Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 15 Ivar Raig, eistneskur þingmaður: Fólk verður að sjá árangur - annars missir það trúna IVAR Raig, eistneskur þingmaður og formaður Bændamið- flokksins, hefur verið staddur hér á landi síðustu daga og átt viðræður við íslenska stjórnmála- og embættismenn. Hann seg- ir fróðlegt fyrir Eistlendinga að sjá hvernig íslendingar hafi hagað málurn á mörgum sviðum, til dæmis varðandi utanríkis- stefnu. Einnig telur hann ýmsa möguleika vera til staðar á auknu samstarfi ríkjanna á milli. Efnahagsástandið í Eistlandi sagði hann hrikalegt og nauðsynlegt að aðstoð bærist til að koma því á réttan kjöl á ný. Ef almenningur yrði ekki var við neinn efnahagslegan árangur af lýðræði gæti það misst trúna á gildi þess. Þetta ætti ekki einungis við um Eistland. Raig sagði megintilgang heim- sóknar sinnar hingað til lands vera að kynna sér hvernig íslend- ingum hefði sem smáþjóð tekist að veija hagsmuni sína og þjóðar- einkenni á sama tíma og þeir tækju aukinn þátt í alþjóðlegu samstarfi. Þá væru Eistlendingar nú að leita að samstarfsaðilum sem gætu aðstoðað þá við að koma á lýðræði og markaðskerfi í Eistlandi. „Það er líka sálfræðilega mjög mikilvægt fyrir okkur Eistlend- inga að sjá hvernig ykkur hefur tekist að byggja upp þessi góðu lífskjör. Síðari heimsstyijöldinni lauk á síðasta ári hvað okkur varðar og það er því gagnlegt fyrir okkur að sjá hvernig þið stóðuð að uppbyggingunni eftir stríð,“ sagði Raig. Hann sagði að á fundi sem hann hefði átt með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra hefði hann kynnt hugmynd um að haldnir yrðu íslenskir dagar eða íslensk vika í Eistlandi þar sem menn úr íslensku viðskiptalífi myndu skiptast á skoðunum við Eist- lendinga. „Þetta gæti orðið til að hleypa í okkur kjarki. Eins og stendur eru menn mjög óró- legir vegna ástandsins í landinu." Hann sagðist einnig hafa sleg- ið fram þeirri hugmynd að íslend- ingar myndu safna saman göml- um búnaði tengdum sjávarút- vegi, sem ekki væri notaður leng- ur, og senda til Eistlands með skipi. Gæti þetta verið eins konar mannúðaraðstoð við eistneska smábátaveiðimenn. Þá gætu þjóðirnar reynt að koma á lagg- irnar einhveijum samstarfsverk- efnum í fiskvinnslu. „Við eigum töluvert stóran úthafsflota sem brátt mun standa uppi verkefna- laus. Hefðbundin mið hans hafa verið utan við strendur Afríku, t.d. Angóla, en mjög bráðlega fáum við enga kvóta þar lengur þar sem þeim er úthlutað af mið- stjórnarvaldinu í Moskvu. Þá gætum við líka tekið upp sam- starf á sviði ferðamála. Eistland er á margan hátt mjög athyglis- verður kostur fyrir ferðamenn, þar er rnikið af gömlum borgum með byggingum allt frá 13. öld sem haldið hefur verið við.“ Raig sagði Eistlendinga einnig geta lært rnikið af því hvernig Islendingar hefðu hagað utanrík- isstefnu sinni, t.d. gagnvart evr- ópskri samvinnu og í varnarsam- starfinu innan Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). „Þið hafið á margan hátt rekið mjög árang- ursríka utanríkisstefnu. Þið tók- uð frumkvæðið í að viðurkenna Eystrasaltsríkin og hér var leið- togafundur Reagans og Gorb- atsjovs haldinn. Ef smáþjóð vill vera á kortinu verður hún að leggja eitthvað af mörkum. Það Ivar Raig Morgunblaðið/Júlíus hafið þið gert.