Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 53 Á spegilsléttum sjó Öllu máli skiptir að það sem á að fljóta sé á réttum kili. „ Stórisannleikur inn“ um EB Frá Jóni Árm. Héðinssyni: MIKIÐ virðist liggja við hjá utan- ríkisráðherra Dana, Uffe Ellemann Jensen. Hann lætur birta fimm greinar samtímis á Norðurlöndum. Ekki veit ég hvort allar eru eins eða ekki. Það skiptir mig engu máli. Það, sem skiptir mig máli sem Islending og væntanlega þig~einn- ig, lesandi góður, er að Uffe segir hvergi nærri allan sannleikann um EB. Mörg alvarleg undanskot eiga sér stað. Lítum nokkru nánar á fáein at- riði. Ruglað er saman í greininni „evrópsku samstarfi“ og „evrópskri einingu“. Hér er auðvitað um grundvallaratriði að ræða og það ákaflega mismunandi fyrir viðkom- andi þjóð. Uffe segir: „EB hefur með öðrum orðum boðið Norður- löndunum að taka þátt í þróuninni í átt til evrópskrar einingar" (undir- strikun mín). Það kann vel að vera að einhverjir Vestur-Evrópu toppar ali með sér drauuióra um „Banda- ríki Evrópu". Við íslendingar eig- um einfaldlega ekki samleið með þeim og ég sé ekki að hinar mörgu þjóðir í Austur-Evrópu taki undir slíkt. Þær hafa nýlega losað sig undan bandalagsfjötrum. Að mínu mati er það einmitt EB, sem er að reisa múra um band- alagssvæði sitt og á hrokafullan hátt kallar sig „Hina nýju Evr- ópu“. Rétt eins og önnur lönd hafi ekki lengur tilkall til heitisins Evr- ópu-land. Sem dæmi má nefna að stofnað hefur verið til æskuleiks íþróttafólks og styrkt að stórfurst- um EB, þar sem áróðri er beitt með lævísum hætti og hrópað er up_p: EVRÓPA - LANDIÐ MITT. FANINN ER FÁNI EB. Þessu mótmæli ég harðlega og fordæmi þann hroka sem þetta gefur til kynna. Það er deginum ljósara, að meg- in tilgangur EB er á hinu efnahags- lega sviði. Uffe segir, stefnan er sú, „að ávinningnum af innri mark- aðnum og samstarfinu í efnahags- og peningamálunum skuli skipta nokkurn veginn jafnt, að launþegar njóti hans ekki síður en launagreið- endur“. Skoðum þessa staðhæfingu örlítið betur. Ef þetta væri rétt hjá Uffe, hvers vegna eru þá þessi at- riði staðreynd innan EB? Nær 20.000.000 milljónir manna eru atvinnulausar nú innan EB-land- anna. Aldrei hefur verið verra fyrir menntað fólk að fá vinnu. (Kannski á sér stað of mikil menntun?) Á síðasta ári urðu nær 40.00 fyrir- tæki gjaldþrota í Bretlandi, og að meðaltali misstu 207 fjölskyldur húsnæði sitt þar. Hví greinir hann ekki frá efnahagslegri þróun í Skot- landi á sl. ári. Hvernig er stáliðnað- urinn þar? Hvernig er textíl- og ullariðnaðurinn í Liverpool og Manchester? Hvar er hinn frægi breski skipasmíðaiðnaður? Hvers vegna flýr fólkið úr sveitum Frakk- lands í tugþúsundum til borganna og skilur eigur sínar eftir? Já, hvers vegna eru um 70.000 manns heimilislaus í London og litlu færri í París? Ég get ekki trúað þeirri staðhæf- ingu að ágóði eða arður skiptist jafnt milli hins vinnandi manns og launagreiðanda í sælukerfi EB- landanna, þegar þessar staðreyndir blasa við. Uffe segir: „Við getum ekki lengur reitt okkur á Bandaríkin." Þetta er afar merkileg yfirlýsing og henni má ekki gleyma. Það get- ur vel verið að Norðurlöndin standi á krossgötum eins og Uffe segir. En við hann og aðra, sem vilja fara inn í „evrópska einingu“ með tollmúra og fullt frelsi kapítalis- mans, segi ég farvel Frans. Við íslendingar munum spjara okkur. Við viljum heilbrigð og eðlileg sam- skipti og viðskipti á jafnréttis- grundvelli við allar þjóðir. JÓN ÁRM. HÉÐINSSON Birkigrund 59 Kópavogi Umhverf- isslys? Frá Rannveigu Ólafsdóttur: MIG langar til þess að v.ekja at- hygli á þeim aðgerðum sem nú standa yfir af hálfu Hitaveitu Reykjavíkur við Rauðavatn. Við Rauðavatn er eitt af skemmtilegri útivistarsvæðum borgarbúa. Svæðið er óspart notað, einkum þegar jörð er hvít en þá myndast skemmtileg skíðabraut umhverfis vatnið yfir í og gegnum skóginn sem er sunnan megin við vatnið. Skógur þessi er elsti plantaði skógur á ísiandi og er mun stærri og fallegri en hann virðist vera í fljótu bragði séð frá þjóðveginum. Fyrir stuttu var girð- ingin sem var umhverfis skóginn tekin og hann gerður aðgengilegri göngumönnum og öðrum þeim sem vilja njóta útivistar nálægt borg- inni. Þá hefur einnig verið plantað tijáplöntum í þúsundatali á öllu svæðinu umhverfís þennan skóg. Bæði fra jaðri hans að Rauðavatni og um alla Hólmsheiði, enda