Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
55
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN
Keflavík meistari — en
ekki fyrirhafnariaust
- segir Hreinn Þorkelsson sem hefur leikið með bæði ÍBK og Val
MorgunblaÖið/Einar Falur.
Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður ÍBK, sækir hér að Tómasi Holtan,
þjálfara og leikmanni Vals. Valur og ÍBK leika fyrsta leikinn í úrslitakeppninni
í kvöld í Keflavík.
KEFLVÍKINGAR taka á móti
Valsmönnum íkvöld ífyrsta
úrslitaleik liðanna um Islands-
meistaratitilinn íkörfuknatt-
leik. Liðin munu leika þrjá, fjóra
eða f imm leiki því til að tryggja
sér íslandsbikarinn þarf annað
hvort liðið að sigra í þremur
leikjum. Liðin munu leika ann-
an hvern dag þartil úrslit fást,
byrja í Keflavík í kvöld, fara síð-
an að Hlíðarenda á sunnudag-
inn og síðan koll af kolli.
Hreinn Þorkelsson er einn fárra,
ef ekki sá eini, sem leikið
hefur með báðum þessum liðum og
því tilvalið að fá
SkúliUnnar hann til að spá örlít-
Sveinsson ið í spilin fyrir úr-
skrifar siitaleikina. „Ég
verð í miklum vand-
ræðum með hvoru liðinu ég á að
halda. Ég var mjög ánægður, en
jafnframt hissa, þegar Valsmönn-
um tókst að slá Njarðvíkinga út,“
sagði Hreinn aðspurður um hvort
hann ætlaði að vera í gulu eða rauðu
þegar hann fylgdist með leikjunum
úr fjarlægð, en hann er nú að und-
irbúa lið sitt, Snæfell, undir auka-
leiki um áframhaldandi veru i deild-
inni.
„Ég verð að segja eins og er að
ég þekkti ekki Njarðvíkurliðið í
leikjunum gegn Val. Það eru ekki
mörg lið sem geta stjórnað hraðan-
um í leiknum gegn þeim en svo
virtist sem það væri lítið mál fyrir
Vai. Ég er ekki að draga úr styrk
Valsmanna með þessu. Þeir eru
með gott lið og eiga alveg eins
mikla möguleika á sigri og Keflvík-
ingar.
Bæði liðin hafa leikið vel að und-
anförnu en ég tel að ef Valsmenn
eigi að hafa möguleika verði fleiri
leikmenn liðsins að geta tekið af
skarið. Gegn UMFN var það eigin-
lega bara [Franc] Booker. Tómas á
að geta tekið af skarið og skorað
mikið, Svali gerði það líka um tíma
á móti Njarðvíkingum og auðvitað
getur Magnús tekið af skarið. Það
er nauðsynlegt að vera með þrjá
menn sem geta og þora. Þá þarf
ídag
Skíðamót íslands
Akureyrí:
Stórsvig kvenna, fyrri ferð.10.00
Stórsvig karla, fyrri ferð..10.30
Stórsvig kvenna, síðari ferð.12.00
Stórsvig karla, síðari ferð..12.30
;Körfuknattleikur
Japisdeildin, fyrsti úrslitaleikur um ís-
landsmeistaratitil karla:
Keflavík, ÍBK - Valur.........20
Badminton
Deildakeppni Badmintonsambands ís-
lands fer fram í Laugardalshöll um
helgina. Keppni hefst í kvöld, heldur
áfram á morgun, iaugardag og lýkur
á sunnudag. Keppni hefst kl. 19 í
kvöld, þá verða þrír leikir í 1. deild,
og einn í 2. og 3. deild.
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
•A-riðill:
Geivigras, Fylkir- Fram.......20
Handknattleikur
1. deild kvenna, úrslitakeppni:
Kaplakriki, FH - Grótta.......18
BÞetta er þriðji og síðasti lejkur lið-
anna. Siguivegarinn mætir íslands-
meisturum Stjörnunnar í undanúi*slit-
um.
Blak
1. deild karla:
Digranes, HK - Þróttur N.........20
Hagaskóli, ÍS - KA...............20
■Stúdentar fá íslandsbikarinn afhent-
an að leik loknum.
Félagslíf
Breiðablik stendur fyrir menninpar- opr
málverkauppboðskvðldi í kvöld í Fé-
lagsheimili Kópavogs. TónlisUirmenn
skemmta og verk eftir listamenn úr
Kópavogi verða boðin upp. SkenunUm-
in hefst kl. 20 en húsið opnað kl. 18.
að minnsta kosti einn mann sem
fer ekki á taugum ef illa gengur.
