Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 María Rut Reynisdóltir og Daníel Óskarsson í hlutverkum sín- um. Myndin er tekin á æfingu. Vojtsek hver leiksýning eigi að vera dæmd út frá sjálfri sér og því sem hún ætlar sér að gera en ekki því sem aðrir hafa gert. Sýning Vox Arená leggur áherslu á og ýkir upp sprengi- kraft verksins, leikmátinn er ein- faldur og ýktur í bland. Hreyfing- ar erú stórar og grófar án þess þó að um einhver trúðslæti sé að ræða. Flestir leikaranna, utan aðalpersónurnar, eru reyndar með trúðsmálningu í framan en hún skapar enga kátínu og á ekki að þjóna sem slík. Sýningin er ákaf- lega þétt og í raun er hvergi dauð- an punkt að finna, þökk sé sterkri leikstjórn. Hver einasti leikari er virkur allan tímann. Það eru ekki margir sem taka þátt í sýning- unni en vegna þess að hópurinn er álltaf á sviðinu, ýmist sem einn massi, múgur, eða sem ákveðnar persónur þá verður aldrei hlé á milli atriða, spennan tapast ekki niður. Leikurinn er afar jafn og sam- stilltur, hópurinn getur sameinast í túlkun einnar persónu eða brugð- ið upp fjölmennu persónusafni á krá, í sirkus, á torgi eða hvar sem er. Leikmátinn er kröftugur, oft ögrandi en alltaf agaður. Hver og einn gaf sig í verkið af heilum hug. Sýning Vox Arena á Vojtsek er spennandi og að sumu leyti dularfull eðá draumkennd, rétt eins og hún gerist öll í spenntum huga Vojtsek. Lýsíngin ýtir undir þessa hugsun því hún er rauðleit eða bláhvít eftir atriðum. Um- gjörðin er hrá og köld sem hæfir ágætlega í þessum fyn-verandi frystihússal og,blær tilraunaleik- hússins svífur yfir vötnum. Þetta var sýning sem hefur eitthvað að segja og bætir heilmiklu við leik- ritið sjálft. Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Vox Arena, Leikfélag Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sýnir Vojstek í Stóru Milljón. Höfund- ur: Georg Biichner. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Ljósamað- ur: Hrafnkell Tumi Kolbeins- son. Verk Georgs Búchners virðist njóta hylli yngra fólks um þessar mundir. Það er undarleg tilviljun að leikfélög tveggja framhalds- skóla skuli nú velja sama verkið eftir þýskan nítjándu aldar höfund til sýningar og fyrir ári var annað verk eftir hann á sviði Nemenda- leikhússins. Menntskælingar við Sund færðu Vojtsek í leikbúning fyrir um mánuði síðan og nú er hann aftur á ferðinni suður með sjó hjá leikfélagi fjölbrautaskól- ans. Kannski er það hin einfalda dramatík sem heillar? Tilfinning- arnar ólga öfgakenndar; þær eru sárar og ljúfar, örvæntingafullar í gleðinni, þjáðar í sorginni. Mér finnst eins og texti Búchners bíði eftir því að verða sprengdur á sviðinu, því það er í honum svo mikil orka og óþolinmæði sem kristallast vel í titilpersónunni Vojtsek. Það er gaman að sjá hve ólíkar sýningar á sama verkinu geta verið, leiktextinn öðlast aldrei fulla merkingu fyrr en hann hefur verið holdgerður á sviði og það er hægt að gera á ýmsa vegu. Það er skrýtið hvað er hægt að breyta miklu einungis með því að Iáta leikarana beita þessari leikað- ferð en ekki hinni. Ég ætla þó ekki að fara að týna mér í saman- burði á þessum tveimur uppfærsl- um á Vojtsek enda finnst mér að Safn til sögu úr Landnámi Ingólfs Bókmenntir Sigurjón Björnsson Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 4. