Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 56
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 3. APRIL 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. I.VKII I.IW AD GÓDU KVÖLDI 1*1 LETTOI Flutti héðan fyrir 3 árum með óafgreitt svikamál: Rekinn frá Ameríku fyrir glæpastarfsemi Handtekinn í Leifsstöð og úrskurðaður í farbann 26 ÁRA gamall íslenskur var ný- lega handtekinn á Keflavíkurflug- velli eftir að honum hafði verið vísað úr landi í Bandaríkjunum. Þar hafði hann verið i haldi Iög- reglu í um það bil fjóra mánuði vegna gruns um aðild að líkams- árásum, innbrotum og þjófnuðum í Virginíufylki. Áður hafði maður- Árni Erling Sigmundsson Fórst við Grundartanga MAÐURINN sem fórst í slysinu á hafnarsvæðinu við Grundar- tanga hét Árni Erling Sigmunds- son, skipstjóri á Þjóti. Árni Erling Sigmundsson fæddist 1937 á Hesteyri í Jökulfjörðum. Árni var búsettur á Akranesi frá árinu 1970. liann lætur eftir sig eiginkonu, Sigurlaugu Ingu Árna- dóttur, og fimm uppkomin börn. ihn látið sig hverfa eftir að hafa fengið boð frá útlendingaeftirliti vestra um að landvistarleyfi hans yrði ekki endurnýjað. Manni þess- um hefur nú verið gert að sæta farbanni frá íslandi uns kveðinn hefur verið upp dómur í máli sem höfðað var gegn honum fyrir sakadómi Reykjavíkur vorið 1989. Það mál var aldrei tekið fyrir þar sem maðurinn hvarf um það leyti úr iandi. Haustið 1989 spurðist til hans í Bandaríkjunum, en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins taldi dómsmálaráðuneytið ekki tilefni til að biðja um framsal eins og dómari óskaði eftir. Rekstur málsins lá því niðri hér- lendis þar til seint í marsmánuði. Þá hafði maðurinn setið í fangelsi í Norfolk í Virginia frá 20. nóvember 1991, að sögn Guðmundar Helgason- ar í alþjóðadeild utanríkisráðuneytis- ins, og hafði verið ákærður fyrir lík- amsárás, innbrot og þjófnaði Eftir formlega brottvísun var flog- ið með manninn hingað til lands þann 24. mars síðastliðinn og við komu í Leifsstöð handtók lögregla hann og færði fyrir dómara sem úr- skurðaði hann í farbann. I þeirri ákæru er hann sakaður um að hafa komist yfir 2,5 milljónir króna með því að notfæra sér van- heilsu, greindarskort og dómgreind- arleysi konu nokkurrar til að fá hana til að undirrita um 20 víxla, skulda- bréf og tékka og hagnýta sjálfum sér andvirði þeirra. Skuldbindingar þessar leiddu til þess að konan var gerð gjaldþrota og missti eignir sem hún átti. Vorið 1989 höfðaði ríkissaksóknari refsi- mál gegn manninum vegna þessa. Pétur Guðgeirsson sakadómari hefur mál þetta til meðferðar og er dóms að vænta fyrir næstu mánaða- mót. Morgunblaðið/KGA Snú snú í góðviðrinu Brjóst grædd á konur með flutningi vöðva og húðflipa ÁLITIÐ er að rúmlega sextíu íslenskar konur missi brjóst af völdum krabbameins á ári hverju. Til skamms tíma höfðu konur sem misstu brjóst einungis tvo valkosti, að fá brjóstapúða eða silíkon. Með tækni og kunn- áttu lækna er nú svo komið að þær geta látið græða á sig bijóst með því að flytja vöðva og húðflipa frá öðrum líkamshluta. Sigurður E. Þorvaldsson lýta- læknir hefur nú um skeið gert að- gerðir af þessu tagi. Rætt er við Sigurð og tvær konur sem hafa gengist undir slíkar aðgerðir í C- blaði