Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 38
38_________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992_ Um veiðirétt í afréttum * eftir Arna Jónasson Á síðasta ári kom út bókin, Stangaveiði 1991. Höfundar eru: Guðmundur Guðjónsson og Gunnar Bender. í bókinni fara þeir hörðum orð- um um þá ósvinnu að bændur geti með stofnun veiðifélags farið að selja sér og öðrum veiðileyfi í af- réttarvötnum. Orðrétt segir í bók- inni: „Ritari þessa texta hefur raunar alla tíð átt bágt með að skilja hvemig á því stendur að bændur niðri í byggð geti rukkað veiðimenn um veiðileyfi í vötnum og ám á afréttum. Áð bóndi í Hvítársíðu sé aðili að Veiðifélagi Arnarvatns- heiða og sem slíkur selji mér og fleirum veiðileyfi í vötn á Arnar- vatnsheiði. Að þessi bóndi og fleiri eigi eitthvað meira í þessum vötn- um en næsti maður þó svo að hann megi nytja þau og hleypa rollum sínum í rofabörðin, er eitthvert mesta óréttlæti sem til er hér á landi. Og hana nú.“ Það vekur furðu að menn sem rita og gefa út bækur um jafn sérhæft málefni og veiðiréttur er, skuli ekki kynna sér áður þau lög og þá dóma sem fj'alla um veiði- rétt, vitandi það að þær villur sem komast inn í prentaðar bækur verða aldrei leiðréttar. Það skiptir ekki öllu máli þó höfundur villist á afréttum en Arnarvatnsheiði er afréttarrand Reykholtsdals og Hálsahrepps en ekki Hvítársíðuhrepps. Að vísu eiga 2 jarðir, Kalmanstunga og Gilsbakki, aðild að Veiðifélagi Arn- ai-vatnsheiðar vegna séreignar á veiðirétti. Það virðist vera orðið afréttur sem villir um fyrir höfundum bókarinnar, og svo er um fleiri. Því virðist vera full ástæða til að skýra þau mál nánar. Til afrétta í víðtækasta skilningi má telja hvers konar land ofan byggða, sem notað er til sumar- beitar fyrir búfé. Samkvæmt því er ljóst, að eignarréttindi að af- réttarlöndum geta verið með mismunandi hætti. I fyrsta lagi getur verið um að ræða fullkomin eignarlönd, sem landeigandi á með öllum gögnum þess og gæðum. Þegar sveitarfélag kaupir jörð og leggur hana til af- réttar, skv. 5. grein laga nr. 42/1969 um afréttarmálefni, fjall- skil o.fl., með því að heimila bænd- um að nota landið til sumarbeitar, er eftir sem áður um fullkomið eignarland að ræða. I dómi Hæstaréttar frá 2. desember 1971 (Hrd. 42. 1137. Reyðarvatnsmál) kemur fram, að svonefndar Gullberastaðatungur á afrétti Andakílshrepps í Borgar- firði höfðu á sínum tíma verið hluti jarðarinnar Gullberastaða í Lundarreykjarhreppi, en jörð þessi var seld Ándakílshreppi árið 1898. í þessum dómi Hæstaréttar var litið svo á, að Andakílshreppur ætti botns-, vatns- og veiðirétt í Reyðarvatni fyrir þessu landi, eins og hveiju öðru fullkomnu eignar- landi. Um annað land, sem einnig ligg- ur að vatninu, er hins vegar tekið fram í dóminum, að ekki verði ráðið, hvort það sé fullkomið eignarland Lundarreykjarhrepps eða aðeins afréttareign. Sam- kvæmt því var Lundarreykjar- hreppur aðeins dæmdur veiðiréttui' í vatninu. í öðru lagi getur afréttur verið innan landamerkja jarða sem enn er búið á. Sem dæmi má nefna að Austurafréttur Mývetninga er að mestu innan landamerkja Reykja- hlíðar, og verulegur hluti Suður eða Framafréttar er innan landa- merkja Grænavatns. í þriðja lagi getur eignarréttind- um að afréttarlöndum verið þannig háttað, að aðeins sé um svokallaða afréttareign að ræða, en í því felst, að hlutaðeigandi aðili á eins beitar- rétt, lax- og silungsveiðirétt og ef til vill einhveijar aðrar þröngar nýtingarheimildir, sbr. áður greindan dóm Hæstaréttar frá 2. desember 1971. Afréttareign í þessum skilningi getur til dæmis verið eign eiganda tiltekinnar jarðar, sem afrétturinn heyrir til, sameign fleiri jarðeig- enda eða eign sveitarfélags. Þegar réttindi til afréttar byggj- ast á upprekstrar- eða beitarnotum frá fornu fari, hefur verið gert ráð fyrir því, að aðeins sé um afréttar- eign að ræða í umræddum skiln- ingi, en ekki fullkomið eignarland. í dómi Hæstaréttar frá 25. febr- úar 1955 (Hrd. 26. 