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík 1991, 172 bls. Rit þetta sem er hið fjórða í röð- inni af merkri ritröð eða árbók Fé- lagsins Ingólfs hefur að geyma níu veigamiklar ritgerðir og tvær styttri frásagnir. Fyrstu ritgerðina skrifaði Krist- ján Eldjárn. Hún var fyrst samin 1973 en síðan endursamin 1980. Nefnist hún Vofa fer á kreik. Dem- ónólógísk stúdía. Þar er fjallað um margfræga reimleika á Bessastöð- um, sem kenndir eru við Appolóníu Schwartskopf. Kristján rekur í stuttu máli Schwartskopfmálið svo- nefnda, sem endaði með nokkuð undarlegum dauðdaga Appolóníu. Síðan kemur saga reimleikanna. Hefur Kristján reynt að afla sér eins nákvæmra heimilda og auðið var og greinir frá þeirn. Er þar skemmst frá að segja að reimleikar heijast ekki fyrr en nefnd Appolón- ía hefur legið um tvær aldir í gröf sinni og telur höfundur það alveg einstakt í draugafræðum. Líklegast hefur Appolónía einungis birst tvisvar í eigin persónu. Annað hefur einungis verið dyrabank og ein- kennilegur umgangur. Aldrei hefur hún gert manni mein. Ritgerð þessi er einstaklega vel skrifuð eins og vænta mátti og ekki er laust við að örli á gaman- semi, enda skín í gegn að Kristján hefur ekki verið meira en svo trúað- ur á þessi fyrirbæri. Már Jónsson ritar grein um Duls- mál í Landnámi Ingólfs 1630- 1880. Höfundur vinnur að saman- tekt um dulsmál á ísandi 1600- 1900. Honum telst til að komist hafi upp um slík mál um það bil þriðja hvert ár að jafnaði. Megin- efni þessarar ritgerðar er frásögn af ellefu dulsmálum í Landnámi Ingólfs. Málum þessum er lýst eftir því sem heimildir hrökkva til. Sagt er frá aftökustöðum, sem sumir hveijir eru í næsta nágrenni Reykjavíkur, jafnvel inni í sjálfri höfuðborginni. Og til glöggvunar eru myndir af stöðunum. Þetta er vönduð og fagmannlega. unnin rit- gerð. Þriðja ritgerðin er eftir Lýð Björnsson og nefnist hún Heima- varnarlið Levetzows og her Jörund- ar. Þar gerir hann grein fyrir hug- myndum Levetzows stiftamtmanns um að koma upp heimavarnar- eða- landvarnarliði á íslandi. Þær hug- myndir voru talsvert ræddar meðal ráðamanna. Ýmsar kannanir vora gerðar og áætlanir. Ekkert varð þó úr framkvæmdum. Spáir höfundur því að Jörundur hundadagakonung- ur hefði fengið óblíðari móttökur þegar hann kom til íslands nokkr- um áratugum síðar ef hugmynd Levetzows hefði náð fram að ganga. Síðari hluti ritgerðar fjallar um Jör- und og lífvörð hans og hernaðar- brölt sem að vísu var ekki stórfeng- legt. Þetta er skemmtilega skrifuð ritgerð um umtalaðan þátt í sögu okkar. Anna Agnarsdóttir skrifar. um mál sem varla er mörgum kunnugt nema sagnfræðingum. Það er hið svonefnda Gilpinsrán 1808. En þar ræðir um breskt herskip undir stjórn Gilpins nokkurs. Ræningja- eða víkingaskip var þetta, og rændu víkingar þessir Jarðabókarsjóðnum og gerðu sitthvað fleira af sér. Saga þessarar heimsóknar og eftirmál hennar er skilmerkilega rakin af höfundi. Kristjana Kristjánsdóttir gerir grein fyrir tveimur skjölum um Bessastaði og Viðey frá 17. öld. Texti skjalanna er auk þess birtur. Nokkurt framlag getur, þetta talist til atvinnusögu. Tvær miklar og vandaðar rit- gerðir eru um fornleifarannsóknir. Guðmundur Olafsson ritar um Fornleifarannsóknir á Bessastöðum 1987-1989 og Margrét Hallgríms- dóttir á ritgerðina „Klaustur, spít- ali og