búseturéttur fjórfrelsinu. Hinn helmingur ábatans á að skila sér vegna um 6% lækkunar á iðnvöruverði. Landbúnaðar- og þar með sjáv- arafurðir skulu vera utan fjór- frelsiskerfisins, nema tvíhliðasamn- ingar eða viðaukar komi til, s.s. reyndin varð. Um þær verður aðeins samið í tvíhliða samningum eða við- aukum við EES-samningana. Það þarf mikla og einfeldingslega glámskyggni til þess að lesa újt úr þessum forsendum ábata fyrir ís- lendinga af að breyta frá gildandi utanríkisviðskiptakerfi yfir í fjór- frelsiskerfi EB og EES. Kemur þar margt til. Læt ég nægja að benda á eftirtalin atriði: 1. Iðnvöruframleiðsla okkar er í smáum stíl og nýtur þegar fullrar fríverslunar á EFTA- og EB-svæð- inu samkvæmt gildandi fríverslun- arsamningum frá 1972. Ein rök- semdin fyrir fríverslunarsamning- um okkar við EB- og EFTA-aðild var einmitt sú að við þetta mundi Hannes Jónsson „Besti valkostur okkar í stöðu okkar milliríkja- viðskipta í dag er tví- mælalaust sá, aðfara í endurskoðun og lag- færingar á bókun 6, sem fylgir fríverslunar- samningi okkar við EB." um 320 milljóna íbúa fríverslunar- markaður opnast fyrir íslenskar iðnvörur og verða mikil lyftistöng fyrir íslenskan útflutningsiðnað. En hvað kennir reynslan? íslenskir iðn- rekendur hafa yfirleitt ekki náð teljandi árangri á Evrópumarkaði. Vaxtarbroddurinn í íslenskum út- flutningsiðnaði eins og iðntækni- framleiðsla tengd sjávarútvegi t.d. á vegum Marel og Icecon hefur aðallega fundið sína góðu markaði í Bandaríkjunum, Kanada, Austur- Evrópu.og Austurlöndum. Sama er að segja um iðntækniráðgjöf og sölu Orkint, svo dæmi séu nefnd. Aðild að EES mundi engu breyta fyrir okkur varðandi iðnvörufram- leiðslu og sölu. Sér ábatinn vegna EES yrði því enginn. 2. Helmingur ábatans af fjór- frelsinu á að felast í 6% lækkun á iðnvöruverði. Vafasamt er, að ís- lensk iðnvöruframleiðsla mundi lækka sem þessu nemur, enda ís- lenskur iðnaður ekki stór í sniðum og minnst af iðvöruveltu hér á landi innlend framleiðsla. Hins vegar mundum við njóta þessarar lækk- unar á innfiuttum iðnvörum frá Evrópuríkjunum, hvort sem við ger- umst aðilar að EES eða ekki. Þessi verðlækkun á iðnvöru frá Evrópu mundi enn þrengja að íslenskum iðnaði, sem þegar er illa staddur vegna gildandi fríverslunar með iðnvörur, en hún hefur meðal ann- ars leitt til þess, að ýmsar iðngrein- ar, s.s húsgagnabólstrun, fataiðn- aður og fleiri greinar, sem eitt sinn voru blómlegar hér á landi, eru nú ekki svipur hjá sjón. Aðild að EES mundi því ekki skila okkur ótvíræð- um ábata á þessu sviði. Við mund- um njóta 6% lækkunar af innfluttri iðnvöru frá Evrópu án aðildar að EES, en þessi lækkun gæti skaðað hluta af íslenskum iðnaði. Niður- staðan yrði sú sama við EES-aðild. 3. Þjónustuviðskipti er ekki há- þróuð grein hér á landi. Með hlið- sjón af því og reynslunnar af frí- verslun með iðnvörur um áraraðir er ekki líklegt, að íslenska þjóðar- búið græði mikið á því, að íslensk fyrirtæki á þessu sviði hasli sér völl í þjónustuviðskiptum Evrópu. Lík- legra er, að fjölgun samkeppnisað- ila í þjónustuviðskiptum á íslandi með þátttöku fjársterkra evrópskra fyrirtækja muni rýra viðskiptahlut- deild og ábata íslenskra fyrirtækja, m.a. vegna starfsemi fjölþjónustu- verslunarkeðja eins og t.d. þýsku fyrirtækjanna Hertie og Huma og hinnar svissnesku, Migros, auk samkeppni erlendra aðila í sam- göngum, ferðaþjónustu, fjármála-, vátrygginga- og verktakastarfsemi svo dæmi séu nefnd. 