Tommi [Tómas Holton] á að vera
sá maður en hann var að missa
boltann á móti Njarðvíkingum-og
það er ekki nógu gott.
Hvað Keflvíkingum viðkemur þá
er énginn hörgull á skyttum þar á
bæ. Jón Kr. [Gíslason] getur haldið
boltanum og stjórnað leiknum þó
illa gangi, og raunar fleiri því Kefl-
víkingar eru með jafnara lið og
sterkari varamenn. Reyndar þurftu
Valsmenn ekki að nota nema sex
til sjö leikmenn á móti Njarðvíking-
um og þá kemur ekki að sök þó
hitt liðið sé með sterkari vara-
menn,“ sagði Hreinn.
- Hvernig vörn heldur þú að
Keflvíkingar leiki gegn Val?
„Ég veit það svei mér ekki.
Svæðisvörn þeirra gekk vel á móti
KR-ingum, en það er spurning hvort
hún gengur gegn liði þar sem Book-
er leikur. Hann er ótrúlegur dreng-
urinn og í rauninni engin leið að
stöðva hann, sé hann „heitur". Ég
hef stundum sagt að það sé í lagi
að „leyfa“ honum að gera 40 stig
í leik, en þá verður að halda skori
ahnarra leikmanna í lágmarki. Ef
það tekst er nokkuð víst að sigur
vinnst því lið skora alltaf eitthvað
um 70 stig að minnsta kosti.
Annars er ómögulegt að segja
hvað Keflvíkingar gera gegn Franc
Booker. Það er ef til vill til þess
vinnandi að setja tvo menn á hann
eða einn sem eltir hann allan tím-
ann þannig að hann fái hreinlega
ekki knöttinn.
Ég er viss um að allir leikirnir
verða jafnir og skemmtilegir eins
og leikirnir sex í undanúrslitunum.
Ég held ég spái því að Keflvíkingar
verði meistarar — en það verður
ekki fyrirhafnarlaust. Það verða
annað hvort fjórir eða fimm leikir.
Annars væri það gaman, svona fyr-
ir körfuboltann í heild ef Valsmönn-
um tækist að rjúfa einokun Suður-
nesjaliðanna, annars held ég að
Keflvíkingar hafi þetta,“ sagði
Hreinn Þorkelsson, fyrrum leikmað-
ur ÍBK og Vals.
Viggó Sigurðsson, handknatt-
leiksþjálfari, sem hefurþjálfað
Hafnarfjarðarfélögin FH og Hauka
undanfarin ár, hefur ákveðið að
taka sér frí frá þjálfun - hann
verður því ekki áfram með Hauka
eftir úrslitakeppnina.
Islenska landsliðinu í handknatt-
leik hefur verið boðið til París-
ar 16. maí til að leika þar gegn
frönsku félagsliði í vígsluleik nýrr-
ar íþróttahallar.
Það var Albert Guðmundsson,
Það er athygli vert að bæði Val-
ur og ÍBK eru með þjálfara sem
einnig leika með liðunum. Tómas
Holton og Jón Kr. Gíslason virðast
báðir vera með lið sín á toppnum á
réttum tíma. Bæði lið hafa leikið
nokkuð vel að undanförnu og verið
á uppleið. Liðin hafa mæst fjórutn
sinnum í vetur. Keflvíkingar hafa
„Ég tilkynnti forráðamönnum
Hauka þetta fyrir mánuði. Ég hef
ákveðið að taka mér eins árs frí frá
þjálfun og ætla mér að horfa á
handknattleik frá öðru sjónarhorni
en frá bekknum. Þá ætla ég að
fara til útlanda á þjálfaranámskeið
sendiherra íslands í Frakklandi,
sem hafði samband við Hand-
knattleikssambands íslands og
kom boðinu á framfæri.
„Við munum þiggja þessa ferð,
enda kemur húii á tíma sem hent-
sigrað í öllum leikjunum, en sigur-
inn hefur ekki verið stór, nema í
fyrsta leiknum, en þá var Tómas
Holton ekki tekinn við sem þjálf-
ari. Fyrsti leikurinn, sem var að
Hlíðarenda, endaði 85:108, síðan
vann Keflavik heima 96:93, 91:96
úti í þriðja leiknum og 92:81 í síð-
asta leiknum heima.
til að fá nýjar hugmyndir og víkka
sjóndeildarhringinn," sagði Viggó,
sem er að kanna möguleika á að
komast á þjálfaranámskeið í Sam-
veldunum.
ar okkur vel. Úrslitakeppnin um
íslandsmeistaratitilinn verður bú-
in. Þetta verður stutt og þægileg
helgarferð," sagði Þorbergur Að-
alsteinsson, þjálfari landsliðsins í
samtali. við Morgunblaðið í gær.
