Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
Kór fimm hundruð
barna og unglinga
FYRSTA landsinót barna og unglingakóra sem starfa á vegum
kirkna að öllu eða einhverju leyti, verður haldið í Hallgrímskirkju
í Reykjavík laugardaginn 4. apríl nk. Lýkur því með guðsþjónustu
kl. 17 þar sem 18 barna- og unglingakórar syngja m.a. sameigin-
lega með aðstoð Kórs Langholtskirkju og hljómsveitar undir stjórn
Jóns Stefánssonar. Organisti er Hörður Áskelsson. Biskup íslands,
herra Ólafur Skúlasori, predikar og séra Karl Sigurbjörnsson þjón-
ar fyrir altari og börn munu annast lestur.
Flestir kóranna eru stofnaðir á
síðustu þremur árum, eða síðan
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
byrjaði sérstakt átak með nám-
skeiði fyrir kórstjóra og útgáfu
kirkjutónlistar fyrir barnakóra. Um
þrjátíu barna- og unglingakórar
eru nú starfandi við kirkjur eða í
tengslum við þær. Þátttaka barna-
kóra í helgihaldi kirkjunnar þykir
auka við hátíðleikann á stórhátíð-
um en ekki er söngur þeirra og
nærvera síður vel þegin við helgi-
stundir á sjúkrastofnunum og elli-
heimilum. Sóknarnefndir hafa því
sýnt mikinn áhuga á að koma barn-
akórum á fót þar sem aðstæður
eru fyrir hendi, en annars staðar
efnt til samvinnu við skólakóra um
þátttöku í starfi við kirkjuna.
Stjórnendur barnanna hafa mynd-
að „Samtök um tónlistarstörf barna
í kirkjum" og gangast þau fyrir
mótinu með fjárstuðningi Kirkjur-
áðs og Reykjavíkurprófastsdæma.
Átján kórar koma til mótsins og
Gatnamálastj óri:
Gert við mal-
bikfyrir 44,7
milljónir kr.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka 44.784.631 milljón kr. tilboði
lægstbjóðanda, Halldórs og Gunn-
ars í A og B-hluta malbiksviðgerða
á vegum gatnamálastjóra.
4 tilboð bárust í hvorn áfanga og
buðu Halldór og Guðmundur rúmlega
29,9 millj., sem er 87,9% af kostnað-
aráætlun í A-hluta og rúmlega 14,8
millj. eða 87,4% af kostnaðaráætlun
í B-hluta. Aðrir sem buðu voru Hlað-
bær - Colas hf. sem bauð 98,6% af
kostnaðaráætlun í A-hluta og 87,66?4
af kostnaðaráætlun í B-hluta, Loft-
orka hf., sem bauð 101% af kostnað-
aráætiun í A-hluta og 100,43% af
kostnaðaráætlun í B-hluta. Þá buðu
Malbik og völtun hf. og ÁN verktak-
ar hf. 106,04% af kostnaðaráætlun
í A-hluta og 106,06% af kostnaðar-
áætlun í B-hluta.
fjórar bjöllusveitir.
Bjöllusveitirnar spila eftirspil og
einnig á undan guðsþjónustunni frá
því um kl. 16.35. Er öllum heimill
aðgangur og nærvera I guðsþjón-
ustunni á meðan húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning)
í litprentuðum bæklingi, sem belgíska fyrirtækið Washington Mint International sendir væntanlegum
viðskiptavinum, eru ljósmyndir af myntuin, sem fyrirtækið selur. Á þessari mynd er m.a. svokallaður
Morgan-silfurdalur og á öskjunni til hægri sést að hann hefur verið flokkaður af INS.
íslenskir myntsérfræðingar:
Menn gæti sín á gylliboðum
belgísks myntsölufyrirtækis
Dómsmálaráðuneytið leitar upplýsinga um myntsalana erlendis
NOKKUR brögð hafa verið að því að undanförnu að helgískt fyrir-
tæki hafi boðið íslendingum myntir til sölu, sem sölumenn þess
segja verðmætar og mjög góða fjárfestingu. Ragnar Borg, mynt-
fræðingur, og Anton Holt, forstöðumaður myntsafns Seðlabank-
ans, vara fólk sterklega við slíkum gylliboðum. Þeir segja dæmi
þess að fólk glati fjármunum sínum alveg, eða kaupi mun verð-
minni myntir en það telji sig vera að kaupa. Einhver brögð munu
vera að því að menn hafi keypt slíkar myntir, fyrir þúsundir
Bandaríkjadala. Dómsmálaráðuneytið leitar nú upplýsinga um
belgíska fyrirtækið.