108. Land- mannaafréttardómur) er þannig ótvírætt gengið út frá því, að af- réttarland það, sem þar var um að ræða, væri ekki fullkomið eignarland viðkomandi hrepps- ' félaga. í máli þessu var deilt um rétt til veiði í vötnum á Landmannaaf- rétti. Auk ríkisins voru aðilar að málinu Landmannahreppur, Holta: hreppur og Rangárvallahreppur. í dómi þessum segir meðal annars: „Ekki hafa verið leiddar sönnur á því, að hreppsfélögin sjálf hafi öðlast eignarrétt að afréttinum, hvorki fyrir nám, löggerninga, hefði né með öðrum hætti. Réttur til afréttarins virðist í öndverðu hafa orðið til á þann veg, að íbúar á landsvæði framangreindra hreppa og býla hafa tekið afréttar- landið til sumarbeitar fyrir búpen- ing og, ef til vill, annarrar tak- markaðrar notkunar. Um afréttar- notkun og fjallskil voru snemma settar opinberar reglur, sem sveit- arstjórnum var falið að annast framkvæmd á. Eins og notkun afréttarlandins hefir verið háttað, hafa hreppsfélögin, annað eða bæði, ekki unnið eignarhefð á því.“ Með þessu var ómerktur dómur sem upp var kveðin á Skarði á Landi 25. júní 1476, en sá dómur var virtur í tæpar fimm aldir, sbr. sölu hreppanna á vatnsaflsréttind- um og fl. til Einars Benediktssonar og hlutafélagsins Títan á árunum 1914-1919. Landmannahreppi og Holta- hreppi voru því aðeins dæmd af- réttarnot, beitarréttindi og veiði í vötnum á Landmannaafrétti. - 0 - í landnámu er sagt frá suður- eyskum manni, Kalman að nafni, sem kom til íslands og bjó fyrst við Kalmansá í Hvalfirði. Síðan nam hann land „fyrir vestan Hvítá á milli Fljóta og Kalmanstungu alla og svo allt austur undir jökla svo sem grös eru vaxin og bjó í Kalmanstungu“. Nú telja ýmsir fræðimenn Land- námu lélegt heimildarrit, og mun hún lítið notuð í málflutningi fyrir dómstólum. Doktor Haraldur Matthíasson á Laugai’vatni hefir ásamt konu sinni, Kristínu Sigríði Ólafsdóttur, ferðast um allt Island og kannað staðfræði Landnámuhöfunda. Niðurstöður sína hefir hann birt í ritverki í tveim bindum sem hann nefnir: „Landið og Landnáma.“ Þar segir: „Um staðþekkinguna er það skemmst að segja, að hún er furðulega góð. Má segja að á sama standi, hvar niður er borið, alls staðar kemur glögg staðþekking fram. Má næstum líkja Landnámu að þessu leyti við mynd, setta sam- an úr steinum, sem eru svo vel sniðnir saman, að hver fellur að öðrum. Nægir í því efni að vísa til einstakra landnámslýsinga í þess- ari bók ásamt skýringum, einnig til landabréfa." Leikmaður undast þesa nákvæmni höfundar Landn- Árni Jónasson „Það vekur furðu að menn sem rita og gefa út bækur um jafn sér- hæft málefni og veiði- réttur er, skuli ekki kynna sér áður þau lög og þá dóma sem fjalla um veiðirétt, vitandi það að þær villur sem komast inn í prentaðar bækur verða aldrei leiðréttar.