Morgunblaðið - 03.04.1992, Page 52

Morgunblaðið - 03.04.1992, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 mmmn Með morgunkaffinu Skrýtið. Konan þín scgir manninum mínum að þú skiljir hana ekki! Mér tókst þó að koma orði að áður en ég var rotaður. BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fortíðarvandi lífeyrissjóða Frá Herði Fríðbertssyni: í ritinu Félagsmál, sem gefið er út af Tryggingarstofnun ríkisins, 2. hefti, 2. árg., október 1991, kemur fram að fortíðarvandi þeirra fjögurra lífeyrissjóða, sem ríkis- sjóður er ábyrgur fyrir, er kominn í 69.579.000.000 (sextíu og níu milljarða og fimm hundruð sjötíu og níu milljónir) í árslok 1990. Vandinn hefur á einu ári aukist um 6.418.000.000, já sex milljarða fjögur hundruð og átján milljónir á einu ári milíi áranna 1989-1990. Þetta eru rúm 10% í einhverri minnstu verðbólgu, sem hefur ver- ið lengi. Ef vandinn vex álíka til ársins 2000 verður vandi þessara fjögurra sjóða orðinn um 200.000.000.000. Ég segi og skrifa tvö hundruð milljarðar árið 2000. Þessir sjóðir eru Lífeyris- sjóður ráðherra, líf.sj. þingmanna, líf.sj. opinberra starfsmanna og líf.sj. hjúkrunarkvenna. Ekki er það svo að þessi vandi leggist ein- göngu á þá, sem hijóta greiðslur úr þessum sjóðum. Heldur leggst þessi vandi líka á þá, sem einskis njóta, og verða að standa undir öllum greiðslum sinna eigin lífeyr- issjóða. Það mun vera svo að starfsmönnum ýmissa félagasam- taka hefur verið leyft að gerast aðilar að Líf.sj. opinberra starfs- manna. Þar á meðal starfsmönnum ASI, eftir því sem Morgunblaðið hefur sagt. Þegar að því kemur að greiða þessu fólki lífeyri kemur í ljós að þær greiðslur sem ríkið er ábyrgt fyrir hjá sínu starfsfólki verða félagasamtök hinna að greiða. Vandi sumra félaga er svo mikill að til vandræða horfir. Mis- munur á greiðslugetu almennu sjóðanna og hinna sem ríkið er ábyrgt fyrir tel ég að stafi mest af þrennu. Misjafnra reglna um aldur til töku lífeyris, mismun á rétti til makalífeyris, sem er alltaf 60% hjá Líf.sjóði ríkisins, en minnkar miðað við fæðingarár og fellur niður að fullu ef maki er fæddur eftir 1940 í almennu sjóð- unum, þó skilyrt vegna örorku og barna. í þriðja lagi er sá mikli munur á greiðslum í sjóðina. í líf.sj. opinberra starfsmanna er greiðslan aldrei lengur en 32 ár. En í al- mennu sjóðina greiða menn 40-50 ár og allt upp í 54 ár, frá 16 ára til 70 ára til að öðlast full réttindi. Það væri mjög fróðlegt fyrir hinn almenna félaga í félögum ASÍ að fá að vita hvað reiknaður fortíðarvandi Ásmundar Stefánss- onar og starfsfólks ASÍ væri mik- ill. Mér skilst að vandinn sé reikn- aður á hvern sjóðsfélaga fyrir sig svo það ætti að vera létt verk að taka það saman. Einnig veit ég að margir vildu fá það upplýst hjá forystu ASÍ hvort það sé rétt sem kom fram í fréttum að það varðaði þá litlu hvort ríkisstjórnin gæfi út yfirlýs- ingu um að ekki yrði hróflað við lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna, því það skipti þá og þeirra umbjóðendur svo litlu. Er það virki: lega svo að það skipti forystu ASÍ litlu eða engu þó að sífellt séu lagð- ar á þjóðina þyngri álögur til að standa undir þeim vandræðum, sem þessir opinberu sjóðir skapa. Eða getur forysta ASÍ bent á aðra leið til að leysa vandann. í II. grein stjórnarsáttmálans, sem undirritaður var í Viðey, segir á þá leið að unnið skuli að jöfnuði lífeyrisréttinda landsmanna allra. Heldur einhver að leiðin til þess að ná þeim jöfnuði sé að neyða ríkisstjórn, hveija sem hún er, til þess að gefa um það yfirlýsingu að í þeim málum megi engu þreyta. Finnst mönnum það virkilega rétt að einn sjötti hluti þjóðarinnar njóti algerra forréttinda í lífeyris- málum. Sérréttindi þingmanna og ráð- herra, sem ég tel að vart eigi sér stoð í lögum, eru svo sér á báti. Eða finnst einhveijum það eðlilegt að greiða aukalega með hveijum þingmanni 