ÍÞRÓntR
FOLK
■ BRODDI Kvistjánsson og
Arni Þór Hallgrímsson keppa á
„Amor tournament“ í Hollandi, sem
hefst í dag. Þeir keppa í einliða-
og tvíliðaleik.
■I ERIC Cantona, franski knatt-
spyrnumaðurinn snjalli, sem nú
leikur með Leeds í Englandi, segist
ætla að leggja skóna á hilluna eftir
IIM 1994. Hann hælir öllu í Eng-
landi en finnur að flestu í heinía~
landinu, Frakklandi.
■ BOBBY Robson tekur við sem
þjálfari Sporting Lissabon í sum-
ar, en samningur fyrrum landsliðs-
þjálfara Englands við PSV Eind-
hoven rennur út í vor. Robson
gerir tveggja ára samning við
portúgalska liðið.
■ FRANZ Beckenbauer ætlar
að aðstoða Bandaríkjamenn vegna
Heimsmeistarakeppninnar 1994.
UROLAND Grahannner varnar-
maður hjá Bayern Miinchen var á
dögunum dæmdur í átta leikja bann
vegna fólskulegs brots á leikmanni
Kaiserslautern þegar liðið tapaði
4:0 þann 7. mars. Bayern hefur
áfrýjað úrskurðinum.
■ JUAN Gomez „Juanito“, fyrr-
um Iandsliðsmaður Spánar í knatt-
spyrnu, lést í bílslysi í fyrrinótt.
Hann var á heimleið eftir að hafa
fylgst með leik Real Madrid og
Torino í UEFA-keppninni, er bif-
reið hans lenti í hörðum árekstri
við vöruflutningabíl. „Juanito“ átti
að baki 35 landsleiki fyrir Spán óg
lék með Real Madrid er hann var
upp á sitt besta, á áttunda áratugn-
um og fyrri hluta þess níunda.
■ STÓRLEIKUR ítölsku knatt-
spyrnunnar á sunnudag verður við-
ureign AC Milan og meistara
Sampdoria. Hollenski framheijinn
Marco van Basten hjá fyrrnefnda
liðinu er meiddur á ökkla og óvíst
er hvort hann leikur með.
■ VAN Basten fór til Hollands
í gær, þar sem sérfræðingur skoðar
ökklann og á að gera allt sem hægt
er til að framheijinn geti leikið á
sunnudag.
■ RUUD Gullitt, landi Van Bast-
ens, framheijinn Marco Simone
og varnarmaðurinn Filippo Galli,
eru einnig á sjúkralistanum hjá AC
Milan.
■ JORGINHO, brasilíski knatt-_
spvrnumaðurinn frábæri hjá Bayer
Leverkusen í Þýskalandi, til-
kynnti í gær að hann færi frá félag-
inu eftir tímabilið. Talið er líklegast
að hann fari til Bayern Miinclien
eða félags á Ítalíu. Leikmaðurinn
er 27 ára.
■ YANNICK Noah hætti sem
liðsstjóri franska landsliðsins í tenn-
is á þriðjudag, fljótlega eftir að lið-
ið tapaði mjög óvænt fyrir Sviss-
lendingum í átta liða úrslitum í
Nimes. Frakkar signiðu í Davis
Cup-keppninni í fyrra — unnu
Bandaríkjamann í eftirminnilegri
úrslitaviðureign í Lyon — en eru
nú úr leik.
■ NOAH var þó ekki lengi &t-
vinnulaus, því í gær var hann gerð-
ur að ráðgjafa franska tennissam-
bandsins, og á að stjórna sérstöku
átaki sem á að koma Frökkum á
topp tennisheimsins.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
1. deild kvenna:
Haukar- iBK................59:66
■Keflavíkurstúlkurnar tiyggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn með sigrinum i Hafn-
arfirði í gærkvöldi. - '
ÍS-KR......................49:59
Handknattleikur
Vináttuleikur:
Haukar - Suður Kórea......,32:32
Páll Ólafsson gct'ði 14 rnörk fyrir Hauka,
Petr Baumruk 7 og Óskar Sigurðsson 6.
Cho Chi-Hyo og Cho Bum-Yum gerði 7
hvor fyrir landslið Suður Kóreu.
Knattspyrna
England, 1. deild:
Wimbledon - Nott. Forest.........3:0
Earle 30., John Fashanu 35. og 71. Áhorf-
endur: 3.542.
HANDKNATTLEIKUR
Viggó Sigurðsson
hættir með Hauka
Landsliðinu boðið að
vígja íþróttahöll í París