Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Hugmyndin um stofnun mál- ræktarsjóðs hafði verið til umræðu nokkur ár, og reynt var að brýna stjórnvöld með ályktunum. Loks komst hreyfing á vorið 1989 að frumkvæði þáverandi mennta- málaráðherra, Svavars Gestsson- ar. Málnefndinni var þá falið að kanna möguleika á stofnun mál- ræktai^jóðs, og næstu mánuði var unnið kappsamlega að undirbún- ingi hans, fundir haldnir með mörgum áhrifamönnum í þjóðlíf- inu og samin tillaga um skipulags- skrá. íslensk málnefnd varð 25 ára um sumarið. Sænska akademían kom hingað í heimsókn og færði nefndinni 100 þús. sænskra króna í afmælisgjöf, jafnvirði nærri einn- ar milljónar íslenskra króna. Það skyldi vera tannfé handa væntan- legum málræktarsjóði. Þessi höfð- inglega gjöf vakti verðskuldaða athygli og ýtti við innlendum stofnunum og fyrirtækjum að leggja einnig fram fé til þessa sjóðs. Fyrir forgöngu mennta- málaráðherra lagði ríkið fram álíka fjárhæðir á móti. Skipulagsskrá Málræktarsjóðs GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI HEKLA LAUGAVEGI 174 * 695560 & 674363 iia Málræktar sj óður Fyrri grein eftir Baldur Jónsson Fyrir riflega einu ári var stofn- aður sjóður til styrktar íslenskri tungu og ber heitið Málræktar- sjóður. Ekki verður sagt að mikill hávaði hafi fylgt stofnun hans, enda ekki ætlunin. En nú er orðið tímabært að kynna hann betur en gert hefir verið, og verður leitast við það hér á eftir og í annarri grein síðar. Tilefni og tildrög Aðalstofnandi Málræktarsjóðs er íslensk málnefnd. Hún er opin- ber stofnun sem fer með forystu- hlutverk í íslenskri málrækt sam- kvæmt sérstökum lögum sem um hana gilda. Málnefndin, sem nú er skipuð 15 mönnum, var í fyrstu þriggja manna sérfræðinganefnd, sett á fót 1964. Henni var þá þeg- ar fengið víðtækt hlutverk en lengi vel gat hún litlu áorkað vegna skorts á rekstrarfé. Úr því fór ekki að rætast svo að um munaði fyrr en með setningu málnefndar- laganna 1984. Þau kváðu á um stofnun íslenskrar málstöðvar sem málnefndin og Háskóli íslands reka í sameiningu. Málstöðin tók til starfa 1. janúar 1985 og er framkvæmdastofnun málnefndar- innar. Háskóli íslands leggur henni til húsnæði í Aragötu 9. Allt frá öndverðu hafa nýyrða- störf verið eitt helsta viðfangsefni Islenskrar málnefndar - og þá einnig málstöðvarinnar, eftir að hún kom til sögunnar. Málnefnd- inni er meðal annars ætlað að hafa samvinnu við orðanefndir sem félög eða stofnanir koma á fót og vera þeim til aðstoðar. Við- leitni til þess hefir stuðlað að stór- auknum áhuga á nýyrðastarfi, bæði í fræðigreinum og starfs- greinum. Það má hafa til marks að á síðustu 10-12 árum hefir orðanefndum fjölgað úr 6-7 nefnd- um í 33. í virkustu orðanefndunum hefir verið unnið merkilegt ræktunar- starf sem erfitt er að meta til fulls. Sumt er of sérhæft til að almenn- ingur verði þess beinlínis var, en allt skilar sér eftir ýmsum leiðum út í þjóðlífið eins og aðrar nýjung- ar í máii. Áþreifanlegasti árangur- inn af nýyrðastarfi er venjulega orðasafn sem út er gefið í bók eða á annan hátt. Slík útgáfa segir þó aldrei alla söguna um starfið sem að baki liggur. Þó að margt hafi verið vel gert á þessum vettvangi og þakkar vert vita það allir sem nærri hafa komið að mestöll þessi starfsemi á í fjárhagsbasli. Verkefni sumra nefndanna kosta tugi milljóna króna, og hefir oft þurft mikla útsjónarsemi og fyrirhöfn til að afla nauðsynlegs fjár. Mikil er þó sú vinna, einnig við Qárútvegun, sem aldrei kemur greiðsla fyrir. En þótt tekist hafi þannig að koma ýmsu góðu til Ieiðar eru mörg nytsamleg verk í þeirri hættu að koðna niður eða sigla í strand vegna fjárskorts eftir margra ára starf. í mörgum stórum greinum fræða og atvinnuhátta hefir sama og ekkert verið unnið á skipulegan hátt vegna þess að vantað hefir „afl þeirra hluta sem gera skal“. Með skynsamlegri fjármögnun- araðferðum mætti ná miklu betri og skjótari árangri, spara í raun- inni bæði fé og fyrirhöfn. Markmið sjóðsins Kynnin af þessum vanda urðu til þess öðru fremur að kveikja hugmyndina um sérstakan mál- SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á