Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 45 ROBERTS HAFNARGÖTU 88 KEFLA VÍK • SÍMI 11900 lniö verður glæsileg bílalcst sem heldur lil Keflavíkur um helgina. Fremstur og alls staðar í sérflokki fer Cherokee; jeppi og glæsivagn sem gerir j)ér kleift að takast á við tvo heima samtímis. Fast á Itæla hans koma hinir lipru og kraftmiklu bræður, Peugeot 405 sern er búinn öllum þægindum og öryggi fyrir eldh'nu umferðarinnar og Peugeot 106, sparneytni bíllinn með stóru kostina. Síðast en ekki síst skal telja hina rúmgóðu Skoda Favorit og Forman, kraftmikla bfla sem fara vel á vegi. Komdu við á Bflasölu Róberts, Hafnargötu 88, Keflavík um helgina. Þar fmnur þú örugglega bfl við þitt liæfi. Opið fóstudag kl. 10-19, laugardag kl. 10-16 og sunnudagkl. 13-16. JOFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FRIÐJÓNS ÓLAFSSONAR, Hafnarstræti 71, Akureyri. Brynhildur Stefánsdóttir, Ingibjörg Friðjónsdóttir, Sigvaldi Kristjánsson, Magni Friðjónsson, Óla Kallý Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SÓLVEIGAR S. MAGNÚSDÓTTUR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Magnúsína G. Sveinsdóttir, Tómas Ó. Ingimundarson, Sigríður J. Sveinsdóttir, Páll Jónsson, Hrefna Sveinsdóttir, Þórður J. Sveinsson, Áslaug H. Vilhjálmsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐLEIFAR MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar, Hellu, og Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun og hlýhug. Hilmar S. Ásgeirsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Gunnar J. Ásgeirsson, Magnhildur Grímsdóttir, Ásta Sigrún Asgeirsdóttir, Bragi Bjarnason, Birgir Ásgeirsson, Karen Arnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, systur, móður, tengdamóður og ömmu, SVÖLU MAGNÚSDÓTTUR, Víkurbraut 6, Vík í Mýrdal. Ingólfur Sæmundsson, Hulda Magnúsdóttir, Magnús Ingólfsson, Björg Jónsdóttir, Finnur Ingólfsson, Kristín Vigfúsdóttir og barnabörn. Þorláksdóttur. Líney og Þorvaldur hlúðu ein- staklega vel að börnum sínum og heimili, en einn skugga bar á. Líney fékk berklaveikina 1939. Hún var flutt á Kristneshælið og dvaldi þar í 3 mánuði og fór þá Steinunn syst- ir Líneyjar norður til að passa Hans og Lillí eins og við nefnum Guðnýju alltaf. Líney átti í þessum veikind- um í sex ár og gekk til læknis 2 til 3 í viku, en eins og margir berkla- sjúklinga bar hún þess aldrei bætur að hafa veikst af þessum sjúkdómi. Líney hafði létta lund, hún hafði góða frásagnargáfu og var gaman að heyra hana segja frá liðnum atburðum. Hún var mikil húsmóðir og bar heimilið þess ljósan vott. Líney og Þoi-valdur höfðu græsku- laust skopskyn og man ég sérstak- ‘ lega eftir hvað Þorvaldur var sposk- ur á svipinn þegar höfuðborgarsól- ina hans Jóns Múla bar á góma. Miklir kærleikai' voru með þeim hjónum Líney og Þorvaldi og báru þau einstaka umhyggju hvort fyrir öðru alla tíð. Þau unnu saman við heimilisstörfin þegar heilsan brást og aldurinn færðist yfir. Foreldrar mínir unnu við síldina á sumrin. Pabbi, Hörður Gíslason, á síldarbát, e#n mamma, Elín Elías- dóttir, við síldarsöltun svo var einn- ig með Láru og Steinu systur Lín- eyjar. Ekki voru þær þó alltaf sam- tímis í síldinni, en aldrei kom annað til greina en búa á heimili þeirra