Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 33 Forkaupsréttur sveitarfélaga á veiðiheimildum: Engar breytingar fyrr en að lok- inni endurskoðun fiskveiðilaga - sag-ði sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki verði gerð- ar breylingar á þessu ári á því ákvæði laga um stjórn fískveiða, sem snýr að forkaupsrétti sveitarfélaga við söiu skipa og veiðiheimilda úr byggðarlögum, heldur verði beðið niðurstöðu nefndar sem hefur það verkefni að endurskoða lögin. Sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að mörg álitaefni væru um þetta ákvæði laganna og ekki væri einhlítt að núgildandi ákvæði fæli í sér besta fyrirkomulag- ið. Kristinn H. Gunnarsson (Abl- Vf) mælti fyrir svohljóðandi fyrir- spurn til sjávarútvegsráðherra: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að ákvæðum 11. gr. laga nr. 38 15. maí 1990 um stjóm fisk- veiða, um forkaupsrétt sveitarfé- laga, verði breytt á þann veg að sveitarfélög hafi í öllum tilvikum forkaupsrétt þegar um er að ræða sölu á veiðiheimildum skipa út úr byggðarlagi?" Kristinn sagði m.a. í ræðu sinni að þær vamir sem settar hefðu verið við flutningi veiðiheimilda á millí byggðarlaga væru veikar. Sveitarfélög hefðu aðeins forkaups- rétt á veiðiheimildum þegar skip væm seld á milli byggðarlaga. „Menn áttuðu sig ekki á að heimilt er að fiytja veiðiheimildir á milli skipa og í framkvæmdinni hefur komið fram að menn hafa fundið leiðir til að flytja veiðiheimildir án þess að selja skip og þar af leið- andi hefur forkaupsréttur sveitarfé- laganna ekki verið til staðar. Menn hafa líka fundið upp þá aðferð að með því að kaupa hlutafé í hlutafé- lögum sem eiga skip og veiðiheim- ildir hafa þeir getað flutt starfsemi hlutafélagsins á milli byggðarlaga," sagði þingmaðurinn. Þorsteinn Pálsson sagði að þeg- ar frumvarp til núgildandi laga um stjóm fiskveiða hefði verið flutt upphaflega hefði verið gert ráð fyr- ir að útgerð bæri að tilkynna sölu fiskiskips, sem hefði leyfi til veiða, m.a. með tilkynningu til sveitarfé- lags á útgerðarstað skips. Sam- bærilegt ákvæði hefði verið um til- kynninga skyldu vegna fyrirhugaðs framsals aflahlutdeildar til skips f eigu annarrar útgerðar. Ráðherra sagði að í þessum tillögum hefðu ekki falist beinar hömlur varðandi sölu skipa og aflahlutdeildar. í kjöl- far mikillar umræðu um þetta mál hefðu þingmenn þáverandi stjómar- flokka gert þær breytingar að for- Tæplega 80 ný þingmál í vikunni: 32 stjóraar- í'rumvörp Samkvæmt þingsköpum skal lagafrumvörpuin og þingsályktunartillögum vera útbýtt tii þingmanna eigi síð- ar en sex mánuðum eftir þingsetningu. Starfsáætlun Alþingis gerir því ráð fyrir 1. apríl sem síðasta skiladegi nýrra þingmála. Frumvörp og ályktanir sem útbýtt er eftir þau tímamörk verða aðeins tekin á dagskrá ef meirihluti þingmanna sam- þykkir það. Tillit til þessara tímamarka hefur mjög einkennt starf þingsins undanfarna daga. í þessari viku hefur tæplega átt- atíu þingmálum verið útbýtt, þar af 32 stjórnarfrumvörp. Þess verður að geta að eitt stjórnarfrumvarp, sem vænst hafði verið, var ekki útbýtt, þ.e.a.s. frumvarp um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög. Mun þetta vera vegna ágreinings í þingflokki Alþýðuflokks. kaupsréttur gilti þegar skip væru seld með aflaheimildum en ekki ef um væri að ræða sölu aflaheimilda einna. Tilkynningaskylda vegna sölu á aflahlutdeild hefði verið felld niður en framsal aflahlutdeildar hins vegar háð samþykki ráðherra við ákveðnar kringumstæður. Sjáv- arútvegsráðherra sagði fullljóst að forkaupsréttur sveitarfélaga næði til þess ef fiskiskip væru seld á milli sveitarfélaga en sveitarstjórnir ættu ekki íhlutunarrétt vegna flutn- ings aflahlutdéildar á milli skipa. „Sameining aflaheimilda á færri skip er grundvöllur núverandi fisk- veiðilaga. Ef við ætlum í alvöru að minnka fiskiskipaflotann verður það ekki gert nema að heimildir til að flytja aflaheimildir saman á færri skip séu takmarkaðar sem minnst,“ sagði Þorsteinn. Hann gat þess ennfremur að nefnd sú sem endur- skoðar gildandi lög um stjóm fisk- veiða eigi að skila áliti um næstu áramót. „Þegar nefndin hefur skilað áliti sínu mun ég meta hvort tilefni