good/year ræktarsjóð. Það var fyrir einum níu árum. Þegar íðorðastarfsemin fór að glæðast fyrir alvöru blasti við sú einkennilega mynd að þjóð- in átti engan sjóð sem hafði það verkefni að styrkja starfsemi af því tagi fjárhagslega. Hver orða- nefndin á fætur annarri hefir sótt um styrk úr opinberum sjóðum og oftast setið uppi með synjun. Þó nýtur málræktin velvildar hvar- vetna, ekki vantar það. Enn fremur varð ljó'st, þegar niálið var íhugað, að íslensk mál- rækt yfirleitt, a.m.k. öil viðleitni utan skólakerfisins til að efla tungu þjóðarinnar, þekkingu á henni innan lands sem utan og kunnáttu og leikni í meðferð henn- ar, var litlu betur sett gagnvart opinberum sjóðum en nýyrðastarf- semin. Við þessu var aðeins eitt svar: stofnun sérstaks málræktar- sjóðs. í skipulagsskrá sjóðsins er markmiði hans lýst svo: „Megin- markmið Málræktarsjóðs er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til eflingar ís- lenskri tungu og varðveislu hennar samk\’æmt nánari ákvæðum þess- arar skipulagsskrár.“ Þessi nánari ákvæði eru um þau verkefni sem sjóðurinn hyggst einkum sinna. Þau eru þessi: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýð- ingum á tæknimáli eða sér- hæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veitá einstaklingum, sam- tökum og stofnunum viður- kenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Málræktarsjóður er samkvæmt þessu bæði framkvæmda- og verð- launasjóður, en aðalhlutverk hans verður að veita styrki til verkefna. Eins og upptalningin ber með sér geta þau verið margvísleg. Þó að kveikjan sé komin frá íðorða- eða nýyrðastarfseminni var ætlunin frá upphafi að áhersla yrði lögð á málrækt í víðri merkingu eins og fram kemur í skipulagsskránni og styrkveitingar úr sjóðnum færu eftir viðfangsefnum hveiju sinni. Stofnun sjóðsins Baldur Jónsson „Málræktarsjóður er samkvæmt þessu bæði framkvæmda- og verð- launasjóður, en aðal- hlutverk hans verður að veita styrki til verk- efna.“ var staðfest í dómsmálaráðuneyt- inu 7. mars 1991. Þar með var sjóðurinn stofnaður og gat tekið til starfa. Stofnféð, tæpar 5,4 milljónir króna, var að vísu miklu lægri fjárhæð en vonir höfðu stað- ið til. (Skipulagsskráin gerir ráð fyrir 100 milljóna króna höfuðstól við lok þessa árs.) En þó að mikið vanti á og síðustu mánuðir hafi verið samdráttartími er engin ástæða til að leggja árar í bát. Mestu máli skiptir að sjóðurinn er orðinn að veruleika. Skömmu eftir að skipulagsskráin hafði ver- ið staðfest var sjóðnum kosin bráðabirgðastjórn sem hefir það aðalhlutverk að safna í sjóðinn. I stjórninni eiga sæti: Baidur Jónsson prófessor, sem er formað- ur sjóðstjórnar, Kristján Árnason prófessor og Sigrún Helgadóttir tölfræðingur. Varamaður er Gunnlaugur Ingólfsson orðabókar- ritstjóri. Málræktarsjóður á hemia í Ara- götu 9, húsakynnum íslenskrar málstöðvar og málnefndar. Fram- kvæmdastjóri ‘sjóðsins er Kári Kaaber. Sókn hafin Vegna óvissu um framvindu í ríkisfjármálum og fleira hefir sjóð- stjórnin ekki talið sér fært að blása til sóknar fyrr en nú. Þó hafa bæst í sjóðinn um 900 þúsund krónur síðan hann var stofnaður í fyrra, og er hann nú rúmar 6,3 milljónir króna. Málræktarsjóður hefir meðal annars tekjur af sölu minningar- spjalda. Skömmu eftir stofnun hans í fyrra kom í ljós að hann hefir hlutverki að gegna sem minningargjafasjóður, og er vert að vekja athygli á því. Enn fremur getur Málræktar- sjóður gegnt hlutverki sem heið- ursgjafasjóður. Nýlega var einn af skörungum íslenskrar málrækt- ar, Einar B. Pálsson prófessor, heiðraður með þeim hætti að nokkrir vinir hans lögðu fé í sjóð- inn og tengdu framlagið nafni hans í viðurkenningarskyni. Við sem vinnum fyrir Málrækt- arsjóð finnum vel að hann á marga og góða vini, og æ fleiri átta sig nú á gildi hans. Þörfin verður ljós- ari ineð hveijum degi sem líður. í næstu grein verður fjallað um stofnframlög og stofnendur, full- tl’úaráð, stjórn sjóðsins og fjár- söfnunaráform. Höfundur er prófessor I íslenskrí niálfræði, forstöðuma ður íslenskrar málstöðvar og stjórnarforina ður Málræktarsjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.