1.047.000 í líf.sj. og að auki um 830.000 kr. fyrir hvern ráðherra. HÖRÐUR FRIÐBERTSSON, Bogahlíð 20, Reykjavík. YELVAKANDI Renault strætisvagnar Linda Jóhannesson: Ég vísa í frétt, sem var í Morg- unblaðinu 29. febrúar ’92 varð- andi kaup á Renault-strætis- vögnum, er nota á í Reykjavík og nágrannasvæðum. Mig langar að upplýsa lesendur Mbl. og einn- ig fyrirtækið Hagvagna hf. um reynslu mína af þessum vögnum. Ég vinn í Genf, en bý í Frakk- iandi. Bærinn heitir Ferney- Voltaire og er við landamæri Sviss og Frakklands. Genfarborg er með strætisvagnasamgöngur til Ferney og fyrir nokkrum mánuðum eða nánar tiltekið sl. haust keypti Genfarborg nokkra Renault-vagna, sem hafa síðan verið notaðir fyrir Ferney-leiðina. Reynslan af þessum vögnum er slæm. í fyrsta lagi eru gangar mjög þröngir, ekki hægt að ganga fram hjá öðrum, sætin eru lítil, fyrir litla og granna. í öðru lagi eru hitunin stórgölluð, því aðeins er hægt að hafa mjög heitt eða slökkva alveg á hitan- um. Því verður oft óbærilegt í þessum vögnum. Renault ætti að halda sig við framleiðslu á fólksbílum. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Miklar framkvæmdir hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar í sambandi við bifreiðastæði í Mið- borginni og er það vel. En þau bíla- stæðahús, sem reist hafa verið eru gölluð að því leyti að gólfin þar hafa ekki verið rykbundin og það er sama, hve oft þeir þvo bílana sína sem nota þessi stæði, þeir ,eru aldrei hreinir. Því hlýtur að vera nauðsynlegt að rykbinda gólfin, svo að bílarnir hreinlega óhreinkist ekki við það að fara inn í bílastæðishúsin. Um leið og ekið er um steypt gólfin vill steypan auðvitað meijast og myndast þá fínn sementssalli á gólfinu, sem mjög gjarnan rýkur þegar ekið er tim í húsinu. Þetta þarf að binda með því að bera eitt- hvert efni á gólfið og því fyrr því betra. xxx Frægasti goshver heims, Geysir í Haukadal, verður ekki látinn gjósa með því að hent verður í hann sápu. Þetta var gert nokkrum sinn- um á síðastliðnu sumri og var þá jafnan fjölmiðlum tilkynnt um fyrir- hugaða sápun hversins, svo að ferð- afólk gæti streymt á staðinn og skoðað gos þessa fræga goshvers, sem fyrst mun getið í heimildum við lok 13. aldar. Það virðist ljóst vera að mönnum sé ljós ástæða þess, að hverinn getur ekki gosið af sjálfsdáðum og að nauðsynlegt sé að setja sápu í hann til þess að framkalla gos, því að tvisvar sinnum á þessari öld hafa verið gerðar lagfæringar á gosskálinni og yfirborð vatnsins lækkað. Þá hefur hverinn tekið upp fyrri stefnu og farið að gjósa hjálp- arlaust. Það er spurning, hvers vegna Geysir er svo frægur? Er það ekki vegna gosanna? Hvers vegna skyldi þá ekki mega lækka þá kísilútfell- ingu sem safnast á skálarbarmana, lækka þar með skálina og hverinn tekur aftur upp þessa gömlu gos- iðju sína? Án gosanna er Geysir bara venjulegur goshver og af þeim er mýgrútur á Islandi. Það er því spurning, hvort það sé skemmd á náttúruvætti að fjarlægja nokkur kísilllög, sem fallið hafa út á hver- barminum? xxx Sýn er nú að hefja sjónvarpssend- ingar frá Alþingi að því er fréttir herma. Þingflokkarnir á Al- þingi munu þó hafa verið með ein- hveija fyrii-vara um það, hvort senda megi út umræður úr þingsöl- um og munu fyrirvararnir einkum beinast að því, hvort um læsta dag- skrá er að ræða eða ekki. Þetta finnst Víkveija vera algjört auka- atriði. Ef sjónvarpsstöð vill nota umræður á Alþingi sem sjónvarps- efni á hún að hafa heimild til þess án nokkurs fyrirvara. Það eru að- eins meðmæli með þingmönnum, vilji einhver kaupa áskrift að sjón- varpsstöð til þess eins að sjá og heyra umræður á Alþingi. Hitt er svo annað mál. Þingmenn geta stuðlað að því að ríkissjónvarpið sjónvarpi yfir landið allt, ef þeir halda að það sé sáluhjálparatriði í að ekki komi til byggðaröskunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.