Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Morgunblaðið/I’orkell Síðasti fundur borgarstjórnar við Skúlatún Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur var haldinn í síðasta sinn að Skúlatúni 2 í gær, en þar hafa fund- imir verið haldnir í 34 ár, eða frá 6. febrúar 1958. Alls voru 675 bæjar- og borgarstjómarfundir haldn- ir í húsinu. Borgarstjóm mun næst koma saman í Ráðhúsinu við Tjömina 14. apríl næstkomandi. Frá stofnun bæjarstjómar árið 1836 hafa fundir bæjar: og borgarstjórnar verið haldnir á fimm stöðum. Í Landsyfirréttarhúsinu Austurstræti 22, í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti, í Eimskipafélagshúsinu við Pósthús- stræti og að Skúlatúni 2. í tilefni þessa síðasta fund- ar við Skúlatún gerðu borgarfulltrúar sér dagamun og á myndinni era fremst þeir Siguijón Pétursson, sem lengst borgarfulltrúa hefur setið í borgarstjórn, og Páll Gíslason, elsti borgarfulltrúinn. Varað er við belg- ískum myntsölum Morgunblaðið/Þorkell Að loknum fuimflutningi Sinfóníuhljómsveit íslands frumflutti í gærkvöldi verk eftir Gunnar Þórðarson tónlistarmann. Er þetta í fyrsta verk Gunnars sem hann semur sérstaklega fyrir sinfóníuhljómsveit en það bar heitið Noct- ure. Á myndinni er Gunnari þakkað að loknum flutningi á verki hans. Tvö önnur verk voru flutt, Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhman- ínov og Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Einleikari á þessum tón- leikum var Þorsteinn Gauti Sigurðsson en hljómsveitarstjóri var Petri Sakari. NOKKUR brögð hafa verið að því að undanförnu að belgískt fyrirtæki, Washington _Mint Int- ernational, hafi boðið Islending- um myntir til sölu, sem sölumenn þess segja verðmætar og mjög góða fjárfestingu. Myntsérfræð- ingar hér á landi vara fólk við því að kaupa myntirnar, enda segja þeir erlenda sérfræðinga ekki kannast við fyrirtækið og ýmislegt undarlegt við starfs- hætti þess. Ragnar Borg, myntfræðingur, og Anton Holt, forstöðumaður mynt- safns Seðlabankans, vara fólk sterklega við því að taka tilboði fyrirtækisins um kaup á sjaldgæf- um myntum, m.a. Morgan-silfur- dal. Þeir segja dæmi þess að fólk glati íjármunum sínum alveg í við- skiptum við slík fyrirtæki, eða kaupi mun verðminni myntir en það telji sig vera að kaupa. Einhver brögð munu vera að því að Islendingar hafi keypt slíkar myntir, fyrir þúsundir Bandaríkjadala. Dóms- málaráðuneytið leitar nú upplýs- inga um belgíska fyrirtækið og Jón Sigurðsson yiðskiptaráðherra um breytingu á ríkisbönkum í hlutafélög: Morgan-silfurdalur. er búist við að þær liggi fyrir mjög fljótlega. Sjá frétt á bls. 22. ------♦—♦—»------ 15 árapiltur í lífshættu eftir bílslys 15 ÁRA PILTUR lá í gær lífs- hættulega slasaður vegna höfuð- áverka á gjörgæsludeild eftir að hafa orðið fyrir bíl á Grensásvegi gegnt Teppalandi laust . eftir klukkan átta í fyrrakvöld. Pilturinn hljóp ásamt félaga sínum vestur yfir Grensásveg en varð þá fyrir jeppabifreið sem ekið var norð- ur Grensásveg. Félagi hans slapp ómeiddur. Pilturinn var strax fluttur á sjúkrahús og síðan á gjöi’gæsludeild vegna höfuðáverka og innvortis meiðsla. Hann var talinn í lífshættu í gær, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af öllum þeim sem kynnu að hafa orðið vitni að þessu slysi. ------» ♦♦------- Atviimumiðlun stúdenta: Fleiri skrá sig en áður Á FIMMTA hundrað stúdenta við Háskóla íslands hefur látið skrá sig hjá Atvinnumiðlun stúdenta og eru það mun fleiri en fyrstu dagana í fyrra en þá hófst skrán- ing mánuði síðar. Að sögn Sigþórs Ara Sigþórssonar hjá Atvinnumiðlun stúdenta er lítið sem ekkert af vinnu að hafa enn sem komið er. í fyrra sóttu um þúsund stúdentar til Atvinnumiðlunarinnar. Hef fullan hug á að flytja málið sem stjórnarfrumvarp o • Færri fara til Costa del Sol UM HELGINA ráðast úrslit í deildakeppninni í skák. Skákfélag Akur- eyrar er í efsta sæti í fyrstu deild en skarð er fyrir skildi. Einn liðs- manna á ekki heimangengt vegna úrslita í spurningakeppni framhalds- skóla. Tveir aðrir skákmenn úr b-sveit Akureyrar sem einnig er i 1. deild þreyta spurningakeppnina í kvöld. ÚTLIT er fyrir að veruleg fækk- un verði á ferðum íslenskra sól- dýrkenda til Costa del Sol næsta sumar. Úrval/Útsýn er nú eina ferða- skrifstofan, eftir að Veröld varð gjaldþrota, sem selur ferðir þangað og segir Tómas Tómasson hjá Ur- val/Útsýn að búist hafi verið við að mikil aukning yrði á pöntunum. Sú hafi ekki orðið raunin. Sjá frétt á bls. 1 í