Líneyjar og Þorvalds. Ég og mín Qölskylda eigum afar ljúfar minn- ingar um Líneyju og Þorvald og það var hátíð þegar við komum á Siglu- ijörð. Blessuð sé minning um kær- leiksrík hjón, megi góður Guð nota kærleika þeirra á sínum vegum. Við færum börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakka hjálp og hiíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal). Alfreð Harðarson og fjölskylda. Hjónaminning; Þorvaldur Þorleifsson Líney Elíasdóttir Fæddur 21. maí 1899 Dáinn 27. janúar 1992 Fædd 13. júní 1911 Dáin 6. júlí 1988 Mig langar til að minnast þess- ara kæru hjóna, en Líney var móð- ursystir mín. Þorvaldur var fæddur á Siglu- firði. Foreldrar hans voru Þorleifur Baldvinsson og Soffía Sigurðardótt- ir. Þorvaldur átti tvær hálfsystur, þær Jósefínu og Sigríði Björnsdæt- ur. Þorvaldur missti móður sina er hann var enn á barnsaldri. Hann var sendur í fóstur og var á ýmsum bæjum, aðallega á Höfðaströndinni. A fermingaraldri kemur hann aftur til Siglufjarðar og eignast heimili hjá Sigríði Baldvinsdóttur á Grund, föðursystur sinni. Þorvaldur fór ungur til sjós og fór m.a. suður á vertíðir. Hann öðl- aðist skipstjórnaréttindi og var skipstjóri á línubátum frá Siglu- firði. Þoi-valdur var hörkuduglegur, útsjónarsamur og varkár skipstjóri. Eftir að Þorvaldur kom í land gekk hann í hið landsþekkta Stúf- arafélag sem var annálað lestunar- og uppskipunarfélag, sem mæddi mikið á, t.d. síldarárunum. Lengi átti Þorvaldur trillu sem hann reri á til fiskjar á sumrin. Þorvaldur kynntist verðandi eig- inkonu sinni, Líney Elíasdóttur, er hún var ráðskona hjá Skafta á Nöf. Líney fæddist á Krosseyri við Arnarljörð 13. júní 1911. Foreldrar hennar voru Guðný Friðriksdóttir og Elías Jónsson. Þau áttu saman 5 börn, Jón, Guðbjörgu, Sigurð, Líney og Elínu. Elías lést þegar Líney var aðeins 10 ára. Eftir það gerðist Jónas Bjarnason ráðsmaður hjá Guðnýju og eignuðust þau tvær dætur Láru Olafíu og Steinunni Lilju. Bjuggu þau í miklum kærleik- um meðan bæði lifðu, lengstan tíma á Kaldabakka á Bíldudal. Líney var í heimahúsum fram undir tvítugt, en þá fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar í um það bil eitt ár, en fluttist þaðan til Siglufjarðar. Er hún kom þangað hóf hún störf hjá Skafta á Nöf eins og áður sagði. Líney og Þorvaldur gengu í hjónaband árið 1933 og hófu bú- skap að Grund sem þau endur- byggðu. Arið 1947 byggðu þau hús að Hvanneyrarbraut 57, sem varð þeirra æviheimili. Þau eignuðust 3 börn, Hans Jón, Guðnýju Soffíu og Elías Ævar. Hans er kvæntur Hjördísi Aðal- steinsdóttur og eiga þau saman 2 syni. Hans átti 3 syni með fyrri konu sinni, Ernu Geirsdóttur, en missti einn þeirra á unga aldri. Guðný Soffía er gift Kolbeini Frið- bjarnarsyni og eignuðust þau fjögur börn en misstu einn ungan dreng. Elías Ævar er giftur Guðnýju Þorleifsdóttur og eiga þau 3 börn. Einnig ólu þau Þorvaldur og Líney upp sonarson sinn, Þoi-vald Stefán Hansson, frá 7 ára aldri. Þorvaldur er giftur Steinunni Rögnvaldsdóttur og eiga þau eina dóttur saman, en Þorvaldur á 2 börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Ástu Jóhönnu Sérfræóingar í blómaskreytingum viö öll tækifæri IB blómaverkstæó INNA Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.