Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 félk í fréttum The Platters á Hótel íslandi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÆTURLÍFIÐ Platters kveðja um helgina Hin bráðvinsæli bandaríski söng- flokkur The Platters hefur leikið og sungið við frábærar undir- tektir á Hótel Islandi síðustu helg- ar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi gamalþekkta bandaríska söngsveit heimsækir skerið og ekki það síðasta ef að líkum lætur. Ekki hefur verið nóg með að liðsmenn Platters hafi heldið uppi mikilii stemmingu með ij'ölbreyttum tón- listarflutningi, heldur hafa þeir einnig verið duglegir að vippa sér út í sal og blanda geði við gesti og gangandi sem þar er að finna svo sem myndirnar bera með sér. COSPER - Ég vil ekki óhreinka nýju, fínu mottuna. Frá krýningarathöfninni. Það er Svava Haraldsdóttir Ungfrú Reykjavík og Ungfrú ísland 1991 sem krýnir Ragnhildi. Segurð Gullsmíðin er í ættinni - segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir nýkjörin Ungfrú Reykjavík Ragnhildur Sif Reynisdóttir ný- kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur hefur nokkuð óvenju- legan starfa af fegurðardrottningu að vera en hún er gullsmiður. Sveinspróf í þessari iðngrein tók hún fyrir tveimur árum og hún hefur fullan hug á að mennta sig meir í gullsmíði. „Gullsmíði er í ættinni hjá mér, bæði afi og pabbi eru gullsmiðir þannig að það lá einna beinast við hjá mér að læra þessa iðn,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Sif er nú 22 ára gömul dóttir Reynis Guðlaugssonar og Auðar Jóhönnu Bergsveinsdótt- ur. Hún innritaðist í Iðnskólann strax að loknu grunnskólanámi og lauk sveinsprófi í gullsmíði 1990. Sem stendur vinnur hún hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu hf. þar sem hún smíðar þríkrossinn fyrir Blindrafélagið. Ilún segir að henni finnist skemmtilegast að vinna með gull og mýkri málma. En hvað olli því að lærður gull- smiður tók þátt í fegurðarsam- skeppni? „Það var eiginlega vin- kona mín sem hvatti mig mest til að fara í þessa keppni," segir Ragn- hildur. „Og mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ef ég hefði ekki farið út í gullsmíðina var snyrtil'ræði það sem helst kom ti) greina af öðu námi.“ Að sögn Ragnhildar var mjög gaman að þessu stússi í kringum keppnina en það að hún vann kom henni heldur betur á óvart. „Raun- ar finnst mér þetta enn vera eins og draumur og þegar ég skoða myndir af athöfninni á ég bágt með að trúa a’ ég hafi verið val- in,“ segir hún. Framtíðin hjá Ragnhildi Sif er nokkuð óráðin. Hún hefur þó hug á að mennta sig frekar í guilsmíði og stefnir á að ljúka meistaraprófi í iðninni. Auk jiess hefur hún hug á að fara til Italíu til að mennta sig frekar í gullsmíði og læra ítöþsku í leiðinni. A krýningarkvöldinu var María Rún Hafliðadóttir kjörin ljósmynd- afyrirsæta Reykjavíkur. Þá kusu keppendurnir Heiðrúnu Onnu Þórð- ardóttur vinsælustu stúlkuna í sín- um hópi. Morgunblaðið/Þorkell Ragnhildur Sif Reynisdóttir nýkjörin fegurðardrottning Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.