“ Umræðu um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu sagði hann ekki hafa hafist enn í Eist- landi. Fyrst vildu menn ijúka við- ræðum við Rússland um brott- flutning hersveita. Kostirnir sem Eistlendingum stæðu til boða væru annarsvegar aðild að EB eða þá hins vegar fyrst nálgun við Norðurlandaþjóðirnar og síð- an hugsanleg EB-aðild. „Við velt- um þessum málum fyrir okkur þessa stundina og ræðum þau fram og tilbaka,“ sagði þingmað- urinn. Eystrasaltsráðið nýstofnaða gæti einnig orðið mjög mikilvægt og skipt Eistlendinga meira máli heldur en aðild að Norðurianda- ráði. Hvort Eistlendingar myndu sækja um slíka aðild væri fyrst og fremst undir Norðurlöndunum komið. „Ef þau eru reiðubúin að leyfa okkur að gerast aðilar munum við sækja um. Það er líka mjög líklegt að Eistland, eitt Eystrasaltsríkjanna, muni í raun taka þátt í starfi Norðurlanda- ráðs. Ríkin þijú eru um margt mjög ólík en það er hlutur sem Evrópubúar og Bandaríkjamenn gera sér oft ekki grein fyrir. Við skiljum t.d. ekki tungumál hvors annars. Auðvitað er náin sam- vinna Eystrasaltsríkjanna nauð- synleg á mörgum sviðum t.d. varðandi samgöngur, fjarskipti og varnarmál. Menningarlega séð eru ríkin eftir sem áður það ólík að þau verða að fara sínar eigin leiðir." Efnahagsástandið í Eistlandi sagði Raig vera óhemju erfitt. Omögulegt væri að segja til um hvenær færi að birta til en menn vonuðust til að árið 1995 væru menn búnir að ná aftur sömu lífs- kjörin og þjóðin bjó við árið 1985 og að síðan yrði áfram hagvöxt- ur. Allt frá 1985 Kefði aftur á móti verið stöðugur efnahags- samdráttur. „Þetta er mjög svip- að og i Póllandi. Þeir hófu sínar umbætur 1981 og það er fyrst núna sem fer að rofa eitthvað til. Við vonum samt að í kjölfar þess að við tökum upp okkar eig- in mynt og hefjum einkavæðingu muni aukinn kraftur færast í efnahagsiífið. Myntbrejtingin verður gerð um leið og við erum tæknilega reiðubúnir að fram- kvæma hana.“ Hann sagði að það væri mjög áhættusamt að taka upp eigin mynt ef engar tryggingar lægju að baki. Vandamálið væri að Evrópski þróunarbankinn teldi að Norðurlandaþjóðunum bæri að styðja við bakið á Eystrasalts- ríkjunum í þessum efnum en þau bentu hins vegar á bankann. „Það er gífurlega mikilvægt að hægt sé að sýna fram á einhvern efnahagslegan árangur af lýð- ræði. Ef það er ekki hægt gæti fólk misst trúna, ekki bara í Eist- landi. Eistland er nefnilega á margan hátt fyrirmynd fyrir Rússland og ef við getum sýnt fram á árangur þá mun það hafa áhrif um alla Austur-Evrópu. Þess vegna ber evrópskum stofn- unum skylda til að leggja' fram skýra stefnu í þessum efnum.“ Lýðræði í Eistlandi sagði Raig standa mjög völtum fótum. Mik- ill óstöðugleiki ríkti í flokkakerf- inu og þingmenn skiptu oft um flokka. Almenningur væri líka hræddur við að taka þátt í flokks- starfi þar sem áður fyrr hefðu menn verið sendir til Síberíu ef þeir voru ekki kommúnistar.. Af þessum sökum væru allir eist- neskir stjórnmálaflokkar mjög fámennir. Stærsti stjórnmála- flokkur landsins hefði þannig ein- ungis um þúsund félaga. Raig sagði sinn eigin flokk vera með um fjögur hundruð félagsmenn og til dæmis mætti nefna að jafn- aðarmenn væru um 150. Allt flokksstarf væri líka unnið í sjálf- boðavinnu þar sem ríkið hefði ekki burði til að styrkja flokk- ana. Þetta væri líka pólitískt mjög viðkvæmt mál. Styrkir til stjórnmálaflokka væru mjög óvinsælir meðan almenningur hefði varla til hnífs né skeiðar. Raig sagði að lokum að Eist- lendingar hefðu miklar áhyggjur af ástandinu í Rússlandi. Það væri enginn sem vissi hvað myndi gerast þar og menn óttuðust að aftur yrði horfið til sterks mið- stjórnarvalds. Ef það gerðist yrðu Eistlendingar að vera búnir að treysta sjálfstæði sitt og fullveldi en það myndi taka um þijú til fimm ár til viðbótar og væri háð aðstoð að utan. Eistlendingar styddu Borís Jeltsín Rússlands- forseta heilshugar og notuðu tím- ann meðan hann væri við