Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 „Hann er nú falleg-ur rauðmaginn," segir Björn Guðjónsson. Morgunblaðið/KGA Gaman þegar veðrið er gott og veiðin góð - segir Bjarni Jakobsson grásleppukaii MEÐ hækkandi sólu lifnar við mannlífið við höfnina og grá- sleppukarlar fara á stjá. Ein- hverjir dytta að bátum sínum en aðrir hafa þegar hafið rauð- magaveiðar og bíða spenntir eftir að grásleppuveiði verði leyfð uppúr miðjum mánuði. Einn þeirra er Björn Guðjóns- son síungur grásleppukarl við Ægissíðuna. Ekki kvöldmenn „Ég er fæddur og uppalinn héma við Ægissíðuna,“ segir hann. „Pabbi var héma og afi byggði hér kot um 1850. Þeir vom á sjónum. Maður getur ekki hugsað sér að gera neitt annað. Sjórinn heldur manni ungum. Fé- lagi minn Magnús Magnússon frá Gestsbæ á Eyrarbakka var alla ævi í þessu og þegar hann dó 96 og hálfs árs fannst ekki í honum neinn sjúkdómur. Einfaldlega út- slitinn. Hann var alla ævi í þessu og fór aldrei í strætó. Mátti ekki vera að því að bíða eftir honurn," bætir Bjöm sposkur við. Bátinn, Guðjón Bjarnason, hef- ur hann í Grímsstaðavör þar sem áður vom 16 bátar en nú em aðeins tveir. „Við erum hérna saman á bátnum við Bjarni Tomm (Tómasson). Erum frekar morg- unmenn en kvöldmenn og förum út snemma á morgnana, svona um 7 og komum aftur milli 2 og 3. Byijuðum í fyrradag og veiðin er þokkaleg. 140 rauðmagar í gær og tæplega 100 núna,“ segir Björn og bætir við að þeir selji þeim sem vilji kaupa. „Fólk veit af mér og kemur hingað. Yfirleitt sama fólki en svo heltist úr lestinni, eins og gengur. Eitthvað fer í soðið hjá mér. Reyndar finnst mér rauð- magi ekkert sérlega góður. Sigin grásleppa er betri. Get étið hana endalaust, held ég.“ Það var mikið um að vei-a í Grímsstaðavör því viðskiptavin- irnir flykkjast að. Ein þeirra er kona á besta aldri. „Gömul kær- Bjarni Jakobsson segir að sonur sinn, 6 ára, geti farið á hjálpa til eftir 2-3 ár. asta,“ segir Björn. „Lengi lifir í gömlum glæðum, þú veist,“ segir hann og hlær. Mafía við höfnina Báturinn hans Bjarna Jakobs- sonar er rauður og sker sig þess vegna úr hinum bátunum við Hafnarbúðir en þeir eru flestir í ljósum litum. Hann hefur veitt 12 rauðmaga yfir daginn en segir að hann hefði verið ánægður ef hann hefði fengið 50. „Krabbarnir tefja svo fyrir manni," segir hann og lítur niður í bátinn þar sem 4-500 krabbar liggja í einni kös. „Ég var að hugsa um hvort ég ætti að tala við eitthvert veitingahús. Vita hvort þeir vildu hann. Ég lét einu sinni Spánveija hjá Reykja- víkurborg hafa krabba í poka og hann sauð úr honum súpu. Og sagði að hún hefði verið hreinasta lostæti," segir Bjarni. Netin segist hann leggja á dag- inn eða kvöldin. „Venjulega læt ég þau bíða í 2-3 daga en þegar krabbinn er svona mikiil tek ég þau upp eftir sólarhring. Krabbinn dregur netin svo saman og gerir manni erfitt um vik.