sé til að leggja til breytingar á gild- andi lögum, meðal annars um þetta efni. Eg mun því ekki leggja til neinar breytingar fyrr en nefndin hefur lokið störfum en það er vissu- lega svo, að þetta atriði er eitt af fjölmörgum þáttum þessara laga, sem endurskoðunamefndin hefur til meðferðar og þarf að endurmeta í ljósi reynslunnar," sagði ráðherra. Einar K. Guðfínnsson (S-Vfj) sagði ekki fara á milli mála að hugsunin á bak við 11. gr. fiskveiði- laganna hefði verið að torvelda sölu kvóta úr byggðarlagi sem hefði í för með sér röskun fyrir atvinnulíf þess. Sagðist þingmaðurinn hafa haft miklar efasemdir um gildi þessa lagaákvæðis og sagði hættu á að það gæti virkað þvert á til- gang sinn. Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki vera ánægður með svör ráð- herra og að brýnustu viðfangsefni væm látin bíða niðurstöðu nefndar. Sagði hann engan vafa leika á að löggjafinn hafi ætlast til þess að sveitarfélög hefðu rétt til að neyta forkaupsréttar én það hefði mislán- ast í lagasetningunni á sínum tíma. Steingrímur J. Sigfússon (Abl- Ne) lýsti yfir efasemdum sínum um forkaupsréttarákvæði laga um stjórn fiskveiða og sagði litla hjálp í þeim fyrir þau sveitarfélög sem verst væm stödd vegna áfalla í sjáv- arútvegi. „Ég tel líka að þessi for- kaupsréttarákvæði hafi að hluta til verið notuð sem dúsa og blekking handa mönnum til að sætta sig við og þola fremur ágalla núverandi kvótakerfis," sagði þingmaðurinn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) sagði að skv. hans skilningi hefði umrætt lagaákvæði ekki verið sett til að sveitarfélög færu að kaupa útgerðir eða kvóta í stórum stíl. Þetta ákvæði ætti því ekki að koma við fjárhagsstöðu sveitarfé- laga nema að litlu leyti. Stefán Guðmundsson (F-Nv) sagði ekki fara á milli mála að á bak við þetta lagaákvæði hefði leg- ið sá vilji að verja þann aflarétt sem var í viðkomandi byggðarlögum þegar lögin voru sett. Mótmælti hann því að ákvæðið væri „dúsa“ til að menn sættu sig betur við kvótakerfið. Sagði hann að í mörg- um tilvikum hefði sá réttur sem ákvæðið veitir haldið, þó rétt væri að huga að þessum málum við end- urskoðun laganna. Sjávarútvegsráðherra kom aftur í ræðustól og sagði að ráðherra væri skylt að framkvæma lögin eins og Alþingi hefði samþykkt þau og ekki dygði að vísa í einhverjar aðr- ar óræðar hugsanir. „Ég tel að það séu mörg álitaefni varðandi ákvæði af þessu tagi og ekki sé einhlítt að ákvæðið eins og það er í dag sé það besta. Mér er nær að halda að það hefði verið skynsamlegra fyrir- komulag sem var í frumvarpinu í upphafi. Ég tel rétt og skylt að þau sjónannið sem hér hafa komið fram og annars staðar í þjóðfélaginu séu grannskoðuð og þegar heildarend- urskoðun á lögunum hefur farið fram meti menn hvaða tillögur verði lagðar fyrir þingið,“ sagði Þor- steinn. MMHCI Utanríkisráðherra um stefnuna í utanríkismálum: Trygg samstaða um megimnál Evrópskt efnahagssvæði forgangsverkefni Skýrsla Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um utanrík- ismál var rædd í meira en sautján klukkustundir í fjórum umræðu- lotum á þingi. Þeirri síðustu lauk á fjórða tímanum í fyrrinótt. Utan- ríkisráðherra lagði áherzlu á að trygg samstaða væri í ríkisstjórn- inni um meginmál utanríkisstefnunnar og að Evrópska efnahags- svæðið væri forgangsverkefni á þeim vettvangi. gerðu friverslunarsamning við þetta ríki, á meðan ísraelsmenn kúguðu og niðurlægðu Palestínumenn. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) talaði einnig um þessi mál og fleiri. Henni þótti utanríkisráðherra horfa um of til mála frá evrópskum sjón- arhóli. Einar K. Guðfínnsson (S-Vf) benti á að við yrðum að huga að mikilvægum og vaxandi mörkuðum fyrir fiskafurðir í Austur-Asíu. Hann minnti á að GATT-viðræðurn- ar sneruSt um margt fleira en land- búnaðarafurðir. Fríverslun með fisk væri ekki síður mikilvæg en hömlur á verslun með landbúnaðarafurðir. Einari þótti sem að okkar hagur varðandi tolla á sjávarafurðum, væri miðað við núverandi tilboð og samningsdrög, í engu bættur. Tóm- as Ingi Olrich (S-Rn) varaði við þeim sem fjölluðu um utanríkismál Islands af einsýni og ofstæki og sæktu fram með hugarfari kross- farans. Tómas