Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 26 Herinn hótar að skerast í leikinn Bardagarnir í Moldovu: Kishinjov. Reutcr. SOVETHERINN fyrrverandi í Moldovu gaf lögreglu landsins og rúss- neskum aöskilnaðarsinnum frest til klukkan 13 í gær til að leggja nið- ur vopn og hótaði að skerast ella í leikinn. Bardagarnir héldu þó áfram eftir að fresturinn rann út. Barist var á að minnsta kosti þremur stöðum austan við Dnéstr- fljót, þar sem rússneski minnihlutinn stofnaði sovétlýðveldi fyrir tveimur árum vegna ótta við að Moldova myndi sameinast Rúmeníu. Moldova, en þó ekki Dnéstr-hérað, var hluti af Rúmeníu þar til árið 1940 þegar Jósef Stalín innlimaði svæðið í Sovét- ríkin með valdi samkvæmt samningi Norðmenn mótmæla kjarnorku- tilraunum NORSKA stjórnin hefur ákveð- ið að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Rússa á Novaja Zemlja. í mótmælaorð- sendingu sem Thorvald Stolt- enberg utanríkisráðherra hefur sent Andrej Kosyrev starfs- bróður sínum í Moskvu leggja Norðmenn hart að Rússum að hætta við áformaðar tilrauna- sprengingar á norðursióðum. Grjótkast á Gaza-svæðinu HUNDRUÐ Palestínumanna réðust með grjótkasti á ísra- elska hermenn á Gaza-svæðinu í gær til þess að mótmæla því að lögreglusveitir skutu fjóra Palestínumenn til bana á svæð- inu í fyrrakvöld. Hermt var að 21 maður hefði særst í átökun- um í gær og um 80 í fyrrakvöld. Fjölga þotum á Kolaskaga RÚSSAR fjölga stöðugt lang- drægum sprengjuþotum af nýj- ustu gerð, svonefndum Backf- ire-þotum, í herstöðvum á Kola- skaga. Hafa þeir nú komið þar upp tveimur Backfire-flugsveit- um og eru fleiri í uppsiglingu, að sögn yfirmanna norskra landvama. Þá hafa heræfingar færst mjög í aukana á undan- förnum mánuðum á Kolaskaga og hafsvæðinu þar í kring en þær voru í lágmarki í fyrra. Rannsókn á sölu Patriot- flauga lokið Bandaríska varnarmálaráðu- neytið birti í gærkvöldi niður- stöður rannsóknar á meintri sölu Israela á upplýsingum um Patriot-gagnflaugakerfin til Kína. Þar kom fram að ekkert hefði komið fram við rannsókn 17 manna nefndar á vegum ráðuneytisins í ísrael er sann- aði eða afsannaði asakanir á hendur Israelum. I fyrradag sendi ráðuneytið frá sér yfirlýs- ingu byggða á annarri rann- sókn þar sem „stór þiggjandi" bandarískrar hergagnaaðstoð- ar, eins og komist var að orði, var sagður hafa ólöglega selt hergögn til annarra landa. Hafa fjölmiðlar túlkað þetta svo að sannanir lægju fyrir um óheim- ila vopnasölu Israela. við þýska nasista. Um 65% íbúa Moldovu eru af rúmenskum uppruna. Stjórnvöld landsins lýstu yfir sjálf- stæði frá Moskvu í ágúst og hafa beitt sér fyrir efnahagslegum "Sam- runa við Rúmeníu. Hvorki hún né rúmensk stjórnvöld hafa þó lýst því' yfir að stefnt sé að algjörri samein- ingu landanna. Tugir manna hafa beðið bana í bardögunum að undanförnu, auk þess sem hundruð hafa særst og þúsundir misst heimili sín. Utanríkisráðherrar Rússlands, Úkraínu, Rúmeníu og Moldovu koma saman í moldovsku höfuðborginni, Kishinjov, í dag til að freista þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Moldovskur lögreglumaður fylgist með ferðum rússneskra aðskilnaðarsinna handan árinnar Dnéstr, þar sem rússneski minnihlutinn í Moldovu hefur stofnað lýðveldi. Á bryndrekanum stendur: „Við berj- um fyrir sameinaðri Moldovu". Danmörk: 500 milljarða fyrirtækjaskatt- ur verður ekki endurgreiddur Olöglegur aö dómi Evrópudómstólsins en kom sér vel fyrir atvinnulífiö Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA stjórnin hefur ákveðið að endurgreiða ekki sérstakan fyrir- tækjaskatt, sem innheimtur hefur verið frá 1988, þótt Evrópudóm- stóllinn hafi úrskurðað, að hann sé ólöglegur. Var hann að vísu af- numinn um síðustu áramót en á fjórum árum nam skatturinn alls rúmlega 500 milljörðum ÍSK. EvrópudómStóllinn kvað upp dóminn á þriðjudag en það var ekki fyrr en degi síðar og eftir mikil fundahöld, að danska stjómin lýsti yfir, að skatturinn yrði ekki endur- greiddur. „Dómurinn kom okkur mjög á óvart,“ sagði Henning Dyr- emose fjármálaráðherra en danska sjónvarpið hefur birt orðsendingar frá framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins síðan í janúar 1988 þar sem varað er við skattinum. Fyrir 1. janúar 1988' var fyrir- komulagið þannig, að öll fyrirtæki greiddu um 60.000 ÍSK. á hvern starfsmann til ríkisins en þegar launagreiðslur jukust jókst einnig skatturinn og samkeppnisstaða út- flutningsiðnaðarins versnaði. 