Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 11 Helgi Hálfdanarson: NÝTTLAG Nýlega minntist Ríkisútvarpið hins merka skólamanns Guðjóns Guðjónssonar, sem hefði orðið tíræður 23. marz sl. Guðjón var maður fjölgáfaður og miklum mannkostum búinn. Hann var skáld gott, þá sjaldan hann vildi það við hafa; en lítt hélt hann á loft kveðskap sínum. Barnavísurnar Það er leikur að læra hlutu að verða kunnastar af því sem hann orti, því þær eru fyrir löngu orðnar sameigin- legur skólasöngur allra barna á íslandi: Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meira i dag en í gær. Bjallan hringir, við höldum heim úr skólanum glöð. pnið og fijálsleg í fasi, fram nú allir í röð. (Vísnabókin, Rv. 1983) Engin furða að þessar þokka- fullu vísur urðu vinsælar. Hins vegar er það leitt, að um söng þeirra hefur slysalega til tekizt. Ekki veit ég hvernig það hefur atvikazt, að þær lentu í samfylgd við lag sem alls ekki hæfir þeim; því lagið á við allt annan bragar- hátt en þann sem er á vísunum, og misþyrmir þeim hraklega fyr- ir bragðið. Hér þyrfti sem fyrst úr að bæta og fínna vísunum lag sem réttilega fellur að gerð þeirra. Lagið sem sungið hefur verið, gerir ráð fyrir því, að ljóðlínurn- ar hefjist á öfugum þrílið. Þó er augljóst að svo er ekki. Þar tekur stuðlasetningin alstaðar af skarið. Væru vísurnar ortar á öfugum þrílið, eins og lagið krefst, kæmi höfuðstafur og þar með fyrsta áherzla á þriðja at- kvæði línunnar, ’rétt eins og þar stæði: Það er /eikur að /æra, sá et' tókur mér kær. En þannig eru vísurnar ekki ortar. Þar kemur höfuðstafur al- staðar á fyrsta atkvæði í línu, sem þess vegna hlýtur að vera áherzluatkvæði. Það er því ljóst, að allar línur vísnanna hefjast á réttum tvílið (á einum stað með forlið). Samkvæmt sönglaginu væri hrynjandin á þessa leið (áherzlu- atkvæði skáletruð): Það er leik-ur að lær-a, leikur sá er mér kær. En samkvæmt stuðlasetningu beggja vísnanna er hrynjandin þessi: Það er leik-m að lær-a, leik-ur sá er mér kær. í hverri línu eru þess vegna þrír bragliðir en ekki tveir eins og eftir laginu. Litlu munar að þýzka lagið, sem haft er við ljóð Jónasar, Efst á Arnarvatnshæðum, falli að vísum Guðjóns, þ.e.a.s. brag- arháttárins vegna. Að öðru leyti hæfir það lag vitaskuld ekki hinu glaða og hressilega efni vísn- anna. Oft heyrist kvartað undan því, að ruglukveðskapur, kennd- ur við nútíma, sé að drepa ljóð- smekk ungdómsins og slökkva allt skynbragð á íslenzka brag- hefð. Hvað sem því líður, verður það sízt til að bæta bragheyrn ungra barna að fara svo rang- lega með góðan kveðskap, að traust og vandað form hans verði að umskiptingi. Þess vegna skora ég á eitt- hvert tónskáldið okkar að búa til létt og glaðlegt lag sem falli réttilega að þessum vösku og bjartsýnu vísum Guðjons -Guð- jónssonar. Síðan vænti ég þess, að kennarar geri lagið að alls- heijar skólasöng íslenzkra barna, sem þegar hafa tekið ástfóstri við vísurnar. - f NÝ SENDING Pils-blússur-buxur-peysur Tískuskemman, \ < Laugavegi. SSherwoodT Hljómflutningssamstæðan sem sló í gegn í Ameríku ■■ fermin GJOF Sherwood hljómtækin hafa svo sannarlega gert garöinn frægan í henni Ameríku, frábærir dómar og gríðarleg sala á þeim segir meira en mörg orö. Góðar viðtökur hér á íslandi hafa sýnt okkur að hægt er að mæla með MC 1200 hljómflutningssamstæðunni. ÚTVARPSTÆKIÐ Grafískur skjár, 30 stöðva minni, sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN Mjög öflugur, 2x100 músik Wött. 5 banda grafískur tón- jafnari (Equalizerj. Mótordrif- inn styrkstillir. Aukainngangur fyrir videó og sjónvarp. TVÖFALT SEGULBAND Frábær hljómgæði (Dolby B). Tvöfaldur upptökuhraði. Sjálf- virk spilun á spólu beggja vegna. (Auto Rev.) Sjálfvirk upptökustilling. Sjálfvirk stöðvun á enda. GEISLASPILARINN Fullkominn lagaleitari. 20 laga minni. Grafískur skjár. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR Þriggja-átta lokaðir hátalarar með bassa „Woofer". FJARSTÝRINGIN Mjög fullkomin fjarstýring sem gefur þér möguleika á að sitja í rólegheitum í hæfilegri fjar- lægð og stýra öllum aðgerðum. PLÖTUSPILARINN Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snún. Verð kr. 7.890,- .-0**'* VLl/ Heimilistækí hf ° SÆTÚNI8 SÍMI6915 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI69 15 20 Traust þjónusta í 30 ár. VtSA e sp MUNALAN UERKlSMENN HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.