völd til að treysta lýðræði í Eistlandi. „Eitt mikilvægasta málið þessa stundina er að losna við rúss- neska heraflann frá Eistlandi. Margir innan hersins vilja ejjki yfirgefa Eistland og þá aðstöðu sem þar er til staðar og reyna því að sitja sem fastast. Við verð- um liins vegar að leyna að losa okkur við þá meðan Jeltsín er við völd,“ sagði Raig. St.S. Yiðskiptahallinn 1991 18,7 milljarðar króna Greiðslubyrði er- lendra lána 23,1% af útflutningstekjum Á árinu 1991 nam halli á við- skiptum við útlönd 18,7 milljörð- um króna, sem svarar til 4,9% af vergri landsframleiðslu. „Þetta er mun verri útkoma en árið áður er hallinn nam 7,8 milljörðum króna eða 2,2% af VLF“, segir í Hagtölum mánað- arins, marzhefti. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 3,1 milljarð k'róna 1991, en hann var hagstæður um 7,5 milljarða 1989 og 4,8 milljarða 1990. Halli á þjónustujöfnuði nam 15,6 milljörðum króna 1991 en það er þremur milljörðum meira en árið áður. Hreint innstreymi erlends fjár- magns nam 17,8 milljörðum króna 1991 samanborið við 12,1 milljarð 1990. Langar erlendar lántökur námu 29,6 milljörðum króna 1991 en 27,7 milljörðum árið áður. Af- borganir jukust úr 11,4 milljörðum 1990 í 15,0 milljarði króna 1991 og hreint innstreymi langra er- lendra lána nam því 14,6 milljörð- um króna 1991 í stað 16,4 millj- arða 1990. Gjaldeyrisstaðan rýrnaði mjög á fyrstu mánuðum sl. árs vegna vax- andi viðskiptahalja og fjár- magnsútstreymis. Á síðasta fjórð- ungi ársins hækkaði gjaldeyris- staðan um 8,5 milljarði vegna mik- ils fjármagnsinnstreymis, „einkum erlendrar lántöku ríkissjóðs“, segir í Hagtölunum, „kaupa Norræna íjárfestingarbankans á innlendum skuldabréfum og innstreymis skammtímafjármagns. Hrein gjaldeyrisstaða Seðlabankans nam 24,1 milljarði í árslok 1991 saman- borið við 23,5 milljarða króna í árslok 1990. Staða langra erlendra lána var 190,7 milljarðar króna í í árslok 1991. Reiknað á meðalgengi ársins nam staða langra erlendra lána 195,9 milljörðum króna sem er 51,1% af áætlaðri landsframleiðslu 1991. Greiðslubyrði afborgana og vaxta af erlendum lánum hefur hækkað úr 20% af útflutningstekj- um 1990 í 23,1% 1991. Stafar það einkum af auknum útborgunum. Vaxtabyrðin jókst aðeins um 0,2%. Meðalvextir erlendra lána reiknast vera 8% á árinu 1991 í stað 8,6% 1991. „Þessi lækkun gæti orðið meiri á þessu ári, þar sem dollara- vextir voru að meðaltali um 7% 1991, en eru í dag um 4,5%“, segir í Hagtölum mánaðarins. Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni skv. reglum um skráningu hlutabréfa á Veröbréfaþingi íslands. Auglýsingin felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands Skráning hlutabréfa í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. Frá og meö 2. apríl 1992 eru hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. skráö á Verðbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. sjá um rekstur sjóðsins og eru viðskiptavaki með bréfin á Verðbréfaþingi íslands. Eftirtalin gögn er varða skráningu þessa og upplýsingar um íslenska hlutabréfasjóðinn hf. liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Landsbanka íslands um allt land: • Sérstök skráningarlýsing vegna skráningar bréfanna á Verðbréfaþingi íslands. • Ársreikningar íslenska hlutabréfasjóðsins hf. frá stofnun sjóðsins. • Samþykktir íslenska hlutabréfasjóösins hf. LANPSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Sudurlandsbraut 24, íOö fíeykjavík, sími 91-670200, fax 91-678596. LÖggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. AUK K11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.