svæðið hugsað sem útivistarsvæði á skip- ulagi borgarinnar. Nú ber svo við, án þess að nokk- ur kynning eigi sér stað fyrir borg- arbúa, að stórvirkar vinnuvélar af öllum gerðum vinna þarna dag við nótt við að eyðileggja þetta dýr- mæta útivistarsvæði. Fyrir rúmum mánuði síðan innti ég einn ýtustjór- ann eftir þessum aðgerðum. Hann tjáði mér að þarna væri Hitaveita Reykjavíkur á ferðinni og hygðist leggja hitaveiturör frá nýju tönkun- um á Hólmsheiði, meðfram suður- jaðri Rauðavatns og e-ð áfram. Mig hryllti strax við þeirri eyðileggingu á gi'óðri og umhverfi sem þarna myndi verða ef af þessari lagningu yrði. Stórt hitaveiturör ásamt veg sem því fylgir myndi klippa á nátt- úruleg tengsl milli skógarins og vatnsins auk þess sem gönguskíða- ferð kringum vatnið og gegnum skóginn myndi þá heyra sögunni til. Ég trúði ekki, og trúi því ekki enn, að ekki sé hægt að velja aðra leið fyrir þetta rör. Því hafði ég strax samband við Skógrækt Reykjavíkur sem sér um þennan elsta plantaða skógarreit landsins. Þeirra svör voru þau að þeir hefðu ekkert um þetta að segja og að Hitaveitan hefði ekki tilkynnt þeim um þessar fram- kvæmdir fyrr en í desember sl. og því var of seint að bjarga þeim þús- undum plantna sem færu undir þessar framkvæmdir. Þá hafði ég samband við Landvernd sem lofaði að athuga málið, hvort þetta væru óhjákvæmilegar framkvæmdir eða hvort leggja mætti rörið aðra leið. Nú fyrir viku sá ég að fram- kvæmdir voru énn á fullu og stór og myndarlegur vegur var svo til fulllagður meðfram suðurhlíð vatns- ins. Það var hreint grátlegt að sjá að í hverju .vörubílshlassi sem bætt var við þennan nýja veg kaffærðust tugir nýplantaðra tijáa ásamt sjálf- sprottnum víði. Ég hringdi þá aftur til Landverndar til þess að foiTÍtn- ast um niðurstöður mála en komst þá að því að Landvernd hafði ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga. Ég vona að hér sé ekki um um- hverfisslys að ræða heldur séu þetta óhjákvæmilegar framkvæmdir, þótt hugur minn segi mér annað. Ég trúi því ekki enn að ekki hefði verið hægt að velja aðra leið fyrir þetta rör. Einhveija leið þar sem ekki þurfti að eyðileggja fallegt og að- gengilegt útivistarsvæði og þar sem ekki þurfli að kaffæra þúsundir nýrra og gamalla tijáplantna. Þeir eru ekki of margir trjáreitirnir hér á landi. Nú er þessi fallegi og sögu- frægi skógur varla annað en lítil umferðareyja. Að lokum langar mig til þess að spyija hvort hægt sé að veija þess- ar framkvæmdir fyrir þeim ungling- um sem þarna hafa unnið sl. sumur við tijáplöntun. Þeir sjá nú að engin virðing er borin fyrir vinnu þeirra né fyrir þeim gróðri og verðmætum sem þeir voru að vinna með. Getum við ætlast til þess að þessir krakkar beri virðingu fyrir landinu? RANNVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Næfurási 17, Reykjavík. QPIÐ HfiS f IÐNSKÓLANUM Næstkomandi laugardag hefur skólinn opið hús þar sem almenningi gefst tækifæri til að kynnast starfi nemenda. Húsin verða opin frá kl. 14.00 til 17.00. Á þeim tíma verða einnig kennarar til viðtals og upplýsinga um það nám sem skólinn veitir. VORFUNDUR BÍLGREENASAMBANDSINS verður haldinn laugardaginn 4. apríl nk. á Hótel Sögu, hliðarsal, 2..hæð. Dagskrá: Kl. 09.15 Formaður BGS, Sigfús Sigfússon, setur fundinn. Kl. 09.30-11.00 SÉRGREINAFUNDIR A. Verkstæðisfundir. B. Málningar- og réttingaverkstæði. C. Bifreiðainnflytjendur. D. Varahlutasalar. E. Smurstöðvar og hjólbarðaverkstæði. Kl. 11.15-12.15 NIÐURSTÖÐUR SÉRGREINAFUNDA - BÍLGREINASKÓLI Kl. 12.15-14.00 HÁDEGISVERÐUR - HÁDEGISVERÐARERINDI Hlutverk bílgreinanna í nútímanum: Þórhallur Jósefsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að fjölmenna á ' fundinn á Hótel Sögu. Stjórn Bílgreinasambandsins. PING ® golfkylfur frá byrjun UNDIRSTAÐA ÁRANGURS Sértilboð fyrir dömur oy unglinaa PING léttustu kylfurnar Viö bjóöum 1/2 sett sérpöntuö á sanngjörnu verði fyrir dömur og unglinga. PING -golfkylfumar nýtast unglingum til fullorðinsára, þar sem hægt er að breyta þeim eftir því sem notandinn vex og bæta kylfum inn í eftir þörfum. Komdu til okkar í fría máltöku og við pöntum rétta PING -settið fyrir þig. PING' CLUB LIE CHART WHITE GREEN BLUE BLACK RED ORANGE BROWN GOLD MOST TALL ÚPRIGHT PERSON , ★ ★ Hr ★ ' k ★ ★ ★ #// íslensk ///// Ameríslca Tunguhálsi 11 - sími 682700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.