Ragnar Borg segir að til hans
hafi leitað menn, sem hafi fengið
bréf og símhringingar frá fyrirtæk-
inu Washington Mint International
í Belgíu. „Sölumenn fyrirtækisins
virðast eyða miklum tíma og pen-
ingum í símtöl, þar sem þeir útlista
ágæti þess að fjárfesta í sjaldgæfri
mynt,“ segir Ragnar. „Meðal þess,
sem boðið er til sölu, eru svokallað-
ir Morgan-silfurdalir, sem slegnir
voru í Bandaríkjunum á árunum
1878-1904. Þeir eru seldir á 2.800
dali [tæpar 170 þúsund ísl. krón-
ur], en samkvæmt mínum upplýs-
ingum eru þeir aðeins um 220 dala
virði [um 13 þúsund krónur]. Belg-
íska fyrirtækið fullyrðir að nýlega
hafi þrír silfurdalir verið seldir á
150 þúsund dalir hver,.en það finnst
mér ótrúlegt. Þessir peningar hafa
verið seldir á 20 til 6.500 dali, eft-
ir ástandi þeirra, sem er afar mis-
jafnt. Ég get aðeins ráðlagt fólki
að kaúpa aldrei slíka mynt óséða."
Ragnar segir áð belgíska fyrir-
tækið lofi mönnum góðri ávöxtun,
því silfurdalirnir hækki um allt að
30% í verði á næsta hálfa ári.
Reyndin hafi þó verið sú undan-
farna mánuði, að verðið hafi farið
lækkandi. Kaupendum er boðið að
peningarnir Verði í geymslu fyrir-
tækisins, sem sjái svo um að selja
þá aftur síðar. Dæmi væru hins
vegar um að slík fyrirtæki hafi ver-
ið flutt og finnist hvergi þegar við-
skiptavinirnir leituðu til þeirra. „Ég
hef leitað upplýsinga um fyrirtækið
hjá þekktum myntsölum erlendis,
en þeir kannast ekkert við það. Þá
vekur það undrun að bréfin eru
send frá Kastrup í Danmörku, en
ekki frá Belgíu.“
Umboðsmaður á íslandi?
Anton Holt, forstöðumaður
myntsafns Seðlabanka íslands, seg-
ir að hann þekki nokkur dæmi þess
að belgíska fyrirtækið hafi reynt
að selja mönnum sjaldgæfar myntir
og eitt dæmi viti hann um að mað-
ur hafi Iátið freistast. „Þeir, sem
fá slík tilboð, virðast oft vera eig-
endur fremur smárra fyrirtækja,"
segir hann. „Fyrirtækið hlýtur að
vera með umboðsmann hér á iandi
eða fá aðstoð frá einhveijum, sem
þekkir til hér á landi. Ég get aðeins
ráðlagt fólki að eiga ekki viðskipti
við þetta fyrirtæki. Það er alls óvíst
að það fái þær myntir, sem það
greiðir fyrir. Vilji það fá myntirnar
til landsins verður að greiða af þeim
virðisaukaskatt, en að öðrum kosti
er þessi eign í vörslu ókunnugra í
útlöndum."
Anton segir að flokkun mynt-
anna skipti höfuðmáli, það er í
hvaða ástandi peningurinn er.
„Þegar einn aðili vill selja mynt og
annar kaupa, leita þeir til þriðja
aðila, sem flokkar myntina. Tvö
slík flokkunarfyrirtæki í Bandaríkj-
unum eru mjög virt og áreiðanleg,
en það þriðja, INS, er talið veita
afar slaka þjónustu. Þetta fyrirtæki
Held að þjóðfélagið þurfi að
höfða til þessara einstaklinga
- segir Ólafur Skúlason, biskup, um sambýlisfólk skráð á sitt hvorum staðnum
BERGUR Felixsson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að
ekki sé hægt að blása á sögur um að einhver hluti sambýlisfólks
leiki þann leik að skrá sig á sitt hvoru heimilinu til þess að njóta
forgangs við úthlutun barnaheimilisplássa. Ólafur Skúlason, biskup
íslands, segist líka hafa heyrt sögur af þessu tagi þó hann hafi
ekki fyrir því sannanir. Hann segir að eina leiðin til þess að koma
í veg fyrir falsanir af þessu tagi sé að þjóðfélagið reyni að höfða
til einstaklinga sem leiki þennan leik.
Bergur sagði að hjá Dagvist ir heyrðust um að kerfið gerði fólki
barna væri flett upp á nýjustu erfitt um vik. Þannig lagði Bergur
heimilisföngum fólks í þjóðskránni. áherslu á að málið væri alls ekki
Þangað væri fólk skyldugt til að
tilkynna vistaskipti en oft virtist
fólk tilbúið til að bijóta þau iög.
Við því væri lítið hægt að gera þar
sem engin viðurlög væru til við
brotum af þessu tagi hér á landi.
Hann sagði að fólk bæri ýmsu
við þegar það hæfi sambúð og
væri hrætt um að missa barna-
heinúlispiássið. Fólk segði að það
væri að reyna sambúðarformið, að
hinum aðilanum kæmi barnið ekki
við þó hafin væri sambúð og radd-
einfalt og þyrfti fyrst og fremst
að Vinnast á þeím grunni að fólk
tæki sambúð alvarlega og tæki á
sig þá á'oyrgð sem því fylgdi.