4. Varla mundi fríverslun með fjármagn og fjárfestingar í fast- eignum, landi og hvers konar fyrir- tækjum skila íslendingum miklum ábata. Erlendu fjölþjóða fyrirtæki mundu fjárfesta í og jafnvel kaupa upp þau íslensk fyrirtæki, sem lík- legt væri að skiluðu arði, en hin, sem stæðu illa, fengju að veslast upp í höndum okkar íslendinga. Með starfsemi erlendra banka og fjárfestingafélaga, leppamennsku og sameiningu fyrirtækja í krafti þessa frelsis væri t.d. nær ógjörn- ingur að koma í veg fyrir, að erlend fyrirtæki kæmust bakdyramegin inn í okkar fískveiðilögsögu með hliðstæðri afleiðingu ofveiði og rá- nyrkju og blasir nú við á öllum fiski- slóðum flota EB-ríkjanna. Sama gildir um orkuauðlindir okkar, ef þær verða settar í hendur hluta- félaga, sem gætu gengið kaupum og sölum á almennum fjármagns- markaði. Erfitt er að koma auga á, að í þessu fælist þjóðhagslegur gróði fyrir okkur. 5. Um hinn sameiginlega vinnu- markað og búseturétt er það að segja, að tilgangur hans er að skapa fyrirtækjunum hagstæOari rekstr- arafkomu með því að hagnýta sér vinnuaflið þar sem það er ódýrast. Hvað sem um þetta má segja er ljóst, að þetta mundi ekki leiða til bættra lífskjara íslenskra launþega né heldur verða til þess að styrkja velferðarkerfið. Augljóslega mundi þetta líka leiða til ómældra kostnað- arsamra félagslegra vandamála vegna tvíbýlis í landinu og tveggja eða fleiri málsvæða, svo sem t.d. dæmin frá Þýskalandi sanna varð- andi tyrkneska vinnuaflið þar í landi. — Það er mikil yfirsjón að telja þetta hliðstæðu við sameigin- lega norræna vinnumarkaðinn. Hann gildir bara um vinnu. EES gildir um fyrirtæki, fjármagn og vinnu. Erlendu fyrirtækin gætu því flutt hingáð til sín vinnuafl hvaðan sem þeim þætti hagkvæmast. 6. Um 75% af okkar útflutningi er sjávarafli. Hann er, eins og land- búnaðarafurðir, utan fjórfrelsisins og utan EES nema samkvæmt sér- samningi. Stefna EB í þeim efnum er, að á móti aðgangi að markaði eða tollalækkun af sjávarafla komi aðgangur að auðlind, fískveiði- réttindi í efnahagslögsögu viðkom- andi ríkis. EES-svæðið verður því ekki landamæralaust tollasvæði innri markaðar með sjávarafurðir heldur háð gildandi skriffinnsku við tollafgreiðslu, þrátt fyrir sérsamn- inga um lækkun tolla. Að öllu þessu athuguðu ætti að vera ljóst, að raunhæf íslensk hagsmunagæsla kallar ekki á aðild íslands að EES vegna almenns ábata af fram- kvæmd grundvallaratriða fjórfrels- isins. Sérstaða okkar sem sjávaraf- urðaútflytjanda, ekki iðnríkis, veld- ur þessu. Aðildin verður þó enn óæskilegri, þegar tekið er tillit til hins takmarkaða fullveldisafsals til Brussels í formi löggjafar- og dóms- valds á samningssviðinu, sem aðild fylgdi. En hvað þá um ábatann af tví- hliðasérsamningunum, fískannexíu EES-samkomulagsins frá 14. fe- brúar 1992? Er hann ekki stórkost- legur? Vegabréf inn í 21. öldina, sagði utanríkisráðherra. En