Morgunblaðsins, Daglegu lífi, bls. 4 og 5. Kaupmáttur jókst um 1,4% árið 1991 en hafði rýmað um 6-7% áður; Sýnir að þjóðarsáttin náði settu markmiði - segja Asmundur Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson GREITT tímakaup landverkafólks innan Alþýðusambands íslands hækk- aði að meðaltali um 7,1% frá fjórða ársfjórðungi 1990 til sama tíma 1991 og minnkaði kaupmáttur um 0,6% þar sem framfærsluvísitala hækkaði um 7,8% sama tímabil, að því er fram kemur í frétt frá Kjara- rannsóknanefnd. Þar kemur fram að kaupmáttur heildarlauna minnk- aði um rúm 2% vegna styttri vinnutíma, en kaupmáttur jókst um 1,4% á mælikvarða framfærsluvísitölu ef litið er á árið í heild og að á árinu 1991 stöðvaðist kaupmáttarrýrnun tveggja undangenginna ára, en þá rýrnaði kaupmáttur greidds tímakaups um 6-7% hvort árið. „Við sjáum það með því að skoða fréttabréfið að kaupmáttarhrapið sem gekk yfir 1988 og 1989 er í raun stöðvað í upphafi árs 1990,“ sagði Ásmundur_ Stefánsson, forseti Alþýðusamband íslands. „Þessar töl- ur sýna að hvað kaupmátt snertir og verðbólgu í meginatriðum stóðust samningarnir sem gerðir voru í febrúar 1990. Þegar litið er yfir þann veg sjáum við ósköp einfaldlega að þau markmið sem menn settu sér náðust og það er meira en sagt verð- ur um mörg samningstímabil önnur." Lokaðist inni í káetu er lóðsbátnum hvolfdi: Gat kafað út í annarri tilraun — seg’ir Davíð Guðlaugsson stýrimaður á Þjóti frá Akranesi DAVÍÐ Guðlaugsson stýrimaður á lóðsbátnum Þjóti frá Akranesi lokaðist inni í káetu bátsins er honum hvolfdi og hann sökk á s hafnarsvæðinu við firundar- tanga í fyrrakvöld. í káctunni var loftrými þannig að hann gat andað og neyðarljós logaði svo hann sá handa sinna skil. En honum mistókst að kafa út úr káetunni í fyrstu tilraun og þurfti að snúa aftur til baka í loftrýmið. „Ég gat kafað rétta Ieið út í annarri tilraun enda gaf ég mér þá tíma til að meta að- Stæður og finna réttu leiðina úr bátnum,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið. Hvað varðar tildrög slyssins seg- - ir Davíð að hann hafi verið inni í stýrishúsinu er það varð. Þjótur var að aðstoða japanskt skip við að leggjast að bryggju á Grundar- tanga er skyndilega strekktist svo á togvírnum milli lóðsbátsins og skipsins að bátnum hvolfdi. „Þetta gerðist svo snögglega að ég náði ekki að losa togvírinn frá með ör- yggisbúnaði sem er til þess um borð,“ segir Davíð. „Eftir að bátn- um hvolfdi skolaði mér með sjó inn í káetuna sem er fyrir neðan stýris- húsið en þar hafði loftrými mynd- ast og þar logaði neyðarljós. Ég var í úlpu sem ég klæddi mig úr og reyndi síðan að kafa úr káet- unni en fór ekki rétta leið og varð að snúa við aftur.“ Að sögn Davíðs reyndi hann að vera rólegur og hugsa sitt ráð er hann var kominn inn í loftrýmið í káetunni í annað sinn. „Ég gat áttað mig á aðstæðum og hugsað út leiðina sem ég þurfti að fara. Einu áhyggjurnar voru hvort hurð- in á stýrishúsinu væri læst eða ekki. Er ég kom að þeirri hurð í seinni ferð minni úr káetunni var hún brotin en fyrir utan hana rakst ég á vegg sem ég áttaði mig ekki á strax. Þar var um lunninguna að ræða enda báturinn á hvolfi og ég kafaði undir hana og síðan upp á yfirborðið," segir Davíð. Hann segir að hann geti ekki gert sér grein fyrir því hve langan tíma það tók hann að komast úr Þjóti og upp á yfírborðið en frá stýrishúsinu og upp á yfirborðið hafi hann þurft að synda um tvær Morgunblaðið/Sverrir. Davíð Guðlaugsson: „Eftir að bátnum hvolfdi skolaði mér með sjónum úr stýrishúsinu inn í káetuna fyrir neðan það.