kirkjustaður". Fornleifarann- sóknir í Viðey 1987-1989. Eru þessar ritgerðir það heillegasta og ítarlegasta sem ég hef séð um þess- ar merku rannsóknir. Prýddar eru þær myndum og uppdráttum. Er verulegur fengur af þeim. Smágrein ritar Pétur Sigurðsson er nefnist Versiunarstaðurinn Hólmurinn - forveri Reykjavíkur. Fylgja þeirri fróðlegu grein myndir af nokkrum gömlum kortum. Síðasta eiginlega fræðiritgerðin nefnist „Landslag sálarinnar“ eftir Pétur H. Ármannsson og fjallar um Skólavörðuna og Skólavörðuholt og allar þær miklu áætlanir um bygg- ingar sem þar var fyrirhugað að reisa, þó að ekki yrði mikið af. Helgir menn og* mannlífið Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Philip Carman: Ignatius Loyola, Bókaútgáfan Landakot, 1991, 207 bls. Eitt af því, sem er sjálfsagt að dást að í lífinu, er heilagir menn og dýrlingar. Ég hygg, að við höfum flest fremur óskýra hugmynd um, hvers konar lífí slíkir menn og kon- ur hafa lifað, sem era sannheilagir. En það er að minnsta kosti Ijóst, að iíf þeirra er jafn margvíslegt eins og dýrlingarnir eru margir. Eitt ætti þó ekki að koma á óvart um flesta, kannski alla, sem réttilega kallast heilagir, að þeir hafa ekki verið uppteknir af sjálfum sér og þörfum sínum heldur öðrum, heíll þeirra og hamingju. Því er þetta nefnt hér, að þetta er eitt skýrasta einkennið á þeirri ævisögu Ignatiusar Loyola, sem hér verður vikið nokkrum orðum að, að það er stundum erfitt að sjá Loyola sjálfan í frásögninni, því að hann er svo upptekinn af öðru og öðrum en sjálfum sér. Þrátt fyrir þetta kemur bókin til skila skýrri mynd af Loyola og lesandi fær nokkuð góða tilfinningu fyrir honum Qg ætti að skilja ýmislegt betur en áður. Ignatius Loyola fæddist árið 1491 í Baskahéraði á Norður-Spáni. Hann lézt síðasta dag júlí mánaðar árið 1556. Þessi sextíu og fimm ár eru viðbúrðarík í sögu Evrópu. Fæðing- arár Loyola er síðasta vígi Mára unnið á Spáni. Næsta ár finnur Kólumbus Ameríku. Miðöldum er að ljúka og nýr tími að taka við. Loyola yar af baskneskri aðals- ætt og virðist hafa verið mótaður af uppruna sínum alla tíð, ef marka má bókina. Af því, sem hér er sagt um æsku hans, er engin sérstök vísbending snemma á ævi hans um ríka trúarþörf. Uppeldi hans virðist hafa verið svipað uppeldi annarra höfðingjasona spænskra á þessum tíma. En hann særðist alvarlega í átökum Spánvetja og Frakka árið 1521, þrítugur að aldri. Hann þurfti að gangast undir kvalafullar lækn- isaðgerðir til að ná heiisu á ný. í sjúkralegunni tók hann að lesa kristilegar bækur. Þótt hann hafi veríð kristinn fyrir, þá virðist þessi lestur hafa haft djúp áhrif á hann og upp frá því helgaði hann líf sitt Guði og kristinni kirkju. Þegar Iíf manna tekur jafn afdráttarlausum breytingum, þá er yfiijeitf aldrei hægt að fá á því einhlítar, endanleg- ar skýringat'. Bezti kosturinn er jafnan að segja söguna eins vel og kostur er. Sú leið er valin hér. Helzta afrek Loyola var að stofna Jesúítaregluna, sem er munkaregla. Á hans tíma var helzta verkefni kaþólskra manna að bregðast við mótmælendasiðnum og siðbæta ka- þólsku kirkjuna. Það er ekki sérlega auðvelt að hugsa sig inn í hugar- heim sextándu aldar manna, en þessi bók dregur fram ýmsa þætti hans með einföldum og látlausum hætti. Loyola þurfti framan af ferli sínum innan kirkjunnar að stríða