1987 var ákveðið að breyta þessu þannig, að greidd skyldu 2,5% af hagnaði fyrirtækjanna, allra nema útflutn- ingsfyrirtækja, sem voru undanþeg- in. Kom breytingin mjög vel út fyr- ir fyrirtæki með marga starfsmenn en lítinn hagnað en verr fyrir þau, sem höfðu fáa starfsmenn en mik- inn hagnað. í heildina lækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna veru- lega eða um fjórðung. Eins og fyrr segir voru útflutn- ingsfyrirtækin laus við skattinn og þegar árið 1988 höfðuðu eigendur tveggja innflutningsfyrirtækja mál fyrir Eystra-Landsrétti í Kaup- mannahöfn og héldu því fram, að með því að mismuna fyrirtækjunum væri verið að brjóta lög Evrópu- bandalagsins. Dómstóllinn sendi málið áfram til Evrópudómstólsins, sem nú hefur staðfest þennan skiln- ing. Danska stjórnin virðist raunar hafa búist við þessari niðurstöðu og því ákvað hún á síðasta ári að afnema fyrirtækjaskattmn frá og með síðustu áramótum. í hans stað var virðisaukaskatturinn hækkaður úr 22% í 25% en bannað að velta hækkuninni út í verðlagið. Danski Framfaraflokkurinn, sem var á móti skattinum á sínum tíma, ætlar að reyna að fá þingið til að víta Anders Fogh Rasmussen, efna- hags- og skattamálaráðherra, vegna þessa máls og Svend Auken, formaður Jafnaðannannaflokksins, vill, að aðdragandi og ákvörðunin um skattinn verði rannsökuð. Jafn- aðarmenn studdu raunar skattlagn- inguna en ekki fyrr en stjórnin hafði fullvissað þá um, að hún brýti ekki í bága við EB-lögin. Úrskurður Evrópudómstólsins þýðir ekki, að skattinn skuli endur- greiða en með því að höfða mál er hugsanlegt, að fyrirtæki, sem geta sýnt fram á, að skattgreiðslan olli taprekstri, fái einhveijar bætur. Rússland: Gajdar einbeitir sér að efnahagsumbótum Mnskvu. Rpiifnr. JEGOR Gajdar vék úr starfi fjármálaráðherra Rússlands að eigin ósk í gær og tók aðstoðarmaður hans, Vasilíj Bartsjúk, við starfinu. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu breytinguna litlu skipta því Gajdar hefði verið falið að stjórna efnahagsumbótum stjórnarinnar og hann yrði áfram fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands. Bresku þingkosningarnar: Nýjar skoðanakann- anir róa Ihaldsmenn London. I)aily Telegraph. NÝJAR kannanir á fylgi við bresku stjórnmálaflokkana, sem birtar voru í gær, urðu til þess að róa íhaldsmenn þar sem þær sýndu að Verkmannaflokkurinn hefur ekki náð þeirri forystu sem talið var sam- kvæmt könnunum sem birtár voru sl. mánudag. Jegor G:ijdar Hlaupagikkurinn Sebastian Coe á framboðsgöngu í Pool í Cornw- all þar sem hann er í framboði fyrir íhaldsflokkinn. Samkvæmt Gallup-könnun sem birt var í gær í Daily Telegraph hef- ur íhaldsflokkurinn aðeins hálfs pró- sents forskot á Verkamannaflokkinn, 38% á móti 37,5%. Miðað við könnun Gallup í síðustu viku he'fur fylgi Ihaldsflokksins minnkað um tvö pró- sentustig og Verkamannaflokksins um þrjú. Hins vegar hefut- fylgi við Ftjálslynda demókrata aukist um 4% á sama tíma, mældist 20,5% og hef- ur ekki verið meira í fimm ár. Samkvæmt NOP-könnun sem In- áependent og BBC birtu í gær hefur Verkamannaflokkurinn tapað 3% á viku og nýtur fylgis 39% kjósenda. Fylgi íhaldsflokksins mældist 37% og hafði lækkað um tvö prósent. Hins vegar sýndi könnunin 5% fylgis- aukningu hjá Ftjálslyndum á einni viku, úr 14% í 19%. Miðað við þessar niðurstöður fengi enginn einn flokkur meirihluta í breska jtihginu. í ljósi niðurþessa hvatti John Major forsætisráðherra kjósendur sem enn væru á báðum áttum til þess að fylkja sér um íhaldsflokkinn því að óbreyttu myndi þjóðin einungis kalla yfir sig stjórn Verkamannaflokksins. Ftjálslyndir demókratar væru fyrst og fremst „Trójuhestur“ þess flokks. Hermt er að ákvörðun Jelts- íns um að skipta um fjár- málaráðherra sé kænsku- bragð. Með því hafi hann viljað hlífa Gajdar við gagnrýni á rússneska þinginu, sem kallað hefur verið saman nk. mánudag. Gajdar hefur verið lýst sem höfundi umbót- astefnu stjórnar Jeltsíns. í gær drógu Rúslan Khasbúlatov þingforseti og Alexander Rútskoj varaforseti til baka kröfur um að Jeltsín bæðist lausnar fyrir sig og stjórn sína. Þeim hafði þótt stjórnin vilja ganga alltof langt og full skjótt í umbótum en í gær sagði Khasbúl- atov að enginn raunhæfur valkostur væri fyrir hendi. Brýnt væri að þing- menn og landsmenn allir gerðu sér grein fyrir því og sagði Rútskoj að afsögn stjórnarinnar myndi leiða til hættulegs pólitísks tómarúms. Helmut Kohl kanslari Þýskalands sagðist í gær vonast til þess að flest iðnvædd ríki heims myndu leggja eitthvað af mörkum til 24 milljarða dollara efnahagsaðstoðar, jafnvirði 1.440 milljarða ÍSK, sem sjö helstu iðnríki heims hefðu náð samkomu- lagi um að beita sér fyrir að fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna fengju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.