“ mannhæðir. Um leið og honum skaut úr kafi sáu menn um borð í Þrótti, hinum lóðsbátnum, hann, komu til hans björgunarhring og drógu hann um borð. Þá frétti hann að leit stæði yfir að félaga hans um borð, Árna Erling Sigmunds- syni skipstjóra, en Davíð taldi víst að hann hefði komist af þar sem hann var út á dekki er lóðsbátnum hvoifdi. Er Davíð kom á sjúkrahúsið á Akranesi var líkamshiti hans kom- inn niður í 32 gráður. Davíð segir að það hafi verið gífurleg áreynsla að komast úr bátnum en þetta sýni sér hve miklu mannslíkaminn getur áorkað undir álagi. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gærdag og er við góða heilsu. Guðmundur Jónsson skipstjóri á Þrótti sem bjargaði Davíð úr sjón- um segir að þeir hafi náð honum strax um borð eftir að honum skaut úr kafi. „Hann hressist fljótt og stóð sjálfur uppi á dekkinu er við náðum honum um borð,“ segir Guðmundur. Davíð hefur unnið sem sjómaður í 38 ár og er þetta í fyrsta sinn sem hann lendir í slysi á þeim ferli sínum. Hann hóf störf á Þjóti í ársbyijun 1990 en hafði áður verið á vertíðarbátum og togurum, síðast skipstjóri á togaranum Krossvík frá Akranesi. Hann sagði að það sem hefði brugðist hefði verið að jaunvextir hefðu hækkað og ríkissjóðshallinn vaxið og atvinnuástandið í heild væri mun verra en gert hefði verið ráð fyrir. Þar kæmi margt til, meðal annars háir vextir og lítill kvóti. „Háar kauptölur gagnast ekki ef gengisfellingar og verðbólga éta þær upp og stöðugt gengi hefur verið undirstaðan á öllu þessu tímabili,“ sagði Ásmundur ennfremur. „Þetta sýnir það sem við höfum lengi haldið fram að síðustu kjara- samningar náðu fullkomlega settu marki sem var fyrst og fremst að stöðva þetta kaupmáttarhrap og við- halda kaupmætti. Við höfum haldið því fram að það hafi gerst og þetta er bara enn ein staðfesting á því að svo sé,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands. Hann sagði að fyrir rúmum tveim- ur árum, þegar samningurinn var gerður, hefðu menn ekki haft sann- anir fyrir því að lág verðbólga og jafnvægi 'á öllum sviðum þjóðlífsins gætu skilað árangri, heldur hefði þfið verið byggt á huglægu mati og sann- færingu. Margir hefðu verið efins fyrir tveimur áriim en þeir þyrftu ekki að vera það lengur, þetta væru staðreyndir. „Við höldum áfram að halda þessu fram að við þær aðstæður þegar heildartekjur þjóðfélagsins eru að rýrna eins og raun ber vitni sé það helst með þessum hætti sem við get- um varið kaupmáttinn og sönnunina er að finna í síðustu samningum,“ sagði Einar Oddur ennfremur. ------------------- Mjólkurfræð- ingar boða yf- irvinnubann M J ÓLKU RFRÆÐIN G AR liafa boðað yfirvinnubann hjá viðseinj- endum sínum frá og með föstu- deginum 10. apríl. Aðilar sátu á fundi hjá ríkissátta- semjara í gærdag og í gærkvöldi. Rétt fyrir miðnætti var yfirvinnu- bannið boðað og stóð samningafund- ur þá enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.