“ ámu ef flest annað á að vera bull og vitleysa. Um landnám Kalmans segir Haraldur Matthíasson: „Landnám Kalmans hefir verið mjög stórt. „Fljót“ er Norðlingafljót. Fljótin eru raunar tvö, Norðlingafljót austar, en vestar Litla-Fljót. Koma þau saman litlu ofar en gegnt Stóra-Ási. Fljótstungan milli þeirra er mikið land. Hefur hún verið í landnámi Kalmans." Kemst þótt hægt fari eftir G. Ágúst Pétursson Það er nú komið vel á sjötta ár síðan Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð. Samtökin reka vist- og meðferðarheimili í Krýsuvík. Þau eru sjálfseignarstofnun og renna allar tekjur beint í uppbyggingu í Krýsuvík. Upphaflegt markmið var að styðja við bakið á ungu fólki sem á við ofneyslu vímuefna að stríða. Eftir að ríkisvaldið ákvað að grípa til aðgerða í málefnum yngsta hóps vímuefnaneytenda ákváðu Krýsuvíkursamtökin að breyta áherslum sínum, og sinna þau nú þeim hópi neytenda sem verst hafa orðið úti í neyslunni. Með bjartsýnina að veganesti ákváðu frumkvöðlar samtakanna að kaupa húsnæði Kiýsuvíkur- skóla, sem þá hafði staðið autt og yfirgefið árum saman. Mörgum þóttu þessi kaup glapræði, enda var húsið í niðurníðslu svo ekki sé meira sagt. Allar rúður brotnar og ástandið innanhúss var ömurlegt; menn höfðu meira að segja lagt á sig að hirða níðþunga ofna og má segja að allt hafi verið skemmt og stolið sem höndum var á komið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Með ómældri vinnu sjálf- boðaliða og vistmanna og höfðing- legum gjöfum fyrirtækja, félaga- samtaka og einstaklinga hefur ver- ið lyft Grettistaki, og þessu víð- fræga skólahúsi breytt í vistlegt meðferðarheimili. Auðvitað er ekki öllu lokið, enda ekkert áhlaupaverk að byggja upp 2.000 fermetra hús í sjálfboðavinnu með vægast sagt stopulum tekjustofnum. En kemst þótt hægt fari. Fyrsta áfanga húss- ins er lokið og annar áfangi vel á veg kominn. Meðferðarstarf í Krýsuvík hófst á haustmánuðum árið 1989, og fór hægt af stað. Eftir að starfsemin var flutt úr ófullnægjandi bráða- birgðahúsnæði í uppgert skólahús hljóp kraftur í starfið, enda allar aðstæður betri eftir flutninginn. Ásókn eftir plássi i Krýsuvík fer nú stöðugt vaxandi og okkur verð- ur sífellt betur ljóst hversu mikill vandinn er, en einnig hversu falinn hann er. Stundum er eins og þjóð- félagið vilji helst loka augunum eða horfa í aðrar áttir þegar þessi mál eru annars vegar. En vandinn er fyrir hendi og það þarf að breg- ast við honum. Hvers vegna er nauðsynlegt að sinna þessu fólki, sem oftast er komið alveg fram á bjargbrúnina? Stundum er bent á hversu þjóðhagslega hagkvæmt það sé í raun að koma vímuefna- neytendum til hjálpar. Það nægir samt ekki að benda eingöngu á sparnaðinn sem fæst með fækkun afbrota, lækkun vistunarkostnaðar á spítölum og í fangelsum, lækkun tryggingakostnaðar vegna eigna- tjóns o.s.frv. Við verðum einnig að svara þeirri spurningu, hvort mannúðlegt þjóðfélag geti nokkurn tímann leyft sér að skilyrða hjálp- ina eða flokka fólk eftir því hvoit það er verðugt hjálpar eður ei. í þannig hugsunarhætti leynist nefnilega vaxtarbroddur fyrir of- beldi og óréttlæti sem okkur stafar ógn af. En nóg um það að sinni. Við erum oft spurð að því hjá samtökunum hvernig gangi í Krýsuvík. Fólk kvartar undan því að við látum of lítið í okkur heyra. Hér skal því ekki móti mælt, að vissulega mættum við láta heyra meira í okkur og er þessari grein m.a. ætlað að fræða um stöðu okkar og störf. Meðferðin Skjólstæðingar Krýsuvíkursam- takanna eru flestir á aldrinum 18-35 ára og hafa allir átt við al- varleg vandamál að stríða vegna ofneyslu vímuefna. Samtökin hafa þróað meðferðarúrræði fyrir þetta fólk sem kristallast í orðinum með- ferð — skóli — vinna. í grófum dráttum má