Ólafur Skúlason sagðist hafa
heyrt af því að sambýlisfólk skráði
sig ekkí á sama stað til að fá barna-
heimilisplássið án þess að hann
hefði nokkrar sannanir fyrir að
slíkt viðgengist. Aðspurður um
sanngirni þess að sambýlisfólk
tæki pláss frá einstæðum foreldr-
um sagði hann að slíkt væri auðvit-
að mjög ósanngjarnt. „Samkvæmt
þessu er þarna verið að leika þann
ljóta leik að leika á kerfið. Fólk
kannski skráir sig á sitt hvort heim-
iiisfangið en býr sannarlega saman.
Og auðvitað er þetta ekki það sem
löggjafinn ætlast til og þetta verð-
ur til þess að hjónabandið sem
stofnun, og það sem þjóðfélagið
hefur alltaf reitt sig á sem uppi-
stöðuna, riðar vegna alls þessa.“
Biskup var spurður að því hvort
hann héldi að fólk tæki sambúð ef
til vill ekki nægilega alvarlega. „Ég
hygg að sumir fari út í sambúð á
aílt öðrum forsendum en maður
ætlast til þegar verið ,er að und-
irbúa undir Iífið. Ég held iíka að
þegar fólk segi, núna ætla ég að
prófa hvort við eigum saman í 2
til 3 ár, sé það eitthvert mesta
vanlraust á sjálfan sig sem hægt
er að hugsa sér. Og hvenær er þá
fullreynt? Er fullreynt eftir 2 til 3
ár. Þá eru allt aðrar aðstæður held-
ur en t.d. þegar börnin eru orðnir
táningar. Þarf þá ekki að bíða eft-
ir að þau verði táningar til þess
að sjá hvaða áhrif það hefur á lífs-
mynstrið í hjónabandinu? Annað
hvort ber maður traust til sjálfs sín
og þess sem maður er farinn að
elska og gengur þá í hjónaband
með öllu því sem fylgir eða maður
á ekki að vera með leikarskap.11
Ólafur sagðist ekki vilja sjá lög-
regluna fara á. stað til að sanna
svona lagað á fólk. „Ég held að
þjóðfélagið þurfti einungis að höfða
til þessara einstaklinga um það að
við eigum að standa jafnt af vígi
og við eigum ekki að vera að
blekkja með þessum hætti. Þá frek-
ar að horfast í augu við alvöruna
og minni fjárráð heldur en að vera
leika svona leik sem ekki sæmir
fullorðnu fólki sem er að ala upp
börn og búa undir lífð.“
skipti belgíska myntfyrirtækið við.
Sem dæmi um hversu óáreiðanlegt
fyrirtækið er má nefna, að gerð var
könnun, sem fólst í því að sama
myntin var send fimm sinnum til
flokkunar þar. Niðurstöðurnar voru
þær, að myntin var sett I þrjá
mismunandi flokka. Þar getur mun-
að mjög niiklu, því mynt í flokki
63 telst kannski 600 dala virði,
mynt í flokki 64 er 2.000 dala virði
og mynt í flokki 65 er seld á 8.000
dali. Þarna skeikaði því gífurlegu."
Anton segir að í sjálfu sér væri
það eitt, að notast við INS, ekki
óheiðai'legt, nema af því að enginn
fyrirvari er hafður á áreiðanleika
þeirrar flokkunar. „Þá draga sölu-
menn gjarnan í land, eins og þegar
maður hér á landi bað þá um að
senda staðfestingu á loforðum um
ávöxtun. Loks má nefna, að þeir
segja kaupandann skuldbundinn til
að selja myntina aftur, þegar þeir
ákveða. Þá selja þeir einhvetjum
öðrum þessa mynt á aðeins hærra
verði og það eina sem gerist er að
þeir sitja með krítarkortnúmerið
þitt og færa á það kostnað. Þegar
eitt svona fyrirtæki var gert upp í
Bandaríkjunum kom í ljós, að engar
myntir voru þar og höfðu aldrei
verið. Þó er algengara að svona
fyrirtæki starfi í Evrópulöndum, þar
sem bankaleynd er mikil. Það getur
reynst erfitt að standa svona fyrir-
tæki að því að bijóta lög og því vil
ég fyrst og fremst vara fólk við að
taka svona gylliboðum,“ segir An-
ton Holt, forstöðumaður myntsafns
Seðlabanka íslands.
Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu-
, stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir
að ráðuneytið hafi leitað eftir upp-
lýsingum um belgíska fyrirtækið
Washington Mint International og
að hann eigi von á þeim upplýsing-
um mjög bt'áðlega.
------« ♦ ♦------
Kindur koma
enn í leitirnar
Borg í Miklaholtshreppi.
ENNÞÁ eru að finnast kindur sem
gengið liafa úti í vetur. Nýlega
komu heim til eiganda síns, Sig-
rúnar Daníelsdóttur í Hömluholt-
um í Eyjahreppi, fimm kindur sem
vantaði í haust.
Það eru ein ær með tvö lömb,
veturgömul kind og lambhrútur. Út-
lit þeirra og holdarfar bendir jafnvel
til þess að þær ltafa gengið í Haust-
húsaeyjum. Trúlega eiga þessar
kindur eftir að fjölga sér því lamb-
hrúturinn sern nteð þeim var ber
þess nterki að hafa geta stuðlað að
fjölgun, svo vel er hann á sig kominn.
- Páll