við ýmsan mótbyr. En honum tókst að hrinda ásökunum á hendur sér og verða „baráttumaður fyrir rétt- trúnaði" eins og það er vel orðað í bókinni. Loyola hefur áttað sig vel á því, að eina leiðin til að bæta kaþólsku kirkjuna var að vera henni trúr í hvívelna. Hann semur ungur leið- beiningar um guðlegar hugleiðingar og ástundun trúarinnar, sem hafa haft áhrif fram á þennan dag. Ég saknaði þess nokkuð að sjá ekki svolítið. af þeim. En kannski hafa aðrir gert rækilega grein fyrir þeim. f Sömuleiðis hefði ég gjarnan viljað Ignatius Loyola sjá nokkuð ítarlegri greinargerð fyr- ir viðbrögðum Loyoia gegn mót- mælendasiðnum. Þótt Lúter hafi upphaflega ekki hugsað sér að kljúfa kaþólsku kirkjuna, þegar hann birti mótmæli sín árið 1517, þá þróuðust þáu brátt upp í full- komna andstöðu við fjöldamörg undirstöðuatriði kaþólskrar kristni. Hann afneitaði til dæmis kennivaldi páfa yfir veraldlegum höfðingjum og hlutverki kirkjunnar sem túlk- anda orðs Guðs. Á þeim tíma var umtalsverð sið- spilling-í kaþólskri kennimaniiastétt. Lýður Björnsson Kristján Eldjárn Skemmtileg og fróðleg er sú frá- sögn. Eins og sjá má af framangreindu yfirliti er þetta hefti sérlega efnis- mikið og vandað. Hver ritgerðin annarri vandaðri er þar innan spjalda. Að mínu leikmannsviti er þarna um sagnfræði af besta tagi að ræða. Höfundar eru allir ágæt- lega ritfærir og skrifa þannig að allir sem fróðleiksfúsir eru geta haft ánægjusaf, en jafnframt er fræðileg vandvirkni í fyrirrúmi. Ritsafn þetta fjallar um sérstakt landsvæði - Landnám Ingólfs - og getur þannig með vissum rétti skip- ast í flokk hinna svonefndu héraðs- rita. En eins og ýmsir vita eru þau nokkuð mörg. Meðal þeirra rita hefur þó þetta sérstöðu. Það er al- farið sagnfræðilegs eðlis og ritgerð- ir þess eru langflestar fræðilegar og ritaðar af fagmönnum. Ekki hef ég orðið var við að Landnám Ingólfs sé auglýst í fjöl- miðlum. Því veldur sjálfsagt hæ- verska og auraleysi útgáfufélags- ins. En þeir sem fróðleik af þessu tagi unna ættu ekki að láta það fram hjá sér fara. Það var ekki aðeins að veraldlegir höfðingjar sæju ofsjónum yfir þeim veraldarauði, sem fór til kii'kjunnar í Róm, heldur var breytni margra klerka ekki eins og bezt varð á kos- ið. Loyola hugsaði sér að munka- regla hans stuðlaði að breytingum á þessu. Það verður ágætlega ljóst, hvernig hann virðist hafa hugsað það, en það verður hins vegar ekki jafn ljóst, hvað hann vildi gera til að bregðast við mótmælendum. Það er nefnt, að hann taldi bætt skóla- liald vænlegast og menn skyldu sýna umhyggju fyrir sálarheill þeirra fremur en að efna til þræta viðþá. Ýmislegt fleira mætti tína til úr þessari bók, sem er skemmtilegt og viðfelldið. Sem dæmi er andlega leiðsögn Loyola fyrir konur, sem hann kynntist. Það er stundum talað um hinar myrku miðaldir, þegar kaþólsk kirkja var valdamesta stofnun Evr- ópu, kannski heimsbyggðarinnar allrar. Það væri inisskilningur að halda, að miðaldamyrkrinu sé lokið. Núna felst það hins vegar í útbreidd- um fordómum og þekkingarleysi á kenningum og skoðunum kaþól- skrar kirkju meðal þeirra, sem ekki teljast til hennar. Það er lofsverð viðleitni að reyna að kveikja svolít- inn skilningáeinum af merkismönn- um kaþólskrar kirkju meðal almenn- ings á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.