Morgunblaðið - 03.04.1992, Page 21

Morgunblaðið - 03.04.1992, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Hin nýskipaða stjórn Úrsmíðafélags íslands. Efri röð f.v. Gunnar Magnússon og Frank Ú. Miclielsen. Neðri röð f.v. Helgi Guðmunds- son og Axel Eiríksson. Aðalfundur Ursmíðafélagsins: Uraverð á Islandi hið lægsta í Evrópu AÐALFUNDUR Úrsmíðafélags íslands var haldinn 20. feb. sl. Þar kom m.a. fram að á árinu 1991 var Úí gestgjafi á norrænu úrsmíða- þingi. Þingið var haldið á vegum Nordisk Urmaker Forbund sem er samstarfsfélag úrsmiða á Norðurlöndum. Þingið var haldið á Hellu. Þar voru rædd sameiginleg mál m.a. menntun úrsmiða og komandi breytingar með tilkomu sameiginlegs Evrópumarkaðar. Félagið hélt endurmenntun- arnámskeið í fjölnotaúrum (chron- ograph), leiðbeinandi var sérfræð- ingur frá svissnesku úraverksmiðj- unum. Á fundinum kom fram að úraviðgerðir hafa aukist til muna' síðustu 2 ár eftir þá lægð er skapað- ist við stóraukinn innflutning úra eftir að tollar féllu niður vofið 1987. Við þá breytingu lækkaði verð úra um u.þ.b. 30% sem um leið gerði úraverð á Islandi eitt það lægsta í Evrópu í meðal- og vandaðri úrum. í kjölfarið seldist mikið magn af ódýrum úrum. í dag hefur salan aukist mikið í milliverðflokkum (8-15 þúsund) og í vönduðum og dýrum úrum. Úr stjórn gekk Viðar Hauksson og þakkaði formaður honum 9 ára stjórnunarsamstarf. Núverandi stjórn skipa Axel Eiríksson formað- ur, Frank Ú. Michelsen ritari, Gunn- ar Magnússon gjaldkeri og Helgi Guðmundsson varaformaður. (Fréttatilkynning) París: Ví kingasýning í Grand Palais Frá Elínu Fálmadóttur í París. MESTA landkynning sem ráðist hefur verið í frá Norðurlönd- um á meginlandi Evrópu er Víkingasýningin sem Margrét Danadrottning opnaði þriðjudaginn 31. mars í Grand Palais í París. A sýninguna hafa verið lánaðir 650 fornmunir frá víkingaöld úr söfnum á Norðurlöndum, Þýskalandi, Kanada, Bretlandseyjum og Rússlandi, sem aldrei fyrr hafa lánað slíka gripi. Eru þetta nær allt úrvals frumgripir úr söfnum land- anna, m.a. frá Islandi. Opnunin var hátíðleg í boði Roland Dumas utanríkisráðherra, Jacques Langs menntamálaráðherra Frakka, Cathrinar La Lumieres framkvæmdastjóra Evróp- uráðsins og Ase Klevelands forseta ráðherranefndar Norður- landaráðs, en þessir aðilar standa að þessari viðamiklu sýningu ásamt söfnunum. Mitterand Frakklandsforseti var viðstaddur opnunina, ásamt sendiherrum Norðurlanda. Sýningu þessari er ætlað að kynna meginstrauma í útbreiðslu víkingamenningarinnar, áhrif hennar á viðskipti og verslun, sem ná frá arabalöndum til Græniands og frá Bretlandseyjum austur að Volgu og sýna hin miklu áhrif þessara norrænu manna á þróun Evrópu. Þjóðminjasafn íslands og Árnastofnun standa að sýningunni fyrir íslands hönd og komu Þór Magnússon og Jónas Kristjánsson ásamt sínu fólki með. marga góða gripi og handrit. Srníðað hefur verið eftirlíking af einu víkinga- skipanna frá Hróarskeldu, sem' liggur á Signu neðan við Grand Palais og steig Margrét drottning þar um borð. . Öll stærstu blöðin hér og tíma- ritin hafa verið með myndskreytt- ar greinar, m.a. Monde og Ex- press með aukaútgáfu, svo hafa útvörp og sjóhvörp verið með við- töl við fræðimenn. í sambandi við sýninguna er efnt til erindaflutn- ings í sænska og finnska húsinu, þar sem 5 helstu fræðimenn franskir og 5 norrænir flytja erindi, þar á meðal Jónas Krist- jánsson. Verða þau gefin út í nýju riti, Praxima Thule, undir stjórn Francois-Xaviers Dillmanns. ís- lendingasögur í franskri þýðingu og fræðirit eru aug'lýst og til boða. Próf. Regis Boyer hefur skrifað viðamikla bók um víkingana, sem hann segir ekki hafa verið ribbalda heldur kaupmenn. Viðamikil sýningarskrá með mörgum fræði- greinum er gefin út og margt fleira er á boðstólum. Sýningin verður hér í París í 3 mánuði, fer þá til Þýskalands og að lokum verður hún opnuð í Kaupmannahöfn í desember nk. ©DEXION léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grástálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allar gerðir tengja Við sníðum niðureftir máli r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 O Q SmjöB®* Kalkið í ostinum hamlar á móti steypuskemmdum. Byggðu upp - borðaðu ost. ■—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.