“ Bjarni segist stundum fá sér rauðmaga í soðið. „Nú ætla ég að fá mér fyrsta rauðmagann á vertíðinni í kvöld. Mér fínnst hann mjög góður og sérstaklega lifrin. Grásleppu get ég aftur á móti ekki borðað." Veiðarnar séu afar heilsusamlegar úti í fríska loftinu. „Svo er alltaf gaman þegar gott er veður og góð veiði,“ segir hann en aðspurður um hvort gráslepp- urkarlarnir hafi mikil samskipti sín á milli við Hafnarbúðir segir hann: „Þetta er svona ein mafía,“ og brosir leyndardómsfullu brosi til blaðamanns og ljósmyndara. Páll Magnússon útvarpsstjóri: Sakadómur Reykjavíkur: Fyrrum vagnstjóri sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur sakfellt fyrrum strætisvagnstjóra fyrir líkamsmeiðingar og manndráp af gáleysi og dæmt hann til greiðslu á 60 þúsund króna sekt og til sex mánaða ökuleyfissvipting- ar. Manninum er refsað fyrir að hafa með ógætilegum og of hröðum akstri miðað við aðstæður valdið því að 19 ára stúlka lést og 16 ára stúlka örkumlaðist er bíll þeirra og strætisvagninn rákust saman á mótum Laugavegar og Vitastígs í Reykjavík. Slys þetta varð í júnímánuði 1989. VW-bíl stúlknanna var ekið suður Vitastíg fram hjá biðskyldu- merki og inn'á Laugaveg þar sem strætisvagninn var á leið niður í miðbæ. Areksturinn varð geysi- harður. Stúlkan sem ók fólksbílnum lést samstundis og sú sem sat í fagþegasæti var lengi meðvitundar- laus í mikilli lífshættu. Hún lamað- ist fyrir neðan mitti og hlaut svo mikil örkuml að læknar telja hæpið að hún muni nokkru sinni geta unnið. Fjögur vitni báru að strætisvagn- inum hefði verið ekið á hraða sem var langt yfir því sem eðlilegt gæti talist miðað við aðstæður. Strætis- vagnstjórinn taldi að hann hefði ekið á 45-50 km hraða, en kvaðst ekki hafa litið á hraðamælinn. í niðurstöðum dómsins segit' meðal annars: „Verður að hafa í huga, að Laugavegurinn er þröngur og allur skorinn af þvergötum þaðan sem alltaf má vænta umferðar." Síðar segir að hemlaför á vettvangi styðji framburð vitna um að vagn- stjórinn hafi ekið of hratt og að sannað sé, meðal annars með hans eigin framburði, að hann hafi ekki sýnt þá aðgát sem bar við gatna- mót Laugavegar og Vitastígs, sér- staklega þar sem Laugavegurinn sé þröngur og hornið við Vitastíg blint, eins og strætisvagnstjórinn fyrrverandi benti sjálfur á í sínum framburði. Þar sem talið var að áreksturinn hefði ekki orðið líkt eins harður, hefði vagninum verið ekið á hófleg- um hraða, var maðurinn talinn eiga sök á dauða stúlkunnar sem ók, og meiðslum hinnar. Við ákvörðun refsingarinnar, sem að framan greinir, var haft í huga að VW-bíln- um var ekið hratt og biðskylda við gatnamótin ekki virt. Gatnamálastjórinn í Reykjavík: 40,6 milljónir kr. í við- gerðir á gangstéttum BORGÁRRÁÐ hefur samþykkt tillögur Innkaupastofnunar um að taka 27.698.580 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Steinþórs Hjalta- sonar, í viðgerðir á steyptum gangstéttum og 12.903.840 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Skottu hf., í viðgerðir á hellulögðum gangstéttum. Tilboð Skottu hf. er 83,3% af kostnaðaráætlun, sem er 15.498.410 millj. Ellefu tilboð bárust í það verk og var hæst boð- ið 31.678.500 millj. eða 204,4% af kostnaðaráætlun. Átta tilboð bárust í viðgerð á steyptum gangstéttum. Kostnaðar- áætlun er 33 milljónir og er tilboð lægstbjóðanda 89,91% af kostnað- aráætlun. Næst lægsta boð kom frá SH verktökum hf., sem buðu 86,81% af kostnaðaráætlun og Dal- íélli hf., sem bauð 88,25% af