C-blaði. Ein umferð verður tefld í kvöld og síðustu umferðimar tvær á morg- un, laugardag. Staða efstu sveitá í 1. deild er þessi: Skákféiag Akur- eyrar a-sveit hefur 21 vinning, Tafl- félag Garðabæjar a-sveit 20'/? v., Taflfélag Reykjavíkur norðvestur- sveit I8V2 v., TR suðaustursveit 17 v. Þijú efstu liðin tefla innbyrðis um helgina. Rúnar Sigurpálsson sem teflt hef- ur á 7. borði a-sveitar Skákfélags Akureyrar verður ekki með í kvöld enda keppir hann fyrir Verkmennta- skólann í úrslitum spumingakeppni framhaldsskólanna. Við hlið honum þar í sveit verður Skafti Ingimarsson sem teflt hefur fyrir b-sveit SA en meðal andstæðinganna úr Mennta- skóla Akureyrar er annar b-sveitar- maður, Magnús Teitsson. Teflt verður í húsnæði Skáksam- bandsins og Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Fyrst þarf að setja lög er banna einokun og hringamynd- anir, segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vill bíða til haustsins til að sjá hvort rétt sé að leggja fram frumvarp til laga um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög í eigu ríkisins. Áður en til þess komi þurfi að setja lög er banni einokun og hringamyndanir og koma þannig í veg fyrir að vald í bönkum geti safnast á fáar hendur. Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðarráðherra segir, að frumvarp um breytingar á ríkisbönkum sé enn til umfjöllunar í stjórnarflokkunum og ríkis- stjórn. Hann hafi fullan hug á að flytja málið sem stjómarfrumvarp enda sé meirihluti fyrir því í stjórnarflokkunum. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ sagði hann. Frumvarpið hafi fylgi níu af tíu ráðherr- um ríkisstjórnarinnar og meirihluti er fyrir því í báðum þingflokkum stjórnarinnar. „í mínum huga er hér um stórt skref í átt að einkavæðíngu‘bank- anna að ræða og of margt sem þarf að skoða áður en það er lagt fram sem stjómarfrumvarp,“ sagði Jóhanna. „Komi til þess er ég bund- in af því og verð að fylgja með til enda.“ Sagði hún, að frumvarpið fæli í sér stefnumörkun sem Al- þýðuflokkurinn og stofnanir hans þyrftu ráðrúm til að ræða. „Ég tel nauðsynlegt þegar lagt er í einka- væðingu að stjómarflokkarnir taki málin í réttri forgangsröð og ég vil sjá löggjöfina um bann við einokun og hringamyndun verða að lögum fyrst og jafnframt sjá í hvaða bún- ingi hún verður samþykkt," sagði Jóhanna. „Ég er í grundvallaratrið- um ósammála því að einkavæða rekstur sem býr við einokunarað- stöðu og tel að hér búi bankamir að verulegu leyti við fákeppnisað- stöðu. Þess vegna þurfi að skoða hvaða afleiðingar þetta hefur.“ Jóhanna segist óttast, að lögin gætu ýtt undir aukna samþjöppun efnahagslegs valds í þjóðfélaginu, sem nóg væri komið af. Þá vill hún sjá hvaða áhrif það hefði á þröngan hlutafjár- og peningamarkað þegar hlutabréf bankanna yrðu boðin út í verulegum mæli, til að mynda áhrif á hækkun vaxta. Reynsia nágrannalandanna sýni að þegar ríkisbönkum hefur verið breytt í hlutafélög hafi þeir oft orðið gjald- þrota og ríkið þurft að hlaupa und- ir bagga. Þá væri óvíst hvaða áhrif einkavæðing bankanna hefði á þjónustu þeirra á landsbyggðinni og starfsfólk, réttindi þeirra og starfssvið. Engin rök væra fyrir að flýta málinu áður en allar hliðar hefðu verið kannaðar. „Ég er ekki að hafna því að breyta rekstrar- formi á öðrum hvorum ríkisbank- anna en menn þurfa að sjá fyrir- fram hvaða afleiðingar það hefur," sagði Jóhanna. „Málið er ekki útkljáð innan flokksstjórnarinnar eða á hennar vettvangi," sagði Jón Sigurðsson. „Það er mjög óvenjulegt að einn ráherra annars málaflokks en þess sem um er að ræða fari að tjá sig SA efst í deildakeppni í skák: Skarð fyrir skildi út af spumingakeppni með þessum hætti í fjölmiðium. Þetta mál hefur verið mikið rætt og er stefna flokksins þannig að þessi viðbrögð koma á óvart. Hug- myndirnar hafa mörgum sinnum verið ræddar og það stendur í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar frá í október, að ríkisbönkunum verður breytt í hlutafélög. Ástæð- urnar erú einfaldar, það hefur lengi verið stefna floksins að draga úr ríkisforsjá í bankamálum og ábyrgðarvæða ríkisbankana. I frumvarpinu er ekki tillaga um að selja bankana heldur að breyta í hlutafélög og reka þau þar með í sama formi og aðra banka. Fram- varp er bannar einokun og hringa- myndun er þegar fram komið og ekkert sem kemur í veg fyrir að það verði afgreitt áður en framvarp um bankana kemur til afgreiðslu á þessu þingi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.