segja að meðferðin sé tilraun til enduruppeldis í víðasta skilningi orðsins. Vistmaður verður sjálfur að læra að axla ábyrgð og bera ábyrgð á eigin gerðum. Því getur vist- og meðferðarheimili í Krýsuvík aldrei orðið stofnun, sem ofverndar einstaklinginn svo að hann varpi af sér allri ábyrgð. Þvert á móti hljótum við að leggja áherslu á að vistmaðurinn taki á virkan og lifandi hátt þátt í og beri ábyrgð á eigin meðferð. Starf- ið miðar að því að viðkomandi nái fótfestu í lífinu og geti með tíman- um orðið nýtur þjóðfélagsþegn. Það sem gerir meðferðina í Krýsuvík frábrugðna öðrum með- ferðarúrræðum er, hversu lengi hún getur varað. Ef viðkomandi þarf ár eða lengri tíma fær hann þann tíma. En honum er síður en svo ætlað að eigra um í aðgerðar- leysi, því fyrir utan sjálfa meðferð- ina erum við að byggja upp þann „Við vitum að með starfi Krýsuvíkursam- takanna hafa sumir aft- ur öðlast von sem áður áttu enga. Krýsuvíkur- samtökin eru ekki bara mál Krýsuvíkursamtak- anna, heldur eru þau mál allra sem vilja hjálpa því fólki, sem hefur af ýmsum orsök- um misst alla stjórn á iífi sínu og líður illa.“ þátt meðferðarinnar sem felur í sér nám og vinnu. Námið og vinnan Það er kunn staðreynd, að fólk í mikilli vímuefnaneyslu hefur oft- ast dottið snemma út úr skólakerf- inu. Fyrir þessa einstaklinga getur menntun skipt sköpum við endur- hæfingu. Bæði hefur menntun gildi í sjálfu sér, en hitt skiptir ekki minna máli að menntun þýðir auknar líkur á góðri vinnu og góð vinna eykur Ifkurnar á að góður árangur náist í baráttunni við vímuefnin. Og við skulum ekki gleyma því að sú barátta er oftast upp á Iíf og dauða! Skólaþátturinn er í mótun í Krýsuvík, m.a. sjá sérkennarar nú um að námsgreina aila vistmenn. Einnig semja þeir sérstaka námsskrá fyrir þá vist- menn sem vilja stunda nám. Við- tökur vistmanna segja okkur að námsþáttur eigi eftir að verða öflugur í meðferaðai-starfinu. Hvað vinnuþáttinn áhrærir, kennir reynslan okkur að atvinnu- leysi og skortur á menntun haldist í hendur óijúfanlega. í könnun sem gerð var á vegum landlæknisemb- ættisins árið 1990 kemur t.d. fram að meðal unglinga sem leita að- stoðar hjá félagasamtökum og fé- lagsmálastofnunum vegna vímu- efnaneyslu beri mest á þeim er: a. Búa við erfiðar heimilisástæð- ur. b. Hafa hætt í grunnskóla. c. Eru atvinnulausir. í beinu framhaldi segir orðrétt með feitu letri: „Neysla vímuefna og fíkiniefna meðal þessara ungl- inga er margfalt tíðari en rneðal þeirra er stunda nám eða einhverja vinnu.“ Seinna í skýrslunni er því haldið fram, að nú á tímum séu „þau ungmenni sem ekki hafa lok- ið einhveijum prófum eða starfs- þjálfun úti í kuldanum á atvinnu- markaðnum“. Krýsuvíkursamtökin hafa sett sér það markmið að bjóða þeim einstaklingum sem verst hafa orðið úti í darraðardansi vímuefnaneysl- unnar skjól og endurhæfingu. Við álítum að þeir þurfi að fá ein- hveija menntun og þeir þurfi að læra að vinna auk hefðbundinnar meðferðar. Vinna og starfsþjálfun er ekki aðeins nayðsynleg forsenda þess að vímuefnaneytandinn nái fót- festu úti í þjóðfélaginu, heldur er vönduð starfsþjálfun mjög mikil- væg út frá sjónarhorni endurhæf- ingar. Vistmenn hafa hingað til unnið mikið við uppbyggingu skólahússins, hreinsunarstarf á svæðinu, ræktunar- og landbúnað- arstörf o.fl. Við hyggjumst auka vægi ræktunar- og landbúnaðar- starfa og einnig höfum við hafist handa um að koma upp litlu tré- smíðaverkstæði í Krýsuvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.