væri e.t.v. ekki réttara að kalla hann vegabréf frá velferð til fátæktar og vandræða? Við skulum skoða þá hlið málsins í annarri grein. Höfundur er félagsfræðingur og fyrrverandi sendiherra. Háskóli; fyrir hverja? eftír Oddnýju M. Arnardóttur Á íslandi hefur ríkt og á að ríkja jafnrétti til náms. Við viljum að börnin okkar geti litið til bjartrar framtíðar með menntunarmöguleik- um er opni þeim dyr sem ella hefðu staðið lokaðar. Að þessum stoðum velferðar og lífsgæða (þau eru fleiri en hin efnislegu) er nú vegið. Maður sker ekki niður í háskóla Niðurskurður fjárveitinga til Há- skóla íslands er slíkur að Háskóla- ráð neyddist til þess að leggja skóla- gjöld á stúdenta sem nema munu 75-90 milljónum króna á árinu. Skólagjöld eru ákveðin fyrir eitt ár í senn og nú er það okkar stúdenta að snúa þessari þróun við. Þrátt fyrir skólagjöldin vantar um 150 milljónir króna upp á að endar nái saman ef halda á Háskóla íslands á sama stigi og nú er. Sparnaður og hagræðing ná skammt til þess að mæta slíkri upphæð. Það skýtur skökku við að þegar illa árar í þjóð- félaginu skuli vegið að Háskólanum en góður háskóli er einmitt helsta von okkar um bjartari framtíð. Þessu átta Svíar sig á. Þar, eins og hér, er nú reynt að ná tökum á rík- isfjármálunum og víða skorið niður en ekki í menntakerfinu. Breytt menntastefna Þessa dagana er til umfjöllunar á Alþingi nýtt frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Samkvæmt því mun greiðslubyrðin af láninu eftir að námi lýkur hækka til muna, vextir og lántökugjöld skulu tekin, endurgreiðslur hefjast ári eftir að námi lýkur í stað þriggja ára nú, tillit til félagslegra aðstæðna námsmanna er ekki lengur lögbund- ið o.m.fl. Þessar aðgerðir stjórnvalda leiða til grundvallarbreytinga á mennta- stefnu þjóðarinnar. Svo undarlega vill þó til að það er gert með því að færa til upphæðir á fjárlögum og leggja fram frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna úr tengslum við sitt rétta sam- hengi. Nú er svo komið að við stefn- um hraðbyri í að menntun verði forréttindi hinna efnameiri en áhugi og geta ráði litlu um það hverjir' stunda nám við Háskóla íslands. „Nú er svo komið að við stefnum hraðbyri í að menntun verði forrétt- indi hinna efnameiri en áhugi og geta ráði litlu um það hverjir stunda nám við Háskóla ís- lands." Tökum afstöðu Á morgun ganga stúdentar við Háskóla íslands til kosninga fulltrúa sinna í Stúdenta- og Háskólaráði. Á þessum erfiðu tímum þegar vegið er að þeim úr ýmsum áttum er mikil- vægt að stúdentar taki þátt í kosn- ingunum og sýni ráðamönnum að þeim er ekki sama hvernig hagsmunamálum þeirra er varið. Skólagjöld og Lánasjóður náms- manna sem ekki er félagslegur jöfn- unarsjóður og tryggir jafnan rétt allra til náms getur aldrei sam- ræmst lífsskoðunum þeirra sem eru í Röskvu, samtökum félagshyggju- Oddný M. Arnardóttir fólks við Háskóla íslands. Stúdentar verða á morgun að gera það upp við sig hvorri fylkingunni þeir treysta betur til að standa vörð um hagsmuni sína, Röskvu eða Vöku. Höfundur er laganemi og skipar fyrsta sætiá lista Röskvu til Háskólaráðs. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.