Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 <13 HVAÐ ERUM VIÐ? Abending til fjármálaráðherra eftir Þórð Ingva Guðmundsson í árdaga íslenskrar eignaleigu- starfsemi, en hún hófst 1986, gengu endurskoðendur eignar- leigufyrirtækja á fund ríkisskatt- stjóra og ræddu eftirfarandi spurningu. Hvernig ber að telja fram til skatts tekjur og gjöld eign- aleigufyrirtækis? Er eignarleigu- fyi'irtæki fjármálafyrirtæki eða hefur það sömu skattalegu stöðu og bílaleiga, áhaldaleiga eða myndbandaleiga. Niðurstaðan af viðræðunum við ríkisskattstjóra var sú að þar sem einn af megin- kostum fjármögnunarleigunnar fyrir leigutakann er að hann getur gjaldfært allt greitt leigugjald, með öðrum orðum skuldbindingin liggur utan efnahagsreiknings leigutakans, samningurinn hvorki eignfærist né skuldfærist, þá er rökrétt að leigusalinn, þ.e. eigna- leigufyrirtækið eignfæri og af- skrifí leigumuninn skattalega séð. Síðan þá hafa eignaleigufyrirtæki talið fram til skatts eins og áhalda- leigur, þó svo að endurskoðendur og allir sem vit hafa á viðurkenna að slíkt uppgjör sé víðsfjarri góðri reikningsskilavenju. En hvað er þá góð reiknings- skilavenja við uppgjör eignaleigu- fyrirtækis? Það er sú framsetning sem birtist á hinum eiginlega árs- reiknigni fyrirtækisins, það er hin opinbera niðurstaða rekstrarins. Á þeim tölum byggja t.d. fjárfestar og aðrir lánardrottnar ákvárðanir sínar og grundvalla sína áhættu á. Þær tölur eru hin eina og sanna niðurstaða. Gallinn er hins vegar sá að skattayfirvöld byggja alls ekki álagningu sína á þeim tölum, hvorki þegar lagður er á tekju- skattur né aðstöðugjald. Lítum á hvernig rekstrarreikningur eigna- leigufyrirtækisins Lindar hf. leit út 1990 og 1991, þ.e. hin sönnu reikningsskil í samanburði við rekstrarreikning samkvæmt skatt- framtali. Tekjuskattsálagning 1990 mið- ast við hagnaðartölurnar hægra megin í töflunni. Að vísu er fyrir- tækinu ekki gert að greiða tekju- skatt af þessum hagnaði þar sem það á uppsafnaðan tapsfrádrátt frá fyrri árum, en dæmið sýnir hversu víðsfjarri skattauppgjör er hinu raunverulega uppgjöri skv. góðri reikningsskilavenju. Á sarna hátt ákvarðar skattreikningurinn álagningu aðstöðugjalds, en sem dæmi má nefna að Lind hf. greið- ir 10 milljónir króna í aðstöðu- gjald 1992 af gjöldum ársins 1991 skv. skattauppgjöri eða yfír 4% af gjöldum ársins skv. ársreikn- ingi. Lög um tekjustofna sveitar- féiaga kveða á um að aðstöðu- gjald má eigi vera hærra en 1,3% af aðstöðugjaldsstofni. Rekstrarreikningurinn skv. skattauppgjörinu er í raun og veru markleysa þar sem hagnaðartalan myndast vegna reiknaðra tekna vegna yerðlagsbreytinga, tæpar 260 milljónir 1990. Á sama hátt verður skattalegt tap 1991 vegna stóraukinna afskrifta og minni tekjufærslu vegna verðlagsbreyt- inga og breyttrar aðferðar við út- reikning verðbreytingarfærslunn- ar. Munurinn á þessum tveimur rekstrarreikningum felst í því að skv. góðri reikningsskilavenju ber að gera eignaleigufyrirtæki upp Þórður Ingvi Guðmundsson sem fjármálafyrirtæki og eru því einu sannanlegu tekjur fyrirtækis- ins, vaxtatekjur og einu sannan- legu gjöld, vaxtagjöld og rekstrar- kostnaður. Með því að gera fyrir- tæki upp sem áhaldaleigu færist til tekna allt greitt iðgjald og til gjalda vaxtagjöld og afskriftir leigumunanna að frádreginni verð- breytingarfærslunni. Verð- breytingarfærslan til tekna verður þetta há vegna þess að peninga- legar eignir eru svo miklu minni en heildarskuldir fyrirtækisins þar sem leigusamningarnir eru ekki færðir sem peningalegar eignir í skattauppgjöri eins og gert er skv. góðri reikningsskilavenju, heldur sem fastafjármunir. Lög um eignaleigustarfsemi sem tóku gildi 1989 skllgreina ótvírætt eignaleigufyrirtæki sem fjármálafyrirtæki en ekki sem áhaldaleigur sbr. 2. gr. laganna en þar segir: „„Eignaleigustarf- semi“ samkvæmt lögum þessum telst vera sú starfsemi að veita, hafa milligöngu um eða bjóða fram lánveitingar og ábyrgð á skuldum vegna fjármögnunar annarra að- ila.“ Þá er eftirlit með eignaleigu- fyrirtækjum í höndum bankaeftir- lits Seðlabankans. Lög um tekjuskatt og eigna- skatt gera ráð fyrir því að raun- verulegar tekjur fyrirtækja séu skattlagðar, tekjur sem eru færðar samkvæmt eðlilegri og viður- kenndri reikningsskilaaðferð. Þær mismunandi aðferðir sem hér hafa verið sýndar benda til ruglanda sem getur bæði leitt til þess á ein- um tíma verði eignaleigufyrirtæki ofskattlögð og á öðrum tíma van- skattlögð. Eru eignaleigufyrirtæki fjánnálafyrirtæki eins og lögin um eignaleigustarfsemi taka allan vafa af eða áhaldaleigur eins og ákvörðun ríkisskattstjóra bendir til. Ef eignaleigufyrirtæki eru fjár- málafyrirtæki, af hveiju eru þau ekki skattlögð sem slík? Hvað enam við? Það er mælst til að fjár- málaráðherra taki þessa ábend- ingu til vinsamlegrar athugunar. Höfundur er framkvæmdastjóri eignaleigufyrirtækisins Lindar hf. ÁRSREIKIUINGUR 1990 1991 SKATTAREIKNINGUR 1990 Fjármunatekjur 280.183 342.111 Leigutekjur 627.772 776.000 Fjármagnsgjöld 213.284 243.977 Fjármagnsgjöld 215.040 243.977 Tekjur v. verðl.breytinga 6.615 (3.754) Tekjur v. verðl.breytinga 257.774 79.646 Fjármagnsgjöld samtals 206.669 247.732 Afskriftir leigumuna 297.640 427.000 Hreinar fjármunatekjur 73.514 94.379 Hreinar fjármunatekjur 372.866 184.669 Rekstrargjöld 61.337 89.715 Rekstrargjöld 141.308 204.421 Hagnaður 12.176 4.663 Hagnaður (tap) 231.558 (19.752) SPRENGIMARKAÐUR HEFST í DAG KL. 13 Á BÍLDSHÖFÐA 10 STENDUR AÐEINS FRÁ 3.-11.APRÍL # Dömu-, herra- og barnafatnaður # Skór á alla fjölskylduna # Hljómplötur - diskar - kassettur # Gjafavara - búsáhöld # Efni - gluggatjöld # Blóm o.m.fl. r—: Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19 Frítt kaffi Laugardaga kl. 10-16 Myndbandahorn Aðra daga kl. 13-18 fyrir börn L GÓD ARVðl tUR - 60TT VERD!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.