Ingi taldi málflutn- ing Hjörleifs Guttormssonar (Ab- Al) vera þessu marki brenndan. Hefð í heiðrí höfð í lok umræðnanna áréttaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra fyrri ummæli sín og for- sætisráðherra um að stefnan væri óbreytt, sú að reyna að koma samn- ingum um EES í höfn. Ráðherra ítrekaði fyrri vamaðarorð um að það væri langt í frá víst um að sú sigling lækist. Utanríkisráðherra mælti fyrir skýrslu sinni á þriðjudaginn og var hún til umræðu bæði síðdegis og á kvöldfundi. Umræðu var framhaldið í fyrradag, bæði um eftirmiðdaginn og á kvöldfundi sem hófst kl. 20.30. Stjómarandstæðingar hafa látið uppi ótta um að utanríkisráðherr- ann og forysta Alþýðuflokksins stefni að því að ísland leggi inn aðildammsókn að Evrópubandalag- inu. í fyrri umræðulotum hefur fram komið að stefna ríkisstjórnar- innar er óbreytt; höfuðmarkmiðið er að tryggja samninga um Evr- ópskt efnahagssvæð. I fyrrakvöld og fyrrinótt fögnuðu stjórnarandstæðingar yfirlýsingum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar um að það væri ekki á dagskrá rík- isstjórnarinnar að sækja um aðild að ÉB. Nokkur uggur virtist þó enn vera í þeirra brjósi. Bæði Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) og Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) vörðu nokkru máli til að tala gegn Evrópubandalaginu og samkomu- laginu um EES, eins og það nú ligg- ur fyrir. Steingrímur talaði einnig mjög um mannréttindamál, honum var spurn hvort yfírlýstum and- stæðingum heimskommúnismans væri nú ósýnna um þau mál, þegar sú grýla væri dauð í Austur-Evr- ópu. Arni R. Árnason (S-Rn) tal- aði einnig um mannréttindi í heim- inum, m.a. í ísrael, hann hafði mikl- ar efasemdir um að EFTA-þjóðir Ráðherra vék einnig að þeirri gagnrýni sem Bjöm Bjarnason (S-Rv) setti fram fyrr í umræð- unni, þess efnis að skýrslu utanrík- isráðherra bæri að ræða í ríkis- stjórn, stjórnarflokkum og hugsan- lega utanríkismálanefnd. Utanríkis- ráðherra sagði hefð fyrir því að þetta væri skýrsla utanríkisráð- herra til Alþingis. Utanríkisráð- herra væri hluti framkvæmdavalds- ins og ríkisstjórn íslands væri ekki fjölskipað stjórnvald. Á meðan þetta væri skýrsla utanríkisráðherra teldi hann eðlilegt að viðhalda þeim hefð- um sem verið hefðu. Það breyti engu um að um meginmálin væri tryggð samstaða, eins og þessi umræða hefði leitt í ljós. Kl. 3.35 var umræðu lokið og sleit Sturla Böðvarsson varaforseti Alþingis fundi. Alls hefur skýrsla utanríkisráðherra verið formlega rædd í sautján klukkustundir og stundarfjórðung. En þar að auki var hún nokkuð rætt föstudaginn í fyrri viku í lauslegum tengslum við umræðu um Fríverslunarsaming við Tyrkland. Sumarlokanir á sjúkrahúsum: Þýðir lokun á einum stað, aukinn kostnað á öðrum? Hve mikill er ferðakostnaður lækna? Heilbrigðisráðherra hafa borizt þrjár fyrirspurnir um heilbrigðis- kerfið: 1) Um raunverulegan sparnað af sumarlokunum sjúkrahúsa, 2) um lokun legudeildar barnageðdeildar og 3) um ferðakostnað lækna. „Hefur upplýsingum um fyrir- hugaðar sumarlokanir á sjúkrahús- um verið safnað saman á vegum heilbrigðisráðuneytisins?" Þannig spyr Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rvík). Hún spyr hvort mat hafi verið lagt á það hvað lokun einstakra sjúkradeilda hafi í för með sér „fyrir önnur sjúkrahús sem þurfa að taka við auknu álagi vegna þessara lokana“? Þá spyr þingmaðurinn hvernig eigi að mæta lokun nokkurra fæðingardeilda. Og loks spyr hún hvort fyrirhugað sé að endurskoða áæltanir um niður- skurð fjár til einstakra sjúkrastofn- ana sem verða fyrir auknu álagi vegna lokana á öðrum sjúkrastofn- unum. Ingbjörg Sólrún Gísladóttir (Sk- Rvík) spyr hvaða rök séu fyrir því að loka einu sérhæfðu legudeild landsins í geðlækningum barna i 13 vikur. „Með hvaða hætti verður séð fyrir meðferð og vistun þeirra barna, sem nú dveljast á deildinni?“ Össur Skarphéðinsson (A-Rvík) spyr hvaða reglur gildi um ferða- kostnað lækna, hve miklum upp- hæðum er varið samanlagt til þessá þáttar á hverju ári, hver er há- marksgreiðsla til hvers læknis — og njóta aðrar heilbrigðisstéttir „svipaðra hlunninda"?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.