kostn- aðaráætlun. Næst lægsta boð í viðgerð á hell- ulögðum gangstéttum átti Garðava! hf., sem bauð rúmlega 13,8 millj. eða 89,61% af kostnaðaráætlun. Þá bauð Sigurgeir L. Ingólfsson rúm- lega 13,9 millj. eða 90,08% af kostnaðaráætlun. í bréfi gatnamálastjóra til stjórn- ar Innkaupastofnunar, er lagt til að lægsta tilboði, Skottu hf., verði tekið. Þá segir: „Sömu aðilar undir öðrum nöfnum hafa unnið að gang- stéttarviðgerðum undanfarin ár. Verkin hafa gengið vel þar til á síðasta ári þegar um verulega sam- skiptaörðugleika og ágreining milli aðila var að ræða.“ Ólga á meðal hluthafa vann gegn hagsmunum félagsins PÁLL Magnússon útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf. sagði á aðalfundi félagsins sl. miðvikudag að ólga á meðal hluthafa hefði unnið gegn hagsmunum félagsins. Hann beindi þeirri ósk til eigenda fyrirtækisins að þeir forðuðust að rífa jafnharðan niður það traust sem starfsmönnum þess tekst að byggja upp. Hann sagði að eftir allar uppá- komurnar í kringum íslenska út- varpsfélagið hefði verið ákveðið að reyna að rækta garð félagsins í kyrrþey á síðasta ári á meðan félag- ið sannaði það inn á við og út á við að tekið væri á málum af festu. Þannig yrði félaginu best skapaður grundvöllur nýrrar sóknar á þessu ári. Hernaðaráætlunin hefði tekist þrátt fyrir að ólgan meðal hluthafa hefði unnið gegn hagsmunum fé- lagsins að þessu leyti. Páll sagði að fyrir dyrum stæði heildarendurskoðun á útvarpslög- um og hefði íslenska útvarpsfélagið þar gífurlegra hagsmuna að gæta. Menntamálaráðherra væri að ganga frá skipun nefndar til að semja frumvarp til nýrra útvarps- laga sem yrði að líkindum lagt fyr- ir á Alþingi næsta haust. Hann sagði að einkum væri það þrennt sem sneri að íslenska útvarpsfélag- inu, þ.e. að jafna samkeppnisstöð- una við RUV og leggja niður Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva. „Raunar getur það tæpast beðið heildarend- urskoðunar útvarpslaga og því hef ég lagt til að sjóðurinn verði lagður niður með sérstökum lögum strax.“ Páll sagði að þess væri að vænta í nýjum lögum að heimilað yrði beint endurvarp frá gervihnattastöðvum og þýðingarskylda afnumin svo fremi að endurvarpið fari fram í gegnum kapalkerfi. Aðgerðir til að bregðast við samkeppni úr þeirri átt væru þegar í undirbúningi. * Islenska útvarps- félagið hf.: Kærir reglu- gerðarbreyt- ingu til um- boðsmanns Alþingis ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur kært breytingar sem gerðar hafa verið á reglu- gerð Menningarsjóðs út- varpsstöðva til umboðs- manns Alþingis. Þetta kom fram á aðalfundi Islenska útvarpsfélagsins á miðvikudag. Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður sagði að með breytingum á reglugerð sjóðs- ins væri nú unnt að veita fjár- munum úr honum beint til kvik- myndagerðamanna og annarra aðila. Stjórn íslenska útvarpfé- lagsins teldi þessa reglugerðar- breytingu ólöglega og hefði stjórnin gert umboðsmanni Al- þingis grein fyrir sínum sjónar- miðum í því sambandi. Islenska útvarpsfélagið greiddi um 30 milljónir kr. til sjóðsins á síð- asta ári og fékk úthlutað úr honum 8 milljónum kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.